Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 9
f ÞRIDJUDAGUR 20. APRIL 1999 Utlönd Clinton varaður við að opna munninn Bill Clinton Bandaríkjaforseti var eitt sinn varaður við að gæta nú vel að þvi sem hann segði og ekki tala nema þegar það ætti við. Annars gæti hann lent í vandræðum. Clint- on var í sjötta bekk barnaskólans þegar kennslukonan kom að máli við hann. „Hún horfði á mig þegar ég yfir- gaf barnaskólann í síðasta sinn og sagði: Bill, ég veit ekki hvað verður um þig. Ef þér tekst einhvern tíma að læra hvenær þú eigir að tala og hvenær þú eigir að þegja verða þér allir vegir færir. En ef þér tekst ekki að læra muninn á þessu Bíll Clinton Bandaríkjaforseti. tvennu er ég ekki viss um hvort þú verður ríkisstjóri eða lendir í tukt- húsinu." Clinton rifjaði upp þessa sögu við athöfn í Hvita húsinu í gær þar sem verið var að heiðra kennara ársins, Andy Baumgartner frá Georgíu. Við sama tækifæri hvatti Clinton þingheim til að afgreiða hið fyrsta tillögur hans um fjárframlög ríkis- ins svo hægt verði að ráða eitt hundrað þúsund kennara til viðbót- ar og um leið að færa skóla og skóla- hald í nútímalegra horf. Þörf er á tveimur milljónum kennara á næstu áram ef fullnægja á þörfinni. Elisabet Englandsdrottning er f sinni fyrstu heimsókn f Suður-Kóreu og heimsótti í gær skóla í höfuöborginni Seoul. Sfmamynd Reuter UNGBARNA BARNA UNGLINGA FULLORÐINS LOW FILA skór stærðir: 19-47 litir: bláir/rauðir verð frá kr: 3990-6990 ADIDAS fatnaður og skór í miklu úrvali SKEIFUNNI 6 • Sími 533 4450 Þetto er rétti stoðurinn .fyrir rétta bflinn... Bílaland B&Lerein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. Síminn er 575 1230, við erum með rétta bílinn á réttum stað - og á réttaverðinu. Við bjóðum allar tegundir bílalána. Visa/Euro raðgreiðslur. Grjóthálsl.sími 575 1230

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.