Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Afmæli____________________ Sigurður Gizurarson Sigurður Gizurarson hæstaréttar- lögmaður, Víkurströnd 6, Seltjarn- arnesi, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1959, stundaði nám í al- þjóðarétti og tungumálum við Ruprecht-Karl-Universitát í Heidel- berg 1959-60, við l’Université de Grenoble í Frakklandi 1960-61, lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ1967 og stundaði framhaldsnám i al- þjóðarétti og alþjóðaviðskiptum við Institut de Hautes Études Internationales í Genf í Sviss 1967-68. Hann öðlaðist hdl-réttindi 1967 og hrl-réttindi 1972. Sigurður var fulltrúi sýslumanns- ins í Rangárvallasýslu 1967, starfaði við sendiráð íslands í París 1968, var fulltrúi bæjarfógetans í Kópa- vogi 1968-69, fulltrúi í viðskipta- ráðuneytinu 1969, rak eigin lög- fræðiskrifstofu 1969-74, var aðstoð- armaður og ráðgjafi Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra um varnar- mál 1973-74, stofriaði og rak skrif- stofu fyrir Landssamband veiðifé- laga 1973-74, var sýslumaður í Þing- eyjarsýslu 1974-85, bæjarfógeti á Akranesi frá 1985 og sýslumaður þar 1992-98 og rekur nú eigin lög- fræðistofu að Víkurströnd 6 á Sel- tjamarnesi. Sigurður var ritstjóri Stúdenta- blaðsins, formaður Orators 1963-64, átti sæti í þjóðhátíðarnefnd Reykja- víkur 1974, sat í stjórnarskrárnefnd og í stjórn Dómarafélags íslands 1985-86 auk þess sem hann hefur setið 1 stjórnskipuðum nefndum vegna lagasetningar af ýmsu tagi. Fjölskylda Sigurður kvæntist 3.8. 1966 Guð- rúnu Þóru Magnúsdóttur, f. 23.4. 1943, húsmóður. Hún er dóttir Magnúsar Jochumssonar, f. 19.10. 1913, d. 21.8. 1989, rennismiðs í Reykjavík, síðast í Hveragerði, og k.h., Júlíu Jónsdóttur, f. 29.5. 1924, húsmóður. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru Dagmar, f. 27.1. 1967, lögfræðingur í MA-námi í sjávarúrvegsfræðum við HÍ, en maður hennar er Baldur Snæland Njarðarson, starfsmaður hjá SÍF, og eiga þau tvö börn; Magn- ús, f. 28.6. 1968, flugvirki, búsettur í Reykjavík; Júlía, f. 12.1. 1970, nemi og húsmóðir í Reykjavík og á hún eina dóttur; Gizur, f. 19.3. 1973, framkvæmdastjóri í Reykjavík og á hann einn son; Ólafur, f. 17.12.1976, nemi í Reykjavík; Ingibjörg, f. 19.3. 1978, nemi, búsett á Seltjamamesi. Systkini Sigurðar eru Lúðvík, f. 6.3. 1932, hrl. i Reykjavík, kvæntur Valgerði Einarsdóttur; Bergsteinn, f. 29.11. 1936, brunamálastjóri, kvæntur Mörtu Bergmann félags- fræðingi; Sigríður, f. 2.9. 1942, meinatæknir í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar: Gizur Berg- steinsson, f. 18.4. 1902, d. 26.3. 1997, hæstaréttardómari í Reykjavík, og k.h., Dagmar Lúðvíksdóttir, f. 26.12. 1905, húsmóðir. Ætt Gizur var sonur Bergsteins, b. á Árgilsstöðum í Hvol- hreppi, bróður Ólafar, ömmu Ólafs G. Einars- sonar alþingisforseta, Boga ríkissaksóknara og Ólafs, fyrrv. skatt- rannsóknarstjóra Nils- sona. Önnur systir Berg- steins var Sesselja, amma Sigurðar, fyrrv. stjórnarformanns Flug- leiða, og Hallgríms tón- skálds Helgasona. Berg- steinn var sonur Ólafs, b. á Árgilsstöðum Arn- björnssonar, bróður Páls, afa Þor- steins Erlingssonar. Móðir Berg- steins var Þuríður Bergsteinsdóttir, systir Björns, langafa Erlends Ein- arssonar, fyrrv forstjóra SÍS. Móðir Gizurar var Þórunn, systir Helgu, ömmu Einars Ágústssonar ráð- herra. Önnur systir Þórunnar var Guðrún, langamma Sveinbjöms Baldvinssonar rithöfundar. Þómnn var dóttir ísleifs, b. á Kanastöðum í Landeyjum, Magnússonar, b. á Kanastöðum, Magnússonar, b. í Núpakoti, Einarssonar, fbður Guð- mundar, langalangafa Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Land- helgisgæslunnar, Gunnars Ragnars forstjóra og Hauks og Arnar Clausens. Móðir Magnúsar Einars- sonar var Hildur Magnúsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Móðir Þórunnar var Sigríður, systir Höllu, ömmu Gunnlaugs Scheving. Sigríðm- var dóttir Áma, dbrm. á Stóra-Ármóti í Flóa, Magn- ússonar, b. í Þorlákshöfn, Beinteins- sonar, lrm. á Breiðabólstað, Ingi- mundarsonar, b. í Hólum, Bergssonar, b. í Bratts- holti, Sturlaugssonar, ætt- föður Bergsættarinnar. Móðir Áma var Hólmfríð- ur Ámadóttir, systir Val- gerðar, ættmóður Briemsættar, langömmu Hannesar Hafstein. Móðir Hólmfríðar var Kristín Jakobsdóttir, stúdents á Búðum, Eiríkssonar. Móð- ir Kristínar var Guðrún, systir Þrúðar blindu, langömmu Sigríðar í Bjarnarhöfn, langömmu Karls, stöðvarstjóra á Steindóri, fóður Guðlaugs Tryggva. Móðir Sigríðar var Helga Jónsdóttir Johnsen, lög- sagnara á Stóra-Ármóti, bróður Val- gerðar, ættmóður Finsenættarinn- ar, ömmu Steingríms Thorsteinson- ar skálds. Móðurbræður Sigurðar: Bjarni, málarameistari í Reykjavík, faðir Hauks hdl.; Karl, fyrrv apótekari í Reykjavík, og Georg, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna. Dag- mar er dóttir Lúðvíks, útgerðar- manns í Neskaupstað, Sigurðsson- ar. Móðir Dagmarar var Ingibjörg, systir Margrétar, ömmu Steingríms Hermannssonar, fyrrv. forsætisráð- herra. Ingibjörg var dóttir Þorláks, b. í Þórukoti, Jónssonar, b. í Húsa- tóftum, Sæmundssonar, ættföður Húsatóftaættarinnar, föður Sæ- mundar, langafa Guðlaugs Þor- valdssonar ríkissáttasemjara. Sigurður og Guðrún taka á móti gestum í félagsheimili Seltjarnar- ness, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi í dag milli kl. 18.00 og 20.00. Sigurður Gizurarson. Andlát Ragnheiður Pálsdóttir Ragnheiður Pálsdóttir, húsmóðir og fyrrv. kaupmaður, Möðruvalla- stræti 5, Akureyri, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 19.2. sl. Út- för hennar fór fram frá Akureyrar- kirkju 1.3. sl. Starfsferill Ragnheiður fæddist í Víðdal á Fjöllum 7.11. 1922. Hún flutti á fyrsta ári með fjölskyldu sinni að Grund í Jökuldal og síðan að Aðal- bóli í Hrafnkelsdal er hún var ellefu ára. Ragnheiður var sjö ára er hún missti móður sína. Faðir hennar giftist þá Margréti Sigríði Bene- diktsdóttur, f. 27.12. 1903, d. 14.1. 1965, húsfreyju sem gekk Ragnheiði og alsystkinum hennar í móðurstað. Faðir hennar og stjúpmóðir fluttu síðar að Syðri-Varðgjá í Eyjafirði og loks til Akureyrar. Ragnheiður flutti til Reykjavíkur þar sem hún vann við veitinga- og framreiðslustörf um skeið. Er Ragnheiður gifti sig stofnuðu þau hjónin heimili á Akureyri þar sem þau síðan bjuggu alla sína hjúskapartíð, fyrst við Gránufélags- götu en síðar við Möðru- vallastræti. Auk húsmóðurstarfa vann Ragnheiður í mörg ár við skóverksmiðjuna Iðunni, starfrækti síðan Alþýðuhúsið á Akureyri í mörg ár og rak Tóbaks- búðina á Akureyri í nokkur ár. Fjölskylda Ragnheiður giftist 1952 Sigurði Baldvinssyni, f. 26.9. 1915, d. 23.7. 1995. Hann var sonur Baldvins Sig- urðssonar, f. 5.8. 1872, d. í ágúst 1940, bónda á Hálsi í Öxnadal, og k.h., Guðbjargar Helgu Sveinsdótt- ur, d. 21.10. 1924, húsfreyju. Sonur Ragnheiðar frá því fyrir hjónaband er Páll Richard Larsen Sigurðsson, f. 8.11. 1949, bifvéla- virkjameistari á Akureyri, kvæntist Þórunni Pálsdóttur hárgreiðslu- meistara og eiga þau tvö böm auk þess sem Þórunn á dóttur frá fyrra hjóna- bandi. Börn Ragnheiðar og Sig- urðar era Baldvin Hall- dór, f. 26.5.1953, kjötiðnað- ar- og matreiðslumeistari á Akureyri, kvæntur Ingu Þórhildi Ingimundardótt- ur bankastarfsmanni og eiga þau einn son; Hrafn, f. 8.12. 1958, landflutninga- maður í Reykjavík, kvænt- ist Önnu Stefánsdóttur, garðyrkjumeistara á Ak- ureyri en þau skildu og eiga tvö böm; Helga María, f. 29.1.1961, hús- móðir á Akureyri og á hún son frá fyrstu sambúð, var gift Pétri Han- sen, bónda á Þverá í Eyjafirði en þau skildu og eiga tvær dætur en sambýlismaður Helgu Maríu er Árni Páll Halldórsson tannlæknir og eiga þau einn son. Alsystkini Ragnheiðar: Arnfríð- ur, f. 29.5. 1919, d. 31.1. 1998, var gift Aðalsteini Helgasyni; Vigfús Agnar, f. 29.8. 1920, var kvæntur Unu Björgu Sörensdóttur sem er látin; Stefán Amþór, f. 3.12.1923, kvæntur Gunnþórunni Hvönn Einarsdóttur; Gestur Aðalgeir, f. 13.8. 1925, kvænt- ur Kristínu Halldórsdóttur; Þórólf- ur, f. 6.12. 1926, kvæntur Svanhvíti Kristjánsdóttur. Hálfsystkini Ragnheiðar, sam- feðra: Hulda, f. 2.3. 1932, d. 5.1. 1987, var gift Braga Leopoldsyni en þau skildu; Erla, f. 10.2. 1933, gift Erni Óskarssyni; Unnur, f. 12.8. 1935, var gift Valdimar Erni Jónssyni, sem er látinn; Garðar, f. 10.1. 1942, d. 12.11. 1995, ókvæntur; Sævar, f. 16.8. 1943, kvæntur Guðfmnu Ásu Jóhannes- dóttur; Alda, f. 24.1.1946, gift Stefáni Óskarssyni. Foreldrar Ragnheiðar vora Páll Vigfússon, f. í Hnefilsdal á Jökuldal 27.10. 1889, d. 2.4. 1961, bóndi í Víð- dal á Fjöllum, á Grund í Jökuldal og á Syðri-Vargjá í Eyjafirði, og f.k.h., María Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 4.8. 1887, d. 7.10. 1929, húsfreyja. Ragnheiður Pálsdóttir. Þelr ílska sem roa... Þelr flska sem r□ a... Þelr flska sem róa... Þelr www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR DV Til hamingju með afmælið 2. mars 85 ára__________________ Ingólffna Jónasdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Ólafur Bjamason, Sléttuvegi 15, Reykjavík. 75 ára Ragna Guðrún Benediktsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði. 70 ára Þorlákur Runólfsson, Langagerði 50, Reykjavík. 60 ára Ásgeir Stefánsson, Hólabrekku, Reykdælahreppi. Elsa Hanna Ágústsdóttir, Eyrarholti 3, Hafnarfirði. Guðlaug Ingibjörg Arilíusardóttir, Stóra-Hrauni, Kolbeinsstaðahreppi. Sigurveig Þóra Árelíusdóttir, Stóra-Hrauni, Kolbeinsstaðahreppi. Jóhanna Dagný Kjartansdóttir, Tröllagili 14, Akureyri. Kristján Magnússon, Kjarrvegi 13, Reykjavík. Orri Hrafnkelsson, Bláskógum 13, Egilsstöðum. Valborg Rakel Gunnarsdóttir, Lerkilimdi 12, Akureyri. 50 ára Ármann Ármannsson, Kirkjusandi 5, Reykjavík. Gígja Harðardóttir, Urðarvegi 8, ísafirði. Helgi Kristján Gunnarsson, Háabarði 13, Hafnarfirði. Jón Jónsson, Meðalholti 5, Reykjavik. Sigrún Evelyn Eckhoff, Sogavegi 105, Reykjavík. Þórdís Unndórsdóttir, Sóleyjargötu 13, Reykjavík. 40 ára Auður Egilsdóttir, Reynigrand 73, Kópavogi. Bergþóra Sveinsdóttir, Melgerði 37, Kópavogi. Erlingur Harðarson, Munkaþverárstræti 37, Akureyri. Friðrika Sigurgeirsdóttir, Bjamastöðum, Fosshóli, Bárðdælahreppi. Guðmundur K. Zophoníasson, Smárahvammi 10, Hafnarfirði. Guðmundur Óskar Hauksson, Klukkurima 39, Reykjavík. Ingveldur Jónsdóttir, Grenigrand 10, Akranesi. Sigxu’ður Arnar Gunnarsson, Hamraborg 18, Kópavogi. Svavar Helgi Ásmundsson, Ásbúð 55, Garöabæ. Vilmar Pétursson, Álftatúni 21, Kópavogi. IJrval — gott í hægmdastólinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.