Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 16
16 Margar lágar lífeyrisgreiðslur frá upphafi starfsferils eru enn á sfnum stað: Stubbarnir ekki tapadir - bíða þess að verða greiddir út Iðgjöld Iðgjöld Sumarvinna eða vinna í stuttan tíma Margir kannast við það að hafa greitt í stuttan tíma í ólíka lífeyris- sjóði, t.d. á skólaárum og í upphafi starfsferils síns. Oft getur verið um lágar upphæðir að ræða, t.d vegna sumarvinnu á eyrinni, í fiski, vegavinnu eða vegna starfa í versl- un eða á sjúkrahúsi. Umræða um lífeyrismál var ekki mjög ofarlega í hugum manna fyrir t.d. 20-30 árum og því undir hælinn lagt hvort fylgst var með því í hvaða líf- eyrissjóð iðgjöldin runnu. En þessa dagana eru lífeyrismál á allra vörum og ófáa fýsir að vita hvað orðið hefur um þessa lífeyris- stubba eins og þeir eru gjaman nefndir. Hjá Landssamtök- um lífeyrissjóða var DV tjáð að fólk þyrfti ekki að hafa áhyggjur af lífeyrisstubbunum. Líf- eyrisiðgjöldin frá því á árum áður væru alls ekki glatað fé. Inneign í sjóðunum biði þess ein- faldlega að verða greidd út, annaðhvort þegar lif- eyrisaldri væri náð eða vegna fráfalls. Inneign skönnuð Þegar kemur að töku lífeyris er kennitala viðkomandi slegin inn hjá Landssamtökum líf- eyrissjóða. Þá kemur fram yfirlit þar sem sjá má í hvaða sjóði við- komandi hefur greitt og hvenær hann greiddi síðast í þá. Á það við um alla, hvort sem þeir eiga mikla inneign eða litla. í framhaldinu eru málin könnuð nánar m.t.t. út- borgunar. Lífeyrisþegi þarf því ekki að leita uppi inneign sína hér og þar og eiga á hættu að lífeyris- réttindi tapist vegna gleymsku. Almennt gildir sú regla að ef inneign í lífeyrissjóði er yfir 3 punktum (þumalputtaviðmið sjóð- anna) þá greiðir viðkomandi lífeyr- issjóður lífeyri út til lífeyrisþega. Sé inneignin hins vegar undir 3 punktum rennur inneignin í þann sjóð sem lífeyrisþegi greiddi síðast í. Þetta er gert til hagræðingar þar sem sjóðirnir vilja forðast kostnað við að senda t.d. 120 krónur á mán- uði til sjóðfélaga. Sameining stubba í einn sjóð er þó háð því að viðkomandi sjóðir séu aðilar að samkomulagi lífeyrissjóðanna. Langflestir lífeyrissjóðir eru þar aðilar. Stubbarnir skila sér Ekki á ein- um stað Lífeyrissjóblr Hver og einn lifeyris- sjóður heldur yfirlit yfir þá sem greitt hafa í sjóðinn. Hins vegar er hvergi á stað hægt að fá ítarlegt yfirlit yfir stöðuna eöa áunnin réttindi í hverj- um lífeyrissjóði eins og þau eru í dag. TO þess þarf að leita til hvers sjóðs fyrir sig. Og þá geta margir komist að því að margt smátt gerir eitt stórt og lífeyrissmál þeirra eru í betra horfi en þá grunaði. Það er þó háð því að sjóðimir hafi staðið sig vel og séu sterkir. Lífeyrissjóðir senda reglulega yf- irlit um iðgjaldagreiðslur til virkra félaga. Sjóðimir hafa ítrekað bent fólki á að lesa þessi yfirlit og ganga úr skugga um að allar iðgjalda- greiðslur hafi skilað sér í lifeyris- sjóðinn. Þeir sem ekki hafa greitt í tiltekinn lífeyrissjóð síðustu miss- eri, og em þ.a.l. ekki lengur virkir, verða hins vegar að leita til skrif- stofa sjóðanna um yfir- lit. -hlh 3 punktar eöa fleiri emum Lifeyrisgreiðslur 3 punktar eða færri Lifeyrisgreiðslur Aðalsjóður FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999 15. maí Frestur til að setja sumar- dekkin undir bílinn rennur út 15. apríl en bíleigendur eiga yfir- leitt ekki von á óþægindum vegna nagladekkja fyrr en eftir 1. maí. Afsláttur Þeir sem hyggjast láta skella vetrarhjólbörðunum undir bíl- irm ættu að hyggja að þvi aö flest hjólbarðaverkstæði bjóða einhvers konar staðgreiðsluaf- slátt. Algengur er t.d 10% afslátt- ur af vinnu og skiptingu eða vinnu við skiptingu og af nýjum hjólbörðum ef þeirra er þörf. Einnig má nefiia að sum verk- stæðin bjóða sérstakan afslátt fyrir stærri bíla, s.s. sendiferða- bíla. Veffyrirtæki ofmetin Á vef Landsbréfa fer nú fram atkvæöagreiðsla þar sem gestir vefsins er beðnir að taka afstöðu Erlend veffýrirtæki 18,0% rétt metin til þess hvort meirihluti er- lendra veffyrirtækja sé ofinet- inn. Um hádegi í gær höfðu svör fallið þannig að rúmum 56% fundust erlend veffyrirtæki of- metin, tæpum 26% fundust þau ekki ofmetin en 18% gesta Landsbréfavefsins fundust verð- mæti erlendra veffyrirtækja rétt metin. Gátlisti seljenda fasteigna - vegna söluyfirlits sem skylt er að gera skv. lögum Áður en heimilt er að bjóða eign til sölu er það lagaskylda að útbúa sölu- yfirlit yfir eignina þar sem greint er frá öllum atriðum er varða eignina: stærð, byggingarefhi, stöðu veðlána o.fl. Verður að útvega ýmis skjöl og koma þeim á fasteignasöluna innan þriggja daga frá því söluumboð er undirritað eða að fela fasteignasöl- unni að útvega gögnin. Veðbókarvottorð Veðbókarvottorð fást hjá sýslu- mannsembættinu í Reykjavík, ef eign- in er i Reykjavik, Seltjamamesi eða í Mosfellsbæ, en annars á skrifstofu viðkomandi sýslumannsembættis. Afrit skuldabréfa Á veðbókarvottorði kemur fram hvaða skuldir (veðbönd) hvila á eign- inni og hvaða þinglýstar kvaðir era á henni. Ef ekki era til afrit af öllum veðskuldabréfum eða öðrum veðbönd- um, sem á eigninni hvíla, þarf að út- vega ljósrit af skjölunum hjá sýslu- manni. Kvittanir og yfirlit Útvega verður kvittanir allra áhvílandi lána, jafiit þeirra sem eiga að fylgja eigninni (verða yfirtekin) og þeirra sem seljandi hyggst flytja af eigninni (aflýsa). Ef síðustu kvittanir era ekki fyrirliggjandi getur dugað að leggja fram ógreidda greiðsluseðla vegna síðustu eða næstu gjalddaga lánanna. Ennfremur verður að leggja ffarn yfirlýsingu eða útskrift banka- stofnunar eða innheimtuaðila um stöðu skuldarinnar. Fasteignamat Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeigendum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattfram- tals. Sveitarfélög eða, gjaldheimtur senda þennan seðil um fasteignagjöld í upphafi árs og er hann yfirleitt jafh- framt greiðsluseðill fyrir fýrsta gjald- daga fasteignagjalda ár hvert. Þá þarf að framvísa kvittunum vegna gjald- fallinna fasteignagjalda. Ef kvittanir era glataðar þarf yfirlýsingu eða út- skrift um stöðu gjaldanna. Brunabótamatsvottorð Brunabótamatsvottorð og kvittanir vegna iðgjalda fást hjá því vátrygging- arfélagi sem annast brunatryggingu eignarinnar. Staða hússjóðs Yfirlýsing húsfélags um væntanleg- ar eða yfirstandandi framkvæmdir þarf að fýlgja og láta verður formann JtoWtmUiL. eða gjaldkera húsfélagsins útfylla eyðublaðið „Yfirlýsing húsfélags". Það fæst hjá fasteignasölum.Sam- kvæmt lögum um fjöleignarhús ber eiganda fasteignar að skila inn síðasta ársreikningi húsfélagsins. Ljósrit afsals Afsal fyrir eigninni á seljandi að hafa undir höndum og þarf fasteigna- salinn að fá ljósrit af því. Ef afsalið er glatað er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkomandi sýslumannsembætti. Ef lagt hefur verið ffarn ljósrit af- sals er ekki nauðsynlegt að leggja ffarn ljósrit kaupsamnings. Ljósrit kaupsamnings er því aðeins nauðsyn- legt í þeim tilvikum að seljandi hafi ekki enn fengið afsal ffá fýrri eiganda eða hafi ekki enn þinglýst afsalinu. Eignaskiptasamningur Eignaskiptasamningur er nauðsyn- legur því í honum á að koma fram eignarhlutdeild í húsi og lóð og hvern- ig afnotum af sameign og lóð er hátt- að. Frá 1. janúar 1999 er það skilyrði fýrir þinglýsingu á eignayfirfærslum í fjöleignarhúsum að eignaskiptasamn- ingur liggi fyrir og að eignayfirfærsl- an sé í samræmi við hana. Umboð Ef eigandi (eigendur) annast ekki sjálfur sölu eignarinnar þarf umboðs- maður að leggja ffam umboð þar sem eigandi eða eigendur veita honum umboð til þess fýrir sína hönd að und- irrita kauptilboð, kaupsamning, afsal, veðheimildir og önnur nauösynleg skjöl vegna sölu eignarinnar og til þess að tilgreina greiðslustað kaup- verðsins. Yfirlýsingar Ef sérstakar kvaðir era á eigninni, s.s. forkaupsréttur, umferðarréttur, viðbyggingarréttur o.fl., þarf að leggja ffam þau skjöl þar sem þetta er tekið fram. Ljósrit af slíkum skjölum fást yfirleitt hjá viðkomandi sýslumanns- embætti. Þegar kauptilboð hefúr ver- ið samþykkt þarf að afla samþykkis forkaupsréttarhafa. Ef dánarbú er að selja eign þarf að leggja ffam leyfi til einkaskipta frá viðkomandi skipta- ráðanda. Ef verið er að selja eign vegna hjónaskilnaðar eða sambúðar- slita þurfa báðir aðilar að undirrita söluumboðið til fasteignasalans. Teikningar Leggja þarf fram staðfestar bygg- ingamefhdarteikningar af eigninni. Hægt er að fá ljósrit af þeim hjá bygg- ingafulltrúa viðkomandi sveitarfé- lags. Annað Ef seljandi hefur undir höndum einhveijar ffekari upplýsingar, sem máli geta skipt vegna sölu eignarinn- ar, ber að leggja þær fram eða upplýsa um þær. Hér má nefna upplýsingar um almennt ástand eignarinnar, þekkta galla eða meinbugi o.s.frv. Aðstoð ódýrari í mörgum tilvikum mun fasteigna- salinn geta aðstoðað við útvegun þeirra skjala sem að framan greinir. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða sam- kvæmt gjaldskrá viðkomandi fast- eignasölu, auk beins útlagðs kostnað- ar fasteignasalans við útvegun skjal- anna. í flestum tilvikum er slíkt ódýr- ara en að taka sér ffí frá vinnu. Þessar upplýsingar má einnig nálg- ast á Netinu á www.fasteignir.is -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.