Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 9 Utlönd Augusto Pinochet nýtur ekki friðhelgi Dómarar í bresku lávarðadeild- inni úrskurðuðu í gær að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra Chile, nyti ekki friðhelgi vegna glæpa sem hann framdi í stjómartíð sinni eftir árið 1988. Það ár fullgiltu Bretar fyrst alþjóðlegan sáttmála um pyntingar. Dómaramir ógiltu hins vegar 29 af þeim 32 ákæruatriðum sem Spán- verjar byggja framsalsbeiðni sína á. Þess vegna verður Jack Straw, inn- anríkisráðherra Bretlands, að taka á ný afstöðu til framsalsbeiðninnar. Ekki er búist við að tekin verði skjót ákvörðun. Málið gæti tekið marga mánuði og jafnvel ár. Bæði stuðningsmenn og andstæð- ingar Pinochets i Chile fógnuðu úr- skurðinum. Stuðningsmennimir gleðjast yfir því að flest ákæraatrið- in skuli hafa verið felld. Andstæð- ingamir vonast til þess að réttað verði yfir Pinochet. Þrátt fyrir að yf- Andstæðingur Pinochets í Stokkhólmi fagnar ákvörðun bresku lávarða- deildarinnar. Símamynd Reuter. irvöld í Chile hefðu bannað allar mótmælagöngur þustu hundruð manna út á götur Santiago í gær þegar úrskurðurinn hafði verið til- kynntur. Forseti Chile, Eduardo Frei, lýsti yfir ánægju sinni með úrskurðinn og sagði að tekið hefði verið tillit til röksemda verjenda Pinochets. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu að ákæruatrið- in þrjú sem eftir stæðu nægðu til þess að sakfella einræðisherrann fyrrverandi. „Hafa verður í huga að flestir eru framseldir vegna eins eða tveggja ákæruatriða, ekki tuga,“ sagði Reed Brody í stöðvum mannréttindasam- takanna í New York í gær. Baltasar Garzon, spænski dómarinn sem krafðist framsals Pinochets, hét því í gær að halda áfram baráttu sinni fyrir því að Pinochet verði fram- seldur. Loftárásirnar skyggja á gleði Romanos Prodis Loftárásir Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) skyggöu nokkuð á gleði Romanos Prodis þegar hann sneri heim til Ítalíu í gær eftir að hafa verið tilnefndur sem næsti forseti framkvæmdastjómar Evr- ópusambandsins (ESB). Leiðtogar ESB tilnefndu Prodi til starfans á fúndi sinum í Berlín í gær. Búist er við að Evrópuþing- ið samþykki tilnefninguna í næstu viku. Prodi fær það verkefni aö taka til í framkvæmdastjórninni og endurvekja traust á henni eftir að núverandi stjórn sagði öll af sér vegna spillingarmála á dögunum. Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, heimsótti Kanada í gær þar sem hann kynnti þarlendum stjórnvöldum hug myndir Palestínumanna um sjálfstætt ríki. Við komuna til Ottawa hitti Arafat þessar tvær systur. Limu og Mais. voS sem [»ðabglgb^ SEGLAGERÐIN ÆGÍR Eyjarslóð 7 • Reykjavík Sími 5 1 I 2200 Stjórnarmyndun í Finnlandi: Upponen fær að spreyta sig Martti Ahtisaari Finnlandsforseti ætlar að biðja Paavo Lipponen, frá- farandi forsætisráðherra, að reyna að mynda næstu ríkisstjóm, að því er finnska fréttastofan SST greindi frá í gær. Jafnaðarmannaflokkur Lipponens fékk flest atkvæði í kosn- ingunum siðastliðinn sunnudag. SST hafði það eftir Ahtisaari á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Berlin að Lipponen fengi umboðið næstkomandi miðvikudag. Jafnaðarmenn misstu tólf þing- menn í kosningunum á sunnudag en era engu að síður stærsti flokk- urinn á finnska þinginu. Jafnaðar- menn hafa 51 þingmann af tvö hundruð. Stjórnmálaskýrendur höfðu spáð því að jafnaðarmenn myndu leiða stjómarmyndunarvið- ræðumar. Þreifingar milli stjómmálaflokk- anna era þegar hafnar en formlegar viðræður hefjast í næstu viku. Paavo Lipponen fær umboð til að mynda næstu ríkisstjórn Finnlands. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1980-l.fl. 15.04.99- 15.04.00 kr. 461.477,40 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. mars 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS ■■■■H i ■[ ■■■■ m ■ mi ■ ■ ■ n ■ ■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.