Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 14
ni nr*v mvAM MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 við tímann Hestaflutningamenn eru merkileg stétt manna. Þeir eru alltaf á ferðinni vetur sem sumar og að eigin sögn í eilífðarkapphlaupi við tím- ann. Tilveran heimsótti Víði- dalinn í vikunni og hitti fyr- ir nokkra hestaflutninga- menn. Guðbrandur Úli Guðbjörnsson og Hilmar Hannesson: Hrossin oftast þægilegri farþegar en mannfólkið Hilmar mættur árla morguns í Víðidalinn þar sem hann ætlar að taka fullfermi af hrossum. Ferðinni er heitið á Suðurland eins og svo oft. DV-mynd Pjetur Hestamenn á Suðurlandi þekkja flestir til þeirra Guðbrands Óla Guðbjömssonar og Hilm- ars Hannessonar en þeir hafa annast hestaflutninga í fjórðungnum í mörg ár. Guðbrandur Óli hefur þó verið fjarri góðu gamni síðustu mánuði en hann slasaðist illa við vinnu sína snemma síðasta sumar. Blaðamaður hitti þá félaga yfir kafflbolla á dögun- um og spurði þá út í starfið. „Þetta getur verið ævintýralegt starf og í raun em engir tveir dagar eins. Hrossin em svo misjöfh og mað- ur veit ekki alltaf á hveiju maður á von. Þegar við fórum um landið þurf- um við oftast að taka hestana sjálfir við mismunandi aðstæður. Það getur vissulega reynt á þolinmæðina en málið er aö gefast aldrei upp,“ segir Guðbrandur Óli um starf sitt. Þægilegrí farþegar en mann- fólkið „Það kemur fyrir að við erum beðn- ir að taka kannski fjögurra til fimm vetra fola sem hafa aldrei verið band- aðir. Það getur verið tímairekt og við segjum oft í gríni að það séu hesta- flutningamennimir sem fmmtemji hrossin og síðan taki félag tamninga- manna við,“ segir Hilmar. Hestamennskan er þeim báðum í blóð borin þannig að starfið er hluti af áhugamálinu. Hestaflutningamaðurinn Hörður Hermannsson: ferðast einn 1 .. að var fvrir luilfgerða til- 3: viljun að ég byrjaði að »6* flytja hesta. Ég tók að mér að flytja hross nokkrum sinnum vestur á Snæfeflsnes og smám saman vatt þetta upp á sig þannig að nú geri ég ekkert annað,“ segir Hörður Hermannsson, hestaflutn- ingamaður úr Kópavoginum. - Að sögn Harðar hefur veturinn verið fremur harður en sem betur hefúr allt gengið slysalaust. „Það fylgir þessu talsverð spenna á vet- uma. Veðrið og færðin era hlutir sem sífellt þarf að spá í. Það er allt annað flytja lifandi skepnur eða annan farm og það má ekkert fara úrskeiðis. Ég hef sloppið ansi vel þótt stundum hafi legið við óhappi," segir Hörður. Hestaflutningamenn staldra sjaldan við lengi í einu og era á ferðinni árið um kring. Hörður „Þetta er besta starf og oft- ast nær maður heim sam- dægurs. Útivistin er sjaldn- ast meira en ein nótt. Fyrir mér er þetta fjölbreytt og skemmtilegt starf og mér finnst afskaplega gott að ferðast einn,“ segir Hörður. Hörður segir samkeppni ríkja á miili hestaflutninga- manna en einnig sé mikið um samvinnu. „I framtíð- inni munu menn keppa í þjónustu og í þeim efhum hefur orðið mikil þróun síð- ustu árin. Ég hef sjálfur komið mér upp aðstöðu í Heimsenda þar sem ég hýsi hesta sem era að fara utan. Ég býð mönnum að sjá um allan pakkann, þ.e. útvega heilbrigðis- vottorð og koma þeim í flug,“ segir Hörður um leið og hann kveður, enda orðinn of seinn í ferð norður í land. -aþ Hörður teymir einn „farþegann" út. Úlafur Davíðsson verið við hestaflutninga síðan 1994: „Það er engin spuming að hrossin era upp til hópa þægilegri farþégar en mannfólkið," segir Guðbrandur Óh en hann var leigubílstjóri til margra ára og hefur samanburðinn. „Þau geta auðvitað verið erfið og einstaka hestar verða stressaðir í bíl. Fjöldinn í hverri ferð skiptir máli og best að hafa í kringum 15 því þannig hafa þeir stuðning hver af öðra. Maður getur auðveldlega tekið ótaminn fola með í slíkan hóp,“ segir Guðbrandur Óli. „Þetta getur verið ævintýralegt starf og engir tveir dagar eins,“ segir Guð- brandur Óli en myndin var tekin síðastliðið sumar. „Stundum þarf ekki nema einn hest sem djöflast afla leiðina. Þá er engu líkara en maður sé kominn út á rúm- sjó. Það er alltaf óþægilegt að vita af hesti sem líður ekki vel og maður reynir að keyra á jöfnum og góðum hraða. Flutningurinn getur nefnilega oft leitt í ljós hvert geðslag hestsins er,“ segir Hiimar Hannesson. -aþ Finnst gott að Skemmtilegt starf og tilbreytingaríkt | g er lítill hestamaður sjálfúr j þótt ég vinni við að flytja hross landshlutanna á milli. Ég nota hesta aðallega þegar ég smala heima,“ sagði hestaflutningamaður- inn og bóndinn Ólafúr Davíðsson frá Hvítárvöflum í Borgarfírði. Ólafúr var nýkominn úr Borgar- firðinum og var að losa bílinn í Víði- dalnum einn kaldan morgun í síð- ustu viku. „Það er oftast meira en nóg að gera í hesta- flutningunum. Það koma auðvit- að topp- a r bæði í knng inl 1 m Ólafur segist Iftill hestamaður þótt hann hafi atvinnu sína af hestaflutn- ingum. DV-mynd ÞÖK er maður að aflan sólarhring- inn,“ segir Ólafur. Landsvæðið sem Ólafur fer um nær frá Norðurlandi og suður til Reykjavíkur. „Það er auðvitað kostur hversu margir Reykvík- ingar era í hestamennsk- unni því það kostar flutninga á mörg þúsund hrossum til og frá lands- byggðinni." Ólafur segist kunna vel við starfið og það sé síð- ur en svo einmanalegt að vera einn á ferðinni daginn út og daginn inn. „Mér finnst starfið skemmtilegt og það er heilmikil tilbreyting í þessu. Ég hitti mikið af góðu fólki um land allt auk þess sem hrossin era oftast þægir og góðir far- þegar,“ segir Ólafúr Davíðsson hestaflutn- ingamaður. -aþ ■ ; :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.