Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir iov Sjómenn í Norður-Noregi uggandi vegna smáfiskadráps Rússa í Barentshafi: Norðmenn vilja að- stoð íslendinga - veiðar Rússanna verri en Smuguveiðarnar, segir framkvæmdastjóri sjómannafélagsins í Troms DV, Tromsö: „Smáfískadráp Rússa í Barents- hafi verður ekki stöðvað nema sam- komulag náist um alþjóðlegt bann við kaupum á undirmálsfiski af þeim. Við þurfum að koma slíku banni á hér í Noregi og það er eðli- legt að norskir sjómenn biðji íslend- inga að hætta líka að kaupa þennan Fisk,“ segri Arvid Ahlquist, fram- kvæmdastjóri sjómannafélagins í Tromsfylki, við DV. Arvid sagði að sjómenn i Norður- Noregi væru nú mjög uggandi um framtíð þorskveiðanna í Barents- hafi. Stórþorskur sjáist varla en rússneskir togarar moki upp smá- fiski sem þeir selji svo á niðursettu verði til allra sem kaupa vilja. Norð- menn sjálfir séu komnir í alvarlega klípu vegna veiða Rússanna því margar fiskvinnslur í Troms og Finnmörku séu háðar löndunum þeirra. Um helmingur aflans sem landað er í Norður-Noregi er úr rússneskum togurum. „Það er verkefni norskra stjórn- valda að ná alþjóðlegu samkomulagi um bann við kaupum á undirmáls- fiski. Við sjómenn getum bara beðið kaupendur í öðrum löndum að neita að taka við þessum fiski og við verð- um fyrst að koma slíku banni á hér í Noregi. Það er hræðilegt til þess að vita að fiskverkendur hér kaupa núna smáfisk sem hagstæðast hefði verið að veiða eftir fimm til tíu ár. Þetta er ótrúleg skammsýni,“ sagði Arvid. Vandi Norðmanna kemur einnig fram í því að þeir reyna að fylgja eftir af hörku löndunarbanni á fiski úr togurum sem áður hafa veitt í Smugunni. Rússar hafa keypt nokkra þessara togara og einstaka byggðir eiga líf sitt undir því að fá fisk úr gömlum Smugutogurum. Peter Angelsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, neitar að gefa eftir þótt atvinnuleysi blasi við í byggð- um sem samið hafa um kaup á fiski úr gömlum Smugutogurum. „Við sjómenn styðjum stefnu Fiskvinnsia í Norður-Noregi er háð löndunum Rússa. Nú hafa Rússar ekki annað að bjóða en smáfiskinn sem Norð- menn ætluðu að veiða sem rígaþorsk eftir fimm til tíu ár. DV-myndir Gísli Kristjánsson Angelsens. Hann gerir það eina sem rétt er. Bann við kaupum á fiski úr gömlum Smugutogurum er eina ráð okkar til að stöðva Smuguveiðarnar. Fiskvinnslur sem hafa samið um kaup á fiski úr þessum togurum verða bara að taka afleiðingum gerða sinna. Það var vitað fyrir- fram að löndun- arbann yrði sett á gömlu Smugu- togarana í vet- ur,“ segir Arvid. Hann lýsir ástandinu þó svo að Smuguveiðar Arvid Ahlquist, framkvæmdastjóri sjómannafélagsins í Tromsfylki, dregur upp dökka mynd af útlitinu í norskum sjávarútvegi. Smáfiska- dráp Rússa segir hann verra en Smuguveiðar íslendinga. íslendinga hefðu verið skömminni skárri en veið- ar Rússa nú. í Smugunni hefði þó verið reynt að forð- ast smáfiskinn en Rússar tækju bara allt sem fengist og engin leið virt- ist vera að koma stjórn á veiðamar. „Þessar veið- ar geta hæg- lega leitt til þess að þorsk- stofninn í Barentshafi hrynur. Það virðist vera lít- ið af fiski á miðunum og stórþorskurinn hefur enn ekki látið sjá sig. Það er þegar búið að skera þorskkvóta þessa árs niður um 150 þúsund tonn og það kann að fara svo að kvótamir verði minnkaðir enn í ár,“ sagði Arvid. Og það er ekki nóg með að Rúss- ar moki upp smáþorskinum. Nýj- ustu talningar sýna að selum fjölg- ar mjög ört í Barentshafinu og sjó- menn óttast sannkallaða selaplágu. Sérfræðingamar segja að 2,2 millj- ónir sela séu nú í Barentshafi, þrisvar sinnum fleiri en talið var. „Útlitið er allt annað en bjart. Það þarf að stórauka selveiðamar og það þarf að koma stjórn á veið- ar Rússanna og loka Smugunni endanlega. Að öðrum kosti er byggðin hér norður frá í hættu,“ sagði Arvid og viðurkennir að nú hefði verið kostur að geta átt betra samstarf við íslendinga í sjávarút- vegsmálum en verið hefur. -GK Það er bannað að auglýsa bjór skv. Hæstarétti og því breyttist Egill sterki í maltöl f gær. * 1 Bfi M w □ urTíi i»1r X \ \ 8* m í^*jÆ Eskifjörður: Einhver framsókn- arflensa að ganga - en góugleði eldri borgara heppnaðist þó með ágætum DV, EskdÐrði: Góugleði eldri borgara á Eski- firði var haldin á laugardagskvöld- ið í slysavarnahúsinu. Fimmtíu manns mættu sem er óvenjufátt. Það er einhver framsóknarpest að ganga, yfirleitt koma 80 til 100 manns á skemmtunina. Allar kon- ur fengu rauðar rósir, sem okkur þótti vænt um. Maturinn var frá- bær hjá honum Þorleifi Guðjóns- syni, hótelstjóra í Öskju, þeim góða dreng. Jón Ólafsson, formað- ur félags eldri borgara, setti sam- komuna. Allir sem töluðu fluttu skemmti- legar ræður og voru í sólskins- skapi. En alveg bar hún af hún Að- alheiður Ingimarsdóttir, ómenntuð en ófeimin Strandakona sem hefur aldrei látið.á sér.bera fyur- en núna í starfi eldri borgara að hún heldur glaðværðinni uppi. Séra Davíð Baldursson stjórnaði almennum söng af mikilli list. Og það var gott að hlusta á Valdísi Ár- mannsdóttur söngkonu. Það er mik- ils virði að eiga prest eins og hann Davíð og það vildi ég að allir prest- ar væru eins fjölhæfir og mikilhæf- ir og séra Davíð. Þá væri margt öðruvísi í okkar þjóðfélagi. Hann kemur til okkar á elliheimilið á þriggja vikna fresti og maður er annar og betri maður eftir að hiusta á hann. Hann var með okkur allt kvöldið sem og hans góða kona, sýslumaðurinn okkar á Eskifirði, hún Inger Jónsdóttir, en þau eiga þrjú böm. Gleðskapurinn stóð yfir til mið- nættis og allir fóru heim með ánægju út að eyrmn. . - . -Regína Vill endurskoðun Hjálmar Árna- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, hóf ut- andagskrárum- ræðu á þingi í gær um söluna á Áburðarverk- smiðjunni. Verk- smiðjan væri forsenda að stofnun vetnissamfélags á íslandi með þátt- töku erlendra stórfyrirtækja. Nú væm blikur á lofti því verksmiðjan hefði verið seld án skilyrða. Burt með ríkið Stjóm Sambands ungra sjálfstæð- ismanna hvetur Alþingi í tilefni af 10 ára bjórafmælinu til að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. 15 vildu vinnuna Fimmtán hjúkrunarfræðinemar á lokaári hafa tekið tilboði Sjúkrahúss Reykjavíkur um námsstyrk næstu mánuði gegn því að ráða sig til starfa hjá sjúkrahúsinu. Nemamir fá 50 þúsund króna styrk á mánuði til útskriftar og 5-6 þúsund krónum hærri byrjunarlaun en boðist hafa hingaö til. RÚV sagði frá. Clayderman i Höllina Píanóleikarinn Richard Clayder- man heldur tónleika í LaugardaÉhöll þann 3. apríl næstkomandi. Ábyrgð könnuð Héraðsráð Eyjaíjarðar lét kanna lögfræðilega ábyrgð stjómar og framkvæmdastjóra á tapi af Norður- póls- og jólasveinaævintýrinu á Ak- ureyri. Niðurstaðan varð sú ekki væri skynsamlegt að fara með málið til dómstóla. Tryggingastofnun kærð Einstæð móðir hefur kært Trygg- ingastofnun fyrir að vera svipt heimilisuppbót vegna þess að böm hennar búa þjá henni. Arnór Pétursson, for- maður Sjálfsbjargar, segir viö Dag að fátækt ríki meðal öryrkja. Verður í gæslu Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Nígeríumanni sem grunaður er um fjárglæframennsku hér á landi undanfama mánuði. Hann verður því í gæsluvarðhaldi til 4. mars. Yfirtaka stenst Samkeppnisstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirtaka fyr- irtækisins Coca-Cola, Nordic Beverages á Vífilfelli hf. hafi verið í samræmi við samkeppnislög. Fyrir- tækið er í eigu Carlsberg og Coca- Cola í Bandaríkjunum, en lögmaður þess bar yfirtökuna undir sam- keppnisyfirvöld. Stjórnmálasamband Fastafúiltrúar íslands og Filipps- eyja undirrituðu 24. febrúar sameig- inlega yfirlýsingu um stofnun stjómmálasambands milli ríkjanna. Þorvaldur hættir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur hætt sem framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands og flyst í starf hjá Kaupþingi í Reykjavík. Um- skiptin tengjast kaupum Sparisjóðs Norðlendinga á meirihluta hlutafjár í Kaupþingi Norðurlands. Bitist um jarðgöng Páll Pétursson félagsmálaráð- herra telur að bora eigi næstu jarðgöng á land- inu á milli Siglu- íjarðar og Ólafs- fjarðar. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra er sama sinnis, en Halldór Ásgrimsson og Jón Krist- jánsson, þingmenn Framsóknar- flokksins á Austfjörðum, vilja að næstu göng verði bomð á Austfjörð- um. RÚV sagði frá. Ánægjuvísitala Um næstu mánaðamót verður byij- að að mæla hér á landi ánægju- og við- skiptavinavisitölu. Slikar mælingar tíðkast í Evrópu að sögn RÚV. -SÁ • • 1 ; v » • 'i .í'* ■',~t i v r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.