Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 T~>V ►orgarsaga 1 umhverfis- ráðuneytisins „Meðferð Framsóknarflokks ins á ráðuneyti um- hverflsmála hefur verið samfelld sorg- arsaga. Umhverfis-1 i ráðherrann hefur , verið niðurlægður i hverju stórmálinu á fætur öðru.“ Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður, í Morgunblaðinu. Drögumst ekki aftur úr „Það væri eitthvað óeðlilegt ef við værum að dragast aftur úr, þar sem bróðurpartur liðsins er 1 að leika í einni bestu deild í heimi.“ Valdimar Grímsson handknatt- leiksmaður um hvort íslenska landsliðið sé að dragast aftur úr, ÍDV. Hvalveiðar „Við tökum þessi mál alltaf ; upp þar sem við erum á ferð erlendis. Við ’ fáum oft mjög nei- kvæð svör. Við vit- um aö þetta er mál sem mundi skaða okkur verulega á ýmsum sviðum." Davíð Oddsson um hvalveiðar, iDV. Dýrasti geislasölu- turninn Flokksbræöur Eyþórs (Arn- alds) eru jú þekktir fyrir vönduð vinnubrögð í byggingarmálum miðborgarinnar. Ráðhúsið, sem útlendingar halda að sé frystihús * 1 2 er eitt gleggsta dæmið. Og Eyþór mælir fyrir munn þeirra manna sem reistu í Öskjuhlíðinni dýrasta geisladiskasölutum ver-' aldar.“ Kristján Hreinsson skáld, í svar- grein i Morgunblaðinu. Trúnaðarbrestur Samfylkingarinnar „Með því að Sigbjörn Gunnars- son hefur sagt sig af framboðslista Sam- fylkingarinnar í Norðurlandi eystra hefur orðið trúnað- arbrestur. Trúnaö- arbrestur Samfylk- ingarinnar við stuðningsmenn sína.“ Stefán Jón Hafstein, í Degi. Fegurðarsamkeppni „íslenskar stúlkur eru famar að keppa í „erótískum" dönsum. Verður að viðurkennast að sú keppni er í alla staði heiðarlegri en Ungfrú ísland keppnin, sem gengur strangt til tekið út á ná- kvæmlega sama hlutinn." Ásta Svavarsdóttir bókmennta- fræðingur, í DV. \ Leó Jóhannesson, nýráðinn þjálfari mfl. kvenna á Akranesi: Leikgleðin ekki síðri hjá stelpum en strákum DV, Akranesi: „Ástæða þess að ég tók að mér þetta starf er sú að það vantaði þjálf- ara og ég var beðinn um þetta. Mér líst vel á stelpumar. Ég hef fylgst með þeim, bæði hinum eldri og yngri, og hef séð að ákefðin og leikgleðin er ekkert síðri hjá þeim en strákunum," segir Leó Jóhannesson, kennari við Grundaskóla á Akranesi, nýráðinn þjálfari mfl. kvenna hjá Knattspymu- félagi Akraness, en liðið leikur í Meistaradeild kvenna. „Fótboltastelp- ur em skemmtilegur félagsskapur. Ferskir vindar blása hjá meistara- flokki karla og miklar vonir eru bundnar við framgöngu hans næsta sumar. Núverandi stjóm hefur líka metnað fyrir hönd kvennaknattspyrn- unnar og vill koma henni til vegs og viröingar á ný, ná ákveðnu jafnvægi milli kynja og styrkja þannig enn frekar stuðningshópinn við knatt- spymufélagið í heild sinni.“ Leó var, eins og ungir drengir á Akranesi, í fótbolta allt frá því hann man eftir sér því að í þá daga var knattspyman lífið sjálft og það hefur lítið breyst. Hins vegar hefur orðið sú breyting frá því að hann ólst upp að kvennaknattspyman er komin til sög- unnar. Ég lék með öllum yngri flokk- unum, nokkra leiki með mfl. karla sumarið 1972 og 1973, en árið 1974 lagði ég skóna á hilluna. Þá lá leið mín til Sviþjóðar í nám. Ég var mjög heppinn þegar ég var að æfa |_e<) Jóhannesson. knatt- DV-mynd Daníel eru tvö lið sem skara fram úr og þá á ég við KR og Breiðablik. Ég er á þeirri skoðun að það sé nokkuð langt í næstu lið, sem em Valur og ÍBV, en eins og áður sagði þá stefnum við á fjórða sætið í sumar og þá verðum við að skáka annaðhvort Val eða ÍBV og þá einnig hinum liðunum sem em ótalin." Auk knattspymunnar hefur Leó áhuga á íþrótta-, æskulýðs- og skóla- málum, auk þess sem hamn er mikill útivistarmað- ur, stundar fjallgöng- ur og spilar golf. Leó er giftur Sól- veigu Reynisdótt- ur, félagsmála- stjóra Akranes- kaupstaðar, og eiga þau tvö böm, Bjamfríði sem er 14 ára og Reyni, 19 ára. Reyn- ir leikur með mfl. karla, hefur spilað með öllrnn yngri landsliðunum og er nú í undir 21 árs landsliðinu. -DVÓ spymu að fá að njóta leiðsagnar tveggja frábærra þjálfara, þeirra Rík- harðs Jónssonar og Georges Kirby. Báðir gerðu þeir liðið að íslands- meisturum, vora mjög hæfir þjálfarar Maður dagsins og áttu sinn þátt í mörgum stórum sigrum í knattspymusögu Skaga- manna. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að knattspym- an hefúr þróast mikið síð- an þá en ég hef reynt að fylgjast með eins og kostur er úr fjarlægð." Liðið sem Leó er að taka við er mjög ungt og reynslulítið. Eldri og reyndari hafa horfið á braut eða hætt og hann segir að ekki sé hægt ann- að en að vera raunsær í markmiðssetningu. Við stefnum á 4. sætið í meistara deild kvenna í sumar en á toppinn upp frá því. Það er greinilegt að í íslenskri kvennaknatt- spymu fer fram í kvöld kl. 20 i Tónabæ. Hljóm- sveitirnar sem leika em Ópíum frá Akur- eyri, Spindlar frá Eg- ilsstöðum, Óbermi frá Blönduósi, Room Full og Mirrors frá Dalvík, Bensidrín frá Homafirði, Hróð- mör frá Egilsstöðum og Tikkal frá Þor- lákshöfn. Gesta- hljómsveitir kvölds- ins em Stænar og 200.000 naglbítar. Úrslitakvöld Mús- 200.000 naglbítar er önnur íktilrauna fer siðan fram gestahljómsvelt kvöldsins. annað kvöld kl. 20 og þá er Fjórða Músík- tifraunakvöldið Fjórða Músíktilrauna- kvöld Tónabæjar og ÍTR 1999 Skemmtanir gestahljómsveit kvöldsins Botnleðja, sigurvegari Mús- íktilrauna 1995. Heimsborgari Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. HK og Afturelding, sem hér sjást í leik fyrr í vetur, mætast í kvöld í Mosfellsbæ. Úrslitakeppni í handbolta og körfn Þessa dagana er hart barist um íslandsmeistaratitlana í hand- bolta og körfubolta og verður mik- ið um að vera í kvöld. Úrslita- keppnin 11. deild karla í handbolt- anmn hefst í kvöld með tveimur leikjum. Að Varmá í Mosfellsbæ taka deildarmeistaramir á móti Sigga Sveins og lærisveinum hans í HK og verður að telja líklegt að Afturelding vinni þann leik. Hinn leikurinn er viðureign ÍBV og Hauka í Eyjum. Eyjamenn hafa varla tapaö leik á heimavelli og verða því að teljast sigurstrang- legri. Annað kvöld fara svo fram tveir leikir, Stjaman-FH og íþróttir Fram-KA. Þessir tveir leikir hefi- ast kl. 20.30. Einn leikur er í 2. deild karla í kvöld, leikur Ögra og Fylkis í Laugardalshöll, kl. 19.15. í körfúboltanum verða odda- leikir í kvennakörfunni. KR-Grindavík leika í Hagaskólan- um og ÍS-Keflavík leika í Kenn- araháskólanum. Báðir leikimir hefiast kl. 20. Knattspyrnan er hafin þótt kuldinn sé mikill og er einn leik- ur í Reykjavíkurmóti kvenna í kvöld. Fjölnir og Valur leika þá á Leiknisvelli, kl. 20.30. Brídge Vömin er almennt talin erfiðasti hluti spilsins og sumar stöður getur verið ansi erfitt að lesa. Hefðir þú fúndið réttu vömina á hendi aust- urs í þessu spili? Vestur gjafari og enginn á hættu: * 9632 •f ÁD4 * G54 * Á86 ♦ Á10 V 86 ♦ ÁD10762 ♦ DG10 * DG854 * K1032 * K8 * K2 Vestur Norður Austur Suður 1 ♦ pass pass 1 * 2 ♦ 3é pass 4 ♦ p/h Spilið kom fyrir í keppni í Ástral- íu og það var Tim Seres, einn þekkt- asti spilari Ástrala, sem sat í sæti suðurs. Hann valdi að segja einn spaða í stað dobls í fiórðu hendi, til að vemda tígulkóng sinn. Útspil vesturs var laufdrottning. Seres drap á kónginn heima, spilaði laufi á ás og trompaði lauf heima. Næst tók hann tvo slagi á drottningu og ás í hjarta og andstæðingamir lengdarmerktu báðir jafnri tölu. Seres hafði enga ástæðu til að vantreysta lengdarmerking- unni og því gat hann dregið upp líklega mynd af hendi vesturs. Hann átti líklega 2-2-6-3 skiptingu og megnið af punktunum. Ef vestur átti ÁK blankt i trompi, yrði hann að spila sagnhafa í hag, en einnig var möguleiki á því að vömin gerði mistök. Seres spilaði lágu trompi úr blindum og þegar austur setti sjö- una, þá setti Seres einfaldlega átt- una heima. Vestur tók slaginn á tí- una og varð að spila tiglinum fyrir sagnhafa. Hefðir þú fúndið þá vöm á hendi austurs að fara upp með spaðakónginn? Vestur gat einnig bjargað sér með þvi að setja spaða- ásinn í stað tíunnar. ísak Öm Sigurðsson J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.