Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Útlönd Rússar og Kínverjar gagnrýna NATO fyrir loftárásir á Júgóslavíu: Árásirnar ollu ekki miklu tjóni - segja júgóslavnesk stjórnvöld og bera sig vel Atlantshafsbandalagið (NATO) hélt áfram loftárásum sínum á hemaðarskotmörk í Júgóslavíu snemma í morgun. Júgóslavneski herinn lýsti því aftur á móti yfir að árásirnar, sem ætlaö er að knýja stjómvöld í Belgrad til að fallast á friðarsamninga um Kosovo-hérað, hefðu haft lítil áhrif. Rússar og Kínverjar gagnrýndu NATO harðlega á neyðarfundi Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í nótt þar sem þessi fyrsta árás bandalagsins á fullvalda ríki í 50 ára sögu sinni var rædd. Júgóslavneska herráðið sagði í yfirlýsingu sem það sendi frá sér að sprengjur og flugskeyti NATO hefðu hæft fjörutíu skotmörk, þar á meðal fimm flugvelli, fimm herbúð- ir, fjarskipta- og stjómstöðvar og birgðageymslur, í árásunum sem stóðu í þrjár klukkustundir. „Áhrif þessara umfangsmiklu sprengjuárása á bæði mannvirki og fólk voru með minnsta móti,“ sagði í yfirlýsingu hersins. „Baráttuand- inn hefur ekki verið bugaður.“ Logandi himinn Himinninn yfir Pristina, héraðs- höfuðborg Kosovo, var eitt eldhaf þegar tíu sprengjur spmngu i ná- grenni borgarinnar um miðnætur- bilið. Fréttamaður Reuters um borð í bandarísku herskipi sagði að fjórum Tomahawk-stýriflaugum til viðbótar hefði verið skotið frá flota NATO á Adríahafinu um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Júgóslavneski herinn sagði að ótilgreindur fjöldi kvenna og barna hefði týnt lífi þegar sprengja hæfði herbúðir. Þá hefðu sjö bæir orðið fyrir sprengjum. Ekki hafa borist neinar nákvæm- ar fregnir af skemmdum af völdum sprengjuárásanna. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu sögðu að herskip og B-52 sprengjuflugvélar hefðu ráðist á loftvarnastöðvar, þar á meðal flugskeytapalla, ratsjár- og fjarskiptastöðvar, bæði í Kosovo og utan. Breskar, franskar og þýskar flugvélar tóku þátt í árásunum. Þetta var í fyrsta sinn sem þýskar orrustuvélar taka þátt í átökum frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Siðferðileg skylda Öflugar sprengingar lýstu upp næturhimininn nærri Belgrad, Pristina, Novi Sad í norðurhluta Serbíu og tveimur borgum í Svart- fjallalandi, systurlýðveldi Serbíu. Ráðamenn í NATO vísuðu á bug fréttum um að flugvél bandalagsins hefði verið skotin niður yfir Kosovo. Þýski varnarmálaráðherrann sagði aftur á móti að júgóslavnesk- ar orrustuvélar hefðu verið skotn- ar niður. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi nokkrum klukkustundum eftir að árásirnar hófust og hvatti hana til að styðja þær. Sagði Clinton að það væri „afdráttarlaus siðferðileg skylda“ að binda enda á bardagana í Kosovo sem stefndu friði á öllum Balkanskaga í hættu. „Þetta er einnig mikilvægt fyrir bandaríska hagsmuni," sagði Clinton. NATO GERIR LOFTARASIR - JUGOSLAVIA LYSIR YFIR STRIÐI IP- ?- ' - - ' NATO hof umíangsmiklar loftárásir a jugoslavnesk hernaöarskotmörk á miðvikudag til að knýja Júgöslava til að binda enda á ofsóknirnar í Kosovo SKOTMÖRK NATO UNGVERJALAND RÚMENÍA KRÓATÍA Pancevo BRETLAND ,J0:45 GMT ® Fairford ""Átta B-52 sprengjuvélar með . stýriflaugar lögðu upp frá Fairford ^"^^4»,,. á Bretlandi 19:00 GMT Fyrstu flaugarnar hitta skotmörk sín naerri Batajnica*?i^BELGRAD Kraljevac Torséðar B-2 spœngjuvélar koma frá Whitpman herstöðinni í ^Bandaríkjunum. Aviano Piacenza „ Kursumlija SVARTFJALLAI Danilovgrad Orrustuvélar ' NATO leggja upp frá stöðvum á ftalíu Pristina Radovcé" ALBANÍA ITALIA MAKEDONÍA Herskip og kafbátar á Miðjarðarhafi og Adríahafi skjóta Tomahawk stýriflaugum Meira en 100 stýriflaugum varskotiö Irá herskipum og B-52 sprengjuvél- um á loltvarnastöövar Serba, ratsjár- stöövar og Ijarskiptastöövar hersins Gerð: Stýriflaug til árása á landi Lengd:6 m Sprenglefni: 455 kg Drægni: 1.600 km Gerð: Stýriflaug skotið úr flugvél Lengd: 6,32 m Sprengiefni: 900 kg Drægni: 2.500 km B'5?sprt)nyjullug' AÆTLUNIN SAMEINAÐ Engar pillur Nýr valkostur Vítamín sem virka Munnúði, 90% frásog og beint í blóðrásina. Engin aukaefni. 100% lífrœnt. Furubörkur - sterkasta andoxunarefni náttúrunnar. MegrunarúOi - slær á hungurtilfinngu, eykur fitubrennslu. PMS-gleöiúöi - við fyrirtíðaspennu, þreytu, kvíða o.fl. Arthif lex - öflugt við vefja- og liðagigt. Blágrænir þörungar - gott við soriasis, unglingabólum og ýmsum húðvandamálum. íþróttav ítamín - eykur fitubrennslu, þol og dregur úr vöðvaverkjum. Bráðvantar söluaðila. Upplýsingar ísíma 587-6310 og 891-6888, Fjóla. ViÖurkennt af íslenskum heilbrigöisyfírvöldum. Borís Jeltsín: Segir skilið við NATO arnir við í síma í rúma hálfa klukkustund. Rússneski forsetinn hélt síðan ræðu í sjónvarpi. „Eftir nokkrar klukkustundir mun NATO ráðast gegn Kosovo. Þetta er árás gegn öllu alþjóðasam- félaginu,“ sagði Jeltsín sem hefur verið veikur. Hann kom til skrif- stofu sinnar í Kreml í gær í fyrsta sinn í heilan mánuð. Margir aðrir rússneskir stjóm- málamenn vömðu við því að árásir NATO myndu bara leiða til þess að deilan um Kosovo versnaði. Auk þess græfu árásimar undan sam- skiptum landanna á Balkanskaga og Vesturlanda. Borgarstjóri Moskvu, Jurí Luzjkov, benti hins vegar á þá staðreynd að staða Rússlands hefði versnað og þá um leið möguleikar þess á að hafa áhrif á alþjóðavett- vangi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti fyr- irskipaði í gær að samstarfi Rúss- lands við Atlantshafsbandalagið, NATO, yrði hætt í kjölfar árásanna á Júgóslavíu. Jeltsín var í miklu uppnámi yfir loftárásunum. í skriflegri yfirlýs- ingu sagði hann að Rússland hefði rétt til að grípa til aðgerða, einnig hernaðaraðgerða, til þess að styrkja eigið öryggi og öryggi Evrópu breið- ist stríðið út. Ekki var nánar greint frá því hvað Jeltsín ætti við. Rússar kölluðu í gær heim sendi- herra sinn hjá NATO, Viktor Za- varzin. Þeir lokuðu einnig skrif- stofu sinni við aðalstöðvar NATO i Bmssel. Jeltsín hafði nokkrum klukku- stundum áður beðið Bill Clinton Bandaríkjaforseta um að gera ekki árásir á Júgóslavíu. Töluðust forset- Stuttar fréttir x>v Fjöldamorð í Kongó Yfir 250 manns, flestir aldraðir, konur og böm, voru nýlega myrt- ir i Kongó samkvæmt frásögn rómversk-kaþólskra trúboða. Ber brjóst bönnuð í Manateesýslu í Flórída er konum bannað að sýna meira en 75 prósent af brjóstum sínum á al- mannafæri. Hið sama gildir um afturenda bæði karla og kvenna. Beðin að Ijúga Susan McDougal, sem tengist Whitewatermálinu svokallaða, sagði í gær að eiginmaður hennar fyrrver- andi, sem nú er látinn, hefði þrýst á hana að haída því fram að hún hefði staðið í kyn- ferðislegu sambandi viö Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Til- gangurinn var að hjálpa sak- sóknurum í Whitewatermálinu við að leggja fram kæm gegn for- setanum fyrir kosningarnar 1996. McDougal varð ekki við beiðn- inni. Hún skýrði einnig frá að Clinton hefði sagt satt frá er hann kvaðst ekkert hafa vitað um um- deild lán. Valdabarátta í Paragvæ Valdabaráttan I Paragvæ jókst í gær eftir að þingið kærði Raul Cubas forseta fyrir embættisbrot. Forsetinn, sem sumir saka um að hafa myrt sinn eigin varaforseta, hafði sleppt úr haldi dæmdum valdaránsmaimi. Herforingi til Borneo Yfirmaður hers Indónesíu hélt í morgun til Bomeo til að kanna ástandið þar. 176 manns hafa lát- ið lífið í átökum á Bomeo undan- farna daga. Arabi í framboð í ísrael Arabinn Azmi Bishara, sem er þingmaður í ísraelska þinginu, ætlar að bjóða sig fram i kosning- unum um forsætisráðherra ísra- els sem haldnar verða samtímis þingkosningunum 17. maí. Dæmdur í 6 ára fangelsi S-afríski presturinn og baráttu- maðurinn fyrir mannréttindum, Allan Boesak, var i gær dæmdur í sex ára fangelsi fyr- ir þjófnað og svik. Er Boesak sakaður um að hafa stolið er- lendu gjafafé sem ætlað var fórnarlömbum að- skilnaðarstefnunnar. Búist er við að verjendur Boesaks áfrýi dómn- um. Lindgren var njósnari Á Norræna safninu í Stokk- hólmi á að halda sýningu um njósnir rithöfundarins Astrid Lindgren í seinni heimsstyrjöld- inni. Astrid las fyrir leyniþjónust- una einkabréf til og frá Svíþjóð. Sprengt á N-írlandi Samtök mótmælenda á N-írlandi lýstu í nótt yfir ábyrgð á sprengju- tilræði fyrir utan krá skammt frá bænum Lurgan í gærkvöld. Létust í lestarslysi 34 létu lífið er lest fór út af sporinu á milli Naíróbí og Mombasa í Keníu í gær. Hillary lofar aðstoð Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, mun á lokadegi heimsóknar sinnar í Egypta- landi greina frá væntanlegri að- stoð Bandaríkj- anna í barátt- unni gegn vatnsmengun. Bandaríkin ætla einnig að veita fé til varð- veislu fomra minnismerkja. For- setafrúin heldur til Túnis í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.