Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999
13
Menning í upplausn
Kjallarinn
Þorsteinn
Hákonarson
framkvæmdastjóri
Svo samdauna
sem viö erum dag-
legum veruleika,
þá sjáum við ekki
hversu hroðalega
er í raun komið
fyrir heimsmenn-
ingunni. Fimm
hundruð milljónir
bíla eins tnilljarðs
manna, það geng-
ur um stund. En
fjórir milljarðar
bíla ganga ekki
fyrir átta mUlj-
arða mannkyn
snemma á næstu
öld. Þess vegna er
aflvélin sprengi-
hreyfill ekki
möguleg til fram-
tíðar.
Það er ekki mögulegt að nota
vetni á fjóra milljarða bíla. Vatns-
gufan frá þeim er
þreföld á við bensín-
blla og nú þegar
mælast veðrabrigði
eftir vikudögum á
stórborgarsvæðum
vegna bensín- og ol-
íunotkunar. Áttföld-
un vegna aukins
bílafjölda getirr því
ekki gengið, og þre-
földun þess með
vetnisnotkun enn
síður. Einungis raf-
geymir, ódýr og lít-
ill, án hreyfanlegra
hluta og án hættu-
legra efna, getur
komið í staðinn fyr-
ir sprengihreyfil.
um slíkan, þá þarf skóg
sem er á við hálf Banda-
ríkin. Aðrar lausnir á
hreinlætismálinu við
meiri staðal en við nú
þekkjum, krefjast veru-
legrar orkunotkunar og
ægilegrar vatnsnotkunar.
Daglega deyja 40.000
börn, mest úr niðurgangi.
Það kostar um tíu millj-
arða króna á ári að
minnka þetta um helm-
ing. En hvern varðar um
það, þegar núverandi
tækniaðferðir geta hvort
eð er ekki brauðfætt
þetta fólk?
Andrúmsloftið
ísaldir verða líklega
vegna þess að það hættir
að rigna. Það hættir að rigna
vegna þess að koldíoxíð fer niður
Pappír
Til að hafa við sal-
emispappírsfram-
leiðslu fyrir átta
milljarða manna,
eins og við nú not-
„Til að hafa við salernispappírsframleiðslu fyrir átta milljarða manna, eins og við nú notum slíkan, þá þarf skóg sem er á við
hálf Bandaríkin," segir Þorsteinn m.a. í grein sinni.
fyrir ákveðið lágmark og ísmynd-
un hættir á kaldari svæðum. Þetta
er vegna þess að rigningin endur-
vinnur uppgufunarorku við að
falla til jarðar. Og án koldíoxíðs
þéttist uppgufun síður. Það sem
verður af úrkomu verður að snjó.
ísinn bindur koldíoxíð og það
minnkar enn. Svo fáum við loft-
stein eða ægilegt gos.
Aftur byrjar að rigna, koldíoxið
losnar úr ísnum og við það fáum
við gróðurhúsaáhrif.
Þetta verður eins og keðjuverk-
un og skriðjöklar stoppa og bráðna
niður á staðnum. Eins og gerst
hefur í Vatnsdal. Aur í ísnum
dregst saman með stórum
ísklumpum þegar
þeir bráðna og
mynda hóla. í
þessu er einhver
náttúruleg sveifla
sem við þekkjum
ekki vel. Því vit-
um við illa hvað
við erum að gera
með notkun nú-
verandi tækni. En
allt segir þetta
okkur -að menn-
ingin stendur á mjúkum leirfót-
um. Fyrsta úrræði verður að gera
rýmdarmikinn, ódýran rafgeymi.
Þorsteinn Hákonarson
„Þaö er ekki mögulegt að nota
vetni á fjóra milljarða bíla. Vatns-
gufan frá þeim er þreföld á við
bensínbíla og nú þegar mælast
veðrabrigði eftir vikudögum á
stórborgarsvæðum vegna bensín-
og olíunotkunar
Óþekktar u ngl i ngar
og landsfeður
í Stúdentablaðinu birtist á dög-
unum viðtal við ungan og öflugan
sjálfstæðismann, stjómarmann í
Heimdalli. Gunnlaugur heitir
hann Jónsson og vill frelsi. Hann
vill lögleiða fikniefni og afnema
hömlur á áfengissölu og helst færa
verð á þeim varningi niður á
Spánarverðlag - því bann við „at-
hæfi sem telst einstaklingnum
skaðlegt deyfir ábyrgðartilfinn-
ingu hans“ og kæfir hið sanna
frelsi til ills og
góðs. Manni skilst
einnig að Gunn-
laugur sé í hópi
þeirra sem telja að
íslendingar séu
ekki frjálsir menn
meðan þeir leggja
tolla á innflutt mat-
væli (sem em víst
niðurgreidd heima
fyrir) og skilja á
milli „frjálsra fjöl-
miðla“ og Ríkisút-
varpsins - sem
samkvæmt því er ófrjálst og ætti
helst ekki að vera tiL
Samviska flokksins
Um allt þetta mætti setja á lang-
ar tölur, en hér verður aðeins vik-
ið að einum þætti. Gunnlaugur tel-
ur sig túlkanda „hugsjóna ungra
sjálfstæðismanna" og sé félag
hans, Heimdallur, eins konar
„samviska flokksins". Hann er þá
spurður að þvi hvort það sé ekki
rétt að margir áhrifamenn flokks-
ins séu ungliðum sammála, en þori
ekki að sýna það i verki. Jú og það
er einmitt ágætt, segir Gunnlaug-
ur, að forysta Sjálfstæðisflokksins
komi ekki fram með sumt af því
sem við boðum. Af hverju? Vegna
þess að það væri ekki gott fyrir
flokkinn, m.ö.o. ekki líklegt til vin-
sælda í kosningum.
Þetta er skondin staða. Sam-
viska flokksins, Heimdallur, vinn-
ur sitt hugsjónastarf í þágu frelsis-
ins dýra - en ætlast ekki til að
Flokkurinn taki nema hæfilega lít-
ið mark á því. Eru ungliðarnir þá
að segja í hljóði að Frelsi sé að
vísu gott, en atkvæðin betri?
Kannski - en það hangir fleira á
spýtunni.
Það er i reynd bæði sniðugt og
árangursríkt fyrir flokkinn að
eiga sér órólega ungingadeild.
Hún tekur að sér að leika sér að
markaðsvæðingu frels-
isins og reka hana út á
ystu nöf, t.d. með þeirri
rökvísi sem segir að
vændi, mútur og eitur-
lyfjasala séu ekki annað
en spuming um fram-
boð og eftirspurn og
frelsi kaupanda til að
velja og hafna. Ungliða-
deildin fær við þetta á
sig vissan sjarma rót-
tækninnnar, þeirra sem
þora að hneyksla - ekki
bara félagshyggjupakk-
ið, heldur og varfæma
góðborgara og uppeldis-
sinna í eigin frænd-
garði.
Róttæknisj arminn
gerir ungliðadeildina
dálítið spennandi, losar hana við
ámæli um að láta sér nægja þægð
og þjónustuvilja við þá sem ráða
ferðinni, laðar líklega að meðlimi.
En um leið er þessi hægriróttækni
meinlaus, hún haslar sér ákveðinn
völl og ætlar sér ekki út fyrir
hann: Það væri ekki gott, segir í
viðtalinu sem fyrr var nefnt, „ef
einhver úr forystu flokksins hefði
komið fram með það sem við vor-
um að boða“.
Nauðsynlegt mynstur
Forysta flokksins getur líka
unað glöð við sitt. Ólætin i unglið-
unum má túlka sem gerjun og
hugmyndagrósku; þetta er ungt og
leikur sér. Um leið
kemur upp æskileg
staða fyrir foryst-
una og ekki síst for-
manninn. Alþjóð
fær að vita öðru
hvoru að innan
flokksins stóra em
öfl sem hneigjast til
þeirra „öfga“ að
vilja segja upp sam-
félagssáttmálanum,
hnika freklega til
því jafnvægi milli
einstaklingshyggju
og félagshyggju
sem íslenskt samfé-
lag svamlar í. Þau
tíðindi verða svo
beint og óbeint til
að styrkja menn í
því að efla sem mest og best þann
landsföður sem hefur styrk til að
halda allri óþekkt í skefjum - og
þá ekki síst innan síns eigin
flokks.
Þetta er ekki úthugsað samsæri.
Þetta bara gerist. Kannski er þessi
staða náttúruleg afleiðing þess að
Sjálfstæðisflokkurinn íslenski er
stærsti flokkur heims; ekki einu
sinni í flokksræðisríkinu fræg-
asta, Sovétríkjunum, var Flokkur-
inn eini nema hálfdrættingur á
við flokk Davíðs og Geirs að með-
limafjölda. Sjálf stærðin kallar á
það samlynda samlífi óþekktar og
aga sem nú var á drepið.
Ámi Bergmann
„Þetta er skondin staða. Sam-
viska flokksins, Heimdallur, vinn-
ur sitt hugsjónastarf í þágu frels-
isins dýra - en ætlast ekki til að
Flokkurinn taki nema hæfílega lít-
ið mark á því. Eru ungliðarnir þá
að segja í hljóði að Frelsi sé að
vísu gott, en atkvæðin betri?u
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
Með og
á móti
Sigrún Elsa Smára-
dóttir á sæti í
stjórn Vinnuskóla
Reykjavíkurborgar
fyrir R-listann.
Laun Vinnuskólans fryst
Hagsmunir
samfélagsins
„Laun allra þeirra einstak-
linga sem vinna hjá Vinnuskól-
anum í sumar og unnu þar í
fyrra, hækka milli ára. Tíma-
kaup þeirra sem eru í dag 15 ára
hækkar úr 211
kr. í 247 kr. eða
um 17 %,
þeirra sem eru
16 ára úr 239
kr. í 331 kr. eða
um 38 %. Laun
16 ára unglinga
nema nú 90%
af taxta Dags-
brúnar á al-
mennum
vinnumarkaði
fyrir 17 ára.
Vinna ung-
linga í Vinnuskólanum er ekki
almenn launavinna ætluð til
framfærslu, heldur er rekstur
Vinnuskólans þjónusta við sam-
félagið. Ástæður þess að sömu
laun verða greidd fyrir vinnu 16
ára unglinga i ár ög í fyrra eru:
1. Nýlega voru störf 16 ára Ung-
linga færð frá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur til Vinnuskólans,
en viö það breyttust þau úr al-
mennri launavinnu í vinnu und-
ir leiðsögn í bland við fræðslu og
tómstundatilboð. 2. Til að skapa
svigrúm til að lengja vinnutima-
bilið fyrir duglega 16 ára ung-
linga. 3. Með því að hækka laun
14 og 15 ára unglinga, en ekki 16
ára, er stigið skref til að leiðrétta
þann launamun sem er á milli
aldurshópanna, jafnvel fyrir
sömu störf. 4. Til að jafna að
nokkru leyti þann mun sem er á
launum 16 ára unglinga hjá
Reykjavíkurborg og nágranna-
sveitarfélögunum, því það eru
nú fleiri skattgreiðendur sem
borga brúsann en Kjartan Magn-
ússon.“
Eru þetta
breiöu bökin?
„Með þessari aðgerð er R-list-
inn að skerða kjör sextán éira
unglinga á sama tíma og allir
aðrir hópar i þjóðfélaginu fá
verulegar kjarabætur. R-listinn
notfærir sér
það að ungling-
amir hafa ekki
samningsrétt
og lætur þá
taka á sig
kjaraskerðingu
í góðærinu.
Unglinga-
vinnan er eina
tækifæri þús-
unda unglinga
til að afla sér
vasapeninga fyrir sumarið og
komandi vetur. Launin skipta
barnafjölskyldur miklu máli þar
sem barnabætur falla niður við
16 ára aldur. Þessi kjararýmun
kemur því verst niður á þeim
sem síst skyldi.
Það er heilaspuni hjá R-listan-
um að eðlisbreyting hafi átt sér
stað í unglingavinnunni; frá al-
mennri vinnu til starfsnáms.
Snyrtistörf og fegranarvinna era
afar sýnileg og unglingarnir
munu sinna sömu störfum í
borginni í sumar og mörg und-
anfarin ár. Það þarf meira til en
tvo fræðsludaga á sumri til að
halda því fram að eðlisbreyting
hafi orðið á þessum störfum eins
og R-listinn heldur fram.
Allir vita að staða borgarsjóðs
er slæm, en maður hefði haldið
að hægt væri að finna aðrar
spamaðarleiðir en skerða sum-
arhýrana hjá 16 ára unglingum
sem hafa ekki samningsrétt. R-
listinn virðist telja að þetta séu
breiðu bökin í borginni." -aþ