Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1999, Blaðsíða 28
28 mðtal t LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 ~k Selma Björnsdóttir hefur verið að troða upp síðan hún var sjö ára og lék álfadrottninguna í Öskubusku með barnakórnum sem hún söng með í sjö ár. Fyrst komst hún þó almennilega í sviðsljósið þegar hún lék hlutverk Columbiu í söngleiknum Rocky Horror, sem settur var upp í Loftkastalanum. Hún var svo viðloðandi Loftkastal- ann næstu árin, þar sem hún tók þátt í uppfærslum á Latabæ og Skara Skrípó, sýningum sem báðar nutu mikilla vinsælda og voru sýnd- ar mánuðum saman fyrir fullu húsi. Selma var sjónvarpskona til skamms tima, þegar hún var annar l stjórnenda unglingaþáttarins Ó, en 'síðan lá leiðin í Borgarleikhúsið í Ljúfa líf og Augun þín blá. í Þjóð- leikhúsinu lék hún í Meiri gaura- gangi, en hélt síðan aftur i Borgar- leikhúsið til þess að leika Sandy í Grease. Jafnhliða Eurovision mun hún svo vera ein af þremur söng- konum í Litlu hryllingsbúðinni sem byrjað verður aö æfa skömmu eftir páska. Selma fær svo að skreppa út i Eurovision fyrir frumsýn- ingu. Það verður nóg að gera. Ætlaði í lögfræðina Allt eru þetta söngleikir, enda segist Selma ekki vera lærð leik- kona. Hún hef- ur heldur ekki lært söng, en var í kór sem krakki í sjö ár, þar sem hún að sögn lærði sitthvað nýtilegt. En hefur hana aldrei langað að gera neitt annað en að syngja og leika? „Eftir Verslunarskólann var ég staðráðin í því að fara í lögfræði. Ég ákvað að taka mér frí í eitt ár og er enn þá í því fríi. Nú er ég komin með bakteríuna og efast um að ég fari nokkurn tíma í lögfræði. Ég hef áhuga á að láta reyna á samstarfið með Þorvaldi Bjarna og athuga hvað kemur út úr því. í bili lifi ég og hrærist í tónlistinni." Þorvaldur Bjarni og Selma hafa unnið saman af og til í fimm ár. Það hafa þau gert í söngleikj um sem Selma hefur leikiö og sungið í, en Þorvaldur verið tónlistarstjóri. Fyrir tveimur árum ákváðu þau svo að mynda tónlistarlegt samband þegar þau unnu við kvikmyndina Sporlaust, þar sem þau áttu saman fjögur lög. Hvernig leist þér á þegar þú varst skyndilega beðin að vera fulltrúi ís- lands í Eurovision? „Ég tók mér nokkra daga til þess að hugsa um það," segir Selma. „En það gerði útslagið að ég fékk sjálf að velja mér lagahöfund og valdi vita- skuld félaga minn, Þorvald Bjarna. Ég fékk einnig að hafa mikið að segja um hvernig lagið þróaðist. Það sem freistaði mín líka var að ég vissi að það mátti syngja á ensku og samstarf okkar Þorvaldar hefur einmitt byggst upp á því. Það eru nýjar reglur í ár og miða að því að þjóðir sem tala lítt útbreidda tungu hafi jafna möguleika og hinir. Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að Malta, Irland og Bretland hafi oftast verið á topp fimm og það er vafalítið vegna þess að þessar þjóðir tala ensku. Að sama skapi hafa lönd eins og ísland, Holland, Finnland og Eistland verið mjög aftarlega á merinni. í ár eru 23 keppendur og ellefu eða tólf lönd hafa þeg- ar tilkynnt að þau muni flytja sitt lag á ensku. Það sýnir að fólk hefur beðið eftir þessum breyting- um á reglunum. Fyrst sungið er á alþjóða- vettvangi er eðlilegt að all- ir séu jafnir." Ekki hægt að svindla Lag Þorvalds og Selmu heitir All Out of Luck og texti þess er allur á ensku. Enginn íslenskur texti er til við lagið. Hefur það ekki verið gagn- rýnt? „Jú, það er líka fullkomlega eðli- legt," segir Selma. „Þingmenn hafa gagnrýnt það í Degi og að mínu mati eiga þingmenn að halda uppi slíkri gagnrýni. Síðan heyrði ég malið rætt í útvarpi þar sem talað var við veg- farendur en mikill meirihluti þeirra var hlynntur því að prófa þennan möguleika. Við höfum reynt að syngja á íslensku í 12 ár og aldrei verið framarlega nema þegar Eitt lag enn fór í fjórða sæti. Mér þykir hins vegar sorglegt það sem borið hefur á, alveg síðan við hófum þátttöku, að reynt sé að kom- ast fram hjá tungumálinu sínu á ein- hvern annan hátt með því að telja upp alþjóðleg orð og fræg nöfn eins og Sókrates, Tsjækovskí, Sjúbídú, London, París og Róm. Mér þykir það verra en að syngja hreinlega á ensku þannig að allir geti skilið það." Fleiri breytingar hafa orðið á regl- um keppninnar. í ár er heldur engin strengjahljómsveit en öll spila- mennska á segulbandi. Engar dóm- nefndir sitja í löndunum að þessu sinni heldur verður „televoting" svo- kallað; almenningur hringir inn og greiðir atkvæði. Þetta er tölvukerfi sem gert er til þess að kosningin verði algerlega lýðræðisleg. Pólitíkin í kringum keppnina hefur alltaf ver- ið mikil og talað um það af íslensku keppendunum að mikið svindl væri í gangi, dómnefndir hafi verið að versla með stig og þess háttar. Það er ekki hægt núna. Selma segir að þó að fyrirkomu- lagið sé breytt þá sé hægt að búast við að það myndist annars konar pólitík. Sem dæmi nefhir hún að síð- ustu tvö árin hefur verið „televot- ing" frá Þýskalandi, og í bæði skipt- in hafa Tyrkir fengið þeirra tólf stig. „Urslitin hafa að mínu mati ekki skipt máli n kynna sitt land og það er gaman. Það skiptii Það gæti átt sér skýringar í því hve margir Tyrkir búa í Þýskalandi. Fannst keppnin hallærisleg Keppnin verður haldin í Jerúsalem þann 29. maí en einhver bið verður á því að þjóðin fái að heyra lagið. Að- standendur vilja ekki setja það í spil- un of snemma svo ekki verði komin þreyta í það þegar keppnin loks verð- ur haldin. Selma segist vera mjög ánægð með lagið. Hún valdi það úr nokkrum lögum sem Þorvaldur bar á borð fyrir hana og þótti það áberandi best. Selma Björnsdóttir er vel þekl í hinum ýmsu söngleikjum. Y glænýtt hlutverk þar sem hí til þess að taka þátt í E keppninni fyrir íslands hör ** »A«JÍ .*• ***** **.» „Það er hresst, enda er þetta dans- tónlist. Ég verð með tvo dansara á sviðinu sem voru rneð mér í Grease og heita Daníel og Brynjar. Bakradd- irnar syngja Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Stefán Hilmarsson og Rúna G. Stefánsdóttir. Ég hef svo fengið Filipp- íu Elísdóttur til þess að hanna á mig kjól, en hann verður að vera þannig að ég geti hreyft mig í honum því ég ætla líka að dansa." Er einhver boðskapur í laginu? „Það fjallar um að þó að allt gangi ekki upp alla daga, þá eigi maður bara að brosa framan í heiminn. Lífið er of stutt til þess að drekkja sér í sorgum og áhyggjum. Við Þorvaldur sömdum 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.