Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 Naumur MH-sigur Lið Menníaskólans við Hamra- hlíð sigraði lið Menntaskólans við Sund í leik liðanna í undanúrslit- um síðasta fbstudag. Margir höfðu búist við öruggum sigri MH-inga en þeir höfðu sigur á elleftu stundu og sigruðu með 34 stigum gegn 31. Liðin höföu hvort um sig 31 stig þegar síðasta spumingin, þríþraut- in, var eftir. Spurt var um nafh og fæðingarstað þriggja fyrirsæta sem birtust á skjánum. MH varð á und- an að hringja bjöllunni og þar meö náði liðið sér í þau þijú stig sem skildu að í leikslok. Spennandi keppni það, en svekkjandi fyrir MS-inga sem koma eflaust sterkari til leiks að ári... Sjöundi MR-sigurinn? Það verða því Menntaskólinn i Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlið sem keppa til úrslita um Hljóðnemann, sigurlaun keppn- innar, í þriðja sinn í röð. Hljóðnem- inn varfyrst gefinn sigurvegurum keppninnar árið 1987 og hefur fylgt henni síðan. MR-ingar hafa borið sigurorð af MH-ingum siðustu tvö árin og hafa að sama skapi sigrað i keppninni alls sex sinnum i röð. Laugardalshöll. Það verður því í sjöunda skiptið í röð sem þeir hampa Hljóðneman- um, takist þeim að sigra. MH-ingar hafa hins vegar aldrei sigrað í keppninni, en slóu MR-inga út úr keppninni árið 1992... Beint úr Valsheimilinu Keppnin á morgun verðrn- í beinni útsendingu frá Valsheimil- inu og hefst kl. 21.30. Það ættu þvi allir að komast á keppnina sem vilja, en undanfarin ár hefúr hús- fyllir orðið löngu áður en keppnin er hafin, með þeim afleiðingum að margir hafa þurft frá að hverfa. Heiðursgestur keppninnar verður sem í fyrra Bjöm Bjamason menntamálaráðherra og mim hann afhenda sigurliðinu Hljóðnemann. Að auki munu fulltrúar Sjónvarps- ins afhenda fulltrúum nemendafé- laga þeirra átta skóla sem komust í sjónvarpskeppnina, glæsilega i-Mac tölvu að gjöf. Þá fær sigurliðið viku ferð til Barcelona auk bóka- gjafa... Björn Bjarnason heiöursgestur kvöldsins: Keppnin eykur áhuga á þekkingu Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra verður heiðursgestur keppn- innar á morgun. Hann sagði í sam- tali við DV, aðspurður um þýðingu keppni sem þessarar fyrir menntun í landinu, að hvers kyns keppni hefði góð áhrif innan skólakerfisins. „Hún eykur samheldni innan skóla og stuðlar að metnaðarfullri sam- keppni milli þeirra. Spurninga- keppni hvetur einnig til þess að nemendur þjálfi sig í þeirri þekk- ingarsnerpu sem er nauðsynleg til að ná árangri undir miklu álagi á keppnisstað, einkum þegar keppt er fyrir framan sjónvarpsmyndavél- amar. Áhrif keppninnar á menntun í landinu eru frekar óbein en bein,“ sagði Björn. Teluröu aó hún auki áhuga á menntun og almennri þekkingu? „Ég er viss um að keppnin vekur áhuga á almennri þekkingu, ef spumingar eru þannig úr garði gerðar að fleiri en þeir sem sitja fyrir svörum, finna að leikurinn reynir einnig á kunn- áttu þeirra. Það er mikið vandaverk að semja spurningar af þessu tagi. Ég ólst upp við að Ólafur Hansson menntaskólakennari var dómari og höfund- ur spurninga í flestum útvarpsþáttum af þessu tagi. Hann kenndi mér sögu í Menntaskólanum í Reykjavík og beitti gjarnan þeirri aðferð við kennslu að leggja spumingar fyrir okk- ur nemendur. Jók það áhuga minn á sögu og hefur gagnast mér vel í ýmsu tilliti." Finnst þér sjálfum skemmtilegt aó fylgjast meó keppninni? „Já, mér finnst þeirri stund ágætlega varið fyrir framan sjónvarpið að horfa á þessa keppni.“ Hefóiróu haft áhuga á aö taka þátt í svona keppni ef hún heföi ver- ið til þegar þú gekkst í menntaskóla? „Ætli mig hefði ekki skort sjálfs- traust til þess á þeim árum að bjóða fram krafta mína í slíka keppni. ís- lenska sjónvarpið var þá ekki kom- ið til sögunnar og framhaldsskóla- nemar höfðu þá líklega fæstir hug- myndaflug til að ímynda sér að spumingaþáttur með aðild þeirra yrði eitthvert vinsælasta efnið í þeim miðli. Ég dáist oft að kappsemi og viljastyrk þeirra nemenda sem sitja þama fyrir svönun, sérstak- lega þeirra sem eiga undir högg að sækja,“ sagði Björn. ARttARÞÖn i.% HJAíTíSU/ER Spurningalið MR. ÞÖfíA HJALAR JOH Aflfíi Spurningalið MH. Leið MR og MH í úrslitin MH 34 'F\r-4a 8 liða.úrslit iVfrt—15. MH 39 Undanúrslit MH 34 TWS—31 MR 27 MR 25 "VK44 MR 42 'FSÍK22. MH MR DV Úrslitaleikur Gettu betur annaö kvöld: Barátta stóru skólanna Menntaskólinn í Reykjavík hefúr haft tögl og hagldir í Gettu betin spumingakeppninni undanfarin 6 ár. Liðið hefur unnið hvem sigur- inn á fætur öðrum og sigraði síðast lið Menntaskólans við Hamrahlíð sem og árið þar áður. í fyrstu um- ferð keppninnar sátu MR-ingar hjá og MH-ingar kepptu ekki heldur þar sem Bændaskólinn á Hvanneyri gaf viðureignina gegn liðinu. Það var því ekki fyrr en í annarri umferð á Rás 2 sem liðin hófu keppni og voru MH-ingar á undan í röðinni. Þeir sigruðu lið Framhaldsskóla Vest- fjarða, ísafirði, með 34 stigum gegn 10 en MR-ingar sigruðu Borgar- holtsskóla með 27 stigum gegn 20. Átta liða úrslit hófust i sjónvarpinu 5. mars en tveimur vikum síðar gjörsigraði MH lið MK, 39-15. Viku síðar mættust svo Verzlunarskóli íslands og MR og fór MR með sigur af hólmi, 25-13. Undanúrslitin hófust svo 12. mars með því að MR-ingar gjörsigmðu Fjölbrautaskóla Suður- lands, Selfossi, 42-22 og nú síðast sigraði MH lið Menntaskólans við Sund, eins og sagt er frá annars staðar á síðunni. Það verða því MR og MH sem mætast á morgun eins og einhverjir höfðu eflaust gert ráð fyrir áður en keppnin hófst í vetur. Ekki verður leikið um þriðja sætið í keppninni einhverra hluta vegna. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.