Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1999, Blaðsíða 25
T ÞRIDJUDAGUR 13. APRIL 1999 25 r>v tþróttir unglinga Islandsmeistararnir Efri röð frá vinstri: Ólafur Már Þórisson, Baldvin Þor- steinsson, Einar Logi Frið- jónsson, Egill Ó. Thorodd- sen, Arnar Sæbórsson, Birkir Baktvinsson, Jó- hannes Bjamason þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Bjami Þórisson, Haukur Stein- dórsson, Egill Daði Angan- f týsson, Ingólfur Ragnar Axelsson, Gísli Grétars- son, Helgi Jónasson og Jóhann Valdimarsson. I Besti leikmaður úrslitaleiksins: ¦'¦¦¦':' :.'¦¦;: Kristinn Jónatansson, IBV| Varði 23 skot. — .-,.. . . —~ "T / Sigurmarkið a lokasekúndunni Kristinn átti frábæran leik í úrslitaleiknum gegn KA en það dugði þó ekki til sigurs í þetta skiptið. Það var mikil dramatík í Mosfellsbænum á laugardaginn þegar úrslitaleikur 4. flokks karla í handbolta fór fram. Leik- urinn, milli KA og ÍBV, fór í framlengingu og á endanum vann KA 18-17 með sigurmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði allt til að bera; bæði liðin spiluðu mjög vel og sýndu góð tilþrif. KA byrjaði leikinn mun betur, var yfir, 8-5, í hálfleik og 13-10 yfir þegar lítið var eftir. Kristinn Jónatansson, markvörður \J ÍBV, sem hafði varið frábærlega í leiknum, lokaði þá | markinu, varði 5 siðustu skot KA og Eyjamenn jöfn- uðu leikinn og tryggðu sér framlengingu. í framlengingunni voru Eyjamenn komnir í lykil- stöðu en KA gerði þá tvö síðustu mörkin og tryggði sér sigurinn. Egill Ó. Thoroddsen gerði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi á síðustu sekúndu leiksins. Egill byrj- aði á bekknum en kom sterkur inn, sannkallað leynivopn, skoraði 5 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Hann átti þvi þátt í 10 af 14 mörk- um sem liðið skoraði þegar hann var inni. Islandsmót 4. flokks karla í handbolta Egill Ó. Thorodd- sen, hetja KA, og Ingólfur Ragnar Axelsson, fyrir- llði KA. Egill I skoraði slgur- f markifi f blálok leiksins og sam- tals skoruðu þeir félagar 9 af 18 mórkum llðsins. Að ofan Haukar sem tryggðu sér 3. sætlð á dramatískan hátt líkt og KA með sigurmarki gegn HK á síðustu sekúndu leiksins. Að neðan Eyjamenn sem stóðu sig frábærlega í úrslitaleiknum og voru hreinlega óheppnir að missa af titlinum f þetta skiptið. Hungraðir ítitil Þeir Egill og Ingólfur Ragnar AxelssOh, fyrirliði KA, voru ánægðir í leikslok. Þeir voru að verða Islandsmeistarar í 3. sinn en rétt misstu af titlinum í úrslitaleik 4. flokks í fyrra. Þeir segjast vera með frábæran þjálfara og góðan og breiðan hóp þannig að framtíð- in er björt. Þetta var fc kveðjuleikur Ingólfs" með liðinu því hann er aö fara suður en hann var tek- inn úr umferð mestallan tímann. Mörk KA: Egffl Thoroddsen 5, Ingólfur elsson 4/3, Baldvin Þorsteinsson 4, Einar Friðjónsson 3, Ólafúr Þórisson 1 og Arnar Sæþórsson 1. Mörk ÍBV: Bjarni Einarsson 5, Davíö Ósk- arsson 4, Magni Jóhannsson 3, Einar H. Sigurðsson 2, Kári Kristjánsson 1, Sigþðr Friðriksson 1, Sindri Ólafsson 1. -OOJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.