Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 UV fréttir___________________________________________________ Samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og Ölfushrepps: Erum hluti af þessu svæði - segir Hjörleifur Brynjólfsson oddviti Þarna er lagöur grunnur að ákveðnu samstarfi sem okkur finnst mjög áhugavert. Sveitarfélagið héma stendur mjög vel. Við erum stutt frá Reykjavík, þannig að við erum hluti af þessu svæði,“ sagði Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti Ölf- usshrepps, um samkomulag hrepps- ins og Reykjavíkurborgar um kaup á hluta Hengilssvæðisins sem undir- ritað var í gær. Samþykkt hefur ver- ið sala á landi fyrir 277 milljónir króna en enn er eftir einn óafgreidd- ur samningur upp á 38 milljónir króna. í viljayfirlýsingu Reykjavíkur- borgar og Ölfushrepps segir aö sveit- arfélögin tvö hafi orðið ásátt um að taka upp samstarf sín á miUi í jarð- hita og orkumálum, hafnarmálum, umhverfismálum, landamálum, sér- fræðiþjónustu og kostnaði. Þannig munu sveitarfélögin sameinast um að kanna möguleika á nýtingu jarð- hita tU uppbyggingar og eflingar at- vinnustarfsemi í Ölfushreppi. í því sambandi verði m.a. horft tU papp- Irsverksmiðju þeirrar sem nú er til skoðunar hjá Jarðgufufélaginu. Þá muni sveitarfélögin kanna tU hlítar möguleika á samstarfi hafnanna í Reykjavík og Þorlákshöfn, m.a. með uppbyggingu á hafnaraðstöðu i Þor- lákshöfn í huga. Þau muni taka upp samstarf í umhverfismálum þar sem lönd Ölfushrepps og Reykjavíkur- Eggert Þór Bernharðsson er svo mikill Reykvíkingur aö hann var ekki einu sinni í sveit á sumrin sem barn. Hér sýnir hann borgarstjóra nýju giæsilegu bindin sín af sögu Reykjavíkur. DV-mynd GVA Tvö ný bindi í Sögu Reykjavíkur: Landnám -Landnám* Hveragerl“ Hellisheiöi Reykjavfkur Þrengslin 'ÚS cn Selfoss :o Breiöamýri 11 Þorlákshöfn Eyrarúakki Stokkseyrl Hér má sjá hið umrædda landsvæöi sem Reykjavíkurborg hefur nú fest kaup á. Það er merkt með gulum lit á kortinu, segir Þorsteinn Garöarsson fram- kvæmdastjóri. borgar liggja saman, s.s. á Hengilssvæði og Hell- isheiði. Þá verði athug- að með hvaða hætti Reykjavíkurborg getur veitt Ölfushreppi sér- fræðiaðstoð á sviði orkumála, brunavarna og félagsþjónustu, fræðslumála og at- vinnumála. Loks geti Ölfushreppur leyst aftir til sin þann hluta Heng- ilssvæðisins sem er á láglendi, óski hann eftir því. „Nú er mikið talað Hjörleifur Brynjólfsson. um sameiningu sveitarfé- laga,“ sagði Hjörleifur, „og ég hef sagt það opin- berlega áður að besti fer- illinn í sameiningarmál- um sé ef sveitarfélög taka upp gott samstarf sem leiðir hugsanlega síðar af sér sameiningu. Ég er þó ekki að spá því að við sameinumst endilega Reykjavík þegar við fór- um að velta því fyrir okkur að sameinast öðru sveitarfélagi. Það hefur engin stefna verið mótuð í því efni.“ -JSS Ekkert óeðlilegt Borgin hlær - í seinna bindi „Ég er malbiksbam, sleit bams- skónum í Þingholtunum og fylgdi svo vexti borgarinnar til austurs, fluttist fyrst í Árbæjarhverfið og varð svo frumbyggi í Breiðholtinu, þar sem maður fór út í símaklefa til að hringja og tveir kilómetrar vom í næstu búð,“ sagði Eggert Þór Bernharðsson, höfundur þriðja hluta Sögu Reykjavíkur sem kynnt- ur var á blaðamannafundi í gær. Hann sagðist hafa þekkt borgina vel áður en hann hóf verkið, og væri ákaflega þakklátur ritnefnd og út- gefanda verksins fyrir að hafa feng- ið tækifæri til aö kynnast henni enn þá betur. Þessi hluti borgarsögunnar fjallar um tímabilið 1940-1990 og skipt er i kafla eftir efni. í fyrra bindinu er fjallað um hina öru þéttbýlisþróun, atvinnumál - sjávarútveg, verslun og iönað - húsnæðismál, stjómmál og stjómsýslu borgarinnar. Sagði Eggert Þór að kannski væri ekki áberandi gleði í fyrra bindinu, en borgin hlær í seinna bindinu, þegar kemur að því að lýsa skemmt- ana- og menningarlífi. Það er helgað málum sem snerta daglegt líf borg- arbúa, velferöarþjónustu, verka- lýðsbaráttu og félagsmálum. Tækni- væðingu heimilanna er lýst, bama- og unglingamenning er skoðuð - farið í tívolí og þrjú-bíó, fjallað um uppeldismál og uppbyggingu skóla- kerfisins. Loks er ítarleg samantekt á lista- og menningarlífi höfuðborg- arinnar þessa hálfu öld; tónlistarlífi, bæði klassískri tónlist og dægurtón- list, bókmenntum, myndlist og leik- húslífi. Bækurnar eru rausnarlega búnar myndefni - í þeim eru hátt á annað þúsund ljósmyndir sem koma frá fjölmörgum aðilum, bæði opinber- um söfnum og einkaaðilum. Meðal annars em myndir úr ljósmynda- safni sem bandaríski herinn rak hér á stríðsárunum og eru nú geymdar í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna. Sagði Eggert að Kanarnir hefðu tek- ið myndir af óvæntustu hlutum. Meðal annars var Kjarval myndað- ur á vinnustofu sinni og hefur sú mynd, eins og fleiri, ekki sést hér á landi fyrr en í þessari bók. Tæp fjórtán ár eru nú siðan verk- efninu um Sögu Reykjavíkur var ýtt úr vör. Áður em komin út tvö bindi eftir Guðjón Friðriksson um tíma- bilið 1870-1940 og væntanleg eru síð- ar á árinu tvö bindi um sögu Reykjavíkur frá landnámi Ingólfs til 1870, sem Þorleifur Óskarsson sagn- fræðingur hefur nú lokið við. í rit- nefnd sitja sagnfræðingarnir Lýður Bjömsson, Helgi Skúli Kjartansson, Helgi Þorláksson og Kristín Ást- geirsdóttir og Kristján Benediktsson fyrrum borgarfulltrúi sem mun eiga hugmyndina að verkinu. Útgefandi er Iðunn. Bækumar vom tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaun- anna í flokki rita almenns efnis. Borgarstjóri sagðist hafa hrokkið við þegar hún sá kápumyndina á seinna bindinu og síst skilið hvaða erindi erlend sólarströnd ætti framan á Reykjavíkursögu - „en þá var mér bent á að þetta væri bara Nauthóls- víkin,“ sagði Ingibjörg Sólrún hlæj- andi. „Það er ýmislegt sem við höfum hér innan borgarmarkanna!" -SA - segir Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfiröi „Mér finnst ekkert óeðlilegt við þessi kaup,“ sagði Magnús Gunnars- son, bæjarstjóri í Hafharfirði. Magnús sagði, að ef umrædd vilja- yfirlýsing þýddi að atvinnutækifær- um á Suðurlandi fjölgaði bæri að fagna því. Hafnfirðingar hefðu ekki horft til þessa umrædda svæðis með nýtingu jarðhita í huga. „Við erum búnir að undirrita viljayfMýsingu við sveitarfélögin á Suðumesjum þar sem liggur beint við að við stöndum saman að athug- unum og tilraunabomnum á Trölladyngjusvæðinu sem er í lög- sögu þessara sveitarfélaga. Við eig- um háhita í landi Hafnarfjarðar og erum ekkert að ásælast meira í bili.“ -JSS Breytir ekki miklu - segir Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgarsvæöis „Við í Árborg erum sjálfum okk- ur nógir um heitt vatn,“ sagði Karl Bjömsson, bæjarstjóri Árborgar, vegna viljayfirlýsingar milli Reykja- víkurborgar og Ölfushrepps. „Én menn verða að horfa til langrar framtíðar og það vom í gangi við- ræður á milli Hveragerðisbæjar og Ölfushrepps um hugsanlega orku- nýtingu í framtíðinni. Þær viðræð- ur hafa legið niðri um nokkurt skeiö. Þessi viljayfirlýsing skiptir ekki máli fyrir Árborgarsvæðið miðað við aðstæður i dag en auðvitað era menn alltaf að horfa til framtíðar og ef stefnir í að sveitarfélög fari út í orkunýtingu umfram það sem þörf- in er nú vill Árborg taka þátt i slíku. Miðað við stöðuna i dag breytir þetta þó ekki rniklu." -JSS Karl Björnsson. Valþór í sjöunda Það er ekki enn útséð með hvem- I listi Samfylkingarinnar á Reykja- esi mun endanlega líta út. Sagt er ið Rannveig Guðmundsdóttir, leið- jtogi hennar í kjördæminu, hafi nú sérstakan áhuga á þvi að Valþór Hlöðvers- son, alþýðubandalags- maður og þátttakandi í prófkjörinu, fái sjö- unda sætiö á listan- um. Það sæti yrði varaþingmannssæti Sigriðar Jóhannes- dóttur allabaOa. Þessi stuðningur annveigar kemur öUum á óvart iema þeim sem vita að Rannveig og 'alþór vora í kosningabandalagi fyr- prófkjörið þar sem einn megintil- ;angurinn var að reyna að feUa Sig- iði út af þingi... Sverrir stýrir með stæl Svo kann vel að fara að Sverrir lermannsson, formaður Fijálslynda ílokksins, fái nú loks uppreisn æru gegn „samsærinu" gegn honum vegna Landsbankamálsins. Hann stefnir ótrauður inn á þing og jhefur að sögn þeirra sem þekkja tU ákveðið að fara frain á Vest- fjörðum. Sverrir var jreifur þegar honum jvoru tilkynnt úrslit jsíðustu skoðanakönn- unar DV þar sem Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði gífurlegu fylgi. Sverrir hafði þá sagt að það ætlaði ekki að skUa flokknum mUdu að leggja niður vara- formannsembætti flokksins. í dag áorfa menn hins vegar einkum tU þess að það yrði sjálfur Sverrir sem myndi stýra kjöri forseta þingsins á fyrsta fundi þess, næði hann kjöri... Hannes og heimasíðan Heimasíða Hannesar Hólmsteins jissurarsonar háskólakennara er ‘fróöleg fyrir margra hluta sakir. Þar gefst nemendum og aðdáendum lannesar kostur á að lesa „fróð- leiksmola" Hannesar um „landsins gagn og nauðsynjar“ eins og Hannes viU orða það. En stærstu mál síð- unnar vora í upphafi ritskoóun, þar sem Hannes birtir efni 1 sem hefur ekki mátt birtast annars staðar, vótakerfiö, þar sem gefst tækifæri að kynna sér fiskveiðstjómunar- kerfi Hannesar, og síðast en ekki síst, lektorsmáliö. Þar var hægt að i um hvemig meirihluta háskóla- kennara lagðist gegn ráðningu Hann- esar í upphafi. Það hefur hins vegar áorfið af siðunni og enginn veit hvers vegna. í staðinn komu auðvit- jað nauðsynlegri mál. Davíö og Feröin til Suöur-Ameríku, næstum því öU feröasaga Hannesar til S-Ameríku... Prófkjör nyrðra j Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra fer fram um helg- ina. Eini þingmaður kjördæmisins ; Ragnar Arnalds er eins og flestir vita á údeiö og sækjast því margir eft- | ir því að komast í þing- ijsæti Ragnars. Frá Al- ! þýðubandalaginu reyna þau Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum, og ÉjAnna Kristin Gunn- larsdóttir, kennari og Iijónarniaður Far- la Norðurlands, að~ )a fyrsta sætið. Og af hálfu Al- uflokksins eru það Kristján Möll- bæjarfuUtrúi á Siglufirði, og Jón nundur Sigurjónsson, fyrrum pnaður krata, sem reyna sömu- is að ná fyrsta sætinu. Mikil ma ríkir vegna prófkjörsins enda irvegarinn nánast öruggur á þing. tar hafa öðru hverju hirt annan pnann Sjálfstæðisflokksins en ekki er gert ráð fyrir því að möguleik- • séu á því í ár... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.