Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1999, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 1999
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Fyrir hunda og manna fótum
Síðan nöldrið í austri andaðist úr uppdráttarsýki, hef-
ur eftirlifandi maki legið fyrir hunda og manna fótum.
Að horfnu Varsjárbandalagi hefur Atlantshafsbandalag-
ið legið ellimótt í ræsinu og látið sparka í sig, í stað þess
að leita athvarfs í vernduðu umhverfi fyrir aldraða.
Þrjúhundruð sinnum sagði Atlantshafsbandalagið við
Slobodan Milosevic, að yfirgangur hans í Bosníu yrði
ekki þolaður. Þrjátíu sinnum sagðist það mundu berja á
honum, ef hann stigi feti lengra. Milosevic tók aldrei
neitt mark á innantómum hótunum gamlingjans.
Hundrað sinnum hefur Atlantshafsbandalagið sagt við
Slobodan Milosevic, að yfirgangur hans í Kosovo verði
ekki þolaður. Tíu sinnum hefur það sagzt munu berja á
honum, ef hann stígi feti lengra. Milosevic er samt ekki
enn byrjaður að taka mark á neinu af þessu.
Milli Bosníu og Kosovo var mikið hópefli stundað í
höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Bruxelles. Líkt
og ungir menn sungu „Kristsmenn, krossmenn“ í gamla
daga, hafa herforingjar og utanríkisráðherrar sungið í
kór, að þeir skuli nú aldeilis læra af reynslunni.
Þegar aðgerðir Milosevic hófust í Kosovo, var ná-
kvæmlega vitað, að þær yrðu og hvemig þær yrðu. í fjöl-
miðlum um allan heim og meðal annars í DV var búið að
segja, að Kosovo yrði næst, það mundi gerast hratt og að
atburðarásin yrði hin sama og í Bosníu.
Samt var Atlantshafsbandalagið óviðbúið. Það hafði
ekkert lært af reynslunni. Það hótar á hótun ofan og allt
kemur fyrir ekki. Það hagar sér eins og pókerspilari, sem
segir djarft á tóma hunda, lætur skoða fyrir sér spilin í
hvert einasta sinn og tapar jafnan pottinum.
Það hefur komið í ljós, að engar áætlanir voru til um,
hvað gera skyldi í þessu eða hinu tilvikinu. í hvert
skipti, sem Milosevic herti á skrúfstykkinu, þustu her-
foringjar og utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins
eins og gaggandi hænur út um allar trissur.
Skrítnast var, þegar stuttbuxnadrengir á borð við ut-
anríkisráðherra Bretlands og Frakklands töldu sig geta
tekið frumkvæði og leyst málið með nýjum hótunum á
samningafundum í Rambouillet. Þeir hættu sér út í
djúpu laugina og reyndust ekki kunna að synda.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til að hnykkja
á hótunum, en allt kom fyrir ekki. Viðræðurnar fóru út
um þúfur og Milosevic hóf fyrir alvöru að safna liði í
Kosovo. Þannig er staðan þessa dagana og enginn veit
neitt í sinn haus í Atlantshafsbandalaginu.
Eftir nokkrar vikur ætlar gamlinginn að halda upp á
fimmtugsafmæli sitt og skoða medalíurnar úr kalda
stríðinu. Bandarikjamenn munu flagga nýlegri tillögu
sinni um, að bandalagið víkki verksvið sitt í hernaðarað-
gerðum frá vettvangi Evrópu út um allan heim.
Tillagan er undarleg, ef höfð er hliðsjón af líkamlegu
og andlegu ástandi Atlantshafsbandalagsins, sem hefur
ekki getað tekið á heilu sér, síðan Varsjárbandalagið
varð bráðkvatt. Evrópa getur ekki einu sinni tekið til í
eigin álfú, hvað þá úti í hinum stóra heimi.
Það er grundvallaratriði í samskiptum manna og
ríkja, að aldrei má hóta neinu, sem menn treysta sér
ekki til að standa við. Þetta grundvallaratriði rauf At-
lantshafsbandalagið nokkur hundruð sinnum í Bosníu
og er aftur að brjóta nokkur hundruð sinnum i Kosovo.
Fyrir aldurs sakir og kölkunar er Atlantshafsbanda-
lagið orðið ófært um að læra af reynslunni og ætti að út-
vega sér pláss á elliheimili fjarri heimsins amstri.
Jónas Kristjánsson
„Eins og við aðra mannvirkjagerð kemur til mat á umhverfisáhrifum við undirbúning og gerð varnarvirkja," seg-
ir m.a. í grein Hjörleifs. - Frá vígslu snjóflóðagarða á Flateyri.
Að verða læs á
náttúruöflin
- högg sem gleymdist
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
alþingismaður
Alþingi oftsinnis rekið á
eftir aðgerðum af hálfu
framkvæmdavaldsins.
Tregðulögmál
að verki
Það þurfti mannskæð
slys í Súðavík og á Flat-
eyri 1995 til að vekja
kerfið af værum blundi.
Tregðan við að horfast í
augu við hættuna af
snjóflóðum var ekki síst
í þeim byggðarlögum
sem áttu mest undir.
Þar blandaðist saman
takmörkuð þekking,
blundandi ótti og fjár-
hagslegt getuleysi til að
taka á vandanum. Hver
ráðherrann á fætur öðr-
„Það þurfti mannskæð slys í
Súðavík og á Flateyrí 1995 til að
vekja kerfíð af værum blundi.
Tregðan við að horfast I augu við
hættuna af snjóflóðum var ekki
síst i þeim byggðarlögum sem
áttu mest undir.“
Aldarfjórðungur
er liðinn frá því að
snjóflóðin mann-
skæðu féllu í Nes-
kaupstað rétt fyrir
jól 1974. Það var
skelfilegur atburð-
ur í litlum kaup-
stað sem sá á bak
12 íbúum í hamfor-
unum. Það féll í
minn hlut að kort-
leggja þau mörgu
snjóflóð sem þá
féllu innan og utan
byggðar og grafast
fyrir um snjóflóða-
sögu byggðarlags-
ins eftir munnleg-
um og skriflegum
heimildum. Sem
formaður í sér-
stakri snjóflóða-
nefnd á vegum
Neskaupstaðar
þurfti ég að setja
mig nokkuð inn í
fræðin og við köll-
uðum til erlenda
sérfræðinga frá
Noregi og Sviss.
Ári eftir harm-
leikinn skiluðum
við bæjarstjórn út-
færðum tillögum
um vöktun, stöðvun bygginga á
hættusvæðum og um varnarvirki.
Nefnd sem ég sat í um sama leyti
á vegum Rannsóknaráðs ríkisins
gerði tillögur um úttekt og viðbún-
að við snjóflóðahættunni á lands-
vísu. í rauninni lágu á árinu 1976
fyrir tillögur um aðgerðir sem
fyrst 20 árum síðar komu til fram-
kvæmda í teljandi mæli. Var þó á
um leiddi málið hjá sér og tíminn
leið uns váin minnti óþyrmilega á
sig á ný. Til að svefngangan yrði
stöðvuð og brugðist yrði við þeim
mikla vanda sem mörg byggðarlög
búa við þurfti opinskáa umræðu,
lagafyrirmæli, þekkingu óg fjár-
magn. Margt hefur reynst sárs-
aukafullt í þessu uppgjöri en við-
brögðin við snjóflóðahrinu síðustu
vikna bera vott um að íslendingar
séu að verða læsir á þennan þátt í
náttúrufari landsins.
Ábyrgð og úthald
Á síðasta áratug hefur vaxið
hér upp sveit sérfróðra manna um
snjóflóðamálefni. Sumir hafa ver-
ið ráðnir til Veðurstofu íslands og
gegna þar ásamt veðurfræðingum
lykilhlutverki í að spá fyrir um
snjóflóðahættu og ákveða við-
brögð 1 samráði við heimamenn.
Þar fyrir utan eru komnir til
starfa margir sérfróðir menn á
verkfræðistofum og víðar og
glíma meðal annars við að hanna
varnarvirki fyrir sveitarfélög. At-
hugunarmenn eru líka komnir til
starfa í byggðarlögunum. Smám
saman munu menn öðlast verð-
mæta reynslu á þessu sviði og
miklu skiptir að miölað sé reynslu
innanlands og dregin að frekari
þekking erlendis frá. Þá hefur
skipulagsþátturinn ekki síður
þýðingu því að algert óráð er að
heimila nýbyggingar inni á hættu-
svæðum. í því efni reynir á skipu-
lagsyfirvöld á hverjum stað og
vakandi auga Skipulagsstofnunar.
Eins og við aðra mannvirkja-
gerð kemur til mat á umhverfís-
áhrifum við undirbúning og gerð
varnarvirkja. í því sambandi get-
ur valið meðal annars staðið á
milli þess að kaupa upp hús og
fjarlægja þau eða verja viðkom-
andi svæði. Frammi fyrir þessum
spurningum og öðrum stórum
standa menn víða um land. Hér
skiptir miklu æðruleysi og úthald.
Við erum á réttri leið í glímunni
við snjóflóðin.
Hjörleifur Guttormsson
Skoðanir annarra
Enginn - hvergi
„Hvar eru gömlu kratarnir og kommúnistarnir
sem einu sinni ólu önn fyrir launastéttunum? Verka-
lýðsforingjamir hafa breyst í hagfræðinga og hags-
munagæsla þeirra hefur færst úr skotgröfum verka-
lýðsbaráttunnar yflr í stjórn lífeyrissjóða, sem
ráðskast með milljarða króna, sem launafólki hefur
verið gert að greiða inn í þá sjóði. Að öðru leyti eru
verkalýðsforingjar hættir að skipta sér af pólitík og
sjást ekki á framboðslistum ... Já, og hvar er svo
unga fólkið í stjórnmálunum. Jón Baldvin og Svavar
mega þó eiga það, að báðir voru eldhugar og mælsku-
snillingar sinnar kynslóðar. Nú er enginn slíkur í
sjónmáli. Enginn, hvergi."
Ellert B. Schram í Mbl. 28. febr.
Menningarhús hér og þar
„Menningarhúsin svokölluðu, sem ríkisstjórnin
hyggst reisa í nokkrum bæjarfélögum á landsbyggð-
inni, fá heldur dræmar undirtektir þar. Nú hafa
Siglufjarðarbær og ísafjaröarbær mótmælt því að
slíku húsi verði komið fyrir í þeim bæjum og telja að
fjármununum væri betur varið í annað. Það er held-
ur óvenjulegt að ríkisvaldið ætli að þröngva skattfé
upp á aðila sem kæra sig ekki um það ... Þetta ætti að
verða öðrum sveitarfélögum hvatning til að mótmæla
sóun ríkisins í sveitarfélögum þeirra, enda hagsmun-
ir bæjarbúa augljóslega ífekar þeir að lækka skatta
en sóa skattfé. Þannig mætti Reykjavíkurborg nú
mótmæla þeim áformum menntamálaráðuneytisins
að reisa menningarhús í Reykjavik.“
Úr Vef-Þjóðviljanum 26. febr.
Tvískinnungur í auglýsingabanni
„Algjört bann við áfengisauglýsingum er tíma-
skekkja en það þarf að flnna ásættanlegar leiðir í
þeim efnum. Það eru fljótandi áfengisauglýsingar út
um allt land í erlendum tímaritum og á erlendum
sjónvarpsstöðvum og því hlýtur meðalvegurinn þar á
milli að vera ákaflega vandrataður. Því er nauðsyn-
legt að flnna reglur sem þó gæfu nokkurt aðhald, en
í dag er innlendum framleiðendum mismunað. Það
er mikill tvískinnungur fólginn í því að leyfa fram-
leiðslu og sölu á vöru eins og t.d. bjór en banna svo
að hún sé auglýst."
Erna Hauksdóttir í Degi 27. febr.