Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Hringiðan i>v Suðrænir drykkir voru á boðstól- um á Miami- kvöldinu sem FM 957 stóð fyrir á Astro á föstu- dagskvöldið. Berglind Kjart- ansdóttir og Trausti Harðar- son supu á veig- um, vel hæfum á suðrænni sólar- strönd. Plötusnúðakeppni milli félagsmiðstöðva landsins var haldin í Frostaskjóli á föstudaginn. Karen Briem, Áslaug Heiða Gunnarsdóttir. Elín Þórólfsdóttir, Guð- ný Kjartansdóttir og Sigrún Huld Gunnarsdóttir fylgdust með „skífuþeyturunum". —■1 Félagarnir úr Hveragerði, Ey- I þór Högnason, Aron Daníel / Arngrímsson og Davfð Már Jó- / hannsson, voru hressir á úrslit- / unum í frjálsum dönsum í Tóna- bæ á laugardaginn, enda allir blaðburðardrengir DV. Framhaldsskólaleikrit virðast falla vel í kramið hjá landanum um þessar mundir. Bæði Dirty Dancing hjá Versló og Með fullri reisn hjá FB hafa gengið vel undanfarið. Einar Steinn og Þórdís Elva úr FB fluttu atriði úr sýningunni í Kringiunni á laugardaginn. Myndlistarmenn- irnir Bragi Ásgeirsson og Torfi Jónsson ræddu málin við rithöfundinn Thor Vil- hjálmsson viö opnun þriggja sýninga f Listasafni íslands á laugardaginn. Samband íslenskra loðdýrabænda og Eggert feldskeri stóðu að sýningu á íslenskum skinn- um og loðdýrafeldum í Súlnasal Hótel Sögu á laugardaginn. Selskinnið þarf ekki ailtaf að snfða f hlýja jakka og hentar greinilega ágæt- lega f létta kjóla. Vilhelmína Ósk Ólafsdóttir kom, sá og sigraði f einstak- lingskeppninni í frjálsum dönsum (10-12 ára) sem var haldin f fé- lagsmiðstöðinni Tónabæ á laug- ardaginn. Vilhelmína Ósk er ekki alveg ókunn keppninni því hún lenti í öðru sæti f fyrra. DV-myndir Hari Eggert feld- skeri gerir eitt módelanna á loðskinnasýn- ingunni klárt með hjálp „klipparans" Arnars hjá hár- greiðslustof- unni Salon VEH. Ahorfendur héldu niðri í sér andan- um þegar kynnir keppninnar, Gunnar Helgason, las upp hver sigraði í freestyle-keppni Tónabæjar 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.