Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 enning Forneskjuleg miðaldastemning Karlakórinn Fóstbræður á æfingu. Karlakórinn Fóst- bræður hélt tónleika í Salnum í Kópavogi síðastliðið þriðju- dagskvöld. Eins og gjaman er á kórtón- leikum var efnisskrá- in afar fjölbreytt, svo jaðraði við sundur- leysi. Þarna voru fræg kóratriði úr enn frægari óperum, ís- lensk þjóðlög í alls konar útsetningum, einsöngslög eftir Vaughan Williams og sægur af aukalögum, hvert öðru ólíkara. Kórstjóri var Árni Harðarson, píanóleik- ari Steinunn Bima Ragnarsdóttir og ein- söngvari Bjami Thor Kristinsson bassi. Tón- leikamir hófust á laginu ísland eftir Sigfús Einarsson, við ljóðið eftir Hannes Hafstein sem hefst á þessum orðum: “Þú álfu vorrar yngsta land, vort eigiö land, vort fóstur- land!“. Ljóðið er hátíðlegt og lagið verður að vera það líka, en því miður var það heldur hratt í flutningi Fóstbræðra. Það virkaði hvasst og hranalegt, og virðingin og ástin til föðurlandsins sem ljóðið fjallar um varð að óttalegum þjóð- ernisrembingi og stælum. Á hinn bóginn var Ár vas alda í útsetn- ingu Þórarins Jóns- sonar bæði hugljúft og íhugult, sömuleiðis Vikivaki Ragnars H. Ragnar sem var beinlínis skemmtilegur. Fóstbræður fluttu þrjú þjóðlög í útsetning- um Áma Harðarsonar, Þaó var barn í daln- um, Húmar aö mitt hinsta kvöldog Tíminn líóur. Sérstaklega var hið fyrsta skemmti- legt, en þar görguðu kórmeðlimir hver á annan, og skapaðist þá fomeskjuleg mið- aldastemning sem var þjóðlegri en allt ann- að. Meiri breidd Eins og áður sagði var Bjami Thor Krist- insson bassi einsöngvari á tónleikunum, og byrjaði hann á þremur lögum úr lagaflokkn- um Songs of Travel eftir Vaughan Williams, við undirleik Steinunn- ar Bimu Ragnarsdóttur. Bjami Thor hefur prýðilega rödd, hljóm- mikla og þétta, og gerði margt fal- lega. Hann mætti þq temja sér meiri breidd í styrkleika innan hverrar línu og hendingar, stund- um var túlkun hans dálítið flöt, sérstaklega í atriðinu úr Töfraflautu Moz- arts, O Isis und Osiris, sem virkaði ekki meira spennandi en handahófskennd runa af nótum. Á hinn bóginn var margt annað glæsilega flutt, t.d. var túlkunin á Als Blúblein klein úr Kátu konunum frá Windsor eftir Otto Nicolai bæði litrik og kraftmikil. Steinunn Bima lék tandurhreint og örugg- lega á háifopinn flygilinn, og stóð hún sig all- an tímann af mikilli prýði. Víða hefði þó mátt heyrast betur í henni, t.d. á stöku stað í lögunum eftir Vaughan Williams, og sömu- leiðis í Beglúckt darf nun úr Tannháusereft- ir Wagner, en þar er píanóið í hlutverki heillar hljómsveitar og duga þá engin vett- lingatök. Kenna má um reynsluleysi að ekki heyrðist betur í píanóinu, hljómburðurinn i Salnum er enn ekki fúllreyndur og verður auðvitað ekki kortlagður nema með tilraun- um. í heild vora þetta áhugaverðir tónleikar. Fjallganga og Vögguvísa Ragnars Björnsson- ar vora forvitnilegar, sérstaklega var hin fyrri, við ljóðið eftir Tómas Guðmundsson, skondin og vakti kátinu meðal áheyrenda. Ragnar, sem lést á síðasta ári, var stjórnandi Fóstbræðra í samtals 27 ár og átti stóran þátt í að aga og móta kórinn, án hans væra Fóst- bræður ekki það sem þeir eru í dag. Vortónleikar Fóstbræðra, Salnum, Kópavogi, 23. mars. Tónlist Jónas Sen ísbjarnarblús í Rúðuborg einnig sterk. Það var eistneska myndin Ge- orgica eftir Sulev Keedus. Hún segir frá mál- lausum dreng sem sendur er til heilsubótar- dvalar hjá gömlum manni á eyju. Allt fólk um er hann að þýða Búnaðarbálk Virgils á svahili til að kenna svertingjum að yrkja jörðina. Myndin er mjög á mörkum draums og veruleika, en í lokin gerast þeir válegu at- Að þvi er ólygnir heimildarmenn tjáðu undirrituðum, munaði aðeins hársbreidd að kvikmyndin Dansinn eftir Ágúst Guðmunds- son hlyti aðcdverðlaun kvikmyndahátíðar- innar í Rúðuborg, því dómnefndin klofnaði í afstöðu sinni þegar á hólminn kom. Það var hins vegar hollenska myndin Þegar Ijósiö birtist aftur eftir Stijn Coninx sem varð hlut- skörpust, en norska myndin Bare skyer be- veger stjernene eftir Toran Lian hlaut verð- laun áhorfenda. Grænlenska myndin Hjarta Ijóssins, sem af einhverjum ástæðum hafði ekki verið valin í samkeppnina, vakti hins vegar einna mesta athygli hátíðargesta. Erfltt var að sjá að hollenska myndin væri slík þungavigtarmynd að hún ætti verðlaun skilið. Hún segir frá ungri hoOenskri stúd- ínu sem ákveður mjög skyndOega og upp úr þurra að dveljast heOan vetur ein með norskum veiðimanni í óbyggðum á Sval- barða. Það sem myndin hefur einkum upp á að bjóða er hið stórbrotna landslag á þessum slóðum, þar sem ísbirnir vaka yfir hverju fótmáli manna yfir margra mánaða nótt, en annað var geispavekja. Engin skynsamleg skýring var á þvi hvers vegna stúdínan fékk þá flugu í höfuðið að setjast að i kofa hjá veiðimanni sem hún hafði aldrei séð, því hún virtist ekki ruglaðri en gerist og gengur meðal staOsystra hennar. Þegar hún var komin á staðinn var svo eina spennan fólgin í þvi hvort veiðimaðurinn myndi komast yfir stúlkuna eður ei, og varð langur dráttur á leikslokum. Veiðimanninum voru lagðar i munn nokkrar skemmtOegar athugasemdir um skOning stúlkukindarinnar á náttúr- unni, en að öðra leyti vantaði mikið á að sál- fræði mannfólksins væri jafn sannfærandi og ísbjamanna. Gamall maður í stórskotahríð Manni fannst öneitanlega að Dansinn bæri langt af þessari hoOensku heimskautaraOu, en önnur mynd í samkeppninni sem fékk verðlaun fyrir besta karOeikarann var Úr mynd Ágústs Guðmundssonar, Dansinum. annað hefur verið flutt þaðan, því eyjan er að hluta tO skotmark fyrir æfingar sprengju- flugmanna sovéska hersins, og stafar af því Kvikmyndir Einar Már Jónsson heljarinnar gauragangur á síðkvöldum. Gamli maðurinn, sem hefur einhver sam- skipti við herinn, var á unga aldri trúboði í Afríku. Hann lætur sig gjaman dreyma um þá tíð og birtast þær sýnir í líki brota úr gömlum kvikmyndum. Að öðru leyti elur hann býflugur í félagsskap við hest sinn, sem nefnist Trúboði, en í tómstundum sín- burðir sem koma drengnum tO að tala á ný. Fyrir utan samkeppnina var mikið að sjá í Rúðuborg eins og venjulega, m.a. mikO dag- skrá helguð leikkonunni Gretu Garbo. En einnig verður að nefna yfirlit yfir myndir sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum eftir leikritum Ibsens. Þar virðast útlendingar stundum hafa skotið Norðmönnum sjálfum ref fyrir rass. í þessari dagskrá mátti þannig líta frábæra þýska mynd sem gerð var eftir Villiöndinni, með Brano Ganz í hlutverki Gregers, og síðast en ekki síst tvær myndir gerðar austur í Asíu. Önnur þeirra var Þjóó- níöingurinn eftir Indverjann Satjasit Ray, en hin nefndist Sara, eftir íranann Darius Mehrjui, og var gerð eftir Brúöuheimilinu. Það var með ólíkindum hvað verk Ibsens var sannfærandi þegar atburðimir voru komnir tO Teheran okkar daga. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson Bókaunnandi gefur út sonnettur Ungur biblíófil, Valdi- mar Tómasson, hefur getið sér gott orð fyrir um- hyggju sína fyrir bókum og skáld- um. Meðal ann- ars hefúr hann gefið út ýmisleg- an skáldskap sem i hugnast honum. Fyrir tveimrn- árum gaf Valdi- mar tO dæmis út ljóð júgóslav- neska skáldsins GuOlevic, í þýð- 5 ingu Þórs Stefánssonar. Nú hefur hann gefið út | smekklega útlítandi sonnettusafn eftir Þór qálfi an sem nefnist Ljóó út í veöur og vind. í henni eru 60 sonnettur frá árunum 1995-1996, ásamt pennateikningum eftir Sigurð Áma myndlistar- mann. Sonnettan virðist hafa gengið í endumýjun lífdaganna meðal ungra skálda, sjá Kristján Hrafnsson, Kristján Hreinsson (sem eitt sinn hét : Hreinsmögur) og HaOgrím Helgason. Deila má um það hvort gæði „nýju“ íslensku sonnettunn- ar séu í samræmi við magnið. Þór verður seint j talinn tO stórmeistara í sonnettugerð, en þar sem páskamir eru nú á næsta leiti er við hæfi að birta brot úr páskasonnettu eftir hann: Á fóstudaginn langa kemur Ijósiö; / lýsir fyrst upp I trésins hœstu grein / og runnaþykknió þarna. Ef I þió kjósiö, / þámá vonin núna ríkja ein. Elvis fyrr og nú Því miður hefur Elvis Presley ekki sést ýkja mikið upp á síðkastið. Hins vegar er út komið síðara bindi ævisögu hans eftir Peter Guralnik, en fyrra bindið, Last Train to Memphis, er frá- bærlega vel samin og sannfærandi lýsing á æsku og þroskaárum þessa hæfileikaríka en lánlausa söngvara. Það sem situr eftir í huga lesandans eru lýsingar á listræn- um bráðþroska Elvisar, bamslegri lífsgleði hans og Suðurríkja- kurteisinni sem ein- kenndi aOa framkomu hans. Sem sagt, allra vænsti pOtur. Að því er kemur fram í umsögnum um síðara bindið, sýnir Guralnik fram á með óyggj- andi hætti að „Colonel" Tom Parker, umboðs- maður Elvisar, hafi aOs ekki verið sú afæta á söngvaranum sem menn hafa talið, heldur hafi hann aOa tíð haft hagsmuni hans að leiðarljósi. Við þetta má bæta að þótt Elvis hafi lítið haft sig frammi í eigin persónu á síðasta ári, seldi hann geislaplötur fyrir litlar 35 miOjónir doOara. Djöflaeyjan á Manhattan-eyju Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, hefur nú verið sett í almenna dreif- ingu í New York, en verður á næstu vikum sýnd í öOum stærri borg- um Banda- ríkjanna. FjaOað er um myndina í New York Times þann 12. mars sl. þar sem Lawrence van Gelder segir að í henni sé fjadað um týpur sem í Ameríku mundu flokkast undir „traOer-park trash“, það er rumpulýð og utangarðsfólk, en að umfjödun FriðrOcs Þórs sé einstaklega skýr, fyndin og kraftmikO. „Þetta er ekki beinlínis aðlaðandi mynd“ segir gagnrýn- andinn, „en hún er afar kunnáttusamlega gerð.“ Sama dag birtir dagblaðið Newsday umsögn mn Djöflaeyjuna, þar sem gagnrýnandinn John Anderson líkir Friðriki Þór bæði við Kaurismaki-bræður hina finnsku og bandaríska leikstjórann Jim Jarmusch (sem gerði m.a. Down by Law. Hann hælir honum sérstaklega fyrir að koma tO skila bæði kómedíu og harm- leikjum mannlifsins, án þess að myndir hans gliðni í sundur. Auk þess segir hann að í mynd- um Friðriks sé einnig að fmna skemmtOega fá- ránlega uppátektarsemi af séríslenskum toga. Síðan hefúr gagnrýnandi Time Out sérstak- lega orð á sérkennilegri blöndu kaldranalegrar kímni og harmrænnar stemningar í myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.