Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 23
27 H FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 i>v Fréttir Noröurland vestra: Jón leiðir vinstri-græna DV, Akureyri: Jón Bjamason, skólastjóri á Hól- um í Hjaltadal, skipar efsta sætið á framboðslista Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs í Norður- landskjördæmi vestra. Þetta eru all- nokkur tíðindi, enda tók Jón þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á dög- unum en hafði þar ekki erindi sem erfiði. Aðrir sem sæti eiga á framboðs- lista VG á Norðurlandi vestra eru: 2. Hjördís Hjartardóttir félagsmála- stjóri, Hvammstanga, 3. Magnús Jósefsson bóndi, A-Hún., 4. Svan- hildur Kristinsdóttir leikskólastjóri, 5. Freyr Rögnvaldsson nemi, Skaga- firði, 6. Hannes Bcddvinsson skrif- stofumaður, Siglufirði, 7. Bjamfríð- ur Hjartardóttir verkakona, Sauðár- króki, 8. Sigurbjörg Geirsdóttir, bóndi og hjúkrunarfræðingur, 9. Jón Bjarnason tapaði prófkjöri hjá Samfylkingunni en leiðir græna vinstra framboðið. Lúther Olgeirsson bóndi, A-Hún., 10. Kolbeinn Friðbjarnarson skrif- stofumaður, Siglufirði. -gk Þær héldu tombóluna. Þær heita frá vinstri Diljá Ösp Njarðardóttir, Sigríður Guðnadóttir, Sara Lind Kristinsdóttir, Eygló Guðmundsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir. DV-mynd NH Styrktu Rauöa krossinn DVVÍk. staðnum og gekk hún ágætlega. Þær —1—'---------------------- söfnuðu samtals 3050 krónum sem Þessar ungu stúlkur í Vík í Mýr- þær ákváðu að færa Rauða krossin- dalnum efndu til tombólu nýlega á um að gjöf og var það vel þegið.-NH Borgarnesmær best - í flutningi franskra ljóöa DV, Akranesi: Kristín Lilja Eyglóardóttir frá Borg- amesi, nemandi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, varð sigur- vegari í samkeppni nemenda í fram- haldsskólum í flutningi franskra Ijóða. Keppnin fór fram 20. mars. Þátt- takendur vom 23 frá 13 skólum og tveir bestu þátttakendumir hlutu að launum 12 daga ferð til Frakklands í sumar. Keppendur fluttu eitt ljóð hver, mælt af munni fram, án skrifaðs texta. Kristín Lilja sló í gegn með flutningi sínum á ljóðinu Paradisi- aque sem hún rappaði af mikilli list og jpótti frammistaða hennar afar góð. Félag frönskukennara hér á íslandi skipulagði keppnina en franska sendi- ráðið í Reykjavík veitti verðlaunin, sem þóttu rausnarleg. Dómnefhdina skipuðu þau Thor Vilhjálmsson rit- höfúndur, Colette Fayard, forstöðu- maður AF, og Þór Tuilnius leikari. -DVÓ BESTU MEÐMÆLI ERUSER LEGA ÁNÆGOIR VIÐSKIPTAVINIR t í ÞEIRRA HÓP 12 105 reykjavík sími 552*6200 / 552*5757 FAX: 552-6208 ---- 158.000 KR. d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.