Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 DV %rðir > ú> T* lUSK Fyrsti hjailinn að baki Þaö ríkti mik- il spenna hjá banda- rískum flugfélög- um þann 4. febrúar síðastliö- inn, en þá var fyrst hægt að bóka flug 1. janúar árið 2000. Venjan er sú að flug- félög bóka aðeins 330 eða 331 dag fram í tímann. Margir ótt- uðust að bókunarkerfin myndu bregðast en svo virðist sem allt hafi gengið að óskum. Hótel í Bandaríkjunum hófu svo að skrá bókanir fyrir janúar árið 2000 í gær. Kexkökur í stað samloku Farþegar bandaríska flugfé- lagsins Delta Airlines verða hér eftir að gera sér að góðu kex með osti, í stað samloku áður. Þetta á við um styttri flugleiðir, en félagið hyggst ná fram sparnaði þessum aögerðum. Þær munu einnig koma niður á þeim sem ferðast á fyrsta far- rými, því þar heyra fullkomnar máltíðir sögunni til og þess í staö verður boðið upp á létt snarl. Þá verður jafnvel ekkert kex í boði á nokkrum flugleið- anna, heldur munu farþegar fá að njóta næringar í fljótandi formi. Tvíburaborgirnar Minneapolis og St Paul: W^CL '<0 'í/tofBÍV^ Allar stærðir sendibfla Paradís feita fólksins Tvíburaborgimar Mmneapolis og St. Paul hafa heillað margan íslending- inn ailt frá því vesturfaramir íslensku settust að í Kanada og sumir hveijir þar syðra um síðustu aldamót. í dag flykkjast kaupglaðir landar vorir vest- ur um haf á sömu slóöir og er tekið opnum örmum af Ameríkönum, sem vilja umfram allt selja vörur sínar og kunna rétta viðmótið. Auðvelt er að ferðast á milli íslands og Minneapolis með beinu flugi Flug- leiða sem nú er 5 sinnum í viku en verður fjölgað í sex ferðir á næstu mánuðum. Helstu óþægindin við ferða- lagið stafa af tímamuninum sem er sex tímar, eða nánast sami tími og tekur að fljúga þessa leið. Þetta er ekki mjög til baga á útleiðinni þegar haldið er frá Keflavík siðdegis og komið til Minnea- polis á sama tíma. Öllu verra er með heimleiðina þar sem lagt er af stað sið- degis og komið heim að morgni. Þá ruglast lífsklukkan og tekur drjúgan tíma að rétta hana af. Opið fólk Það er margt sem kemur á óvart íslendingi sem kemur í fyrsta sinn til Minneapolis. Það vekur at- hygli hversu opið fólk er og tilbúið til að lið- sinna vönkuðum fslendingum. Tjáskipti ókunn- ugra þykja sjálf- sögð og eru mun algengari en á íslandi og í Evr- ópu. Þannig var viðbúið að væri kallað eftir að- stoð kæmi nett- ur útdráttur úr ævisögu hins miskunnsama ameríska samheija og jafnframt ósk um sam- bærilegt ágrip hins hjálparvana. Það var sama hvar vandi skaut upp kollin- um, alltaf var glaðlyndur, gjaman feit- ur og hjálpfús Kani kominn að vörmu spori. Þessu mátti gjaman líkja við Aladdín og lampann. Bara að nudda og andinn birtist. Verra var að sumir þeirra amerísku anda sem sprattu fram og tilheyrðu þjónustustéttum bragðust ókvæða við fengju þeir ekki þjórfé fyrir veitta aðstoð. í þeim efnum er talið hóflegt að gefa á bilinu 10 til 20 prósent af uppsettu verði. Ef vottaði á Ur fiskasafninu. Mæla mitj hvar? Braun eyrnahitamælirinn fæst í apótekum, góður fyrir mig og mömmu. ThermoScan BRflUíl í tilefni bolludagsinl8 rjúkandi kaffi og rjómabollu með ekta rjóma á aðeins 150 kr.laugardag, sunnudag og mánudag.Verði ykkur að góðu. Vcitingastaöur í Mall of America í Minneapolis er ýmislegt að sjá. Vel er hægt að fara þangað án þess að versla og tíminn er fljót- ur að líða við að skoða mannlíf og búðir. DV-myndir rt örlæti þá færðist andinn allur í auk- ana og ávarpið „sir“ skaut upp kollinum í hverri setningu - sagt með hlutfalls- lega meiri lotningu eftir því sem þjórféð var rausnarlegra. Passa veskið Flestir íslending- ar sem leggja leið sína á þessar slóðir fara til að versla og svo auðvitað skemmta sér. Hvað verslunar- leiðangra varðar er vist að hægt er að gera kjarakaup. Það kostar þó ákveðna hagstjóm sem aðallega felst í því að taka ekki upp veskið í Mall of America, sem er eitt helsta stolt Minneapolis- búa enda stærsta „mollið“ í Norður- Ameríku. Þar era um 400 verslanir sem bjóða upp á flest það sem hug- urinn gimist. Vandinn er bara sá að verðlagið er í réttu hlutfalli við hið glæsta um- hverfi. Auðvitað er hægt að gera góð kaup en það er líka svo auðvelt að falla í þá gryfju að láta tungulipran sölu- mann selja sér vöru sem kostar það sama eða jafnvel meira en heima á Fróni. Merkjavara er á svipuðu verði og heima á íslandi. Trikk hins hagsýna íslendings er að fara í verslunina Target sem selur fatnað, búsahöld og annað - á verði sem einna helst má jafna við Bónusverslan- frnar á íslandi. Munurinn er sá að í stað þrengslanna sem einkenna Bónus er rúmt um kúnnann í Target, en þjónusta er í lágmarki. Ágætis vara er á boðstól- um á hlægilegu verði. Föt á böm og full- orðna era stærstur hluti þess sem versl- unin býður upp á. Eini vandinn er sá að erfitt getur reynst að ná sambandi við hið fáa afgreiðslufólk, sem væntanlega er lykillinn að því að halda lágu vöra- verði. Sem dæmi má nefna að bamafót era á verði sem era allt frá 500 krónum á einingu. Karlamannabuxur era á 1-2 þúsund krónur og góðir jakkar á fúll- orðna frá þremur þúsundum. Aðrar verslanir utan hins geysistóra Mall of America bjóða einnig mjög hagstætt verð, en Target Center er að glöggra manna sögn hagstæðast. Það er svo ekki verra að langvarandi velmegun amer- ísku þjóðarinnar, sem leitt hefúr til þess að margir hafa færst í aukana, kemur fram í verslunarrekkunum. íslendingur í leit að yflrstærðum á gjaman heima í miðjum amerískum rekkum þar sem yf- irstærðir heita XXL. Þetta eykur fólki af ákveðinni þungavigt sjálfstraust og áræði. Samkvæmt lauslegri könnun er þriðjungur Bandaríkjamanna langt yflr því sem kallast kjörþyngd. sem þar era til staðar. Þar er nánast öll flóran í veitingabransanum; allt frá hamborguram upp í stórsteikur. Ekki má gleyma einni stærstu veiðivöra- verslun í heimi, sem er um klukku- stundar akstur frá flugvellinum. Versl- unarhöllin heitir Cabellas og þar fær veiðimaður af hvaða tagi sem er allt við sitt hæfl. Þá er þar mikið safn upp- stoppaðra dýra, í umhverfi sem er gert sem líkast náttúrulegu umhverfi þeirra. Ótal söfn era í borgunum auk þess sem fólk getur vahð á milli nokkurra spila- vita - vilji það á annað borð taka áhættu með fjármuni sína. Niðurstaðan er sú að nóg er viö að vera og fólk skemmti- legra en víða annars staðar. Þama er sannkölluð paradís feita fólksins, hvort sem litið er til heimamanna eða gesta. -rt I Minneapolis er fólk stolt af sínum mönnum og þau stórmenni sem þaðan hafa komið eru gjarnan tíunduð. Vísir að dýragarði er í einni versluninni í Mall of Amer- ica. Stúlka með páfagauk vakti óskipta athygli og dró eflaust að viðskiptavini. Dagstund í „Mollinu" Þrátt fyrir að Mollið sé dýrt er óhætt að ráðleggja fólki að eyða dagstund þar. Kvikmyndasalur, Lególand og alls kyns skemmtilegheit era þar til að trekkja að kúnna. Merkilegt fiskasafn er þar og kostar um 500 krónur að fara þangað inn. Gestir fara í gegnum eins konar bogagöng úr gleri sem liggja í gegnum fiskabúrið, þannig að fylgjast má með fjölmörgum tegundum á sveimi. Þá má gjaman skreppa á ein- hvem hinna fjölmörgu veitingastaða Minneapolis og St Paul Fólksfjöldi: 2,7 milljónir manna. Minneapolis þýðir „Borg vatnanna". 42 útvarpsstöðvar. 8 sjónvarpsstöðvar. 16 dagblöð. 12 tímarit. Borgarstarfsmenn: 7 þúsund. Farþegafjöldi um flugvöllinn á ári: 25 milljónir. 12 milljónir manna heimsækja spilavítin á ári. Frægt fólk frá tvíburaborgunum Loni Andersson leikona Popparinn frægi sem eitt sinn nefndi sig Prince The Andrews Sisters F. Scott Fitzgerald, rithöfundurinn heimsþekkti J. Paul Getty milljarðamæringur Hubert Humphrey, fyrrum varaforseti USA Walter Mondale, fyrrum varaforseti USA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.