Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1999, Qupperneq 31
MÁNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1999 _______œ* Fréttir Á dögunum voru kynntar niðurstöður úr samkeppni um hönnun viðbyggingar við Árbæjarskóla. Teiknistofa Ingi- mundar Sveinssonar arkitekts varð hlutskörpust í samkeppninni. Á myndinni eru Ingimundur, Sigrún Magnúsdótt- ir, formaður fræðsluráðs Reykjavfkur, og arkitektarnir Ólafur Axelsson og Jóhann Einarsson sem eru samstarfs- menn Ingimundar við hönnunina. DV-mynd Teitur íbúöalánasjóður á Sauðárkróki: Mikið álag vegna skatt framtala Mikið álag var á símkerfi og starfsfólk deildar íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki áður en frestur til að skila skattframtali rann út og gekk viðskiptavinum gengið mjög erfið- lega að ná símasambandi við stofn- unina. Svanhildur Guðmundsdóttir forstöðumaður sagði að um tíma- bundið ástand hefði verið að ræða. Mikill hluti fyrirspuma hafi verið vegna þess að fólk vantaði eða hafi spurst fyrir um gögn vegna skatt- framtala. Svanhildur segir að bætt hafi verið við hálfu stöðugildi hjá deild- inni og eru þau þvi orðin sex og hálft og að auki vinna tveir starfs- menn fyrir sjóðinn í útibúi Búnað- arbankans. “Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum hér með nýtt fólk í störfum og það tekur sinn tíma að þjálfa það. Tíminn leiðir það síðan í ljóst hvað * við þurfum á miklu starfsliði að halda í framtíðinni,“ segir Svanhild- ur. Eins og áður hefur komið fram í Feyki er starfssvið deildar íbúða- lánasjóðs á Sauðárkróki að veita all- ar almennar upplýsingar um íbúða- lán auk þess að annast vörslu og umsýslu fasteignaverðbréfa. Fyrir liggur að skanna verðbréfm, koma þeim í tölvutækt form og koma þeim inn í gagnagrunn stofnunar- innar. Verður það nokkuð viðamik- ið verkefni þannig að ljóst er að starfsfólk íbúðalánasjóðs á Sauðár- króki hefur næg verkefni á næst- unni. -ÞÁ Borgarbyggð: Sorpið boðið út DV, Vestnrlandi: Bæjarstjóm Borgarbyggðar samþykkti á síðasta fundi að fela tæknideild að hefja nú þegar und- irbúning að gerð útboðsgagna vegna sorphirðu og sorpeyðingar íyrir Borgarbyggð. Til grundvall- ar verði lagt að verktaki sjái al- farið um sorphirðu og sorpeyð- ingu miöað við að nýta sér urð- unarstað í Fíflholtum. Gert verði ráð fyrir að samningar verði geröir tii 5-8 ára þannig að fjár- festing verktaka hafi nokkum af- skriftartima uns eignir, svo sem sorpílát, falla til Borgarbyggðar. Einnig verði tekið miö af skýrslu Línuhönnunar ehf. sem unnin var fyrir nokkur sveitarfélög á Vesturlandi í mars 1998. -DVÓ Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er afsláttur af annarri auglýsingunni, aW milli himjfy Smáauglýsingar B3 5505000 Samskip að kaupa Bifreiða- stöð KB í Borgarnesi DV, Vesturlandi: Um áramót var undirrituð vilja- yfirlýsing á miili Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi og Samskipa um kaup Samskipa á Bifreiðastöð KB í Borgamesi. Heimamönnum var hins vegar gefinn kostur á að ganga inn í kaupin en þeir hafa gefið það frá sér og hefur stjórn Kaupfélags Borgfirðinga ákveðið að ganga til samninga við Samskip um væntanlega sölu á Bifreiðastöð- inni. Menn ætla að gefa sér tima til 1. mars til að ganga frá samningum um söluverðið. -DVÓ c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.