Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 21
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 21 Iþróttir ENGLAND Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, spáir Chelsea meistaratiúin- um. „Chelsea hefur örlítið frum- kvæði að mínu mati. Ekki vegna þess að Cheisea sé með betra lið í dag heldur vegna þess að leikmenn Manchester United eru með hugann við meistaradeild Evrópu og baráttan á þeim vígstöðvum tekur sinn toll. Chelsea er einnig aö berjast á öðrum vígstöðvum en meistaradeildin er al- veg einstök keppni og tekur mikið frá liðum,“ sagði Wenger í gær. Þaó veróur i nógu að snúast hjáAlex Ferguson og leikmönnum hans i Manchester United næstu vikuna. United leikur annað kvöld í meistara- deildinni gegn Inter Milan, um næstu helgi gegn Liverpool í ensku deiid- inni og miðvikudaginn 10. mars leik- ur United gegn Chelsea í 8-Iiða úrslit- um ensku bikarkeppninnar. Alex Ferguson segir að fram undan sé erfitt prógramm hjá sínu liði en hann hafi mikla trú á sinum mönn- um. „Ég tel að mínir menn geti stað- ið sig vel í þeim leikjum sem eftir eru. Leikurinn gegn Inter verður erf- iður og leikimir sem viö eigum eftir í deildinni verða einnig mjög erfiðir. Vonandi tekst okkur að vinna nokkra leiki á útivöllum, það er mjög mikil- vægt,“ sagði Ferguson í gær. John Gorman, aðstoðarmaður hjá Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálf- ara Englands, hefur skrifað undir samning viö Ipswich þar sem hann verður aðstoðarmaður George Burley framkvæmdastjóra út leiktíð- ina. „Vonandi á Gorman eftir að vera mun lengur hjá Ipswich," sagði Burley í gær. „Ipswich leikur knatt- spymu eins og á að leika hana. Liðið byggir á sömu leikaðferð og enska landsliðið þegar ég var þar með Hoddle og þessi leikaðferð fellur mér vel,“ sagði Gorman. Bryan Robson, framkvæmdastjóri Middlesborough, gæti hugsanlega ver- ið að hætta hjá félaginu. Tvennt kem- ur til. Annars vegar afar slakt gengi liðsins frá áramótiun þar sem liðið hefúr tapað hverjum leiknum á fætur öðrum og hins vegar brestir i hjóna- bandi hans. Robson var á dögunum í fréttum þar sem sagt var frá framhjá- haldi hans með breskri sjónvarps- konu, Clare Tomlinson, en hún les fréttir á sjónvarpsstöðinni Sky. NBA-DEIIDIN Úrslitin í nótt: Boston-New Jersey.........97-99 Walker 21, Pierce 20 - Gill 23, Van Hom 20. Washington-Philadelphia . 91-104 Howard 21, Thorpe 19 - Iverson 38, Geiger 18, Hughes 13. Charlotte-Toronto ........91-88 Coleman 24, Wesley 21, Reid 20 - Carter 15, Christie 15, Brown 15. New York-Cleveland .......85-78 Johnson 16, Ewing 16, Houston 15- Kemp 19, Anderson 15, Henderson 11. Phoenix-LA Lakers ........91-97 Gugliotta 20, Longley 16, Robinson 13 - Shaq 25, Harper 18, Fox 15. Sacramento-Seattle......102-105 Webber 20, C.Williamson 13, Barry 12 - Baker 31, Payton 28, Owens 14. Orlando-Atlanta...........70-67 A.Hardaway 19, Anderson 15, Austin 11 - Mutumbo 23, Ellis 15, Corbin 11. Úrslitin í fyrrinótt: Milwaukee-Philadelphia . . 76-87 Allen 16, Robinson 14 - Iverson 25, Hughes 17, Geiger 16. Utah-SA Spurs ...........101-87 Malone 30, Homacek 18, Stockton 14 - Duncan 21, Daniels 13, Elliot 9. LA Lakers-Houston .......106-90 Shaq 22, Fox 21, Bryant 18 - Olajuwon 22, Pippen 16, Barkley 14. Portland-Minnesota.......108-93 Wallace 22, Rider 17, Jackson 14 - Marbury 25, K. Gamett 17, Sealey 13. Phoenix-Golden State .... 102-88 Gugliotta 20, Morris 20, Chapman 17 - Delk 18 Caffey 14, Starks 14. Chicago-Toronto...........90-88 Barry 19, Kukoc 18, Browen 17 - K. Willis 19, Brown 13, Christie 12. Denver-Vancouver........116-112 Mcdyess 46, BUlups 12, Washinton 12 - Massenburg 27, Rahim 18. -GH Þórður Guðjónsson bíður frétta af viðræðum Real Sociedad og Genk. Heimavígi hrunin - hjá Val og Fram í 1. deildinni í handbolta Það blæs ekki byrlega fyrir úr- slitaliðunum bæði um bikar- inn og íslandsmeist- aratitilinn í fyrra, Fram og Val. Bæði settu miður skemmtileg félags- met á sunnudags- kvöld þegar þau töp- uðu bæði sínum þriðja heimaleik í röð. Þannig lítur nú út fyrir að hvorugt hafi heima- vallarrétt í komandi úrslitakeppni auk þess sem íslandsmeistarar Valsmanna gætu misst sæti meðal þeirra áttu bestu uggi þeir ekki að sér. Fimm töp í síðustu 6 leikjum Valsmenn höfðu aðeins tapað 17 af fyrstu 115 heimaleikjum sínum á Hlíðar- enda í deildinni fyrir þetta tímabil en heimatöpin eru orðin 5 í 10 leikjum í vet- ur, þar af 5 í síðustu 6 leikjum. Þrátt fyr- ir að liðið hafa aðeins tapað þessum fimm heimaleikjum með samtals 8 marka mun eða 1,6 mörkum að meðaltali er ljóst að Hlíðarendi hefur misst sinn sess sterkasti heimavöllur landsins. sem Þriðja metið í hættu Tapi þeir næsta heimaleik gegn HK bæta þeir þriðja óöfundsverða metinu í hóp hinna tveggja. Það met eru Valsmenn þegar búnir að jafna en liðið hefur aldrei tapað fleiri en flmm heimaleikjum í deildinni á einu tímaibili á Hlíðarenda. Síðast vann liðið heimasigur 11. nóv- ember á Selfyssingum en hefúr síðan mátt þola tap gegn FH, Stjörnunni, Aftur- eldingu, Fram og Haukum auk þess að gera jafntefli við Gróttu/KR þar inn á milli. Valsmenn bættu einnig við metið í lengstu bið á Hlíðarenda eftir heimasigri sem nú eru orðnir 6 leikir. Þrjú í fyrstu 29 Framarar töpuðu aðeins 3 af fyrstu 29 Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handbolta: Ekki tími fyrir til- raunastarfsemi - næg verkefni fram undan Islenska landsliðið í handknatteik karla hefur í nógu að snúast á næstunni og eru verkefni ærin. Landsliðið tekur þátt í World Cup í Sviþjóð um miðjan mars en þar taka þátt átta efstu þjóðimar frá HM í Japan. Landsliðinu hefur síðan verið boð- in þátttaka á sterku móti í Noregi fyrstu vikuna í maí sem kallast Skandinavian Open. ísland, Noreg- ur og Danmök hafa staðfest þátttöku en líklega má telja að Svíar verði þar einnig með. Landsliðið valið eftir leikina á sunnudagskvöldið „Ég ætla að tilkynna 14 manna landsliðshóp sem ég fer með á World Cup í næstu viku. Ég ætla að velja hópinn eftir sunnudagsleikina um næstu helgi. Ég held að landsliðið verði að mestu byggt upp á mönnum sem leika erlendis. Það fer að sjálf- sögðu eftir þvi hvemig menn standa sig hér heima. Það er þó alveg ljóst að það gefst enginn tími til að vera með tilraunastarfsemi. Á meðan World Cup stendur liggur keppni niðri í þýsku deildinni enda verða þeir með landslið sitt í keppninni. Þeir íslenskir leik- menn sem leika i Þýskalandi eru því klárir í slagin ef svo ber undir,“ sagði Þorbjörn Jensson samtali við DV í gærkvöld. Báðir leikirnir við Kýpur hér heima um miðjan maí? íslands tekur þátt í forkeppni Evr- ópumótsins í maí en þar leikur liðið í riðli með Sviss og Kýpur. Fyrri leik- imir verða við Kýpur um miðjan maí og eru samningaviðræður í gangi um að leika báða leikina hér á landi. Eru miklar líkur á því að það verði ofan á. Undirbúningurinn fyrir Svissleikina í Þýskalandi „Við eram að stefna að því að undirbúningurinn fyrir leikina við Sviss fari að mestu leyti fram í nu bago Real Sociedad vill kaupa Þórð Guðjónsson: M * * deildarleikjum sínum í nýja Framhús- inu i Safamýr- inni en hafa tapað þremur leikjum þar í röð. Framarar jöfnuðu met í 12 liða deild í fyrra þegar þeir náðu að vinna 10 heimaleiki í röð en aðeins einu sinni hefur liðið skorað færri mörk í heimaleik i Framhúsinu í Safamýri en þeir gerðu gegn HK á sunnu- dagskvöld. -ÓÓJ *3fíeniitur - skref upp á við, segir Þórður Guðjónsson Spænska knattspymufélagið Real Sociedad vill fá Þórð Guð- jónsson, landsliðsmann hjá Genk í Belgíu, til liðs við sig og flest bendir til þess að viðræður félag- anna á milli hafi hafist af alvöru í gær. „Ég hafði fyrst spurnir af þessum áhuga spænska liðsins sl. sunnudags- kvöld en þá hringdi til mín spænsk sjónvarpsstöð og tjáði mér að Genk og Real Sociedad væru að komast að sam- komulagi um að spænska liðið keypti mig. Sjónvarpsstöðin sagðist hafa þetta eftir forseta Real Sociedad þar sem hann hefði fullyrt að íslendingur væri á leiðinni til félagsins fyrir næsta tímabil. Ég sjálfur hef einung- is fengið fréttir af þessu máli í gegn- um fjölmiðla og hef reynt án árang- urs að hafa tal af framkvæmda- stjóra Genk,“ sagði Þórður Guðjóns- son í samtali við fréttaritara DV í Belgíu í gærkvöldi. 300 milljónir króna? Fyrir áramótin var nefnd sú tala að trúlega gæti Genk fengið um 250 milljónir franka eða um 500 milljónir ís- lenskar krónur fyrir Þórð. Þykir líklegt að Genk láti hann fara ef gott tilboð berst en það yrði þó ekki fyrir 500 milljónir króna. Um 150 milljónir frankar eða 300 milljónir íslenskar krónur þykir líkleg tala í þessu sambandi. Gangi það eftir verður Þórður dýrasti knatt- spymumaður Islands en metið á Amar Gunn- iaugsson sem Leicester keypti frá Bolton á dög- unum yrir 230 milljónir króna. Leikmaðurinn fær fréttirnar síðastur í Belgíu ganga mál þannig fyrir sig að Real Sociedad þarf fyrst að komast að samkomulagi við Genk áður en spænska liðið tekur upp við- ræður við Þórð. Nær undantekningarlaust er samið við leikmanninn síðast og hann fær síð- astur að vita af gangi mála. Þjálfari Genk óskaði Þórði í gær til hamingju með að vera á fömm til Spánar en Þórður gat að vonum ekki tekið mikið undir þær heillaósk- ir. Tvær spænskar sjónvarpsstöðvar ræddu við Þórð símleiðis í gærkvöld og spurðu hann út í stöðu mála. Þjálfari spænska liðsins, sem er Þjóðverjinn Bemd Krauss, þekkir vel til Þórðar frá því að hann lék með Bochum á sínum tíma. Hann kom til Belgíu í síðustu viku gagngert til að fylgjast með Þórði í bikarleiknum gegn Sint. Truiden. „Mér líkar veran mjög vel hjá Genk og var ekkert að hugsa um að fara frá félaginu enda samningsbundinn þvi. Það yrði tvímælaust skref upp á við að leika í spænskri knattspym- unni og með liði á borö við Real Sociedad. Þetta er mjög áhugavert að mínu mati og ég er mjög spenntur. Ég hef trú á því að Genk láti mig fara ef gott tilboð berst frá Real Sociedad en þetta á allt eftir að koma í ljós,“ sagði Þórður Guöjóns- son við DV í Genk í gærkvöld. Visir.is fyrstur með fréttina Belgíska stórblaðið Het Nieuwsblad sagði fyrst fjölmiðla þar í landi frá áhuga Real Socie- dad í gær. Spænska liðið hefði þegar hafið við- ræður við Genk. Fréttin birtist í kjölfarið á net- miðlinum Visi.is, sem þar með greindi fyrstur íslenskra fjölmiðla frá málinu. Þórður Guðjónsson átti frábært tímabil með Genk á síðasta ári, sem var hans fyrsta tímabil hjá félaginu. Hann var útnefndur leikmaður ársins í belgísku A-deildinni af Het Nieuwsblad og átti stórleik með liðinu þegar það varð bikar- meistari. Hann hefur skapað sér nafn og leikur stórt hlutverk hjá félagi sínu. -KB/JKS/VS Real Sociedad de Fútbol: Þýskalandi. Hugmyndin er að fara til Þýskalands 21. maí, æfa þar og keppa við félagslið, en fyrri leikurinn við Sviss verð- ur 27. maí en sá síðari hér heima um mán- aðamótin. Við eigum stóran hóp leikmanna í Þýskalandi þannig að við myndum nýta tím- ann best með því að vera með undirbún- inginn þar,“ sagði Þorbjörn Jensson við DV. -JKS 1. deild kvenna í körfubolta: Tæpur KR-sigur - ÍS stríddi toppliðinu verulega KR-stúlkur unnu sinn 21. sigur í röð í gær í deild og bikar á ÍS, 60-61, en af þeim 20 sem á undan fóm er öruggt að þessi stóð tæpast. ÍS-liðið á hrós skilið fyrir frábær- an leik þar sem liðsmenn stríddu toppliðinu verulega en sem oftar var það ísraelinn hjá KR sem skildi liöin að. Limor Mizrachi skoraði 22 stig, tók 7 fráköst, sendi 7 stoðsend- ingar og stal 7 boltum auk þess að senda sigurstoðsendinguna á Krist- ínu B. Jónsdóttur 15 sekúndum fyr- ir leikslok og stela síðan boltanum á lokasekúndum leiksins og hindra þar með að ÍS næði að skjóta síðasta skotinu. Leikurinn fór fram í Kennarahá- skólanum, eina húsinu sem KR-liðið hefur tapað í á þessu tímabili. Það var jafnt á flestöllum tölum í leikn- um og leikurinn var bráðskemmti- legur. KR vann sinn 19. deildarleik í röð og jafnaði þar með félagsmet frá 1981-1983 en 18 af leikjunum komu á þessu tímabili. Lovisa Guðmundsdóttir átti mjög góðan leik fyrir IS, gerði 12 stig, tók 6 fráköst og varði 3 skot en Liliya Sushko lék afar vel, sendi 10 stoð- sendingar og tók 7 fráköst auk 8 stiga. Signý Hermannsdóttir var einnig góð, nýtti 7 af 10 skotum sínum í leiknum og tók 7 fráköst og Alda Leif Jónsdóttir spilaði góða vöm á Limor og varði meðal annars 2 af 3 skotum sínum frá henni. Hjá KR var Limor Mizrachi best en Guðbjörg Norðfjörð fyrirliði var einnig mjög góð, stal 7 boltum og gerði 15 stig. Hanna Kjartansdóttir lék ekki með KR vegna meiðsla. Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 17, Lovísa Guömundsdóttir 12, María B. Lelfsdóttir 8, Liliya Sushko 8, Alda Leif Jónsdóttir 6, Kristjana Magnúsdóttir 5, Hafdís Helgadóttir 4. Stig KR: Limor Mizrachi 22, Guöbjörg Norðfjörð 15, Kristín B. Jónsdóttir 10, Helga Þorvaldsdóttir 6, Sigrún Skarphéð- insdóttir 3, Linda Stefánsdóttir 2, Elisa Vilbergsdóttir 2. -ÓÓJ Albert hjá Barnsley DV, Grindavik: Albert Sævarsson, markvörður knatt- spymuliðs Grindvíkinga, dvelst nú hjá enska B-deildarliöinu Bamsley ásamt Helga Bogasyni aðstoðarþjálfara og þar undirbúa þeir sig fyrir átökin í sumar. Barnsley er skammt frá Penistone, vinabæ Grindavíkur, og áttu aðalsprautumar í þeim tengslum, Margrét Gísladóttir og GunnEtr Vilbergsson, stærstan þátt í að koma þeim félögum til Bamsley. -bb Borðtennis: Guðmundur enn ósigraður í vetur Víkingurinn Guðmundur E. Stephensen vann enn eitt borð- tennismótið nú um helgina en þá bar hann sigur úr býtum á Grand Prix-mótinu sem haldið var í TBR-húsinu. Guðmundur mætti Kjartani Briem, KR, í úrslitaleik og sigr- aði ömgglega, 3-0 (21-15, 21-15 og 21-12). Guðmundur er því enn ósigr- aður á tímabilinu en hann hef- I skugga stórveldanna - en lengi eitt fremsta lið Spánar og 32 ár í röð í A-deild Real Sociedad hefur um langt árabil verið eitt af bestu knattspymufélögum Spánar. Örlög þess, eins og svo margra annarra, hafa hins vegar verið þau að standa í skugga stórveldanna tveggja, Real Madrid og Barcelona. Real Sociedad de Fútbol, eins og félagið heitir fullu nafni, var stofnað árið 1903. Félagið vann spænska bikarinn 1909 en var ýmist í eða utan efstu deildar allt til ársins 1967. Frá þeim tíma hefur það verið í hópi þeirra bestu og er nú að spila sitt 32. tímabil í röð í A-deild Spánar. Meistarar tvö ár í röð Blómaskeið Real Sociedad var árin 1981 og 1982 þegar liðið varð spænsk- ur meistari tvö ár í röð og bikarmeist- ari varð það í annað sinn 1987. Að öðm leyti hefur það mátt horfa á slag stórveldanna tveggja en oft verið nálægt þeim og endaði til dæmis í þriðja sætinu á síðasta tímabili, á eftir Barcelona og nágrönnum sín- um í Athletic Bilbao, en á undan Real Madrid. Nú er liðið í 8. sæti af 20 í spænsku A-deild- inni en deildin er hnífjöfn og aðeins fjögur stig skilja að Real Sociedad og Valencia sem er í þriðja sætinu. Fastagestur í Evrópukeppni Real Sociedad er fastagestur í Evrópu- keppni og margir minnast þess eflaust þegar félagið lék gegn Víkingi í Evrópukeppni meist- araliða haustið 1982. VíkingEir stóðu sig von- um framar, töpuðu aðeins 0-1 á Laugardals- vellinum og 2-3 á Spáni. í vetur lék Real Sociedad í UEFA-bikarnum en féll fyrir sam- löndum sínum í Atletico Madrid í 16 liða úr- slitum eftir framlengingu í síðari leiknum. Real Sociedad er frá Baskaborginni San Sebastian sem er við Biscayaflóann, austast á norðurströnd Spánar, örskammt frá frönsku landamærunum. Helsti markaskorari Real Sociedad er Darko Kovacevic frá Júgóslavíu en hann varð fjórði markahæsti leikmaður A-deildarinnar í fyrra- velur með 17 mörk. Hann er nú í fjórða sætinu með 11 mörk í 24 leikjum. Þriðji íslendingurinn á Spáni? Fari svo að Þórður gangi til liðs við Real Sociedad eins og flest virðist benda til verður hann þriðji íslendingurinn sem spilar á Spáni. Magnús Bergs lék tvo vetur með Racing Sant- ander í tveimur efstu deildunum og Pétur Pét- ursson lauk ferli sínum sem atvinnumaður hjá Hercules í efstu deildinni veturinn 1985-86. -VS ur haft mikla yfirburði yfir aðra borðtennisspilara hér á landi mörg undanfarin ár. íopnum flokki kvenna léku til úrslita Líney Ámadóttir og Eva Jósteinsdóttir, báður úr Víkingi. Líney hafði betur og sigraði, 3-1 (21-19, 15-21, 21-19 og 21-19.) í 1. flokki karla sigraði Jón Ingi Árnason, Víkingi. -GH Guðmundur E. Stephensen er ósigr- aður á mótum vetrarins í borðtennis. Bland í noka Martin O’Neill, knattspymustjóri Leicest- er, átti 48 ára áflnæli í gær. Hans ósk um aftnælisgjöf var að félag hans ynni sigur á Leeds. Það gekk ekki eftir. Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76’ers, var í gær útnefhdur leikmaður febr- úarmánaðar í NBA-deildinni í körfubolta. Berti Vogts, fyrrum þjálfari þýska lands- liðsins í knattspymu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mönchengladbach sem berst fyrir lift sínu i A-deildinni. OFI, liö Einars Þórs Danielssonar, tap- aði á heimavelli fyrir Olympiakos í grísku knattspymunni um helgina. OFI komst yfir þegar 20 mínútur vom eftir af leiknum en gestimir svömðu með tveimur mörkum í lokin. Kristófer Sigurgeirsson kom inn á sem varamaður hjá Aris sem tapaði fyr- ir Panionios, 3-2. ■JKo Enska knattspyrnan í gærkvöld: Leeds í fjórða sætið - eftir sigur á Leicester - Arnar stóð fyrir sínu Leeds United vann dýrmætan sigur á Leicester City í ensku knattspymunni í gærkvöld. Lokatölur leiksins urðu 1-2 og með sigrinum fór Leeds upp í fjórða sætið og er í góðum málum varðandi sæti í Evr- ópukeppninni næsta haust. Það var Harry Kewell sem náði foryst- unni fyrir Leeds á 25. mínútu en fram að því var Leeds búið að vera aðgangshart og markið lá í loftinu. Leicester olli von- brigðum í fyrri hálfleik og var leikur liðs- ins lítt sannfærandi. Leeds bætti við öðru marki á 61. mín- útu og var unglingurinn Alan Smith þar að verki eftir harða sókn. Amar Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður hjá Leicester á 66. mínútu og má segja að Skagamaðurinn hafi hresst upp á leik sinna manna. Kraftur færðist í sóknimar og á 76. mínútu minnkaði gamli refurinn Tony Cottee muninn og var þetta hans 6. mark í síðustu 10 leikjum. Leicester verður að leika betur en þetta en ekkert annað en fallbarátta blasir við ef ekki verður breyting til batnaðar. Manchester United er í efsta sæti með 57 stig, Chelsea hefur 53 stig, Arsenal 50 stig og Leeds í fjórða sæti með 45 stig. Aston Villa er komið niður I fimmta sæti með 44 stig. -JKS íþróttir Bland i poka Júlíus Jónasson og félagar hans í St. Otmar eru með eins stigs forskot á toppi svissnesku úrslitakeppninnar í handknattleik. St. Otmar gerði jafn- tefli gegn Kadetten, 22-22, um helg- ina. Júlíus skoraði eitt mark í leikn- um. Winterthur burstaði Amicitia Zúrich, lið Gunnars Andréssonar, 30-16. Gunnar var ekki á meðal markakorara hjá Amicitia. St. Otmar er efst með 16 stig, Winterthur 15 og Suhr kemur næst með 15 stig. Bandaríkjamaðurinn Jeff Maggert tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hoiukeppni i golfi aðfaranótt mánu- dags. Maggert lék til úrslita gegn Andrew Magee. Eftir 36 holur var staðan jöfn en á annarri holu i bráða- bana tryggði Maggert sér sigurinn með þvi að vippa kúlunni I holuna fyrir utan flötina. Þetta var fyrsti sig- ur Maggerts sem atvinnumaður í fimm ár. Phil Coles, meðlimur í Alþjóða Ólymgíunefndinni (IOC), var í frétt- um i Astraliu um síðustu helgi en þá greindi dagblað frá þvi að Coles hefði þegið mútur frá undirbúningsnefnd vetrarleikanna í Salt Lake City. Blað- ið segir Coles hafa þegið 3 milljónir króna i mútur sem hann þurfi að gera grein fyrir. Undir þetta tekur Kevin Gosper, ástralskur félagi Coles í IOC, en hann sagði í gær að fréttirn- ar af Coles hefðu komið sér mjög á óvart. Michael Jordan var á áhorfenda- bekkjunum þegar Los Angeles Lakers sigraði Houston Rockets, 106-90, í NBA-deildinni i körfuknattleik í fyrrinótt. Jordan var að fylgjast með tveimur fyrrverandi féiögum sínum i Chicago Bulls, Scottie Pippen hjá Houston og Dennis Rodman hjá Lakers. Dennis Rodman skoraði fyrstu stig sín í leiknum fyrir Lakers frá því hann gekk til liðs við félagið og tók 10 fráköst. Pippen skoraði 16 stig, tók 6 fráköst og átti 8 stoðsend- ingar. Graeme La Saux, leikmaður Chelsea, á yfir höfði sér keppnisbann í ensku knattspymunni. Eftir stirð samskipti við Robbie Fowler áður i leiknum sló Le Saux Fowler í höfuðið á ruddalegan hátt. Dómarinn sá ekki atvikið og gat þvi ekki aðhafst. Enska knattspyrnu- sambandið mun taka málið fyrir og gæti Le Saux misst af nokkrum leikj- um Chelsea í lokaslagnum um enska meistaratitilinn. Paul Durkin, dómarinn sem dæmdi leik Chelsea og Liverpool um síðustu helgi, var miður sín eftir leikinn: „Það var miöur að ég skyldi ekki sjá þetta atvik. Þá hefði ég verið snöggur að reka Le Saux af leikvelli. Þetta sést greinilega i sjónvarpi og enska sambandið á næsta leik í málinu," sagði Durkin. Bandaríski tennisleikarinn Pete Sampras er enn í 1. sæti á listanum yfir bestu tennisleikara heims. Rúss- inn Yevgeny Kafelnikov kemur á hæla hans og í 3. sætinu er Spánverj- inn Alex Corretja. Kafelnikov er hins vegar efstur á listanum yfir þá tennisleikara heimsins sem mestar tekjur hafa haft á leiktiðinni. Þar er Sviinn Thomas Enqvist í 2. sæti og Þjóðverjinn Tommy Haas í 3. sæti. Keppnistímabilið er búið hjá þýsku skíðakonunni Martinu Ertl. Hún meiddist illa í brunkeppni heimsbik- arsins i Svíþjóð um siðustu helgi og þarf að gangast undir uppskimð. Ertl er í þriðja sæti i samanlagðri stiga- keppni kvenna í heimsbikarnum og ein allra fremsta skíðakona heims i dag. Ertl varð önnur í stigakeppninni í fyrra og í ööru sæti í alpatvíkeppni kvenna á síðustu Ólympíuleikum í Nagano í fyrra. Gerard Houllier, franski fram- kvæmdastjórinn hjá Liverpool, var í gær ákærður af enska knattspyrnu- sambandinu fyrir gróf ummæli í garð dómarans í leik Liverpool og Charlton fyrir tveimur vikum. Dóm- arinn rak þá Jamie Carragher í Liverpool af leikvelli og var Houllier afar ósáttur við þá niðurstöðu. Hann á yfir höfði sér sekt eða jafnvel að verða bannað að stjórna liði Liver- pool i einum leik. Tommi Makinen, finnski heims- meistarinn í rallakstri, var rekinn úr Safari-rallinu í Kenýa um síðustu helgi en hann varö þar í öðru sæti. Áhorfendur hjálpuðu Makinen þegar sprakk á bíl hans en slíkt er ekki leyfilegt. Makinen hefur farið ófogr- um orðum um áhorfendurna og verið sakaður um kynþáttahatur. Hann sagði í gær að byssuskot hefðu þurft til að halda æstum áhorfendunum frá bilnum og hann hefði ekki beðið um aðstoðina enda vitað að slíkt væri óiögiegt. -SK/-GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.