Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 5 Fréttir Ólga vegna skiptingar á viðbótarfé til vegamála: Þingmenn Reykja- víkur gleymnir - segir ráðherra og segir að samstaðan sé þverpólitísk DV, Akureyri: Halldór Blöndal: „Þverpólitísk samstaða um mál- ið.“ „Þingmenn Reykjavikur hafa ekki gert neinar athugasemdir við að ég lýsti því yfir á dögunum að ég vildi hraða því að fara yfir Klepps- víkina svo fljótt sem auðið væri, og eigi síðar en árið 2002 eða 2003, en sú framkvæmd kostar fjóra milljarða króna og ekki eru nema tveir milljarðar til þess verks á tólf ára vegaáætl- un,“ segir Hali- dór Blöndal samgönguráð- herra m.a. um gagnrýni einstaka þingmanna höf- uðborgarinnar á skiptingu 2 millj- óna króna viðbótarfé til vegamála sem ríkisstjómin hefur ákveðið að skipt verði upp milli 6 kjördæma. Reykjavík og Reykjanes fá ekkert af þessu fé og var samgönguráð- herra harðlega gagnrýndur vegna þess á almennum fundi íbúa í Graf- arvogi með þingmönnum Reykja- víkur. Halldór vill hins vegar meina að þeir séu fljótir að gleyma, þing- menn Reykjavíkur. „Ég vil minna þá á að Sundabrautin í heild sinni kostar 10 milljarða króna, upp í Geldinganes og síðan upp í Álfsnes í Kollafirði. Þessir tveir milljarðar, sem nú fara í framkvæmdir á landsbyggð- inni, em þannig til komnir að í tengslum viö kjördæmabreytinguna var skipuð sérstök nefnd með full- trúum allra þingflokka sem gerði tillögur um byggða- og félagsmál. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að tveimur milljörðum króna verði varið til vegaframkvæmda á svæð- um þar sem íbúaþróun er alvarleg og vegagerð er líkleg til að hafa áhrif á byggðaþróun. Þetta hafa all- ir þingflokkar samþykkt. Sjálfstæð- isflokkurinn átti tvo menn í þessari nefnd, Einar K. Guðfinnsson og Tomas Inga Olrich, Samfylkingin átti þar þrjá menn, Svavar Gests- son, Kristján L. Möller og Jónu Val- gerði Kristjánsdóttur. Auk þess voru í nefndinni Magnús Stefánsson fyrir framsókn og Steingrímiu- J. Sigfússon fyrir þingflokk óháðra. Stjómarandstaðan var í meirihluta í þessari nefnd. Um þessar fram- kvæmdir er þverpólitísk samstaða. Ásta Ragnheiður Pétursdóttir samfylkingarkona lætur í veðri vaka að hún vilji verða samgöngu- ráðherra en mér finnst það satt best að segja ekki mikil meðmæli með henni í það embætti að hún skuli ekki hafa minni 3-4 vikur aftur í tímann yfir mál sem varðar millj- arða til framkvæmda í vegamálum í höfuðborginni," segir Halldór. Skipting 2 milljarða viðbótarfjár- magnsins til vegamála er mjög mis- mikil eftir kjördæmum en gert er ráð fyrir að skipa fénu í samræmi við stórverkefnin í vegagerö, og kemur mest í hlut Austurlands, Vestfjarða og Norðurlands eystra. Framkvæmt verður fyrir hálfan milljarð fjögur næstu árin og verk- efni valin í samvinnu við þingmenn viðkomandi kjördæma. Halldór Blöndal vildi lítið tjá sig um hvaða verkefni gætu tekið mest af þessu fjármagni, utan þess að hann sagöi að í sínu kjördæmi á Norðurlandi eystra hefðu menn horft mjög til þess að flýta fyrir framkvæmdum á Tjömesi og í N-Þingeyjarsýslu. -gk NSX-S505 stgr. •“-39,900 NSX-S909 1«49,900 áöur kr, 59.900,- UMDOÐ5AAENN AIWA UM LAND AllT: Reykjovik: Heimskringlon - Hofnarijörður: Rofbúö Skúlo - Grindovík: kofeindoþjónusro Guömundor - Keflovík: Sónor - Akrones: Hljómsýn - Dorgomes: Koupfélag Dorgfiröingo -Hellissondur: Dlómsnjrvellir - Stykkishólmur: Skipovik-Ðlönduós: Koupfélog HúnvemingaHvomstongi: Pofeindoþjónusro Odds Sigurðssonor-Souöárkrókur: Skogfiröingobúö Ðúðordolur: Vetslun Einors Srefónssonor -Isoflörður: Frummynd -Siglufjöröur: Rofbeer-Akureyri: Ðókval / Ljósgjafinn -Húsovík: ÓmurVopnofjörður: Verslunin Kouptún -Egilsstoðir: Rafeind Neskaupsstoður: Tónspil Esklfjörður: Rofvirkinn - Seyðisfjörður: Turnbræður - Hella: Gilsó - Selfoss: Rodlórós - Þorlákshöfn: Rós - Vesrmannoeyjor: Eyjorodíó Armúla 38-Sími 5531133 )Við etum Selmúlamegin] nsx-sgog super woofer 3-Disko geislaspilQri «143+143 +37 +37 W PM5 magnQri með surround kerfi • Innibyggður Subwoofer I hárölörum • 5UPER T-BA55I • BBE hljómkerfi • Beor Masrer • RDS Radio Dara Sysrem Jog fyrir rönsrillingor • KARAOKE hljóðkerfi • Fyrirfram forriraður rónjafnari með ROCK - POP - CLA55IC - JAZZ - LATIN • 32 sröóva minni á útvarpi, klukka, rimer og svefnrofi • Tvöfalr segulband Fullkomin fjarsfýring fyrir allar aðgerðir • D.S.P „Digiral signal processor" fullkomið surround hljómkerfi sem llkir efrir DISCO - HALL - LIVE - MOVIE USX-S505 front smrround 3-Diska geislaspilari • 75 + 75 W RMS magnari meó surround kerfi • SUPER T-ÐASSI • BBE hljómkerfi KAPAOKE hljóðkerfi • Tónjafnari með ROCK - POP - CLASSIC - JAZZ - LATIN • Jog fyrir rónsrillingar PDS Radio Dara Sysrem • Tvöfalr segulband • 32 sröðva minni á úrvarpi, klukka, rimer og svefnrofi Fullkomin fjarstýring • D.S.P „Digiral signal processor” fullkomið surround hljómkerfi sem llkir efrir DISCO - HALL - LIVE - MOVIE • Tengi fyrir aukabassahóralara ( SUPER WOOFEP,) • Segulvarðir hóralarar með FRONT SURROUND Glœsilegr armbandsúr oð ' verðmœri 4.000 kr. fylgir með þessum hljómrœkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.