Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 16
CYAN IUIARPMTA 16 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Kaffihúsaspjall í tölvunni heima Þúsundir manna tala saman á irkinu daglega og fer fjölgandi. Irkið er kjör- ið fyrir þá sem vilja spjalla á léttum nótum um daginn og veginn. Allir eru jafnir á irkinu og oft- ar en ekki myndast varan- leg vináttuhönd. Tilveran skoðaði þetta stórmerki- lega fyrirhæri. Fyrsta íslenska kvennaspjallrásin var stofnuð nýlega: Ekki eingöngu áhugamál unglinga - segja Lilja Sigurðardóttir og Guðrún Steinþórsdóttir Lilja „Venus“ Sigurðardóttir og Guðrún „Kleópatra" Steinþórsdóttir stofn- uðu ásamt fleiri konum fyrstu íslensku kvennaspjallrásina á dögunum. Þær eru ánægðar með viðbrögðin það sem af er. DV-mynd Teitur dögunum stofnuðu nokkrar konur á irkinu fyrstu íslensku spjallrásina sem þær kalla Hallgerði. Tilveran hitti tvær úr hópn- um; Lilju Sigurðardóttur hjúkrunar- nema og Guðrúnu Steinþórsdóttur sagnfræðinema, og spurði þær um til- Kjartan Jónsson rannsakaði málfar unglinga á irkinu: Irkið ekki að drepa íslenskuna ! að er alveg ljóst að stafsetn- MÆ ing er ekkert stórmál á irk- " inu. Krakkar stafsetja mun „hljóðréttara" en hin 800 ára gamla stafsetning okkar gerir ráð fyrir. Mál- ið er að gera sig skiljanlegan og þeim tekst það alveg ágætlega," sagði Kjart- an Jónsson íslenskufræðingur þegar DV hafði samband við hann til Kína þar sem hann er við nám. Lokaritgerð Kjartans við Háskóla íslands fjallaði um málfar unglinga á irkinu. Hann valdi irkið vegna þess að ekki eru til neinar góðar aðferðir til þess að rannsaka talmál unglinga. „Mér datt reyndar í hug að hljóðrita samtöl unglinga í sjoppum en þegar upp var staðið reyndist irkið besta hugmyndin." Kjartan skoðaði spjallrásina Iceland sem er ein sú stærsta hérlend- is. „Ég fékk stundum á tdflnninguna að ég væri ekki á íslenskri heldur am- erískri spjallrás. Krakkarnir nota ótrúlega mikið af enskum frösum og skammstöfunum úr ensku. Þegar fólk er hins vegar að ræða eitthvað sem skiptir máli þá er íslenskan undan- tekingalaust notuð. Þannig er irkið alls ekki að drepa íslenskuna," segir Kjartan. Krakkar virkir notendur rítmáls Kjartan segist fullviss að irkið komi til með að breyta íslenskri staf- setningu þegar fram líða strmdir. Hann spáir því að það gerist innan tíu ára. „Fólk á mínum aldri, hvað þá eldra, hefúr aldrei skrifaö jafnmikið og unga kynslóðin gerir í dag. Á ung- lingsárunum skrifuðum við kannski stöku bréf, dagbækur eða jafnvel sög- ur, þ.e. ef við vorum haldin rithöf- undakomplex. Þessir hlutir eru að breytast og unglingar í dag heim- sækja Netið á hverjum degi og finnst eðlilegra að skiptast á netfóngum en símanúmerum. Þessi kynslóð, sem sumir halda að þrífist á e-töflum og hassi, er líklega að skrifa meira en kynslóðin á undan. Foreldrar okkar, sem lásu kannski allan Laxness og Gunnar, eiga fæstir eftir að skrifa jafnmikið og bömin þeirra. Krakkar í dag eru því miklu virkari notendur ritmálsins en forfeð- ur þeirra vora nokkum tíma.“ Kjartan segist ekki óttast um afdrif íslenskrmnar í þessu sambandi. „Mér finnst líklegt að stafsetningin eigi eftir að breytast í framtíðinni. Mér finnst það ekki skipta svo miklu máli því irk- ið og Netið eiga eftir að styrkja og þjálfa íslensk ungmenni í notkun rit- málsins," segir Kjartan Jónsson. -aþ urð nýju spjallrásarinnar. „Hugmyndin að Hallgerði kviknaði nýlega og okkur fannst tímabært að opna sérstaka kvennarás. Við ætlum rásinni að vera vettvangur fyrir konur á öllum aldri en undanfarið höfum við orðið varar við mikla fjölgun eldra fólks á irkinu. Það er algengur mis- skilningur að irkið sé eingöngu áhuga- mál unglinga," segir Guðrún. Þær Guðrún og Lilja eru orðnar heimavanar á irkinu og segjast kíkja inn á hveijum degi. Þær hafa bundist vináttuböndum í gegnum irkið og eignast fjöldann allan af góðum vinum og kunningjum. „Það er ótrúlegasta fólk sem maður hefur kynnst í gegn- um þetta. Það skemmtilega við irkið er að þar eru allir jafhir og ekki spurt um „Irkið alls ekki að drepa íslensk una,“ segir Kjartan. Jónheiður Joy" ísleifsdóttir kynntist kærastanum á irkinu: Eins og að fara á gott kaffihús É ■ii I g kíki oftast á irkið á hveijum degi. Það er misjafnt hversu I lengi ég stoppa við en síðustu tvö árin hef ég verið virkur irkari,“ segir Jónheiður ísleifsdóttir sem kall- ar sig Joy þegar hún heimsækir irkið. „Mig langaði til að kynnast nýju fólki og lenti fyrir tilviljun á mjög góðri rás þar sem ég hef eignast mjög góða vini. Ég 'var svo heppinn að kynnast kærastanum mínum á þess- ari rás. Það má líkja irkinu við gott kafílhús nema hvað maður getur alltaf farið inn en verið samt heima. Það byggist reyndar upp mikið félags- lif í kringum þetta og þegar fólk er far- ið að kynnast þá hittist það utan irks- ins,“ segir Jónheiður. Umræðumar eru oftast í léttum dúr, að sögn Jónheiðar. „Stundum er svo gaman að það getur verið erfitt að slíta sig frá þessu. í fyrstu eyddi ég oft mörgum klukkutímum í einu á irk- inu. Metið mitt er ellefu klukkutímar og þá var ég kom- in með þreytuverki í flnguma. í dag geri ég þetta meira í hófl og nota irkið til þess að ná sambandi við vini og kunningja. Ef ég þarf að ná í einhvem þá finnst mér oft þægi- legra að fara á irkið en lyfta símtól- inu. Þannig held ég að margir á mín- um aldri hugsi í dag.“ Jónheiður segir irkið hafa vaxið ótrúlega hratt þau tvö ár sem hún hefúr stundað það. „Irkið er orðið ótrúlega stórt, rásunum fjölgar jafht og þétt og sér örugglega ekki fyrir endann á þeirri þróun," seg- ir Jónheiður Isleifsdóttir. -aþ Jónheiður ásamt kærastanum Herði Smára Jóhannessyni. Þau kynntust á irkinu og byrjuðu að vera saman upp frá því. DV-mynd E.ÓI. IIÍIIIIIIIIH /i/immiH ///miiiim /nniiimii /miiiiiiiu menntun eða þjóðfélagsstöðu. Þú spjallar oftast nafnlaust við fólk í fyrstu og upp frá því myndast oft vina- tengsl. Ég veit ekki um neinn stað í veröldinni þar sem fólk á jafhauðvelt með að kynnast fólki og á irkinu," seg- ir Lilja. Braustútúr einangmn „Mér leist ekkert alltof vel á þetta í fyrstu og var oft að jagast í syni mín- um sem hékk á irkinu. Ég hef átt við þunglyndi að stríða í mörg ár og irkið hefur hjálpað mér að bijótast út úr gríðarlegri einangrun. Allt í einu eign- aðist ég fullt af vinum og er farin að stunda félagslíf af krafti. Irkið leiðir af sér félagslíf og vinskap sem ég hefði ekki trúað að væri til,“ segir Guðrún. - En hvað ræða konur á kvennarásinni? „Það em oftast mjög fjörugar og skemmtilegar samræður hjá okkur. Við ræðum auðvitað stöðu kvenna talsvert og þegar karlmenn slæðast inn á rásina baunum við stundum á þá. Það er samt alltaf í góðu því á irkinu tal- ar fólk á léttu nót- unum og það er mikill húmor ríkj- andi,“ segir Lilja. „Það er ekki komin mikil reynsla á Hall- gerði en fyrstu viðbrögð lofa | góðu. Við höf- um fengið allt fimmtíu manns inn í einu. Það er stórkostlegt og við hvetjum að sjálf- sögðu kon- ur á öllum aldri til að kíkja inn á rásina o k k a r, “ | segir Guð- rún Stein- þórsdótt- ir. """\\A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.