Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 TIV a steikerínn Nykaup Þnrscm fersklcikinn býr Rauð greipaldin og appelsínusalat Fyrir 4 6-7 greipaldin, rauö 6-7 appelsínur 4 msk. apríkósumarmelaði 1 msk. sítrónusafi 4 msk. kóríanderlauf, fersk vanilluís Afhýðið greipaldin og appel- sínur og skiptið í lauf. Blandið saman við apríkósumarmelaði, sitrónusafa og söxuð kóríander- lauf, látið standa i kæli í 1 klst. Setjið á eftirréttadiska eða allt i stóra skál. Þetta ávaxtasalat bragðast afar vel með vanilluís. Hollráð Allt eins má nota appelsínu- marmelaði í þennan rétt. Gott getur verið að bragðbæta með appelsínulíkjör. Ganache-krem í súkkulaðineti Fyrir 4 Ganache-krem 250 g suðusúkkulaði 1 peli rjómi 100 g smjör, ósaltað Súkkulaðinet 100 g súkkulíki smjörpappír Jarðarberjasósa 200-250 g fersk jarðarber 1 dl appelsínusafi 4 tsk. flórsykur Bræðið saman í potti suðusúkkulaði, rjóma og ósaltað smjör. Má ekki sjóða. Látið standa í kæli í a.m.k. 12 klst. og þeytið kremið svo í hrærivél. Gætið þess að hraðinn sé ekki of mikill og þeytið þar til kremið verður rjómakennt, (ekki of lengi). Setjið kremið síðan með skeið ofan á súkkulaðinetið. Leggið smjörpappírinn saman og látið kólna. Takið smjörpappir- inn varlega utan af og skiptið á eftirréttardiska. Súkkulaðinet Bræðið súkkulíkið í vatns- baði, setjið í sprautupoka og sprautið þunnt á hæfllega stóra smjörpappírsferninga (10X20 cm). Rúllið þeim upp, svo súkku- líkið stirðni í sveig eöa boga. Jarðarberjasósa Setjið fersk jarðarber, appel- sínusafa og flórsykur í mat- vinnsluvél. Hellið síðan varlega í kringum ganache-kremið í net- inu. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. mér. Hann er einn af þeim mönnum sem eru kokkar af Guðs náð. Lundabringurnar eru flakaðar þannig að tvö flök koma úr hverjum lunda. Flökin eru lögð í teryaki-sósu í 30-60 mínútur til marineringar. Pannan er gerð klár og eftir smekk er notuð olía eða smjör. Þegar pann- an er orðin þokkalega heit er flök- unum skellt á og ein teskeið af púð- ursykri sett ofan á hvert flak. Steikt er í 3 mínútur plús, mínus og flök- Teryaki- Það er Vestmanneyingurinn og þingmaðurinn Árni Johnsen sem er sælkeri helgarblaðsins að þessu sinni. Vestmanneyingar eru frægir fyrir áhuga sinn á fuglalífi en sá áhugi kemur þó ekki í veg fyrir að þeir vilji leggja sér fuglana til munns. Lundinn er fugl Vestmanna- eyja og því er vel við hæfi að Árni sýni lesendum hvemig er best að matreiða hann. „Lunda má matreiða á margvís- legan hátt en eina afbragðs aðferð kenndi Þröstur bróðir mmn ing. Næst er að setja einn til tvo pela af rjóma út á og láta malla í um það bil 7 mínútur til þess að búa til undurgóða sósu. Þá er rétturinn tilbúinn. Meðlæti er gott að gera með því að skera í bita Árni Johnsen með pönnuna. unum snúið við en ekki er bætt meiri púðursykri í steikinguna. Steikt er ámóta lengi og fyrir snún- melónur, perur og svolítið af eplabitum og kella tríóinu í =.ýrðan rjóma. Teryaki-lundi með ávaxtasalati er skotheldur réttur og fljótlegur í mat- reiðslu. matgæðingur vikunnar Flamberaður humar Hrönn Harðardóttir, gjaidkeri í Vestmanna- eyjaútibúi íslandsbanka, nýbúin að gera gómsætan eftirrétt úr makkarónukökum, sérríi og rjóma, svo aðeins fátt sé nefnt af því góðgæti sem notað er í réttinn. DV-mynd Ómar Hrönn Harðar- dóttir í Vest- mannaeyjum er matgæð- ingur helg: arblaðsins að þessu sinni. Hún gefur uppskrift að humri og góðum eftir rétti. Hrönn skorar á vinkonu sína, Lindu Hansen í Handsal, að vera næsti matgæðingur DV. „Hún er snillingur í matar- gerð og er alltaf jafhspennandi að vera boðinn í mat til henn- ar, því maður veit aldrei á hverju er von.“ Humar með grænmeti 600-800 g humar (án skeljar) 2-3 tsk. karrí 1 tsk. salt cayennepipar (hnífs- oddur) 3-4 hvítlauksrif 1 stk. blaðlaukur (púrra) 1 stk. paprika, rauð 2-3 stangir sellerí 150-200 g sveppir 1 msk. sojasósa 3 dl rjómi 5 msk. tómatkraftur 1 dl sýrður rjómi. Steikið grænmetið og kryddið. Látið malla í 15 mínútur og bætið síðan soju, tómatkrafti og rjóma út i. Snöggsteikið humarinn, flamberið hann og setjið hann út í grænmetið og síðan sýrða rjómann. Kryddið með steinselju eða dilli og berið fram með fersku salati, hrísgrjónum og brauði. Rennið niður með ísköldum bjór ef henta þykir, annars bara vatni. Eftirréttur með makkarón- um og sérríi Myljið einn poka af makkar- ónukökum og setjið í skál, bleytið vel í þeim með sérríi og blandið svolitlu af jarðarberjasultu saman við. Rífið smávegis af marsipani yfir, skerið vanilluís í þunnar sneiðar og látið yfir (notið ekki mikinn ís). Þeytið 1 1/2 pela af rjóma og sefjið yfír. Raðið síðan ferskum jarðarbeijum eða öðrmn ferskum ávöxtum ofan á ijómann. Hellið að lokum bræddu suðusúkkulaði óreglulega yfir allt. Nýkaup Þar scmferskleikiim býr Lambastrímlar með fíkjum og rúsínum Fyrir 4 800 g beinlaust lambakjöt 3 msk. matarolía til steikingar 1-2 msk. smjör 200 g fíkjur, þurrkaðar 100 g rúsínur 400 g grænar baunir, frystar 4 dl kjúklingasoð (vatn og ten- ingur eða kraftur) 1-2 msk. maisenamjöl eða sósu- jafhari salt og pipar Meðlæti 12-16 stk. litlar kartöflur gróft brauð Skerið kjötið í strimla og snögg- ; steikið í heitri olíu. Bragðbætið ; með salti og pipar. Bætið ávöxtum og grænmeti á pönnuna og létt- brúnið allt. Heliið þá kjúklinga- soði yfir og sjóðið í eina minútu. Þykkið með sósijafhara. Sjóðið áfram í 2-3 mínútur. Meðlæti Berið fram með grófu brauði og soðnum kartöflum. Svínasnitsel með ólífum og pepperoni Fyrir 4 800 g svínasnitsel 3 msk. matarolía til : steikingar salt og pipar 80 g mozzarellaostur, rifmn (1/2 poki) Steiktar ólífur með pepperoni 150 g pepperoni í sneiðum 200 g ólífur, svartar og grænar 2 stk. rauðlaukur 3-4 sneiöar skinka 2-3 hvítlauksrif 2-3 msk. matarolía ítölsk sósa 2 dl pastasósa 1 tsk. oregano 1 dl hvítvín, óáfengt Steikið kjötið í 6-7 mínútur, snúið af og til, bragðbætið með salti og pipar. Setjið á miðjan disk, setjið steiktu ólífumar yflr, sós- una þar ofan á og dreifið að lokum rifnum osti yfir allt saman. Steiktar óiífur með pepperoni Skerið skinku og rauðlauk í strimla, saxið hvítlauksrifin. Hitið oliuna á pönnu og brúnið allt sam- an - bætið svo pepperonisneiðun- um heilum saman við. ítölsk sósa Blandið saman pastasósu, hvítvíni og oregano, sjóðið í eina minútu eða svo og hellið síðan yfir réttinn. Meðlæti Hér hentar gróft brauð einstak- lega vel. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.