Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 Fréttir Sóknarnefndir við Önundarfjörð hafa skrifað biskupi bréf: Vilja ekki fá sr. Gunn- ar og frú aftur vestur - presthjónin halda vestur meö gasbyssu „Ég skrifaði persónulega undir þetta bréf okkar sóknamefndarfor- mannanna. í þvi eru vangaveltur okkar um að séra Gunnar Bjöms- son komi ekki aftur og biskup reyni að finna honum annað starf. Ég veit að hann er æviráðinn en við viljum hann ekki aftur,“ sagði Gunnlaugur Finnsson, formaður sóknamefndar á Flateyri, um bréf sem sent var til biskups og þar hnykkt á innihaldi annarra bréfa sem send hafa verið sama efnis. Ráðgert er að séra Gunnar komi aftur til starfa 1 Holt við Önundarfjörð um miðjan maí. Gunnlaugur Finnsson segir erfitt aö skýra í stuttu máli hvers vegna sóknarnefndimar við Önundarfjörð vilji ekki prestinn aftur: „Við verð- um að kalla þetta samskiptaörðug- leika,“ sagði Gunnlaugur. Undir bréfið skrifar einnig Árni Brynjólfsson, sóknamefndarformað- ur i Holtssókn, og Guðmundur Stein- ar Björgmundsson, formaður í Kirkjubólssókn, en þar hefur söfnuð- urinn slitið sóknarbönd við kirkjuna. „Við höfum ekki fengið neitt svar frá biskupi en það era ekki neinar ýkjur að söfnuðurinn er týndur og kvörtun okkar beinist ekki einvörð- ungu að séra Gunnari. Við erum einnig að kvarta yfir prestsfrúnni, Ágústu Ágústsdóttur söngkonu. Valdimar Hreiðarsson, sóknarprest- ur á Suðureyri, hefur gegnt fyrir séra Gunnar að undanfórnu en hann hefur ekki náð upp þeirri kirkjusókn sem var hér áður,“ sagði Gunnlaugur Finnsson. Séra Gunnar og frú Ágústa pússa hér krikjusilfrið í kirkjunni í Holti. Sóknarnefndir við Önundarfjörð vilja ekki fá þau presthjón aftur vestur en Gunnar hefur undanfarið gegnt preststörfum á Selfossi. DV-mynd GVA Samkvæmt heimildum DV bein- ist óánægja sóknarbamanna við Önundarfjörð ekki síst að frú Ágústu prestsfra sem hefur verið með athugasemdir varðandi söng kirkjukórsins og talað niður til safnaðarins. Séra Gunnar hefur ver- ið í leyfi að undanfomu og gegnt prestsstörfum á Selfossi við ágætar undirtektir. „Við hlökkum svo mikið til að fara vestur að þið trúið því ekki,“ sagði frú Ágústa Ágústsdóttir í sam- tali við DV. „Við vomm að kaupa gasbyssu til að fæla frá mink og ref í sókninni en komumst því miður ekki vestur fyrr en í lok maí.“ -EIR Skoðanakönnun Skessuhorns á Vesturlandi: Sjálfstæðisflokkur sterkur DV, Vesturlandi: Ríflega 40% kjósenda á Vestur- landi hafa enn ekki gert upp hug sinn varðandi alþingiskosningamar 8. maí samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á vegum Skessuhoms, fréttablaðs Vestlendinga, 10.—11. apr- íl. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu fær Sjálfstæöis- flokkurinn (D) 38,5%, Samfylkingin (S) 30,l%,Framsóknarflokkurinn (B) 24,8%,Vinstri hreyfmgin - Grænt framboð (U) 5%, Frjálslyndi flokk- urinn (F) 0,8% . Fylgi við Húman- istaflokkinn mældist ekki. Úrtakið var 600 manns og er þetta því langstærsta skoðanakönnun sem gerð hefur verið á Vesturlandi fyrir kosningar. Ef kosningaúrslitin yrðu í sam- ræmi við könnunina myndu kjör- dæmakjörnir þingmenn skiptast þannig milli flokka að Sjálfstæðis- flokkim fengi tvo, Samfylkingin einn og Framsóknarflokkur einn. Hver fengi fhnmta þingmann Vest- urlands réðist að stórum hluta af fylgi flokkanna á landsvísu. Næsti kjördæmakjömi þingmaðurinn á Vesturlandi yrði þó Gísli S. Einars- son, Samfýlkingunni. -DVÓ Gunnar á Hlíðarenda Snjallasta herbragð- ið í yfírstandandi kosn- ingabaráttu er úr her- búðum Framsóknar- flokksins. Enn og aftur hefur Framsókn tekist að snúa á hina flokk- ana og koma þeim í opna skjöldu. Fram- sóknarflokkurinn hef- ur átt í erfiðleikum þetta kjörtímabil vegna þeirra mörgu loforða sem flokkurinn gaf í síðustu kosningabar- áttu. Þau hafa ekki öll verið efnd og Fram- sókn hefúr þurft að biðjast afsökunar á því og lofað aftur því sama og síðast og skoðana- kannanir hafa því mið- ur sýnt þverrandi fylgi. En nú hefur Fram- sókn skotið öðrum frambjóðendum ref fýrir rass og sent frambjóö- endur sína á hópeflisnámskeið hjá sálfræðingum. Og viti menn. Frambjóðendumir stökkva fram á sjónarsviðið sem nýir menn. „Ég er eins og kjarnorkusprengja á eftir,“ segir Guðni Ágústs- son meira að segja. „Ég er jákvæður, lífsglaður og hræöist ekkert. Mér líður eiginlega eins og Gunn- ari á Hlíðarenda, bregður hvorki við sár né bana,“ segir þessi gamalreyndi þingmaður af Suðurlandi. Það verður að gagnálykta út frá þessari yfirlýs- ingu Guðna um aö hann hafi hvorki verið lífs- glaður né jákvæður áður en hann fór í hópeflið og reyndar era kjósendur hans sömu skoðunar en hafa kosið Guðna af gömlum vana, enda er Guðni og hans fjölskylda, lengi búinn að þjóna Sunnlendingum og sumir stuðningsmanna Guðna hafa líkt honum viö Njál á Bergþórshvoli sökmn gáfiia hans og góðra ráða. En Guðni Ágústsson kann ekki við þann sam- anburð og finnur á sér slíka breytingu að hún minnir helst á Gunnar á Hlíðarenda, enda man Guðni vel eftir Gunnari. Guðni er fom í sjón og raun og gæti þess vegna hafa verið samferðamað- ur Gunnars og þeirra Njálsbræðra og hópeflið hjá Framsókn hefur nú haft þau áhrif að Guðni líkir sér helst við þann þeirra Njálssögumanna sem hvorki brá við sár né bana. Vonandi hefur Guðni ekki fengið neitt bana- högg en særður er hann eftir vígaferlin að undan- fömu og þá gat hann bragðið á það ráð sem Gunnar félagi hans gat ekki, sumsé að skrá sig á hópeflisnámskeið í flokknum. Það er ekki ónýtt fýrir þá Sunnlendinga að hafa Gunnar á Hlíöarenda endurborinn í fram- boði fýrir Framsókn því Guðni Ágústsson bætir Gunnar upp í mörgu og nú hefúr Guðni líka þá reynslu og vit að biðja ekki um lokk úr hári Hall- gerðar þegar mest á ríður. Nú verða það kjósend- ur hans sem rétta honum nýjan streng í bogann og þeir fá nýjan, jákvæðan og lífsglaðan Guðna til að beijast fyrir hagsmunum sinum. Nú hræðast þeir Framsóknarmenn á Suður- landi ekkert. Ekki einu sinni Áma Johnsen sem sýnir hvað hópeflið má sín. Gunnar á Hlíðarenda er mættur til leiks. Dagfari sandkorn Stefnan kynnt Guðlaugur Laufdal var fulltrúi Drottins allsherjar þegar efstu menn framboðslistanna í Reykja- neskjördæmi hittust á framboðs- fundi Ríkisútvarpsins og Sjón- varpsins í Hafnar- borg í Hafnarfirði í síðustu viku. Sagði Guðlaugur, sem er í efsta sæti á lista Kristilega flokks- ins, að hann væri að notfæra sér það tækifæri sem byðist og kynna stefnu Drottins. Þegar á leið umræðuna var þó ekki laust við að sú spuming vaknaði hvort Drottinn hefði ekki stefnu í neinum málum sem þeir ætluðu að kjósa mn í kjördæminu. T.d. talaði Guðlaugur ekki hátt né mikið um stefnu Drottins í sjávarátvegsmál- um en Jesús Guðssonur þurfti heldur ekki nema tvo fiska og fimm brauð til að metta fimm þús- und manns... í limúsínu Sjónvarpspredikararnir á Ómega-sjónvarpsstöðinni, þau hjónin Guðlaugur Laufdal og Kolbrún Björg Jónsdóttir, sem skipa fyrsta og annað sæti á lista Kristilega lýðræðis- flokksins í Reykja- neskjördæmi, vora flott á því þegar þau mættu á framboðs- fundinn í Hafnar- borg í Hafnarflröi í síðustu viku. Þau komu á stað- inn í svartri limúsínu sem renndi upp að dyrunum á Hafnar- borg. Þá vatt sér út einkennis- klæddm- bílstjóri með kaskeiti og opnaði fyrir þeim frambjóðendun- um bfldymar og hneigði sig fyrir þeim þegar þau stigu út. „Húmoristl" Jón Eyjólfsson, sem er í 1. sæti á lista Húmanistaflokksins á Norð- urlandi eystra, hefur komið með alveg nýja kenningu á orsökum þess að Húmanistaflokkurinn fær ekki mælanlegt fylgi í skoðanakönnun- um. Hann sagði í sjónvarpsþætti að þessar kannanir væru unnar með símhringingum. Og það væri nú bara þannig að það væru ekki allir með síma. Svo væri það líka þannig að þótt fólk væri með síma þá væra þeir mjög oft lokaðir hjá fátæku fólki. Jón var þarna að „eigna" sér fá- tækt símalaust fólk en að sumum sem á þetta hlýddu hvarflaði hvort Jón væri ekki í framboði fyrir Húmoristaflokkinn... Fallbaráttan íþróttafélög hér á landi, sem hafa undanfarin ár háð erfiða fall- baráttu, hafa mjög oft leitað til Jó- hanns Inga Gunnarssonar, sál- fræðings og fýrrverandi landsliðs- þjálfara í handknatt- leik, um aðstoð. Hefur sálfræðing- múnn beitt allri tækni sinni við að stappa stálinu í íþróttamennina og efla baráttu- kraft þeirra, oft- ar en ekki með góðum árangri. Nú hafa framsóknarmenn fetað í fótspor fallbaráttuliðanna í íþróttunum og leitað aðstoðar hjá Jóhanni Inga í sinni baráttu. Spumingin er hins vegar sú hvort yfirleitt sé hægt að koma framsóknarmönnum til hjálpar, hvort þeir séu bara ekki með ólæknandi erföagalla... Umsjón: Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.