Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 33
lO'V LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 Kynlíf Ameríkana í henglum: Karlarnir of bráðir og konunum alveg sama Valentínusardagurinn er víst á morgun. Valdís Gunnarsdóttir og Pósturinn eru reyndar að reyna að nauðga honum upp á okkur íslend- inga en það er auðvitað algjör óþarfi því við eigum okkar bónda- og konu- dag og óþarfi að vera að taka upp am- erískar bábiljur meira en orðið er - jafnvel þótt búðareigendur og póst- þjónustan græði. En það blæs ekki byrlega fyrir ásta- lífi frænda okkar í vestri. Nýverið birti vísindatímaritið The Joumal of the American Medical Association niðurstöður víðtækrar kynlífskönn- unar. 1749 konur og 1410 karlar á aldr- inum 18-59 ára tóku þátt í könnun- inni sem er ein sú viðamesta sem gerð hefur verið um kynhegðun kvik- myndaþjóðarinnar - og er útlitið væg- ast sagt ekki gott. r Ahugaleysi og of brátt sáðlát Það vantar ekki viljann en endingin er kannski ekki sem skyldi. Þriðjungur amerískra karlmanna stríðir við of brátt sáðlát. Ahugaleysi var helsta vandamál kvenna en eimi þriðji hluti þátttak- enda sagðist yfirleitt ekki kæra sig um kynlíf. Rúmur fjórðungur kvenna sagðist ekki fá fullnægingu og tæpur íjórðungur sagðist ekki hafa ánægju af kynlífi. Aðalvandamál karlanna var of brátt sáðlát en þriðjungur var of fljótur á sér. 14% karla sögðust ekki hafa áhuga á kynlífi og 8% sögðust ekki hafa neina ánægju af þessu brölti. Raunveran á skiön við kvikmyndaveruleikann Ástin hefur blómstrað í amer- ískum kvik- myndaveruleika sem okkur er færður hingað austur á skerið. Ekki eru það einvörðungu persónur kvikmyndanna sem elskast og elskast heldur er fólkið á bak við persónurn- ar sífellt að kela og knúsast. Bill Clint- on hefur einnig sýnt að, líkt og hjá Bills Clintons verður líklega helst minnst fyrir kynlíf sitt. Erfiðleikar hans kynferðislega flokkast ekki undir vand- kvæði samkvæmt könnuninni þar sem takmarkaleysi er ekki löstur. mikill hluti landsmanna átti við erfið- leika í bólinu að etja. Fyrir fram var búist við að um væri að ræða fimmt- ung landsmanna en í ljós kom að 43% kvenna og 31% karla glímdu við kyn- lífsvanda. Sjöþættur vandi vestra í rannsókninni var kynlífsvandi greindur í sjö atriði: A Áhugaleysi gagnvart kynlífi B Örvunarvandi C Erfiðleikar við að fá fullnægingu D Kvíði vegna kynferðislegrar frammistöðu E Of brátt sáðlát eða fulfnæging F Líkamlegur sársauki meðan á samfórum stendur G Ánægjusnautt kynlíf stórstjörnunum, eru erfiðleikar hans í kynlífinu ekki fólgnir í því hve rislág- ur hann er ellegar sáðbráðlátm held- ur miklu frekar í því að hann fær ekki alveg nóg heima fyrir. Það kem- ur því mjög flatt upp á mig, sem kvik- myndahúsagest, að sjá að einungis er um tálsýn að ræða og að kvikmynd- irnar eru ekki byggðar á raunveru- leikanum. Sú uppgötvun skýrir reyndar margt. Helstu niðurstöður könnunarinnar voru að kynlífsvandamál voru algeng- ari hjá konum en körlum. Það sem kom mest á óvart var hversu Áhugaleysi er stærsta vandamál amerískra kvenna þegar kemur að kynlífinu. Ófullnægður? Greini- lega. 31 þrósent kari- manna í Bandaríkjun- um á við erfiðleika í kynlífi að etja. „Hún gaf mér hjarta sitt,“ gæti þessi verið að hugsa. Nafn mannsins og konunnar er óþekkt. virðast ekki hafa nein áhrif á kynlíf þeirra. Það sem kemur á óvart er að þeir karlmenn sem eru frjálslyndir hvað varðar kynlíf eru nærri tvisvar sinnum líklegri til að eiga við of brátt sáðlát að etja en aðrir karlmenn. Hugh Hefner og Larry Flynt hljóta því að vera sannkallaðir eldibrandar í bólinu. Konur sem hafa samrekkt kyn- systrum sínum eru í engu líklegri til að eiga í kynlífsvanda en þær konur sem hafa haldið sig við karlmenn. Hins vegar gegnir öðru máli um karl- ana sem leitað hafa í faðm kynbróður. Hættan á of bráðu sáðláti og þverr- andi áhuga á kynlífi er riflega tvöfóld á við það sem hún er hjá þeim körlum sem leita eingöngu eftir blíðu kvenna. í rannsókninni kemur í Ijós að Anthony Quinn er ekki alveg „normal“. Hann hef- ur verið sá sem eldri menn hafa litið til sér til þægðar og sannfær- ingar um að þeir væru ekki allir þar sem þeir væru séðir. Það dugir þó ekki lengur að hafa einn Quinn. í rannsókninni segir að elsti hópurinn (50-59 ára), sem er vel að merkja nokk- uð yngri en Quinn, er þrisvar sinnum líklegri til að eiga í erfiðleikum með stinningu en yngsti hópurinn (18-29 ára). Áhugi þeirra elstu á kynlífi er einnig þrisvar sinnum minni. Pamela í vanda Vandræði Pamelu Anderson hafa lengi verið i fréttum og nú síðast var sagt frá því að hún væri alveg búin að losa sig við Tommy Lee. Vandræðum hennar þarf þó ekki að vera lokið því samkvæmt rannsókninni er helmingi hættara við að þær konur, sem hafa skilið eða misst maka sinn, eigi í vanda hvað varðar fullnægingu og kvíða vegna kynlífs. Sem betur fer hefur Pamela, hingað til, sýnt fram á það með fumlausum hætti að hún eigi ekki í vandræðum á þessu sviði. Tommy er í meiri hættu en Pamela hvað kynlifsvanda varðar þar sem frá- skildir karlmenn og ekklar eiga í meiri vanda en konur í sömu stöðu. Gift fólk er betur statt hvað þetta varðar. Meiri menntun - minni vandi Eftir því sem fólk er menntaðra því minni vandræðum lendir það í þegar kemur að rekkjubrögðum. Munurinn er meiri hjá konum en körlum en kona sem ekki hefur lokið miðskóla- prófi er 50% líklegri til að þykja kyn- líf ekki eftirsóknarvert, vera í vand- ræðum við að fá fullnægingu, fá verki og kvíða kynlífi, en kona sem hefur lokið háskólaprófi. Munurinn hjá körlunum er nokkuð minni eða 100:67. Eftir þessu að dæma ættu nóbelsverð- launahafar að vera eftirsóknarverðir rekkjunautar en þeir þyrftu helst að vera í yngri kantinum til að meira ná- ist út úr þeim. Munurinn á kynþáttum er einnig til staðar þótt hann sé ekki jafnmikill og jafn og varðandi menntunarstig. Líklegra er að svört kona hafi litla kynþörf en hvít kona en þær eru aft- ur á móti líklegri til að finna fyrir lík- amlegum verkjum en þær svörtu. Konur af spænsku bergi brotnar eiga hins vegar í minni vandræðum hvað varðar kynlíf. Munurinn hjá körlun- um er ekki jafn greinilegur en er þó til staðar í sömu hlutfóllum og hjá konunum. Antonio Banderas er því maðurinn og Jennifer Lopez konan. Lækkandi tekjur - lækkandi ris Tengsl kynlífs og tekna voru einnig athuguð. Eftir því sem heimilistekjur lækka því meiri hætta er á því að kon- ur eigi við almennan kynlífsvanda að etja. Lækkandi tekjur koma þó aðeins niður á einum þætti hjá körlum - stinning er minni. Viðhorf kvenna til umheimsins Leiðindi gegn losta Kynlifsvandi tengist mjög persónu- legri reynslu og samböndum fólks r. sem reynst hafa ófullnægjandi. Hjá konum tengjast allir flokkar kynlífs- vandans takmarkaðri líkamlegri og andlegri fullnægju og hamingjuleysi. Líkt er því farið með karlana nema hvað varðar of brátt sáðlát. Það er því ljóst að leiðinlegt og erfitt líf er ávís- un á vandræði í kynlífinu. -sm f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.