Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Fréttir Hjörtur Snær, 9 ára, kemur heim í dag eftir risaaðgerðina í Svíþjóð í síðustu viku: Hjörtur talinn |eta gengið síðar á arinu - sænski læknirinn vongóður um að hann geti hlaupið og hjólað með aðstoð gervifótar Þau koma heim í dag, Guðlaug Magnúsdóttir og drengurinn hennar, Hjörtur Snær. Myndin er tekin á föstudag á sjúkrahúsinu í Lundi - aðeins þremur dögum eftir aðgerðina stóru. DV-myndir Björn Larsson „Við vorum að fá niðurstöður úr sýnatöku sem gefa til kynna að krabbameinið sé að öllum líkindum horfið. Ég er bjartsýnn á að drengur- inn geti gengið án þess að vera með hækjur eftir hálft ár - síðan geti hann jafnvel komið til með að hjóla og hlaupa í framtíðinni," sagði Pelle Gustavsson, læknir á ortopedisku- deildinni á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi - maðurinn sem átti þátt í að framkvæma einstaka 7 klukkustunda aðgerð á Hirti Snæ Friðrikssyni, 9 ára nemanda í Fellaskóla, á þriðjudag í síðustu viku. Þá var hné og vinstri lærleggur drengsins fjarlægður (þar sem krabbameinið var) en fótleggur- inn græddur á beinenda við nárann. Drengurinn er væntanlegur frá Sví- þjóð heim til íslands í dag með móður sinni, Guðlaugu Magnússdóttur, og Geirfríði systur hennar. Hann verður þá lagður inn á Landspítalann til eft- irmeðferðar vegna krabbameinsins en fær þó að líkindum eitthvað að fara heim. Síðan tekur við þjálfun með gervifæti. Móðirin segir að ótta- stríð gagnvart krabbameini, sem greindist í september, sé að líkindum á enda. „Ég hlakka mikið til að koma heim,“ sagði Hjörtur í samtali við DV í gær. Hvernig öfugi fóturinn nýtist Sumir urðu hlessa þegar þeir sáu DV á laugardag þar sem mynd var birt af fótum Hjartar Snæs eftir að- gerðina þar sem vinstri hæll er í raun orðinn hné. Tæmar á vinstri fæti, sem er eins og gefur að skilja orðinn mun styttri, snúa aftur. En hvemig skýrir læknirinn þetta: „Jú, við græddum fótlegginn við þannig að hællinn snýr fram og virk- ar nú sem hné. Þannig snúa tæmar aftur. En þannig verður hællinn nauðsynleg liðamót fyrir drenginn. Hann er nú í raun kominn með fót sem virkar mjög vel þótt hann sé styttri en áður. Fólk verður að átta sig á því að skilyrðin fyrir því að geta gengið eðlilega er að geta rétt úr hnénu - það getur drengurinn nú gert af því hann hefur liðamót um hnéð - liðamótin felast í hnénu og sjálfum fætinum. Síðan verður tánum stungið niður í hulsu þar sem gervifóturinn kemur. Þetta nýtist honum mjög mik- ið. Fóturinn mun virka vel. Á síðasta ári var jafhvel talað um að taka þyrfti fótinn af. En með j>ess- ari aðgerð, sem reyndar var alls ekki óþekkt, nýtist fótleggurinn drengnum. Hann geldur þess reyndar að þetta lít- ur annkannalega út fyrir þá sem ekki þekkja til - önnur böm og íjölskyldur sjúklinga era fljót að venjast þessu. En notagildið er ótvírætt. Böm sem hafa gengið í gegnum svipaðar að- gerðir hafa getað hlaupið og hjólað. Ég er mjög bjartsýnn á að íslenski drengurinn geti það líka í framtíð- inni. Kannski er það jákvæðasta með hann að nú þarf hann að líkindum ekki að gangast undir skurðaðgerðir á ný,“ sagði Pelle Gustavsson. -Ótt Kosningayfirlýsing Samfylkingarinnar: Aðild að ESB ekki á dagskrá - ekki orð á varnarmál. Viðbótarkvóti verði leigður Margrét Frímannsdóttir, alþingis- maður og talsmaður Samfylkingar- innar, kynnti i gær kosningastefnuyf- irlýsingu Samfylkingarinnar. í inn- gangi hennar segir að Samfylkingin vilji þjóðfélag sem byggi á virkri þátt- töku karla og kvenna í fjölskyldulífi, atvinnulífi og við mótun samfélags- ins. Allir skuli eiga jafiian rétt og jafn- an aðgang að velferðarþjónustu og samfélagslegu öryggi hvar sem þeir búa og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyri. Efnahagslegt réttlæti komi í stað auðhyggju, jöfnuður í stað mis- réttis, virk samkeppni í stað fákeppni og einokunar. Margrét Frímannsdóttir sagði að kosningamál Samfylkingarinnar myndu hafa í för með sér um 20 millj- örðum minni útgjaldaaukningu ríkis- ins en verið hefur í tíð núverandi rík- isstjómar auk þess sem vart væri að tala um útgjaldaaukningu þar sem ætlunin væri að afla tekna á móti með hagræðingu í ríkisfjármálum en stefnt væri að hallalausum fjárlögum. Stefnt væri að fjölþrepa skattkerfi í átt til jöfiumar þannig að millitekju- fólk, einkum ungt fjölskyldufólk, njóti meira skattaréttlætis en í dag, að auð- lindagjaldi, hækkun tryggingagjalds um 1% og umhverfis- og mengunar- gjöldum og breyttum fjármagnstekju- skatti sem legðist á eignafólk fremur en eðlilegan spamað almennings. DV spurði Margréti um sjávarút- vegsstefhu Samfylkingarinnar. Hún sagði að stefht væri að því að leggja niður núverandi kvótakerfi og nýtt kerfi taki gildi árið 2002 sem þjóðar- sátt verði um. Markmið þess hlyti að verða það að vemda nytjastofha og nýta þá á hagkvæman hátt og þannig að traust atvinna og öflug byggð hald- ist í landinu. „Fram að þeim tíma að nýtt kerfi verður til viljum við grípa til ráðstafana sem m.a. yrðu í sam- ræmi við kvótadóm Hæstaréttar. Við viljum setja viðbótaraflaheimildir á leigumarkað og síðan komi 5-10% aflaheimilda á uppboðsleigumarkað á hverju ári og að þær verði óframselj- anlegar. Gæta verði byggðarsjónar- miða og þess að einstakar útgerðir geti ekki tekið til sín of mikið af því sem á uppboðsmarkaði er,“ sagði Margrét. Stöðva fólksflóttann í kosningayfirlýsingu Samfylking- arinnar segir að þróun búsetu á Is- landi sé ekki landsbyggðarvandi held- ur þjóðarvandi. Treysta verði byggð í landinu með átaki í samgöngumálum sem miði að öflugum byggðakjömum og stærri atvinnusvæðum, jafha bú- setuskilyrði, auka opinbera þjónustu og efla menntunar- og menningar- starfsemi á landsbyggðinni. DV spurði Margréti hver þessi meinti vandi væri og hvaða nauðir ræki til þess að halda öllu landinu í byggð. Margrét svaraði því til að eðlilegt væri að fólk hefði val um það hvar það vildi búa en það væri jafhframt að þjóðflutningar undanfarinna ára væra þjóðhagslega óhagkvæmir. „Þessir fólksflutningar þýða einfald- lega að menn era að byggja upp sam- bærilegar þjónustustofhanir á ný fyr- ir sama fólkið. Þær breytingar sem gerðar hafa verið í bæði landbúnaðar- kerfinu og sjávarútveginum eiga auð- vitað þátt í byggðaröskuninni." Ekki orð um NATO Margrét sagði að búvörusamning- urinn gæfi landbúnaðinum nokkurra ára svigrúm til að takast á við breytt- ar aðstæður. Dæmið hefði ekki verið skoðað til enda við gerð búvörusamn- ingsins og við gerð GATT-samning- anna. Aðspurð um afstöðu Samfylkingar- innar til aðildar að Atlantshafsbanda- laginu, sem í engu er getið í kosninga- yfirlýsingunni, sagði Margrét að stefnan væri sú að hrófla ekki við að- ild á næsta kjörtímabilinu. Hún sagði að Samfylkingin vildi taka fullan þátt í þefrri úttekt sem fyrir dyrum stæði á vamarsamstarfinu við Bandaríkin. Þegar hún liggur fyrir muni Samfylk- ingin móta stefnu í málinu. Aðild að Evrópusambandinu sagði hún ekki vera á dagskrá sökum auðlindastefhu þess sem hentaði íslendingum ekki. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingar, kynnir kosningayfirlýsing- una í Iðnó. DV-mynd Teitur Stuttar fréttir i>v Framlagi fagnað Svanfríður Jón- asdóttir, þingmað- ur Norðurlands- kjördæmis eystra, fagnar viðbótar- framlagi ríkis- stjómarinnar til vegamála i kjör- dæminu. Alls fara þangað 400 millj- ónir og Svanfríður segir ekki van- þörf á. Dagur sagði frá. Trillukarlar ósáttir Á fundi sem haldinn var meðal trillukarla á Akureyri var þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðuneytis- ins, að banna veiðar í Eyjafirði fyrstu þrjár vikumar í apríl, að und- anskildum hrognkelsaveiðum, til að vemda hrygningarþorsk mótmælt. Skorað er á ráðherra að breyta reglugerðinni. Dagur sagði frá. Ný safnaðarfstjórn Ný stjóm var kjörin í íslenska söfiiuðinum í Osló sL þriðjudag. Nýr formaður er Ólafur HaÚgrímsson, sem kemur í stað Þórhalls Guð- mundssonar. Deilur og sundurlyndi um prest safnaðarins hafa einkennt safiiaðarstarfið um árabil. Ný stjórn FBA Guðmundur Hauksson, Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings, Öm Gústafsson, Magnús Gunnarsson og Þorsteinn Ólafsson skipa stjóm Fjár- festingarbanka atvinnulifsins sem kosin var á aðalfundi bankans í gær. Viöskiptablaðiö sagði frá. Tap hjá íslandsflugi Rekstrartap íslandsflugs hf. nam um 50 milljónum króna í fyrra, eða álíka upphæð og árið áður, sam- kvæmt heimildum Viðskiptablaðs- ins. Tap keppinautarins, Flugfélags íslands, nam hins vegar 290 milljón- um króna í fyrra, eins og fram hefur komið á viðskiptavef Vísis.is. Skrípaleikur Guðmundur Árni Stefánsson segir við- bótarfjárveitingu til vegamála kosninga- útspil ríkisstjómar- innar. - Jón Krist- jánsson, formaður fjárveitinganefndar og þingmaður Austurlands, segir til- lögur um framkvæmdir á Austurlandi tilbúnar í dag. Hafnar sáttatillögu Landssími Islands hf. hefur hafn- að sáttatillögu sem Póst- og fjar- skiptastofiiun lagði fram í deilumáli Landssímans og Tals hf„ vegna beiðni Tals um samtengingu milli fiarskiptanets Landssímans og út- landasímstöðvar Tals og innheimtu á reikningum vegna þjónustunnar. Grunnlífeyrir upp um 7% Ríkisstjómin tilkynnti í gær hækk- un grunnlífeyris almannatrygginga um 7% frá næstu mánaðamótum, sem samsvarar um 1.100 krónum á mán- uði fyrir einstaklinga en tæpum 1.000 krónum fyrir hvort hjóna, eða kring- um 620-680 kr. eftir skatt. Landlæknir kærður Samtökin Mannvemd hafa sent heilbrigðisráðherra stjómsýslu- kæra vegna eyðublaðs sem land- læknisembættið hefur útbúið fyrir þá sem vilja ekki láta skrá heilsu- farsupplýsingar sínar í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Dag- ur sagði frá. Forsetaheimsókn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, fer í opinbera heimsókn til Eyjafjarðar dagana 18. til 20. maí nk. Heimsóknin nær til byggða Eyja- fjarðar og hefur sýslumaðurinn á Akureyri óskað eftir því við sveita- stjórnir á svæðinu að þær tilnefni fulltrúa sinn við undirbúning heim- sóknarinnar. III nauðsyn Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Stöð 2 að ríkis- stjómin væri sam- þykk loftárásunum á Serba. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði árásimar illa nauðsyn. -gk/-SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.