Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999 Útlönd Fjármálafursti reynir að endur- heimta völd Rússneski fjármálafurstinn Borís Berezovskíj notaði í gær tækifærið til að ráðast á rúss- nesku stjórnina á meöan Jeltsín forseti liggur á sjúkrahúsi og Primakov forsætisráöherra er í fríi við Svartahafið. Lagði Ber- ezovskíj til að kommúnistaflokk- urinn yröi bannaður. Rússar hafa beðið í margar vikur eftir tiðind- um af Berezovskíj. í upphafi árs- ins sættu fyrirtæki hans rann- sókn. Á meðan hafði hann hægt um sig. í síðustu viku samþykkti þingið, með kommúnista í farar- broddi, tillögu um að Berezovskíj yrði settur af sem aðalritari Sam- veldis sjálfstæðra ríkja. Berezov- skíj er orðinn hræddur og ræðst þvi meðal annars gegn kommún- istum. Kosningaúrslitin í Nígeríu kærð Olusegun Obasanjo hershöfð- ingi var í gær útnefndur sigurveg- ari í forsetakosningunum sem fram fóru í Nígeríu um helgina. Mótframbjóðandi Obasanjos, Olu Falae, kærði niðurstöðuna og sagði að um svik hefði verið að ræða. Samkvæmt opinberum kosningatölum hlaut Obasanjo 18,7 miiljónir atkvæða en Falae rúmlega 11 milljónir. Bandaríkin hafa hvatt til rannsóknar vegna ásakana um kosningasvik. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Bæjarhrauni 18, Hafnarfiröi, sem hér segir á eftirfarandi eign: Blikanes 22, 0101, eignarhl. gþ. Garða- bæ, þingl. eig. Helgi Rúnar Magnússon, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjó- manna, Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, Magnús Bjöm Brynjólfsson og Tollstjórinn í Reykjavík, föstudaginn 5. mars 1999 kl. 14. SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI Heimsókn Albright til Kína lokið: Hart deilt um mannréttindi Hart var deilt um mannrétt- indamál, viðskipti og Taívan í tveggja daga heimsókn Made- leine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til Kína. Heimsókninni lauk í morgun. Albright sagði eftir fund með Jiang Zemin Kínaforseta í morg- un að bandarísk stjórnvöld væru staðráðin í að koma á upp- byggilegum samskiptum við Kína. „Þótt við höfum ekki náð markmiði okkar eru samskipti okkar þó komin á það stig að þau þola hvöss skoðanaskipti,“ sagði Albright. Hún atyrti einnig stjómvöld í Peking fyrir síversnandi ástand mannréttindamála í Kína og sagði að bandarísk stjórnvöld myndu aldrei hika við að ræða þau hvenær sem færi gæfist. Upphaflegur tilgangur ferðar bandaríska utanríkisráðherrans var að undirbúa heimsókn Zhus Rongjis, forsætisráðherra Kína, til Washington í næsta mánuði. Mannréttindamálin skyggðu hins vegar á allt annað þessa tvo daga sem Albright staldraði við í Kína. Harðorð skýrsla banda- ríska utanríkisráðuneytisins um ástand mannréttindamála í Kína, sem birt var á föstudag, kom deilunum af stað. Kínverjar helltu síðan olíu á eldinn með því að hneppa and- ófsmanninn Wu Yilong í varð- hald og dæma lýðræðissinnann Peng Ming til vistar í þrælkun- arbúðum rétt áður en Albright kom til Peking. Albright lagði ríka áherslu á það í viðræðum sínum að Kín- veijar þyrftu að losa um hömlur Madeleine Albright skammaöi Kínverja í á tjáningarfrelsi og koma á fót heimsókn sinni til Peking. fjölflokka lýðræðiskerfi. Breski kappakstursmaöurinn Johnny Herbert brá sér í flugferö yfir Port Philip flóa við Melbourne í Ástralíu í morg- un og fékk heldur betur aö kynnast því hvernig þyngdarkrafturinn virkar í hraðskreiöri flugvél á hvolfi. Johnny fékk far meö flugfimleikadeiid ástralska flughersins sem ætlar aö skemmta áhorfendum viö upphaf kappaksturstíöarinn- ar næstkomandi sunnudag. Fiugvélarnar sem notaöar eru viö fimleikana eru svissneskrar geröar. (bílnum eru: Leðursæti fyrir 7 farþega, rafdrifnar rúður og sæti, rafdrifin toppl., rafdrifnir speglar, hiti í sætum, loftkæling, timastillt og fjarstýrð aukamiðstöð, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavarnarkerfi, driflæsingar aftan og framan, krómgrind að framan, kastarar, toppgrind, útvarp/segulband og geislaspilari, cmisecontrol, aukaflautur, álfelgur og góð dekk, dráttarkrókur, 24 ventla vél, silsalistar. Toyota LandCruiser VX special ’96 ek. 98 þús. km, mjög vel með farinn og fallegur bfll. Þetta er bíll fyrir vandláta sem vilja allt fyrir lítið Uppiýsingar í síma 899 5555. Til sölu Dregur úr spennunni í Líbanon: ísraelar hættir við hernaðaraðgerðir Bandarísk stjómvöld hafa hvatt forseta Lí- banons og Sýrlands, svo og leiðtoga Israels, um að leggja sitt af mörkum til að draga úr ofbeldi í suð- urhluta Líbanons. Heldur dró úr spenn- unni þar um slóðir síð- degis í gær þar sem svo virðist sem ísraelar hafi lagt áform um stórfelldar hemaðaraðgerðir gegn Hizbollah-skæmliðum á hilluna. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, lét að minnsta kosti að því liggja í gær. Aðgerðimar áttu að vera til að hefha fyrir dráp skæru- liða á fjórum ísraelum um helgina, þar á meðal háttsettum herforingja. ísraelar gerðu miklar loft- og stórskotaliðsárás- ir á stöðvar Hizbollah í suðurhluta Líbanons í fyrrinótt. íbúar á svæð- inu héldu börnum sínum heima i gær af ótta við að í uppsiglingu væri innrás ísraela á borð þá sem varð 1996. Hizbollah-skæruliðar vilja hrekja ísraela á brott frá sjálf- skipuðu öryggissvæði þeirra í suð- urhluta Líbanons. Netanyahu, forsætis- ráöherra ísraels. Stuttar fréttir dv Njósnuðu um írak Bandarískar leyniþjónustur njósnuðu í þrjú ár um írak án vit- undar vopnaeftirlitssveita Sam- einuðu þjóðanna, að því er kemur fram í Washington Post í dag. Milosevic neitar enn Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti ítrekaði i gær andstööu sína við dvöl alþjóðlegra friðar- gæsluliða í Kosovo. Krítarkortið útrunnið Þegar Bill Clinton Bandarikja- forseti ætlaði að greiða fyrir bók í verslun með krítarkortinu sínu var honum tjáð að það hefði runnið út deginum áður. Forsetinn svar- aði að hann hlyti að hafa gleymt nýja kortinu heima og gat greitt fyrir bókina með reiðufé. Forsetafjölskyldan bandaríska hafði verið í ffíi í Park City í Utah en fór heim fyrr en áætlað var. Talsmaður Hvíta hússins, Barry Toiv, sagði að ekki væri nein sérstök ástæða fyrir því að fjölskyldan hefði farið heim degi fyrr en ákveðið hefði verið. Börn haldin spilafíkn 16 þúsund norsk börn eru spilafíidar. Þau spila fyrir tugi milijarða íslenskra króna í spila- kössum og geta ekki hætt án að- stoðar. Mörg börn stela til að geta spilað í kössunum. Sprengjubanni fagnað Alþjóðlegum samningi um bann við jarðsprengjum var hrint í framkvæmd í gær. Var því fagn- að víða um heim með ómi kirkju- klukkna og kórsöng. Svindlaði sér í röðina Fjármálaráðherra Svíþjóðar, Erik Ásbrink, svindlaði sér í bið- röð eftir íbúðum. Ráðherrann seg- ir að sér hafi legið á íbúð vegna skilnaðar síns. Svíar vilja rannsókn Sænskir saksóknarar vilja kanna réttmæti fregnarinnar um að Kúrdaleið- toginn Ahdullah Öcal- an hafi sagt að fyrrverandi eig- inkona sín, Kes- ire, hefði staðið á bak við morð- ið á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrir 13 árum. Tyrk- neska dagblaðið Sabah fullyrti að Öcalan hefði greint frá þessu við yfirheyrslur. Ásakanir um pyntingar 577 manns sættu pyntingum í fangelsum í Istanbul í Tyrklandi í fyrra, samkvæmt rannsókn tyrk- neskra mannréttindasamtaka. Ferðamönnum rænt Uppreisnarmenn í Úganda hafa rænt allt að 14 erlendum ferða- mönnum og óþekktum ijölda Úg- andabúa. Hinir rændu voru í skoðunarferð í þjóögarði þar sem górillur hafast við. Harðar árásir á írak Bandarískur herflugvélar gerðu í gær harðar árásir á skot- mörk í írak. Kyndir undir ofbeldi Skæruliðaleiðtoginn Xanana Gusmao á Austur-Tímor sakaði í gær leyniþjón- ustu indónesíska hersins um að kynda undir of- beldi á eyjunni. Hvatti Gusmao til þess að leyni- þjónustan yrði kölluð á brott. Gusmao hvatti einnig þjóðir heims til að kanna vel ástandið á Austur-Tímor því þar væri þriðji aðilinn einnig að verki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.