Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 RE©NBO©IIMN r.i«K\k ’\ló *• mah L rounders %*** KviCTnyndfr is S !'l l ’ivK )M Sýndld. 5og9. lilllltlli uitin mii HESIEG TheRe'S S MÉlHlNG/lb T, ★★★ Bylgjan Will Ferrell og Chris Kattan leika bræðurnar Steve og Doug. Laugarásbíó - A Night at Roxbury: Ekki til útflutnings ■i Þegar maöur hefur þurft að sitja yfir slik- um ósköpum og A Night at the Roxbury er þá er ekki laust viö að maður óski þess aö það væri kvóti á ameriskar kvikmyndir, þá yrðum við örugglega laus við ósköp á borð við þessa mynd sem eingöngu á heima á innanlandsmarkaði og varla það. Eitthvað hlýtur hinni frægu sjónvarpsþáttaröð Satur- day Night Live vera farið að hraka, sjón- varpsseríu sem af sér hefur geíið Dan Aykroyd, John Belushi, Jim Carrey, Mike Myers, Eddie Murphy, Bill Murrey og John Candy, svo að nokkrir séu nefndir, ef það besta sem þeir geta boðið upp á í dag eru Will Ferrell og Chris Kattan, sem örugglega fara með öll fíflalætin sem þeir kunna í A Night at Roxbury, einstaklega heimskulegri mynd þar sem þeir félagar fá að láni „grín“ úr mörgum kvikmyndum, allt frá Saturday Night Fever yfir í Wayne’s World. Undir dynjandi diskótónlist fylgjumst við með tveimur Bakkabræðrum, Steve og Doug, reyna fyrir sér í næturlífí stórborgar með það að yfirskini að kynna sér rekstur næturklúbba svo þeir geti sjálfir sett einn slíkan á koppinn. Þeir bræður stíga ekki í vitið en eins og oft vill verða í fórsum er það heimska þeirra sem kemur þeim á réttar brautir. Það hefur verið sagt að farsar séu annað- hvort mjög fyndnir eða hundieiðinlegir, ekkert þar á milli, og A Night at the Rox- bury er hundleiðinleg, henni er beint til unglinga en þeir unglingar sem voru í kvik- myndasalnum þegar undirritaður var hlógu ekki mikið eða tóku þátt í vilitri atburða- rásinni á nokkum hátt. Hvað varðar Will Farrell og Chris Kattan þá hverfa þeir von- andi aftur í ameriskt sjónvarp því eftir frammistöðu þeirra Uggur þeirra framtíð ekki í kvikmyndum. Leikstjóri John Fortenberry. Hand- rit: Steve Koren, Will Ferrell og Chris Kattan. Kvikmyndataka Francis Kenny. Tónlist David Kitay. Leikarar: Will Ferrell, Chris Kattan, Richard Grieco, Dan Heda- ya og Loni Anderson. Hilmar Karlsson KVIKMYNDA Sýndld. 6.45 og 11. Sýnd M. 4.30,6.45,9 og 11.20. B.i. 16 Sýnd Id. 4.30,6.45,9 og 1120. DliNNIS QlMiD SAVIOR Sýnd kl. 4.45,7 og 9.15. Sýnd kl. 3 m/ísl. tali. Elia Kazan fær sárstök heiðursóskarsverðlaun Elia Kazan leiðbeinir Karl Malden og Vivian Leigh við tökur á A Streetcar Named Desire. Umdeild viðurkenning Elia Kazan er tvímælalaust einn besti kvikmyndaleikstjóri sem Bandaríkjamenn hafa átt og eftir hann liggja meistaraverk á borð við A Tree Grows in Brooklyn, On the Waterfront, A Streetcar Named Desire, East of Eden og Baby Doll, en hann leikstýrði nítján kvik- myndum á árunum 1945 til 1976 og eru flestar þeirra klassískar í dag. Elia Kazan er einnig sá sem gerði Marlon Brando og James Dean að k vikmyndastj ömum. Nú hefur það gerst að Ameríska kvikmyndaakademían hefur ákveð- ið að veita hinum 89 ára gamla leikstjóra heiðursóskarinn að þessu sinni. Spuming sem vaknar hjá mörgum er örugglega þessi: Af hverju er ekki löngu búið að veita Elia Kazan heiðursóskar? Svarið við því er að Elia Kazan er frægast- ur allra í Hollywood sem starfaði með hinni illræmdi amerísku nefnd og sagði ýmsa samstarfs- menn sína kommúnista og þar með vom þeir útskúfaðir frá vinnu. Það var leikarinn Karl Malden sem kom með uppástungu fyrir 38 aðra meðlimi ráðsins, sem ræður hverj- ir fá slíka heiðursviðurkenningu, að Kazan yrði heiðraður i ár. Malden sem lék í nokkmm mynda Kazans talaði í fimm mínútur og þegar atkvæðagreiðsla fór fram var enginn á móti. Einn þeirra sem lengi hefur setið í ráðinu sagði að nafn Kazans heíði aldrei komið upp áður þegar verið væri að ræða hverjir ættu skilið heið- ursóskar. Kazan, sem gengur ekki heill til skógar, sagðist vera mjög ánægður með heiðurinn og ætlar að kaupa sér nýjan smóking fyrir athöfnina sem fram fer 21. mars. Ekki em allir ánægðir með þessa ákvörðun og benda á að ekki að- eins gaf Kazan upp nöfn á átta fé- lögum og vinum heldur setti hann auglýsingu í The New York Times og Variety þar sem hann hvatti kollega sína til að gera slíkt hið sama. Victor Naminsky, höfundur bókarinnar Naming Names sem fjallar um svarta listann, sagði: „Fyrir kvikmyndir sínar á Kazan allan heiður skilinn, en á baki styttunnar ættu að vera nöfn þeirra sem sem hann svivirti." Sú herferð gegn listamönnnum í Hollywood sem öld- ungadeild- arþingmað- urinn Joe McCarthy stjómaði í kringum 1950 gleym- ist aldrei enda varð hún til þess að margir efnilegir kvik- mynda- gerðar- menn og handrits- höfundur urðu að fara í felur, flúðu til út- landa eða urðu að vinna und- ir öðrum nöfnum en þeirra eig- in. Einna EHa Kazan. Myndin frægastur er tekin á kvik- þessarra myndahátíðinni í manna er Berlín fyrir tveimur handrits- árum. höfundur- inn Abra- ham Polonsky, sem í tuttugu ár skrifað ekki undir eigin nafni. Hann sagði í viðtali við Los Angeles Times: „Mér líkar ekki við Elia Kaz- an og reyni að aðskilja hatur mitt á honum sem persónu frá því sem hann gerði í kvikmyndum og því verður ekki neitað að hann gerði margar góðar kvikmyndir. Ég mun samt aldrei fyrirgefa honum og ég mundi ekki vflja vera einn með hon- um á eyðieyju ef hann væri svangur, hann myndi éta mig lifandi." Sjálfur segir Elia Kazan í endur- minningum sínum: „Lesandi, ég biö ekki um neinn greiða. Ef þú vilt fá afsökun núna, þá hefur þú ranghugmyndir um persónuleika minn.“ -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.