Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Hciiíiftta .'11. ki. 35.000/ llmliiifcttSR Páskablað^akemur út fimmtudaginn 1. apríl, skírdag. Auglýsendur, athugið Blaðinu fylgir sérblaðið ífið eftir vinnu en þar er fjallað um það sem er að gerast í skemmti-, lista-, menningar- og afþreyingargeiranum. Pantanir og vinnsluauglýsingar þurfa að berast fyrir kl.14 mánudaginn 29. mars. Tilbúnar auglýsfngar þurfa að berast fyrir kl.lt^’raéV&uda^nB 31. mars. Smáauglýsíngar til birtingar í páskablaöi þurfa aö berast fyrir c ntöðvikudaalon*§1. mars. yrsta Diao eftir páska kemur út snemma á þriðjudagsmorgun. Svala Björgvinsdóttir er við dyr heimsfrægðarinnar: Kemur ekki á óvart - segir Birkir Björnsson sem var með henni í Scope Síöasta mánudag var sagt frá því í fréttum að í skosku stórblaði væri greint frá milljarðssamningi sem EMI hljómplöturisinn væri að gera við unga óþekkta söngkonu. Sá háttur er stundum hafður á í hljómplötugeiran- um að fyrirtæki taka upp á arma sína ungt hæfUeikafólk sem þau sjá fram- tið í. Þannig á það að hafa verið með Spice Girls og fleiri heimsfræga tón- listarmenn. Söngkonan unga reyndist vera ís- lensk en alls ekki óþekkt hér á landi. Svala Björgvinsdóttir hefur sungið ein og með hljómsveitum þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 22 ára. Svala er sem kunnugt er dóttir stór- söngvarans Björgvins Halldórssonar og konu hans, Ragnheiðar Bjarkar Reynisdóttur. Bróðir hennar er Oddur Hrafn. Frábær söngkona Við höfum líklega heyrt fyrst í Svölu þegar hún var aðeins tíu ára og söng jólalagið Ég hlakka svo til sem enn nýtur mikilla vinsælda i desem- ber. Poppið var sterkt í henni og á ár- unum 1994-5 var hún í hljómsveitinni Scope með Birki Björnssyni, Svein- birni Bjarka Jónssyni, Grétari Inga Gunnarssyni og Margeir Ingólfssyni og naut sveitin nokkurra vinsælda. Vinsælasta lag hljómsveitarinnar var Was it all it was. Gott gengi Svölu kemur Birki Bjömssyni ekki á óvart: „Svala er mjög góður tónlistarmað- ur og frábær söngkona. Samstarfið við hana gekk vel. Það er mjög gott að vinna með henni. Svala, Bjarki og ég ætluðum alltaf að starfa meira saman en af því hefim enn ekki orðið.“ Svala með fjölskyldunni í fertugsafmæli föður síns. Lítil með fjölskyldunni. Ragnheiður, Svala, Oddur Hrafn og Björgvin. Svala árið 1995 þegar hún lék með Bubbleflies. DV-mynd GVA í maí 1995 voru No Name-andlit sumarsins kynnt. Það voru söng- konurnar Emilíana Torrini og Svala. DV-mynd Teitur Á þetta innilega skilið Árið 1995 gekk Svala til liðs við hljómsveitina Bubbleflies sem þá hafði starfað í nokkur ár með Pál Bannine sem söngvara. Páll hætti og Svala tók við stöðunni. Samstarf við Bubbleflies hafði hafist nokkru áður þegar hún söng viðlag í lagi hljóm- sveitarinnar sem flutt var í kvik- myndinni Ein stór fiölskylda. Lagið I Bet You sem þau gáfu út sumarið 1995 naut nokkurra vinsælda. „Svala er söngvari frá náttúrunnar hendi og þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu,“ segir Davíð Magnússon sem starfaði með henni í Bubbleflies. Það kemur honum ekki á óvart frekar en Birki að hún skuli vera í samninga- viðræðum sem þessum. Davíð segir að Svala sé mjög fagmannleg í vinnu- brögðum. Hann er ekki hrifmn af þeirri tónlistarstefnu sem Svala vinn- ur innan en segir að gæði tónlistar- innar séu 100%. „Svala er að spila R&B í heimsklassa. Það kemur mér því ekki á óvart að hún skuli vera í þessari stöðu og ég verð mjög vonsvikinn ef hún fær ekki þetta tækifæri því hún á það svo innilega skilið." -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.