Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 viðtal Eg verð að gæta bróður míns Guðmundur Jónsson í Byrgínu. Hann byrjaði sitt starf á að fara niður í bæ og setjast hjá fólkinu sem ekki átti í nein hús að venda en var drukkið á göt- unum. Hann tók það upp í bílinn hjá sér og bauð því að koma og gefa lífinu séns. DV-mynd Hilmar Pór „Þaö skilur enginn hvernig hann vinnur hann Guömundur. Hvernig hann heldur sönsum, “ segir viö mig starfsmaöur Byrgisins sem fylgir mér til Guömundar. „Hann hefur þá trú aö hœgt sé aö hjálpa öllum og hann vísar aldrei neinum á dyr. Sama þó aö þröngt sé í Byrginu þá er alltaf pláss fyrir einn til sem á þarf aö halda. Jafnvel þegar menn hafa svikiö hann og fariö á fyllirí, talaö illa um hann og Byrgiö en koma svo aftur. Aftur og aftur. Og alltaf tekur hann viö þeim meö full- kominni fyrirgefningu. Ef œöri máttarvöld eru ekki meö Guö- mundi, þá veit ég ekki hvaö. “ Þegar ég hitti Guðmund segir hann mér frá því hvemig þetta byrjaði allt saman. Hann segist hafa lent i fjötrum áfengis. Byrjaði að drekka átján ára gamall og eftir fjögur ár var hann kominn í sina fyrstu meðferð og fór i þær margar eftir það. „Ég var helgarfyllibytta en helg- amar vom bara lengri hjá mér en öðrum,“ segir Guðmundur. „Svo voru stundum túrar. Ellefu til fimmtán dagar.“ Guðmundur segir að það hafi verið upp og ofan hvort hann tolldi í vinnu, drykkjan jókst, konan skildi við hann og sífellt seig á ógæfuhliðina. Eitt atvik er þó Guð- mundi sérstaklega minnisstætt frá þessum ámm. „Ég tók ellefu daga drykkjutúr eftir að ég lauk afvötnun árið 1983. Þegar ég kom heim nötraði ég og skaif og var mikið veikur. Ég fór að biðja í hálfum hljóðum í eymd minni og upplifði í fyrsta skipti að Guð væri til. Ég varð skyndilega styrkur sem stál. Ég fann kraft Ðrottins koma yflr mig og ég fékk lækningu á fráhvarfseinkennun- um. Ég spurði prest hvað þetta gæti hafa verið, en hann gat enga skýringu geflð sagði mér aðeins að halda í það meðan það varði.“ Trúað á steina og stokka Áfram hélt óreglan og þar kom að Guðmundur var gersamlega farinn á sál og líkama. í upphafi árs 1990 fór hann í meðferð sem reyndist verða hans síðasta. „Ég kom nær dauða en lífi inn á Vog og þurfti fimmtán vítaminspraut- ur í afturendann til þess að ná mér. Ég lá líka fyrir meira og minna fyrstu dagana. Þegar ég hafði náð mér varð mér svo gengið inn í kapelluna á Vogi og fór allt í einu að tala við Drottin eins og hann stæði þar hjá mér. Ég talaði um hvernig mig langaði að snúa algerlega baki við þessu líferni mínu sem var bara pína og kvöl og eyða lífinu í hamingju með konunni minni og bömunum. Þegar ég kom út úr kapellunni var eins og ég hefði losnað við fleiri þús- und tonn af bakinu. Allar þær byrðar sem ég hafði borið voru farnar. Þrem- ur tímum siðar kom aftur yfir mig sá kraftur sem ég hafði kynnst sjö árum áður. Ég tel að það hafi veriö köllun til þess að gera það sem ég er að gera í dag.“ Eins og allir sem koma úr meðferð fór Guðmundur í AA-samtökin. Hon- um liggur gott orð til Vogs en hann fann sig ekki í samtökunum. „Þar er æðri máttarvöldum þakkað en mér fannst ekki koma nægilega skýrt fram hver sá æðri máttur er. Það er ekki raunverulegt að trúa á stokka og steina. Steinar og stokkar hafa ekki anda. Ef Jesús er með í prógramminu, þá er ekki aðeins verið að bjarga holdinu, heldur einnig and- anum. Eftir 16 mánuði fór ég að þrá að fá að tala um minn æðri mátt á AA-fund- um en það fékk ekki hljómgrunn. Mér þótti óþægilegt að sitja þar sem var blótað í ööru hverju orði og þeim þótti óþægilegt þegar ég sagði hallelúja eða amen. Það var eins og tveir heimar rækjust á.“ Að fóta sig í lífinu Guðmundur valdi sér kirkju til þess að sækja, fríkirkjuna Veginn, og fór þá fyrst að komast að því hver köllun hans væri. Eldur fyrir þjáningabræðrum og systrum bloss- aði upp og fór að þróast ár frá ári. „Á tímabUi var heimili mitt orðið eins og lítil kirkja. Það voru allt að ijörutíu manns inn í stofunni heima einu sinni í viku að hlusta á mig miðla af minni reynslu. Ég vissi að ég væri ekki einstakur heldur væri fullt af fólki sem ætti skilið að öðl- ast bata á sama hátt og ég. Ég gaf af mér það sem ég gat gef- iö og skaut skjólshúsi yfir þá sem þurftu þess með. Þar kom að börnin mín voru orðin þreytt á því aö fara alltaf úr herbergjunum sínum fyrir einhvem sem var „lasinn" og þurfti að sofa þar. í október 1996 tókum við hjónin hús við Hvaleyrarbraut- ina á leigu, en þar gátum við komið fyrir 13 manns. Formlega opnuðum við húsið 1. desember og það fyUtist strax. 1. júní 97 bauðst okkur annað hús á Vesturgötunni og þar komust að 22 vistmenn. I október ‘97 varð ég enn að stækka og þá kom Hlíðar- dalsskóli inn í myndina. Síðan hafa verið 100 heimUis- menn gegnumgangandi hjá okkur í þremur húsum. Við erum með kristUegt meðferðarprógramm fyrir þá sem það velja, og á síðasta ári völdu það 480 manns. Fyrst og fremst má segja að Byrgið sé biblíu- skóli. Við höldum uppi dagskrá aU- an daginn, menn ræða sín mál og læra, þeir biðja og stunda útiveru og reyna að mynda aftur fjölskyldu- tengsl sem hafa rofnað. Núna höfum við einnig fengið RockviUe á Miðnesheiði og erum mikið þakklát fyrir það. Þar verður hægt að koma fyrir 200 manns sem geta stundað atvinnu af einhverju tagi og það auðveldar þeim að fóta sig aftur í lífinu.“ Guðmundur bæt- ir því við að hvers konar húsgögn séu vel þegin í Byrgið vegna flutn- inganna. Auk þess langar hann að koma á framfæri þökkum tU hinna mörgu velunnara Byrgisins. Á götunum hjá útigangsmönnunum Núna er i Byrginu fólk af öllum stigum þjóðfélagsins en i fyrstu var köllun Guðmundar sú að fara út og sækja það fólk sem var á göt- unni og fjármagnaði neyslu sína með þjófnaði og innbrotum. „Ég fór niður í bæ og fann þetta fólk sem sat á bekkjunum í mið- borginni og hafði ekki í nein hús að venda. Ég settist hjá því og tók það upp í bUinn hjá mér, rúntaði með það og talaði við það. Ég bauð því að koma og gefa lífinu séns. Flestir tóku því vel. Við heyrum svo oft að það sé ekki hægt að hjálpa neinum nema hann biðji um hjálp sjálfur. Þetta er vitleysa. Maður sem er langt leiddur í neyslu kann ekki lengur að rétta upp höndina eftir hjálp.“ Guðmundur segist muna eftir einum manni sem var sérlega erf- iður. Hann var síhringjandi í Byrg- ið tU þess að reyna að lokka menn með sér á fyUiri og stundum tókst honum það. Það tók Guðmund þrjá mánuði að fá hann til þess að setj- ast að í Byrginu. „Ég lét hann ekki í friði. Ég sett- ist hjá honum þar sem hann sat á börum, ég tók hann upp í bUinn þar sem hann var á gangi, fór þangað sem ég vissi af honum í partíum og linnti ekki látum fyrr en hann kom tU okkar. Nú hefur hann verið hjá okkur í 18 mánuði og er orðinn umsjónarmaður. Hann viU ekki fara því honum þykir svo vænt um Byrgið. Þessi maður sagði mér seinna að hann hefði aldrei skilið í því hvað ég vUdi honum eiginlega. Hann var um fimmtugt og hafði verið í óreglu frá því að hann var ungling- ur. Hann hafði verið talinn ofvirk- ur og var sendur af heimUi sínu í sveit þar sem hann fékk mjög slæma meðferð. Síðan þá beitti hann öUum brögðum tU þess að deyfa þessi sár i sálinni og varð fyUibytta og dópisti og sannkaUað- ur fangelsismatur. Það hafði eng- inn sýnt honum áhuga í öU þessi ár og hann ekki talað við nokkurn mann í háa herrans tíð. En fyrir innan rifbeinin slær yndislegt hjarta." Margoft verið traðkað á mér Guðmundur segist ekki geta út- skýrt af hverju honum þyki svo vænt um þetta fólk að hann geti ekki látið það í friði. „Ég á eitthvað sem mér var gefið og mér ber að gefa það öðrum. Ég má ekki sitja með það einn. Ég verð að gæta bróður míns,“ segir hann. En hefur hann aldrei farið að efast ef hann hefur verið svikinn eða orðið fyrir mUdu vanþakklæti? „Það hefur margoft verið traðkað á mér en það er bara ástæða til þess að sækja viðkomandi aftur út á götuna. Þau eru lasin og ég veit að þau meina ekki það sem þau gera og segja. Það er fiknin sem dregur þau tU þessara hluta og þegar ég horfi i eigin barm sé ég að þetta var eins hjá mér,“ segir Guðmundur. „Ég næ svipuðum tengslum við aUa en í mínu starfi þýðir ekki að láta tilfinningamar hlaupa með sig í gönur. Ég er farvegur fyrir Drottin tU þess að ná til þeirra. Ég má ekki bera þessar byrðar aUar og láta vandamálin verða eftir hjá mér því að Drottinn hefur þegar dáið fyrir þær. Það situr ekki mikið eftir annað en líkamleg þreyta. Krakkamir mín- ir verða oft svo miklir vinir þessa fólks að það snertir þá meira þegar það fer. Þegar einhver hleypst á brott og dettur í það er það fyrsta sem við getum gert að byrja að biðja fyrir honum því við vitum að bænin gerir kraftaverk. En eins og sorgin knýr dyra í bar- áttunni em gleðistundirnar margar. Við sjáum hér mæður sem hafa ver- ið sviptar forræði yfir börnum sínum fara aftur að hafa samband við þau. Þá sjáum við væntumþykjuna byrja að loga og hungrið að fá að hitta þau. Síðan em það foreldrar fólks sem hefur verið í neyslu sem hringja og þakka fyrir. Þeir hafa ef tU vUl ekki séð bami sínu líða jafn vel árum saman. Sættir myndast í fjölskyldum og það er yndislegt. Ég held því áfram starfi mínu meðan Drottinn vUl,“ segir Guðmundur að lokum. -þhs OtTnnir- spaan (M Ca Gull-úrið Axel Eiríksson Álfabakka 16, Mjóddinni, s. 587 0706 Aðalstræti 22, Isafirði, s. 456 3023

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.