Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1999, Blaðsíða 28
32
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1999
Sviðsljós
Silfurskartgripir með
litríkum steinum
Men kr. 1.700,
lokkar kr. 1.200,
hringur kr 1.300.
rmingautsalci
á reióhjölum
Poppgyöjan Madonna mátti til með að mæta í óskarsverðlaunapartf tímarits-
ins Vanity Fair. Með í för var ónafngreindur herramaður.
Ronaldo gefur syni
Viktoríu Kryddpíu bol
Brasilíski fótboltakappinn
Ronaldo gaf á dögunum nýfæddum
syni Kryddpíunnar Viktoríu
áritaðan bol. Ronalda afhenti föður
þess stutta, David Beckham, bolinn
eftir leik Manchester United og
Inter Milan í síðustu viku.
Að sögn Beckham kvaðst Ronaldo
vera með gjöf handa litla guttanum
og skrifaði á bolinn: Til Brooklyn
frá Ronaldo. Hin nýbakaða móðir er
himinlifandi yfir gjöfinni og sagði
að hún myndi sóma sér vel í
barnaherberginu.
Robbie í bólið
með gríspíu
Breski popparinn Robbie
Williams gerði sér lítið fyrir á
dögunum og kenndi ljóshærðri
leikkonu sitt litið af hverju í
bólförum. Leik-
kona þessi heit-
ir Jasmine og
leikur hina geð-
þekku og sið-
prúðu Sandy í
Koppafeiti, eða
Grease. Áreið-
anlegar heim-
ildir herma að skötuhjúin hafi
verið að í heilar sjö klukku-
stundir á hótelherbergi hans.
Þau gerðu að vísu hlé á hálftíma-
fresti svo Robbie gæti fengið sí-
garettu og vodka í kverkamar.
Enda fór svo að lokum að pínu-
barinn á herberginu tæmdist.
Nick Nolte í
lastabælinu
Stórleikarinn Nick Nolte bjó
eitt sinn á mexíkósku hómhúsi
og krækti sér í kynsjúkdóm eftir
hopp og hí með fegurðardrottn-
ingu á
trampólíni. Þá
var hann líka
dæmdur í 45
ára fangavist
fyrir að selja
fölsuð nafn-
skírteini. Hann
hefur þó
greinilega ekki þurft að sitja af
sér þann dóm. Upplýsingar þess-
ar koma fram í viötali við kapp-
ann í karlaritinu Palyboy. Þar
segir Nick að hann hafi verið
heldur baldinn sem unglingur.
Hann segir til dæmis frá því að
amma hafi gefið honum 300 þús-
und kall fyrir háskólanámi en
nann hafi bara eytt peningunum
í hórur. „Þetta var nú öll mennt-
unin sem ég fékk,“ segir hinn 58
ára gamli uppþurrkaði leikari.
Rod Stewart
keypti sér nýtt
armband
Á meðan Rachel Hunter nýtur
lífsins með nýjum gæja huggar Rod
Stewart sig með því að kaupa sér
meira skart. Hann bætti enn einu
armbandi við SEifniö sitt er hann leit
við i skartgripabúð í New York.
Orðrómur er á kreiki um að Rod
sé að íhuga skilnað vegna sambands
Rachel við annan mann. En Don,
bróðir Rods, segir hann enn vonast
til að sættir náist.
ESI 400 18 gíra grip shift 24”
70 Stk. 2&99Q.-
18.900.
K;SÁ 200 6 9ira arip shift 20"
20 stk. 1&9QQ.- 17.900.-
Gwyneth sveik
bernskuvinina
Bernskuvinir kvikmyndadísinn-
ar Gwyneth Paltrow, sem hlaut ósk-
arsverðlaunin á sunnudaginn, eru
lítt hrifnir af henni þessa dagana.
Segja þeir að hún hafi snúið við
þeim bakinu eftir að hún varð
stjarna.
„Gwyneth sveik mig og alla
gömlu félagana sína,“ segir Taube
Mae Lubart, ein af elstu bernsku-
vinkonum Hollywoodstjörnunnar.
Allir í kvikmyndabransanum
fögnuðu þegar Gwyneth, sem er 26
ára, hlaut óskarinn fyrir hlutverk
sitt í kvikmyndinni Shakespeare
ástfanginn. Það gerðu hins vegar
bekkjarfélagar hennar í Spence-
skólanum í New York ekki. Þeim
þykir Gwyneth hafa breyst í tilfinn-
ingalausa prímadonnu og eru mjög
vonsviknir með hegðun fyrrverandi
bekkjarsystur sinnar. Segja vinimir
að velgengni Gwyneth hafi stigið
henni til höfuðst.
Gwyneth er tilfinningalaus príma-
donna, að mati bernskufélaganna.
Símamynd Reuter
„Enginn af nánustu vinum Gwy-
neth frá tíma hennar i skólanum
okkar getur látið falleg orð falla um
hana. Við erum öll reið og særð,“
segir Taube Mae Lubart í viðtali við
breska blaðið The Sun.
Það kom þegar í ljós fyrir
nokkrum árum að Gwyneth vildi
ekki lengur hafa samskipti við
bernskuvinina. Þá reyndi Taube
Mae Lubart að skipuleggja endur-
fundi bekkjarsystranna. Fyrst lofaði
Gwyneth að koma. En síðan breytti
hún um skoðun og lét blaðafulltrúa
sinn hringja og afboða komu sína.
„Það var augljóst að Gwyneth
hafði ekki lengur áhuga á að um-
gangast félagana sem hún ólst upp
með. Það var eins og að fá högg í
andlitið þegar hún lét blaðafulltrúa
sinn hringja fyrir sig,“ segir Taube
Mae Lubart um fyrrverandi
vinkonu sína.
Karólína sjaldan
verið fallegri
Karólína Mónakóprinsessa
blómstrar sem aldrei fyrr eftir
að hún gekk að eiga þýska prins-
inn Emst Hugo af Hannover.
Þykir mörgum það benda til að
eitthvað sé hæft í sögusögnum
um að hún sé kona ekki einsöm-
ul. Karólína hefur verið iðin við
að sinna opinberum skyldum
sínum fyrir föður sinn, Rainier
fursta, en hún hefur líka gefið
sér góðan tíma til að vera með
bömunum sínum, eins og góðri
móður sæmir.
Naomi umhug-
að um börnin
Breska ofurfyrirsætan Naomi
Campbell haföi æma ástæðu til
að bros í Mílanó á dögunum, þótt
ekki væri hún á sýningarpöllum
Versace-tiskuhússins. Nei, fyrir-
sætan tók á móti sérstakri viður-
kenningu fyrir óeigingjarnt starf
sitt í þágu fatlaðra bama. Að at-
höfninni lokinni fór Naomi svo
tO Parísar með kærastanum,
Flavio Briatore, tO að taka þátt í
tískusýningu hjá Jeröme
Dreyfuss, hinum franska.
Alex út á lífið
með vinkonum
Jóakim Danaprins var ekki
fyrr farinn suður til Bólivíu i op-
inberam erindagjöröum en hin
fagra Alexandra prinsessa, eigin-
kona hans, brá sér út á lífið meö
nokkrum vinkonum sínum. Alex
fór á rúntinn í Nýhafnarhverf-
inu skemmtilega á blæjubílnum
sínum og náði í eina vinkvenna
sinna. Annars var Alexandra
prinsessa nýkomin heim eftir
langa útivist austur í Hong Kong
hjá foreldrum sínum þar sem
hún slakaði á eftir annríkið.