Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 XJí'V X>V LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 viðtal ^ 'É' "ér Verslunarpróf VÍ f Júní 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Jóhanna Siguröardóttir er snúin til baka úr eyöimerkurgöngunni sem hófst þegar hún yfirgaf Al- þýðuflokkinn og stofnaöi Þjóð- vaka. Oft hefur veriö vitnaö til fleygra oröa hennar þegar hún sœllar minningar mœlti: Minn tími mun koma. Þaö virtist sem hennar tími vœri aö koma árið 1995 þegar Þjóövaki var stofnaö- ur. Skoðanakannanir sýndu þá fljúgandi meöbyr. Sá meðbyr skilaöi sér þó ekki í kosningun- um nokkrum vikum síöar og Þjóövaki fékk einungis þrjá þingmenn. Engu var líkara en stofnfélagar Þjóöváka fyndu sig ekki í þessum nýja flokki og yf- irgáfu þeir hann einn af öörum fljótlega eftir stofnun hans. Svo fór loks aö sjálfgekk Jóhanna til hálfs til liös viö sína fyrri flokksmenn innan þings þegar stofnaöur var þingflokkur jafn- aöarmanna. Pólitísk framtíð Jóhönnu var enn þá óviss fyrir fáum vikum þegar A- flokkarnir og Kvennalistinn voru að reyna að komast að niðurstöðu um hvort þeir ættu að bjóða fram sam- eiginlega í kosningunum í vor og þá hvemig ætti að raða saman fram- boðslistanum. Þegar loks fékkst nið- urstaða að halda kassaprófkjörið fræga var henni boðið að fá fjórða sæti á væntanlegum lista. Hún lá undir feldi í nokkra daga og hugsaði ráð sitt en ákvað síðan að hafna boðinu en bjóða sig fram í kassa Al- þýðuflokksins. Eftir á að hyggja var það hárrétt ákvörðun því að Jó- hanna stóð uppi sem ótvíræður sig- urvegari, eins og alþjóð er kunnugt. Svo sannfærandi var sigur hennar að yfírgnæfandi meirihluti almenn- ings lítur á hana sem leiðtoga hins sameiginlega framboðsafls sem nú er fætt. Þetta skynjar Jóhanna glöggt sjálf en er varfærin þegar hún er innt eftir þvi hvort hún hafi verið kölluð til forystu. Vonbrigði alþýðubandalagsfólks eru nokkuð augljós með niðurstöðu prófkjörsins í Reykjavík. Forysta þess var síður en svo þess sinnis að prófkjör færi yfirleitt fram þar, hvað þá að kratar og Jóhanna yrðu nokkurs konar sig- urvegarar. Svör þeirra eru því held- ur loðin þegar spurt er um forystu- hlutverk Jóhönnu i Samfylking- unni. Fluafreyja og fálags- málamanneskja Jóhanna Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 4. okt. 1942. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Egill Ingimundarson, alþingismaður og síðar forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, og Karítas Guðmundsdótt- ir. Fyrrverandi eiginmaður Jó- hönnu er Þorvaldur Steinar Jó- hannesson, sölustjóri hjá Heklu hf. í Reykjavík. Þau eiga tvo syni, þá Sig- urð Egil, sem fæddist árið 1972, og Davíð Steinar, fæddan 1977. Jóhanna nam við Verzlunarskóla íslands og lauk verslunarprófi 1960. Hún starfaði sem flugfreyja hjá Loft- leiðum 1962-1971. Hún var formaður Flugfreyjufélags íslands á árunum 1966-1969 og leiddi á þeim tíma flug- freyjur til sigurs í harðri kjarabar- áttu. Starfsfélagar hennar frá flug- árunum minnast hennar með hlýj- um huga, ekki síst flugfreyjur sem hún á enn sterk ítök hjá. Björn Guð- mundsson, fyrrv. flugstjóri, segir í samtali við DV að Jóhanna hafi ver- ið góður samstarfsmaður og hörku- Baldvins hélt áfram. Ekki kom þó til endanlegs uppgjörs og sambands- slita fyrr en 1994. Ágreiningurinn var þó vel ljós í millitíðinni, ekki síst þegar Jóhanna afréð að segja af sér sem varaformaður árið 1993 vegna andúðar á stjómarsamstarf- inu og ágreiningsins við Jón Bald- vin. Jóhanna vann leynt og ljóst gegn Jóni Baldvin fram að flokksþinginu 1994 þegar loks kom til uppgjörsins mikla. Aðferðirnar vom með ýmsu móti. M.a. gerði hún alvarlegar at- hugasemdir við fjárlagaramma allra ráðuneytanna í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994. Með því var hún i raun komin í stjórnarandstöðu. Andstæðingar hennar í flokknum segja að hún hafi m.a. með þessu verið að styrkja stöðu sína gagnvart Jóni fram að flokksþinginu sem halda átti haustið eftir og um tíma leit vissulega út fyrir að henni tæk- ist að reka formanninn upp í hom. Flokksþingið átti samkvæmt hefð að haldast á haustdögum og hefði það gengið eftir samkvæmt hefðinni er eins víst að Jóhönnu hefði tekist að undirbúa jarðveginn að falli Jóns. Þá lék Jón Baldvin þann hugvits- samlega leik að kalla saman flokks- stjórnarfund í aprílmánuði 1994 til að fara yfir stefnumál flokksins, einkum í Evrópumálum og fisk- veiðimálum. Höfuðtilgangurinn var hins vegar sá að flýta flokksþinginu og halda það strax í júnímánuði. Hugsunin kann að hafa verið sú að ná undirtökunum í stríðinu við Jó- hönnu með því að egna hana til yf- Eitt skylduverka ráðherra er að taka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðþrifabyggingum. Hér er hún að taka skóflustungu að heilsugæslustöð í Kópavogi. Meðal viðstaddra eru þáverandi forsætis- og fjármálaráðherra. irlýsinga um flokksþingið og kenna henni síðan um slæmt gengi í sveit- arstjórnarkosningunum fram und- an. Færu þær illa fyrir flokkinn yrði hægt að kenna Jóhönnu um. Flokksþingið var síðan haldið vorið 1994 og af því hvernig það fór má hiklaust telja að þessi leikflétta hafi tekist. í það minnsta náðu stuðn- ingsmenn Jóhönnu í hinu kalda striði gegn Jóni Baldvin ekki vopn- um sínum og í framhaldinu gekk Jóhanna svo úr flokknum. Komin aftur Sigur Jóhönnu í prófkjöri Sam- fylkingarinnar er á ailan hátt mikil uppreisn stjómmálalegrar æru fyrir Jóhönnu. Eins og rakið hefur verið hér að framan átti Jóhanna ekki alltaf auðvelda daga í Alþýðuflokkn- um. Útgangan úr flokknum tók einnig mjög á hana eins og þeir sem fylgdust með þeim darraðardansi, ekki síst blaða- og fréttamenn, vita vel. Jóhanna hefur marga hildi háð í stjórnmálunum frá því að hún hik- Jóhanna Sigurðardóttir - atvinnu- og stjórnmálaferill - 1960. - hjá Loftleiðum 1962-1971. T' Formaöur Flugfreyjufélags íslands 1966-1969 Skrifstofumaöur í Kassagerö Reykjavíkur 1971-1978. 1U83 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 f stjórn Verslunarmannafélags Reykjavtkur 1976-1983 m í tryggingaráöi 1978-1987 Fyrst kjörin á þing 1979 fyrir Alþýöuflokk Formaöur Tryggingaráös 1979-1980. Sat þing Alþjóöaþingmannasambandsins 1980-1985 Formaöur nefndar um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979-1983. Varaformaöur Alþýöuflokksins 1984-1993. Félagsmálaráöherra 1987-1994. Þingmaöur Alþýðuflokks 1987-1994 Segir sig úr Alþýöuflokknum 1994 Stofnandi og formaður Þjððvaka 1995. Sigurvegari prófkjörs Samfylkingar 1999 rgg Oft gustaði um Jóhönnu í ráðherrastóli. Vinnur hún friðinn? Jóhanna hefur veriö órög við að brydda upp á óhóflegri risnu og hóg- lífi ýmissa starfsmanna ríkisins á kostnað almennings í landinu. Hún hefur flutt fjölda fyrirspurna á yfir- standandi þingi um þau mál og á stóran þátt í þvi að laxveiðimál og dagpeningagreiðslur til bankastjóra ríkisviðskiptabankanna komu upp á yfirborðið á síðasta ári. Ekki er ólík- legt að þau mál hafi komið henni rækilega inn á kortið í prófkjöri Samfylkingarinnar og undirstrikað stórsigur hennar þar. í ríkisstjórnum þeim sem hún hef- ur setið í þótti hún oft óþæg og sam- ráðherrar hennar sökuðu hana um að taka heilu málaflokkana í gísl- ingu og hóta afsögn sinni færu ráð- herrar ekki að hennar vilja. Dæmi um þetta eru atvik sem tengjast fé- lagslega húsnæðiskerfinu, húsaleigu- bótum og svo auðvitað það þegar hún í raun tók fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1994 í gíslingu með þvi að gera ágreining um fjárlagaramma sérhvers ráðuneytis í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þar sem hún sjálf átti sæti. En síðan það gerðist hefur Jó- Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum um tíma. Hún var í áhöfninni sem flaug fyrstu DC-8 þotu félagsins til íslands. andi steig sín fyrstu skref inn í prófkjör Alþýðuflokksins snemma árs 1979. Andstæðingar hennar segja hana oft hafa verið erfiða í samstarfi að því leyti að þegar hún beit eitthvað í sig hafi stundum reynst erfitt eða jafnvel ómögulegt að fá hana ofan af því, enda þótt öll rök vísuðu eindregið til þess að hún væri á algerum villigötum. Enginn dregur hins vegar í efa að hún er strangheiðarleg og gersam- lega frábitin því að notfæra sér að- stöðu sína í eigin þágu. Þannig vakti það athygli þjóðarinnar og jók virðingu hennar þegar hún gegndi ráðherradómi, að hún þáði ekki að notfæra sér ráðherrafríðindi í sam- bandi við bíla og sá heldur ekki ástæðu til að hafa einkabílstjóra á sínum snærum og á ríkisins kostn- að við að aka sér milli húsa, heldur ók sjálf á eigin bíl, sem um tíma var gömul Mazda. hanna verið í eyðimörkinni eins og Jósúa forðum með her sinn og á slíku harðræði lærir fólk ýmislegt, ef það á annað borð lifir af. Til þess er tekið nú að framkoma Jóhönnu nú sé öll miklu yfirvegaðri og jafnframt hlýlegri en áður. Samstarfsfólk hennar í Samfylkingunni fullyrðir að samskipti við hana séu nú mun léttari en áður var, hún hlusti á rök og taki meira tillit til þeirra en þeg- ar hún var í Alþýðuflokknum forð- um og jafnvel í Þjóðvaka líka. Blaða- menn hafa orð á þessu líka og segja að meira að segja röddin hafi breyst, sé nú lægri og þýðari en áður, allt stress sé eins og horfíð út í buskann. En tími Jóhönnu er kominn. Hún hefur ásamt flokki sínum komið utan úr eyðimörkinni og brotið nið- ur borgarmúrana. Hún er komin inn fyrir. Hún vann stríðið en vinnur hún friðinn líka? Það er spurningin. -SÁ dugleg. „Ég minnist hennar sem samstarfsmanns með ánægju og hlýjum huga,“ sagði Björn við DV. Jóhanna hætti að fljúga árið 1971 og hóf störf á skrifstofu Kassagerðar Reykjavikur þar sem hún starfaði til ársins 1978 er hún fór í framboð á vegum Alþýðuflokksins og var í framhaldinu kjörin á þing. Árið 1976 var hún kjörin í stjóm Versl- unarmannafélags Reykjavíkur og átti þar sæti til ársins 1983. Hún var félagsmálaráðherra í ríkisstjórnum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks samfleytt til vorsins 1994 er hún sagði sig úr Alþýðuflokknum vegna ágreinings við formann og aðra forystumenn um stefnu og áherslur. við hann. Kjartan léði ekki máls á því og svo fór að Jón Baldvin tók það að sér að fara í kosningaslag við Kjartan með stuðningi Jóhönnu - og sigraði. Úr prófkjöri á þing Jóhanna kom inn í landsstjórn- málin í hinu stóra opna prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík haust- ið 1977. Um 5 þúsund manns tóku þátt i kjörinu og þáverandi formað- ur, Benedikt Gröndal, á sínu öðru formannsári, bauð sig fram í Reykjavík í stað Reykjaneskjör- dæmis. Stuðningsmenn Vilmundar Gylfasonar studdu Benedikt í fyrsta sætið en Vilmund í annað sætið. Aðrir sem þátt tóku vom Jóhanna Sigurðardóttir og Eggert G. Þor- steinsson sem sóttist eftir þriðja sætinu. Bandalag var milli stuðn- ingsmanna þeirra Jóhönnu og Egg- erts sem hélt ekki skár en svo að Jó- hanna felldi Eggert. Benedikt hlaut fyrsta sætið en Vilmundur annað. Fólk sem kom að þessu prófkjöri minnist þess að Jóhanna hafi verið mjög óviss um sig sjálfa i þessu prófkjöri og um hvort hún ætti yfir- Sigurður Egill og Davíð Steinar ásamt móður sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, fagna sigri í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Jóhanna Sigurðardóttir ásamt sonum sínum ungum, Þeim Davíð Steinari og Sigurði Agli. leitt eitthvert erindi í stjórnmálin. Þurft hafi að telja stíft í hana kjarkinn til að hún hrykki ekki frá. En listi flokksins hefur greinilega gengið í kjósendur því að Alþýðu- flokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum um vorið og fékk 14 menn kjöma. Jóhanna komst inn og þar með var stjórnmálaferill hennar hafinn. Jóhanna var kjörin varaformaður Alþýðuflokksins á flokksþingi Al- þýðuflokksins við hlið Jóns Bald- vins Hannibalssonar sem kosinn var formaður í stað Kjartans Jó- hannessonar. Mikil átök höfðu áður átt sér stað um Kjartan og hugsan- legan arftaka hans og ýmis samsæri í gangi með að velta honum úr sessi. Jón Baldvin var þá nýkominn vestan af ísafirði þar sem hann hafði verið skólameistari mennta- skólans. Samkvæmt heimildum DV sótti Jón Baldvin það ekki fast á þeim tíma að taka við forystu flokksins heldur vildi hann styðja Jóhönnu til forystunnar. Jóhanna mun þá hafa fallist á að verða for- maður ef Kjartan féllist á að draga sig til baka en vildi ekki fara í slag Ósætti Jóhönnu og Jóns Á flokksþingi flokksins haustið 1990 í Hafnaxfirði varð ljóst að ósætti mikið var milli þeirra Jó- hönnu og Jóns Baldvins, formanns flokksins. Jóhanna gagnrýndi Jón og forystu flokksins þar harðlega í skýrslu sinni sem ráðherra og lýsti yfir megnri óánægju sinni með framgang ýmissa velferðarmála, sérstaklega þó húsnæðismála í fjár- lagafrumvarpi næsta árs sem þá hafði verið lagt fram á þingi. Jón Baldvin tók orðum Jóhönnu illa og deildu þau hart í ræðustóli og utan hans á þinginu. Jón kallaði meðal annars gagnrýni Jóhönnu sakaskrá hennar á hendur flokknum og sak- aði hana um að halda því fram að allir forystumenn flokksins hefðu brugðist stefnumálum hans, nema hún sjálf. Við lá að flokksþingið leystist upp í rifrildi. í stjómarkjöri á þessu erfiða flokksþingi var Jón Baldvin kjörinn formaður með 223 atkvæðum af 278. Næstur honum var Guðmundur Árni Stefánsson með 32 atkvæði en Jóhanna fékk sjö. Hún naut hins vegar meira fylgis í varaformanns- sætið og fékk þar 252 atkvæði af 278 og lýsti síðan eftir trausti formanns síns sem hún fékk ekki þá þegar. Seint og um síöir tókust þó sættir milli formanns og varaformanns fyrir milligöngu Jóns Sigurðssonar. Eftir að sáttargjörðin hafði verið gerð lýstu bæði Jóhanna og Jón Baldvin deilum sínum sem fjöl- skylduerjum á góðu heimili. „Ég Jóhanna Sigurðardóttir, nýlega orðin þingmaður. held að hvorugt okkar Jóns Bald- vins sé langrækið og við erfum ekki hvort við annað þótt í brýnu hafi slegið." „Ég lít svo á að alla tíð hafi ríkt gagnkvæmt trúnaðartraust milli mín og Jóhönnu þótt okkur hafl greint á um ýmis mál. Ég treysti því að svo verði áfram,“ sagði Jón Baldvin við sama tæki- færi. Þetta trúnaðartraust hélst þó ekki lengi. Stuðningsmenn Jóns Baldvins frá þessum tíma telja læt- in á flokksþinginu hafa í raun verið aðdragandi að fyrirhuguðu uppgjöri Jóhönnu og stuðningsmanna hennar sem hafi verið búin að ákveða að láta skerast í odda við Jón Baldvin og gera flokkinn á ný að félagshyggjuflokki sem þeim þótti hafa farið forgörðum í stjóm- arsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk- inn. Af þessu uppgjöri varð ekki á flokksþinginu í Hafnarfirði árið 1990 en spennan milli þeirra Jóns Kornin ■ úr eyðimörkinni - baráttukonan Jóhanna Sigurðardóttir í nærmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.