Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Fréttir Fjárhagsvandi lögreglu: Engar uppsagnir fram undan - yfirvinna í fyrra á aðra milljón á mann „í sjálfu sér er ekki búið að ákveða neitt með aðgerðir. Snemma í febráar var þó ákveðið að minnka yfirvinnu yfir alla línuna þennan mánuðinn. Við erum rétt að bremsa okkur af,“ sagði Sólmundur Már Jónsson, nýlega ráðinn fram- kvæmdastjóri Lögreglunnar í Reykjavík. Sólmundur kemur til starfa frá dómsmálaráðuneytinu. Unnið er að söfnun hugmynda og tillagna um sparnað. í kjölfarið verður ráðist á vandann af fullri hörku og skorið grimmt niður. „Hér verða engar uppsagnir en skoðað verður hvort ráðið verður í stað þeirra sem hætta,“ sagði Sól- mundur. Unnið verður hörðum höndum að lausn fjárhagsvanda embættisins á næstu mánuðum og nánast er um að ræða uppskurð á öllu kerfinu, stóru jafnt sem smáu. Starfsmenn embætt- isins eru 360 talsins. Þar af eru 280 lögreglumenn og var þeim tilkynnt á fundi á miðvikudaginn um niður- skurð á eftirvinnu. Laun við emb- ættið nema um 90% af rekstrar- kostnaði og ljóst að á þeim kostnaði verður tekið. Yfirvinna við embætt- ið á síðasta ári nam um 500 milljón- um með launatengdum gjöldum. Það þýðir á aðra milljón á mann til jafn- aðar í yfirvinnu á einu ári. Bílafloti lögreglunnar verður ekki endumýjaður í ár, bílarnir eru 60-70 talsins, sími og fjarskipta- kostnaður verður skoðaður með til- liti til sparnaðar. í fyrra vom 12 bíl- ar keyptir en þrátt fyrir gott verk- stæði þykir raunhæft að endurnýja flotann á fjórum árum. „Við höfum verið að ræða þetta vandamál við lögregluna og þeir em þegar byijaðir aðgerðir til að koma þessu í lag,“ sagði Björn Friðfinns- son, ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, í gær. „Eitt af því sem gerði þetta voru breytingar yfir í 5 vakta kerfi sem kallaði á fleiri starfsmenn. Þegar þeir fundust ekki varð að leysa þetta með yfirvinnu, og það er dýrt,“ sagði Bjöm. Hann segir að embættið verði að leysa vandamál sin með minni útgjöldum á þessu ári. -JBP Hafrannsóknastofnun: Almennt gott árferði í sjónum DV, Akureyri: í heildamiðurstöðum leiðang- urs Hafrannsóknastofnunar, sem stóð yfir frá 8. til 25. febráar, seg- ir að almennt sé gott árferði í sjónum allt í kringum landið. Ástandið fyrir sunnan og vestan sé með líku sniði og var á síðasta ári en þó heldur slakara fyrir norðan og austan. Sjávarhiti fyrir Suður- og Vest- urlandi var 6-7,5°, sem er í góðu meðallagi, og seltan var há eins og verið hefur síðan síðari hluta ársins 1997. Hlýsjórinn að sunn- an var þannig með likum styrk og undanfarin misseri eins og var fyrir mörgum áratugum þar áður. Hlýsjávar gætti út af Vest- fjörðum en stutt var í ísröndina á Grænlandssundi og norður af Kögri. Fyrir Norðurlandi gætti hlýsjávarins austur fyrir Siglu- nes og almennt ástand sjávar um öll norðurmið var gott. Fyrir Austurlandi vom hiti og selta í meðallagi. -gk Unnið er að fjölgun ofna í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Verið er að setja upp ofn 3. Rafmiðlun ehf. vinn- ur við allt rafmagn í tengslum við verkið. Alls voru það 18 starfsmenn sem þurftu aðstöðu sem ekki var á staðnum og þá var gripið til þess ráðs að flytja 54 fermetra hús þangað frá Reykjavík. Á næstu vikum hyggst fyrirtækið flytja annað svipað hús að Grundartanga. Áætlað er að um 30 rafvirkjar verði upp frá þegar hæst stendur. DV-mynd S Otrúlegt mannval Það er ótrúleg glámskyggni hjá ónefndum kjörnefndarmanni sjálf- stæðismanna í Reykjavík þegar hann heldur því fram að þingflokkurinn sé ekki eftiriaunaheimili fyrir flokks- gæðinga. Hvað hélt þesi maður að flokkurinn væri? Útungunarvél? Leikskóli? Æfingastöð fyrir verðandi stjómmálamenn? Sjálfstæðisflokkurinn er merkilegri en svo að hann láti kosningar raska ró sinni, hvað þá að ganga til kosn- inga með það eitt í huga að tefla fram nýgræðingum í pólitik. Sjálfstæðis- flokkurinn er kjölfestan í þjóðfélag- inu og nýtt fólk labbar ekkert inn á þing í nafni flokksins. Það verður fyrst að sýna hvað í því býr fyrir flokkinn. Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík ákvað að efha ekki til prófkjörs vegna alþingiskosn- inganna vegna þess að mikið mann- val situr nú á þingi fyrir flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átta þing- menn úr sínu röðum úr höfúðborg- inni og gerir sér vonir um einn til tvo til viðbótar miðað við góða stöðu flokksins. Hvers vegna á flokkurinn að taka þá áhættu í prófkosningum að kunna að missa einhvem úr þessu einvalaliði á kostnað nýrra frambjóðenda sem hugsanlega kunna að hafa meira fylgi? Frið- rik Sophusson er að visu hættur og flokkurinn hefði kannski getað efnt til prófkjörs um þaö sæti. En að öðru leyti kom ekkert slíkt til greina. Menn tefla ekki á tvær hættur með þingmenn sem em búnir að sitja á þingi um árabil og hafa ekkert gert af sér og eru dyggir flokks- menn og eiga það á hættu að falla í kosningum ef boðið væri upp á það. Nú, í þetta auða sæti Friðriks er enn fremur mikið mannval í boði og nú er talað um Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son sem staðgengil fyrir Friðrik, en Vilhjálmur hefur reynst flokknum vel í marga, marga áratugi í borgarstjórn og hann á það skilið umfram aðra að fá þingmannssæti í verðlaun og viður- kenningarskyni og það hefur ekkert með kjósendur að gera. Kjósendum kemur það ekki við hvernig flokkur- inn stillir upp og öðrum flokksmönn- um ekki heldur. Uppstillingarnefnd hefur miklu meira vit á því heldur en kjósendur hverjir eigi erindi á þing. Auk þess má ekki heldur gleyma þvi að Vilhjálmur er vanur maður úr borgarstjómarkosningum og kjósend- ur era vanir Vilhjálmi á framboðslist- um flokksins og flokkurinn leggur mikið upp úr festu og vana. Þá mega menn heldur ekki gleyma því að flokkurinn er ekki eftirlauna- heimili. Hann sér um að koma sínum mönnum fyrir i betur launuðum stöðum um leið og þeir komast á eftirlaunaldur. Friðrik í Lands- virkjun, Ólafur i Seðlabankann og Þorsteinn til London, eftir tuttugu ára farsæla þingsetu. Dagfari Stuttar fréttir i>v Vantar vændisfólk Lögreglan í Reykjavík hefur lagt hald á auglýsingu sem límd var á vegg íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Auglýst var eftir fólki til að stunda vændi á ís- landi. Vísir.is sagði frá. Bæjarstjóri hættir Einar Mathiesen, bæjarstjóri í Hveragerði, hefur sagt starfi sínu lausu. Gísli Páll Pálsson, forseti bæjar- stjórnar, segir að Einar hafi sagt upp af persónulegum ástæðum. Uppsögn hans tengist á engan hátt deilum sem staðið hafa um stjóm bæjarins. RÚV sagði frá. Strokubörn Tvö ungmenni struku af með- ferðarheimili í Skagafirði í gær- kvöld. Þau voru í hópi sem fór í bíó á Akureyri ásamt gæslu- mönnum en hurfu þar. Þau eru grunuð um að hafa tekið bíl á Akureyri traustataki og haldið í átt til Reykjavíkur. Rannsókn stendur yfir. Vísir is. sagði frá. SUF til hjálpar Ungir framsóknarmenn vilja leggja bamafólki, öldruðum og öryrkjum lið. Þeir krefja stjórn- völd um aðgerðir til að draga úr jaðaráhrifum skatta á þessa þjóðfélagshópa. RÚV greindi frá. Aðalvegir færir Brattabrekka, Kleifaheiði, Steingrimsfjarðarheiði, Möðm- dcdsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra og Breiðdals- heiði vom mokaöar í gær. Að öðm leyti em allir aðalvegir færir, en talsverð hálka er þó víðast hvar. Nánar um færð á vegum og veðurfar er að finna á Veöurvef Vísis.is. Tímabærar breytingar Ágúst Einarsson alþingismað- ur segir á net- síðu sinni að breytingartil- lögur á þing- sköpum, sem liggja fyrir Al- þingi, séu timabærar. Það sé tíma- bært að breyta reglunum þannig að menn komi oftar í ræðustól en tali skemur. 9000 netskattframtöl 9.119 skattframtöl höfðu borist Rikisskattstjóra í gegnum Netið í fyrrinótt þegar skila- frestur á netframtali rann út kl. 04.00. Ætla má að um 13.000 ein- staklingar hafi skilað framtöl- um sínum með þessum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkis- skattstjóri tekur við skýrslum einstaklinga á stafrænu formi. Vísir is. sagði frá Útilistaverk Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað samkeppni um útilista- verk í bænum í tilefni af árinu 2000. Veitt verður jafnframt ein milljón króna til undirbúnings hátíðarhöldum. Jafningjafræðslan 3 ára Jafningjafræðsla framhalds- skólanema varð þriggja ára í gær. Afmælisveisla var í Hinu húsinu með tertum og skemmti- atriðum. Vont versnar Hjörleifur Guttormsson segir á vefsíðu sinni að kynningar- rit Sambands íslenskra sveit- arfélaga í Austurlands- kjördæmi um stóriðju á Austurlandi sé einhliða áróð- ursrit þar sem úi og grái af stað- leysum og blekkingum og al- menningsálitinu í landinu sé storkað. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.