Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999
15
Klerkur í kaup
Páskamir eru annasamur tími
fyrir kirkjunnar þjóna því þá sækja
margir i guðshúsin m.a. hin fjöl-
mörgu ungmenni sem fermast í
kirkjum landsins um þessa páska-
hátíð. En páskamir era i hugum
flestra einnig fjölskylduhátíð þar
sem vinir og vandamenn koma sam-
an og eiga góða stimd og horða góð-
an mat.
Að sjálfsögðu era páskamir fyrst
og fremst trúarhátíð en jafnvel
kirkjunnar þjónar þurfa meira en
andlega næringu. Hagsýni fékk því
að fylgjast með séra Halldóri Reyn-
issyni, sóknarpresti í Neskirkju,
kaupa inn fyrir páskana. Halldór
ákvað að kaupa inn í eina hátiðar-
máltíð. Halldór var greinilega þaul-
vanur innkaupunum og vissi upp á
hár að hverju hann var að leita.
Kristileg máltíð
Halldór segist hugsa talsvert um
hvað hann lætur ofan í sig enda
byrjaði hann á að skoða vínber er
hann kom inn í búðina. Hann skoð-
aði berin vel og kvað upp þann dóm
að dökkbláu berin væra ekki nógu
góð því þau væra of lin. „Ég er svo
frekur að ég verð alltaf að fá að
smakka á berjunum áður en ég
kaupi þau,“ sagði Halldór og stakk
einu ljósrauðu vínberi upp í sig.
„Þessi era fm“ var dómur Halldórs.
„Það á líka ákaflega vel við að
borða vínber um páskana þvi þau
eru ávöxtur vinviðarins og tilheyra
páskamáltíðinni." Þar næst lá leið-
in i grænmetisborðið. Þar valdi
Halldór tómata, bökunarkartöflur,
kál, rauðlauk, steinselju og sveppi í
salat sem hafa á með páskamáltíð-
inni. HaUdór var hins vegar ekki
alls kostar ánægður með grænmet-
ið: „Þessir tómatar era of gamlir.
Það sé ég á því að þeir era orðnir of
rauðir og linir. Sveppimir era líka
alls ekki nógu nýir því þeir era að
verða brúnir. Ég komst upp á lagið
með að þekkja nýtt grænmeti þegar
Því næst stoppaði Halldór við
ólífúbarinn og keypti nokkrar ólíf-
ur. „Ólífumar passa eins
og vínberin afar vel
með páskamáltíðinni
því þær eru
ómissandi í lönd-
um við Miðjarð-
arhafið eins og
ísrael. „
eg var
prestur á Flúð-
um og eftir
finnst mér
aldrei fá nógu nýtt
grænmeti í stórmörk-
uðunurn."
Séra Halldór Reynisson, sóknarprestur i Neskirkju, var ekki í vandræðum
með að kaupa inn í páskamatinn. DV-mynd E.ÓI.
Páskalambið
Halldór segist vera fyrirtaks
hvunndagskokkur og hafa gam-
an af þvi að elda. Hann var
ákveðinn í að hafa lamba-
kjöt á horðum á páskadag.
„Lambið er að sjálfsögðu
mjög sterkt tákn páska-
hátíðarinnar og sú hefð
að borða svokallað páska-
lamb er komin frá gyðing-
um.“
Halldór er greinilega
meövitaður neytandi því
hann skoðaði lamhalærin
vel og var m.a. alls ekki ánægð-
ur með að lambakjöt í flokknum
DIB væri flokkað sem svokallað
VSOP- gæðakjöt. „Sem gamalt
sauðfjárbóndi myndi ég segja
að þetta kjöt væri of feitt til
að lenda í úrvalsflokki,“
sagði Halldór og náði
sér í frosið lambalæri í
flokknmn DIA sem er
fitmninna og hragð-
betra að hans mati.
Halldóri fannst siðan
ómissandi að hafa rauð-
kál með lambakjötinu að
gömlum sið. „Ég get nú al-
veg viðurkennt að ég bý
ekki til rauðkálið sjálfur því
ég hef engan tíma til þess. Best
er auðvitað að vera svolítið
klókur og fá bara mömmu eða
tengdamömmu til að búa til rauð-
kálið fyrir sig“, segir Halldór með
samsærissvip.
DAG5: 24-03-1993 KU KASSI: 0005 FNR: STARFSH: Helga Póra VORUltSINO 13:32 00547330 VERO
Vinber rauB 334,00 C
0.495kg A 675,00/kg
Eldorado rauðkál 720 69,00 C
lambhagasalat Tónatar 159,00 C
0,365kg A 398,00/kg 145,00 C
05 ietaostur i krydd Bðkunarkartöflur 269,00 C
1,390kg A 198,00/kg Hars súkkulafii 5 pk. Ridderheins olifur ú 275,00 C
220,00 B
0,095ko A 1,490,00/kg Sveppír Flúöir 142,00 C
0.160kg A 649,00/kg 104,00 C
Kaffitár Expresso ka Rauílaukur 379,00 C
0,490kg A 124.00/kg SS lanbaliri It 61.G0C
1 KG. A 2.252.00 2.252,CU C
EMHESS yndísauki cap 369,00 C
Nda Stiörnukonfekt 3 Nýkaups buröarpokar 2 STK. A 10,00 1.349,00 8
20,CO 6
16 STK. SAHTALS 6.167,00
V I S A 6.167,00
VSK B 24,50* 1.589.00 = 312,69
VSK C 14,00* 4.578.00 = 562,21
Geyinið kvittunina Þökkum viöskiptin
Kaffi og konfekt
Þá var komið að eftirmatnum.
Halldór segist vera mikill sælkeri
og eiginlega hálfgerður „choco-
holic“ eða súkkulaðifíkfll. í eftirmat
valdi Halldór m.a. cappuccinoís og
Marssúkkulaði sem HaUdór sagði
að væri frábært að bræða yfir ísinn.
Að lokinni góðri máltíö er
ómissandi að fá sér gott kaffi og því
valdi HaUdór sérmalað espressó-
kaffi frá Kaffitári.
HaUdór og eiginkona hans eiga
þrjú böm en þau tvö eldri era vax-
in upp úr því að fá páskaegg. „Sá
minnsti, sem er tíu ára, fær enn þá
egg, en mér finnst voða gott að eiga
konfekt fyrir hina eldri því það er
svo hátíðlegt," sagði HaUdór að lok-
um og teygði sig i Nóa stjömu-
konfekt.
-GLM
Ue«gðLl
falleg og sterk
samkomutjöld
Leigjum borð, stóla,
ofna o.fl.
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf.
Dalbrekku 22 - sími 544 5990 ,
Sparnaður í eldhúsinu:
Gömlu eldhústækin
og áhöldin fá nýtt líf
brunnum matarleifunum af pönnunni
á eftir.
Upptakarinn
Hreinsið óhreinindin burt með
gömlum tannbursta. Hnífinn sjáifan
má hreinsa með því að renna í gegn-
um hann pappírsþurrku.
Af þessu má sjá að með smálagni
og fyrirhöfn má spara talsverðar ijár-
upphæðir í eldhúsinu.
Svarta, steypta
járnpannan
Hreinsið pönnuna að utan með
venjulegum ofnhreinsi. Látið bíða á i
2 klukkustundir. Svarta bletti má fjar-
lægja með ediki og vatni.
Eftir að pannan hefur verið hreins-
uð er gott að taka vaxpappír og nudda
hana að innan meðan hún er heit. Það
hindrar ryðmyndun.
Eða þegar hún hefur verið hreins-
uö má nudda örlitlu af matarohu inn-
an á hana til að halda henni í lagi.
Vissirðu þetta? Ef þú eldar á jám-
pönnu tekurðu jám úr henni. Súpa
sem soðin er í nokkrar klukkustundir
í jámpotti hefur 30 sinnum meira
jáminnihald en súpa soðin í annars
konar potti.
Koparpottar
FyUið úðunarbrúsana af ediki og
setjið þrjár matskeiðar af salti saman
við. Úðið blöndunni vel á koparpott-
inn. Bíðið í örlitla stimd og nuddiö
pottinn þar til hann er orðinn hreinn.
Dýfið hálfri sítrónu í salt og nudd-
ið.
Eða nuddið með Worchesters-
hiresósu eða tómatsósu. Það sem fall-
ið hefur á koparinn hverfur eins og
dögg fyrir sólu. -GLM
Steik-
arpannan
Gamla steikarpannan
verður sem ný ef á
hana er stráð þurra
þvottaefni á meðan
hún er heit. Setjið síð-
an raka pappírs-
þurrku yfir og bíðið
Gömul eldhústæki geta orðiö sem ný með smáveg- örlitla stund. Það verð-
Is hugmyndaflugi. ur auðvelt að ná
Það er e.t.v. ekki ástæða að fleygja
strax gömlum eldhústækjum eða pott-
um og pönnum þótt útlit þeirra sé
ekki lengur sem áður. Hægt er að
komast hjá því kaupa nýtt og þar með
spara umtalsverðar peningaupphæðir
með því að flikka upp á gömlu tækin
með einfoldum og ódýrum húsráðum.
Hér á eftir fylgja nokkur ráð sem ættu
að geta lengt „líf ‘ gömlu tækjanna og
áhaldanna um einhver ár.
Gamla brauðristin
Til að losna við gulu slikjuna á
hvítum eldhústækjum skal reyna eft-
irfarandi: Blandið saman 1/2 bolla af
bleikiefni, 1/4 bolla matarsóda og 4
bollum af heitu vatni. Berið á með
svampi og látið bíða í tíu mínútur.
Skolið og þurrkið vel af. í staðinn fyr-
ir bón má síðan fægja tækin með sótt-
hreinsunarspritti.
Annað ráð til að losna við gula
slikju er að nota blöndu af vatni og
ammoníaki á tækin ef mikið liggur á.
Ef engin hreinsiefni er til staðar
má einfaldlega nota sódavatn. Það
hreinsar og fægir um leið.
Blandarinn
Ef blandarinn er orðinn gamall og
lúinn og lyktar e.t.v. illa er ráð að
fylla hann með heitu vatni og setja
nokkra dropa af uppþvottalegi út í.
Setjið lokið síðan á og látið blandar-
ann ganga í nokkrar sekúndur. Skolið
og látið þoma. Þar með er gamli
blandarinn oröinn eins og nýsleginn
túskildingur.
Brauðbretti
Gömul brauðbretti lykta oft illa af
lauki, hvítlauki eða fiski og eru jafn-
vel orðin ónothæf af þeim völdum. Þá
er ráö að skera sítrónu i tvennt og
nudda brettið með henni.
Einnig er ráð að búa til deig úr
matarsóda og vatni og bera á brettið
og skola síðan vel af
því. Þá mun brettið
losna við lyktina og
veröa nothæft að nýju.