Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 13
ÞRIDJUDAGUR 20. APRJL 1^99 13 Meðaltalsveruleiki stjórnarflokkanna verkin tala „Verkin tala", segir Famsóknarflokkurinn í auglýsingum sínum um loforð og efndir. Og sannarlega gera þau það! Lagt er í tugmillj- ónakostnað til að breyta um nafn á Hús- næðisstofnun ríkisins. Með nýjum lögum um íbúðalánasjóð er félags- legt húsnæðislánakerfi, sem á var komið í maí 1929, lagt niður. Jafn- framt var nýr skilning- ur á hugtökunum jafn- rétti og félagslegt ör- yggi í húsnæðismálum landsmanna búinn til. Nú heitir það „meðal- tals félagslegt öryggi er viðunandi þegar á heildina er litið". Kjallarinn Percy B. Stefánsson fyrrv. formaður Samtak anna'78, í 10. sætiá lista Vg í Reykjavík Ahrif lagabreytinganna Meðal áhrifa lagabreytinga síð- ustu ríkistjórnar á húsnæðismál okkar er eftirfarandi: -Kaupskylda og forkaupsréttur sveitarfélaga er „Við viljum brjótast út úr vernd- uðu umhverfí „meðaltalsstjórn- málastefnu" framsóknar- og sjálfstæðismanna og sinna hverj- um einstaklingi fyrir sig, Við vilj- um líf með reisn í öryggi ogjafn- an rétt allra án tillits til kynfero- is, örorku eða aldurs." felldur niður af nýjum íbúðum. Og óljóst er hvernig sveítarfélógin muni nýta sér forkaupsrétt sinn vegna eldri íbúða í kerfinu. - Verið er að setja eigendur fé- lagslegra íbúða í sömu átthaga- fjötrana og eigendur íbúða á al- menna markaðinum. í stað þess að búa öllum jafnan rétt til öryggis i húsnæðismálum óháð búsetustað er komið á jöfnum rétti allra til að tapa aleigunni. - Framsóknarflokkurinn gerir miMð úr að frelsi og jafnrétti til að velja sér búsetustað sé komið á með nýj- um lögum um hús- næðismál og nýju 20% viðbótarláni við 70% húsbréfa- lánin. En sam- kvæmt ofannefndu er frelsið skilyrt. Háð öruggu mark- aðssvæði hófuð- borgarsvæðisins! Byggðapólitík í hnotskurn? - Fellt var niður sérstakt viðbótarlán vegna útborgunar við kaup á félags- legri íbúð en að meöaltali hafa verið veitt um 150 slík lán áári. - Kostnaðurinn vegna kaupa á íbúð með sérstöku nýju 20% viðbótar- láni er margfaldaður. Stimpilgjöld, lántökugjöld og fleira fer á meðal- íbúð úr um 35.000 kr. í 130.000 kr. - Af 690 umsækjendum um fé- lagslega íbúð á árinu 1997 voru 277 einhleypir foreldrar með um 75.000 kr. á mánuði og að- eins 69% þeirra áttu eitthvað upp í 10% út- borgun vegna kaupa. - Eignalitlu lágíaunafólki er vísað út í frum- skóg leigumark- aðarins. Leigu- núverandi ríkis- hafa ekki sýnt Sameiginlega getum við skapað betra líf. Góðir landsmenn, valið er auð- velt; beygjum til vinstri á grænu, segir Percy í lok geinar sinnar. markað sem stjórnarflokkar áhuga á að byggja upp eða gera áhugaverðan. Fyrir „meðaltals-íslending- inn Breytt er breytinganna vegna og allt kapp lagt á að skapa húsnæð- islánakerfi fyrir „meðaltals- ís- lendinginn". Allt skal lita vel út og best að leika sér á miðjunni og miða veröldina við eigin nafla og þann sýndarveruleika sem núver- andi ríkisstjórnarflokkar virðast lifa í. En aðeins „meðaltalsmaður- inn" býr í þeirra veruleika. Og hver er að meðaltali heil- brigður, hver býr í meðaltalsum- hverfisvænu kvótalandi með með- altalstekjur- og fjölskyldu? Hvar er gert ráð fyrir „venjulegu" launa- fólki með tekjur frá 60.000 kr. á mánuði, öryrkjum, öldruðum eða einhleypingum með lægri eða þess vegna svipuð laun? Hvar býr hin þjóðin í þessu landi, fólkiö sem nær ekki að vera „meðaltals-ís- lendingur"? Svo eru settir plástrar á sárin og stagað og bætt með bráðabirgðaaðgerðum rétt fyrir kosningar. En blekkir það ein- hvern? Á síðustu mínútum valda- tíma síns hafa stjórnarflokkarnir með þúsund króna hækkun hér og þar viðurkennt vanmátt sinn og getuleysi. Vinstri hreyfingin - grænt framboð vill setja einstaklinginn í fyrirrúm og tryggja jafnan rétt ahra til lífs með reisn. - Við viljum skapa jöfnuð milli leigjenda og eigenda ibúða, t.d. varðandi skattalega meðferð húsa- leigu- og vaxtabóta. Við viljum gera það að raunhæfum valkosti fyrir einstaklinginn að leigja eða kaupa öruggt húsnæði og sjálfur velja sér búsetuform og búsetu- stað. Við viljum brjótast út úr vernduðu umhverfi „meðaltals- srjórnmálastefnu" framsóknar- og sjálfstæðismanna og sinna hverj- um einstaklingi fyrir sig, Við vilj- um líf með reisn í öryggi og jafnan rétt allra án tillits til kynferðis, ör- orku eða aldurs. Við ætlum að tryggja lesbium og hommum sömu mannréttindi og öðrum í samfélag- inu, svo sem að ættleiða börn og frjósemisaðgerðir. Við viljum tryggja jafnrétti í raun með því að ganga ávallt út frá einstaklingn- um. Okkur verður seint eða aldrei lofað eilífu lífi! En sameiginlega getum við skapað betra lif. Góðir landsmenn, valið er auðvelt; beygj- um til vinstri á grænu. Percy B. Stefánsson Kvótinn falinn í Kringlunni Átökin um eignarhald á fiskimið- unum við ísland er eitt mikilvæg- asta mál nýrrar kynslóðar. Þar er deilt um hvort þjóðin eða fámennur hópur útgerðarmanna eigi í reynd fiskinn í sjónum. Niðurstaða þess- ara átaka mun móta lífshætti ís- „Um þessar mundir eru sægreif- arnir ónnum kafnir við að koma rangfengnum gróða sínum undan áður en lógunum verður breytt og þeir látnir greiða fyrir góssið. Ný- leg dæmi um þetta eru kaup kvótabarna, afkomenda sægreif- anna, á verslunarhúsnæði i Kringlunni." lendinga á 21. öldinni. Af sjónarhóli réttlætisins er afar brýnt að tryggja að fiskimiðin verði ótvírætt eign þjóðarinnar og þeir sem fái rétt til að nýta þau greiði hóflegt gjald fyr- ir nýtingu hennar. Kvótabörnin Núverandi kerfi er frámunalega ranglátt. Örfámennur hópur út- gerðarmanna hefur fengið einka- rétt á kvótanum sem lögin segja þó skorinort að sé sameign okkar allra. Stjórnarflokkarnir standa vörð um ranglát kvótalög sem heimila sægreifunum ekki aðeins ___________, að veðsetja afla- heimildirnar held- ur líka að arfleiða afkomendur sína að þeim. Ranglæt- ið nær því út yfir gröf og dauða. Sumir þessara manna stunda ekki einu sinni út- gerð heldur braska með veið- heimildirnar eins og hverja aðra verslunarvöru. Þessir menn eru að selja það sem þeir ekki eiga. Þeir eru að selja sameign íslensku þjóðarinnar. Um þessar mundir eru sægreif- arnir önnum kafnir við að koma rangfengnum gróða sínum undan áður en lögunum verður breytt og þeir látnir greiða fyrir góssið. Ný- leg dæmi um þetta eru kaup kvóta- barna, afkomenda sæ- greifanna, á verslun- arhúsnæði í Kringl- unni. Kjallarinn Þjóöin kaupir eigin eign I umræðum um þetta mesta ranglæti íslandssögunnar hef- ur málflutningur for- sætisráðherra verið einstakur. Hann gengur aðallega út á að sægreifarnir eigi ekki kvótann heldur almenningur af því lífeyrissjóðirnir hafi keypt stóra hluti í út- gerðarfyrirtækjum. Þvílíkt dómsdagsrugl. Staðreyndin er þessi: Útgerðarmenn- irnir fá kvótann ókeypis. Þeir stofna síðan hlutafélag um hann og selja almenningi hlutabréf í félaginu. Þannig nýtur almenningur á ís- landi þeirra „forréttinda" að fá að kaupa dýrum dómum kvótann sem hann á þegar skv. gildandi lögum. Málflutningur forsætisráð- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson háskólanemi, skipar 10. sætið á lista framboðs- lista Samfylkingarinnar í Reykjavík herra varðandi gjafa- kvótakerfið er auðvit- að eins og lélegur brandari og sýnir þær ógöngur sem hann hefur lent í vegna varnar sinnar fyrir sægreifana. Nýtum tækifærið Misskipting auðs og valds í íslensku sam- félagi kristallast í þeim leikreglum sem við búum við varð- andi srjórn fiskveiða. Þjóðin hefur verið hlunnfarin. í kosn- ingum 8. maí er kos- ið um hvort auðlind- ir sjávar verði aftur færðar í hendur rétt- _________ mætum eigendum eða verði áfram í höndum fámenns hóps útgerðarmanna. VaTkostirnir eru skýrir. Al- mannahagsmunir eða sérhags- munir. Réttlæti eða ranglæti. Tækifærið til breytinga er sögu- legt. Nýtum það. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Jón Steinar Gunn- laugsson hasta- réitariögmaour. Meðog á móti Var þaö rétt hjá forsætis- ráðherra aö senda biskupi bréf og kvarta undan smá- sögu séra Arnar Bárðar Jónssonar, íslensku fjalla- sölunni hf.? Smásagan er meiðandi „Mér finnst það út í hött þegar fólk er að fjalla um þetta mál án þess að vita hvað í bréfi forsætis- ráðherra stóð. Það hefur hvergi verið birt mér vitan- lega. En það er hins vegar ljóst að myndbirting- in í Lesbókinni og smásagan eru meiðandi. En mín skoðun á málinu sjálfu er að þótt menn séu komnir til helstu trúnaðarstarfa i þjóðfélag- inu, þá sé ekkert nema eðlilegt að þeim mislíki þegar dylgjaö er um það á opinberum vettvangi að þeir séu tilbúnir að selja helstu vé þjóð- arinnar tíl útlanda. Sagan og myndin eru allar í þessum dylgju- stJL Ég verð að segja það fyrir mína parta að mér finnst það eðli- legt og sjálfsagt að mönnum mis- líki þegar þeim er borið svona nokkuð á brýn. Mér finnst þetta ósmekklegur áburður og ég vona að okkar stjórnmálamenn, hvort sem það er forsætisráðherra okkar eða aðrir, verði aldrei svo skap- lausir að þeir láti slíkar dylgjur framhjá sér falla, án þess að þeim sé andæft með einhverjum hætti." Ræðst gegn ritfrelsi „Ég tel að Davíð Oddsson for- sætisráðherra hafi farið töluvert yfir strikið þegar hann sendi biskupi íslands kvört- unarbréf vegna smásögu i Lesbók Morg- unblaðsins. Ég hefreyndarað- eins heyrt af kvörtunarbréf- inu í útvarps- fréttum. En sagan sem um ræðir birtist auovitað á ábyrgð höfundarins og Lesbókarinnar og því er forsætisráðherra í raun að ráðast gegn ritfrelsi I landinu. Það þykir mér slæmt. Að vísu er þess getið neðanmáls að höfund- ur sé prestur og starfi sem fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, en hæpið er að draga þá ályktun að smásagnarítun sé innifalin í starfi hans þar. Sjálfur hefur for- sætisráðherrann fengist við rit- störf án þess að þau komi ráð- herraembætti hans við og ætti því að skilja eðli málsins. Að lok- um verð ég að játa að viðbrögð forsætisráðherrans vöktu athygli mina á umræddri ritsmíð og svo er kannski einnig með aðra les- endur. Því þykir mér augljóst að hann hefði betur látið biskups- bréfið óskrifað." -JBP/SJ Aðalsteinn Asberg Sigurtksson, for- maoiir Rithöfunda- sambands íslands. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er yakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritsrjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.