Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 Fréttir Stuttar fréttir Serbinn Uros Ivanovic óttast kjarnorkustyrjöld: Við Serbar gefum Kosovo aldrei eftir „Ég elska þetta fólk; Serbar eru mitt fólk en ég vorkenni líka Albön- um," segir Serbinn Uros Ivanovic frá Svartfjallalandi sem búið hefur hér á landi í 18 ár og starfar í Áfengisversl- un ríkisins í Kringlunni. „En Serbar eru blóðheitt fólk sem stendur á sínu og ég veit að við gefum Kosovo aldrei eftir á hverju sem dynur," segir Uro. Uro er að verða sextugur og tekur fram að þetta sé ekki hans stríð; til þess hafi hann verið of lengi fjarver- andi. Landar hans hafa oftsinnis hvatt hann til að koma heim og gerast sjálíboðaliði í stríði þjóðar sinnar en hann vill ekki fara: „Ég missti bróður minn og nánasta ættingja í átökum 1992. Sonur hans og dóttir búa núna nærri ófriðarsvæðun- um og ég er hræddur um þau. Þetta er erfítt, ákaflega erfitt," segir Uros og kennir Bandaríkjamönnum um hvernig komið er. „Myndin sem dreg- in er upp í vestrænum fjölmiðlum af átökunum á Balkanskaga er banda- rískur áróður að stórum hluta. Allt gengur þetta út á að þjóna hagsmun- um bandarískra vopnaframleiðenda. Sjálfir hafa Bandaríkjamenn ekki barist í eigin landi á þessari öld en verið iðnir við það annars staðar; i Kóreu, Víetnam og við Persafióa. Þeg- ar styrjöldunum lýkur byrja þeir strax að selja óvinunum vopn. Nú hafa Serbar skotið niður tvær B-2 orr- ustuflugvélar og stykkið af þeim kost- ar hvorki meira né minna en 72 millj- Þeistareykir ehf.: Rannsókn- ir hefjast í sumar DV, JUcureyii: Fimm aðilar standa að stofnun Þeistareykja ehf., en undirritun stofnsamnings verður á Húsavík í dag. Stofhun fyrirtækisins á sér þann aðdraganda að Orkuveita Húsavíkur, Rafveita Akureyrar og Hita- og vatnsveita Akureyrar tóku upp viðræður við landeigendur Að- aldæla- og Reykdælahreppa með það fyrir augum að gera rannsóknir á jarðhita á Þeistareykjum, og þess- ir aðilar standa að stofnun fyrirtæk- isins. Talið, er öruggt að á Þeistareykj- um sé óflugt háhitakerfi. Þar hafa hins vegar enn ekki farið fram meiri háttar rannsóknir til þessa, þó svo að Orkustofhun hafi kannað svæðið með yfirborðsrannsóknum eins og flest önnur háhitasvæöi landsins. Niðurstaða úr samningaviðræð- um landeigenda og ofantaldra aðila liggur nú fyrir og hafa aðilar komið sér saman um réttindi félagsins til rannsókna á svæðinu og til orku- vinnslu að rannsóknum loknum. Jafhframt óskuðu landeigendur eft- ir að gerast hluthafar í Þeistrareykj- um ehf. Gert er ráö fyrir að rann- sóknir og framkvæmdir hefjist í sumar með frekari yflrborðsrann- sóknum og lágmarksviðgerðum á vegarslóða að væntanlegu vinnslu- svæði. Jafnframt er ætlunin að bora eftir köldu vatni, en þess þarf að afla vegna rannsóknarborana á háhita- svæðinu og einnig vegna orku- vinnslu á svæðinu. Framhald verk- efnisins ræðst af þeim niðurstöðum sem rannsóknirnar leiða í ljós, en verði þær jákvæðar standa vonir til að djúp rannsóknarhola verði boruð á næsta ári. -gk Uros Ivanovic: - Serbar eru ekki villimenn. arða íslenskra króna, samtals 147 milljarða. Nú þarf að smíða nýjar og það hljóta allir að sjá samhengið þarna á milli." Uros segir að Serbar séu hjartahlý- ir og góðir menn. Um það geti allir vitnað sem hafi kynnst þeim. Frétta- flutningur af átökunum á Balkanskaga hafi hins vegar gert þá að villimönnum og óllum virðist sama um þá Serba sem fallið hafa i stríðinu. „Það er eins og Serbar séu ekki lengur manneskjur. Milocevic forseti er kominn á bekk með Hitler og Stalin en þó stendur 80 prósent þjóð- arinnar á bak við hann. Serbneska þjóðin myndi aldrei fylkja sér i þvilík- um mæli á bak við ómenni og bar- bara. Serbar eru ekki vitlausir. Ég hef hins vegar áhyggjur af íslendingum eftir að Halldór Ásgrímsson utanrik- isráðherra ákvað að styðja og vera að- ili að loftárásunum á Serba. Hernað- arsamband Serba og Rússa getur haft afdrifaríkar afleiðingar og ég óttast mjög kjarnorkustyrjöld í kjölfarið linni ekki þessum látum. Þetta er stórhættulegt ástand og Halldór utan- ríkisráðherra hefur dregið íslendinga inn í þetta. íslendingar eiga að lifa í friði en ekki láta draga sig inn í þennan darraðardans. Það vita allir að Keflavíkurflugvöllur er skotmark í kjarnorkustyrjöld skelli hún á." Uros Ivanovic hefur kynnst fjöl- mörgum Serbum sem komið hafa hingað til lands á síðustu 18 árum en alls munu þeir vera 67 talsins. Uros segir athyglisvert að ekki einn einasti þeirra hafi komist í kast við íslensk lög eða verið til vandræða á annan hátt: „Serbar eru gott fólk og ég elska þjóð mina. í þessu stríði eru þeir ekki alsaklausir - en minna má nú gagn gera," segir Uros. -EIR Leikskólakennarar í Kópavogi mæta á fund í Amarsmára í gærkvöldi. Þær ákváðu á fundinum að segja upp störfum frá 15. maí hafi kjör þeirra ekki verið bætt fyrir þann tíma. DV-mynd Hilmar Þór Fjárhagsvandi stóru sjúkrahúsanna: Rakin svik ríkis- stjórnarinnar - segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður „Þetta eru rakin svik á yfirlýsing- um ríkisstjórnarinnar," segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður í sam- tali við DV um yfirvofandi fjárhags- vanda stóru sjúkrahúsanna í Reykja- vík sem sagt var frá í forsíðufrétt blaðsins í gær. Össur segir að ríkisstjórnin hafi lýst því skorinort yfir við afgreiðslu fjárlaga að fjárskorti stóru sjúkrahús- anna yrði mætt og sérstakt átak gert í því efni eftir að þeim var rennt undir eina stjórn. Nú komi bersýnilega í ljós að ekkert hefur staðist af því sem lof- að var. „Ég vek sérstaka athygli á því að stærstur hluti þessa vanda eða 600 milljónir var reifaður af okkur í stjórnar- andstöðunni. Við bentum á að þau stæðu frammi fyr- . ir að minnsta OssurSkarp- kosti 600 milljóna £fðinsson al" króna samanlögð- Þingismaður. um vanda. Við gerðum okkur hins vegar ekki grein fyrir því að fyrir utan hann þyrfti sérstakt framlag vegna 2000-vandans upp á 200 milljón- ir. Við höfum hins vegar ítrekað bent á að það þyrfti að taka tillit til vinnu- timatilskipunar Evrópusambandsins, ekki síst þegar umræðurnar voru um kjör ungra lækna. Þetta kemur okkur því ekkert á óvart. Ríkisstjórnin lof- aði þvi hástöfum að þessu yrði kippt í lag. Það hefur hún svikið eins og flest annað sem snertir vanda stóru sjúkra- húsanna," sagði Össur Skarphéðins- son. -SÁ Haukdal í rannsókn Opinber rann- sókn á vegum embættis Ríkis- lögreglustjóra fer fram á fjármála- stjórn Eggerts Haukdals, fyrr- verandi oddvita V-Landeyja- hrepps. Kallað hefur verið eftir málsgögnum að þvi er kom fram í fréttum Sjónvarpsins. Rangar yfirlýsingar í tilkynningu frá Alþýðusam- bandi íslands segir að yfírlýsingar viðskiptaráðherra, Finns Ingólfs- sonar, um að verkalýðshreyfingin hafi fengið rikisstjórnina til að auka tekjutengingar séu ekki rétt- ar. Varað víð mafúinni íslensk fyrirtæki hafa leitað til skrifstofu Alþjóða verslunarráðs- ins vegna þess að þau hafa orðið fyrir barðinu á glæpamönnum í Rússlandi. Aðstoðarframkvæmda- stjóri ráðsins, sem sér um að rann- saka glæpi í viðskiptum, segir rúss- nesku mafiuna ráða nánast öllu bankakerfinu í Rússlandi og um helmingi af einkageiranum. RÚV sagði frá. Hafnaskýrslu Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafn- ar tillögum um snjóflóðavarnir í nýrri umhverfismatsskýrslu. Bæjarstjórnin leggur til snjóflóða- vamir sem eru helmingi ódýrari en þær sem lagt er til í skýrslunni að verði gerðar. RÚV sagði frá. Trúskipti 360 breytingar voru gerðar í þjóðskrá á trúfélagsaðild fyrstu þrjá mánuði ársins. Það samsvarar því að einn af hverjum þúsund hafi skipt um trúfélag að sögn RÚV. 10 milljarða 2000-vandi Fæstar ríkis- stofhanir hafa gert ráð fyrir útgjöld- um tengdum tölvuvandanum árið 2000 í reikn- ingum sínum. Bú- ist er við margvis- legum truflunum um aldamótin og stafar fslandi ekki síst hætta frá útlöndum. Þetta kemur fram í viðtali Dags við Hauk Ingi- bergsson, formann 2000-nefndarinnar. Þakklætisvottur Helgi Magnússon, framkvæmda- srjóri Hörpu, afhenti í gær Hrólfi Jónssyni slökkviliðsstjóra 250 þús- und króna ávísun í viðurkenning- arskyni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð slökkviliösins í Reykja- vík þegar málningarverksmiðja Hörpu brann. Dagur sagði frá. Rafveituhúsið selt í gærkvöldi var undirritaður samningur milli Ako-Plastos og Akureyrarbæjar um kaup Ako- Plastos á húsi Rafveitu Akureyrar. Þreifingar hafa staðið í allnokkurn tíma um málið en endanlegt kaup- verð er 86 milljónir króna. Dagur sagðifrá Heyleysi Dagur segir að sögulegur heyskortur blasi við í Skagaflrði og slæmt ástand sé á Norðurlandi, ekki síst í Húna- vatnssýslum. Langur snjóavet- ur veldur þessu. Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna, segir eyflrska og þingeyska bændur ekki í vanda vegna heyskorts. Evrópustjóri í heimsókn Daniel Tarschys, framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins, verður í opin- berri heimsókn á Islandi 12.-13. apr- fl vegna komandi formennsku ís- lands í ráðherranefhd Evrópuráðs- ins. Hann mun eiga fundi með utan- ríkisráðherra og forsætisráðherra. Fordkeppnin á föstudag . Ford-fyrirsætukeppnin verður í Héðinshúsinu í Reykjavík á föstu- dag en ekki á fimmtudag eins og áður hefur verið sagt. SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.