Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 8
Utlönd Oveöursský yfír 50 ára afmælis- fundi NATO Óveöursskýin frá Kosovo hrannast nú upp yfir 50 ára af- mælisfundi leiðtoga ríkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) sem hefst vestur í Washington á fóstu- dag. Skipuleggjendur fundarins hafa stytt opnunarathöfnina og bætt við tveggja klukkustunda umræðum um ástandið i Kosovo. Hætt er við að leiðtogafundur- inn verði ekki sú sólskinsstund sem menn sáu fyrir sér þegar undirbúningurinn var hafinn fyr- ir átján mánuðum. Þá sáu menn ekki annað fyrir en mikil kátína og gleði myndi ríkja á fundinum með inngöngu þriggja nýrra ríkja í NATO, Póllands, Ungverjalands og Tékklands. Bandarísk srjórn- völd reyna engu að síður að sjá björtu hliðarnar. Flugvélar NATO réðust á sígarettuverksmiöju: NATO óttast eitur- efnavopn Serba Of hátt kólesteról ? Var með það, en ekki lengur. Jurtafæðan lagfærði það. Persónuleg reynsla og árangur. Frítt sýnishom og ráðgjöf. Póstkr./Visa/Eura 30 daga skilafrestur S. 562-2123 / 861-4577 Grunur leikur á að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti hafl út- búið hersveitir sínar í Kosovo með eiturefnavopnum. Forráðamenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) þora ekki að fyrirskipa árásir á birgðageymslur þeirra af ótta við að eiturgufur leki út. Danska blaðið Jyllands-Posten hefur þetta eftir mörgum heimildar- mönnum vestan hafs. Segja heimild- armennirnir, bæði innan stjórnkerf- isins og óháðir sérfræðingar, tæpast leika nokkurn vafa á þvi að serbneski herinn ráði yfir eiturefna- vopnum. Flugvélar NATO héldu loftárás- um sínum á Júgóslavíu áfram í nótt og létu sprengjum meðal annars rigna yfir sígarettuverksmiðju í ná- grenni borgarinnar Nis í sunnan- verðri Sérbíu. Árásirnar virðast þó ekki gagnast þeim hundruðum þús- unda Albana í Kosovo sem serbneski herinn hefur stökkt á flótta eða eru í felum í skógum og fjöllum héraðsins. Á vergangi Talsmenn NATO segja að um 850 þúsund manns séu nú á ferð i Kosovo eftir árásir og hótanir Serba. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna telja að fyrir apríllok kunni átta hundruð þúsund flóttamenn til viðbótar að fara til Albaníu, Svart- fjallalands og Makedóníu. Þá segja bandarísk stjórnvöld að ekkert sé vitað um afdrif eitt hund- rað þúsund til fimm hundruð þús- und albanskra karlmanna frá Kosovo. Óttast er að margir þeirra hafi verið drepnir. Vestrænir sérfræðingar áætla að mikill meirihluti þeirra 1,8 milljón- ar Albana sem bjuggu í Kosovo í ársbyrjun 1998 hafi verið flæmdur burt frá heimilum sínum. Flestir hafa flúið á þeim 27 dögum sem liðnir eru síðan NATO hóf loftárás- ir sínar á Júgóslavíu til að knýja Milosevic forseta til að ganga að kröfum þjóða heims um framtíðar- skipan í Kosovo. Kannski féllu óbreyttir Talsmenn NATO gerðu í gær grein fyrir því sem fór úrskeiðis á miðvikudag í síðustu viku þegar loftárásir voru gerðar á bílalestir flóttamanna í Kosovo. Júgóslavar segja að 64 hafi fallið í árásunum. Bandaríski flugliðsforinginn Dan Leaf sagði að flugmenn NATO hefðu varpað níu sprengjum á tvö svæði. „Það er hugsanlegt að óbreyttir borgarar hafi týnt lífi á báðum stöð- um," sagði Leaf. ELFA F. LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnað - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst10-150kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð '* Einar Farestveit&Cohf. BorgmtM28 P 562 290108 562 2900 Ekki eru allir albanskir flóttamenn í Kosovo jafnheppnir, ef svo má aö orði komast, og þessi börn. Þau hafa að minnsta kosti fengið húsaskjól í þorpinu Malina og reyna hvaö þau geta til að halda á sér hita. pitt Ufer íÞínum höndum, Mitt líf í mínum. Fyrirlestur um samskipti og sköpunarkraft mannsins til að skapa eigið líf verður haldinn í Gerðubergi í dag kl. 20. Fyrirlesari er Vilhelmína Magnúsdóttir Aðgangseyrir 1.000 kr. Naglasprengjuárásin í London: Hægriöfgamenn ábyrgir Maður, sem kvaðst tilheyra hægriöfgasamtökunum Combat 18, hefur lýst yfir ábyrgð á nagla- sprengjuárásinni í Brixton í London á laugardaginn. Þrjátíu og níu manns særðust í árásinni. Breska lögreglan sagði að vanga- veltur í fjölmiðlum um að árásin tengdist stríðinu í Kosovo ætti ekki við rök að styðjast. Combat 18-samtökin hafa staðið á bak við nokkrar árásir í London und- anfarin ár. Meðal annars voru íþrótta- stjörnum, sem voru í sambandi við fólk af blönduðum kynþætti, sendar pakkasprengjur. ÞRIDJlÆÍGUR^A^RÍLWðg'1 Stuttar fréttir ¥ Endurvígsla Þýska þingið var formlega flutt frá Bonn til Berlínar í gær þegar gamla þinghúsið, Reichstag, var tekið í notkun á ný eftir breyting- ar. Fús til stjórnarmyndunar Kongressflokkurinn á Indlandi, undir stjórn Soniu Gandhi, kvaðst í gær reiðubúinn til að mynda nýja stjórn i stað samsteypu- stjórnarinnar sem felld var á laugardaginn. Kveðst flokkur- inn geta myndað stjórn með flokkunum sem felldu stjórnina. Fjjöldaafiökur í Bagdad Irösk stjórnarandstöðusamtök, sem eru í útlegð, sökuðu í gær yf- irvöld í írak um að hafa tekið af lífi 106 pólitíska fanga í Bagdad í janúar síðastliðnum. Hagvöxtur í sjónmáli Þróunarbankinn í Asíu býst við talsverðum hagvexti í Asíu á þessu ári og því næsta. Erfiðar friöarviöræöur Ehginn árangur náðist í friðar- viðræðunum á N-írlandi í gær. Er enn deilt um afvopnun.Viðræður hefjast á ný í næstu viku. Myndar eigin flokk Fyrrverandi forsætisráðherra Alsírs, Moloud Hamrouche, ætlar að stofha eigin flokk til höfuðs Bouteflika, sigurvegara kosning- anna í siðustu viku. Krefst refsiaögerða Jose Ramos-Horta friðarverð- launahafi krafðist þess að beitt yrði alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Indónesíu. Sagði hann stjórnvöld hafa horft fram hjá til- raunum harðlínumanna í hern- um til að kynda undir ofbeldi á A- Tímor. Danska þingið rýmt Vinna hófst á ný síðdegis í gær á danska þinginu er sprengjuleit lögreglunnar var lokið. Þingið var rýmt í kjölfar sprengjuhótun- ar sem barst um hádegi. Clinton og Blair funda Bill" Clinton Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, funda ef til vill á fimmtudag, daginn áður en leið- togafundur NATO hefst í Was- hington. Ecevit íhugar samstarf Tyrknesk dagblöð greindu frá því í morgun að merki sæust um að Bulent Ecevit forsætis- ráöherra væri reiðubúinn að ræða við flokk þjóðernissinna um myníun samsteypu- stjðrnar. Óvænt velgengni þjóðernissinna í kosn- ingunum olli í gær óróa á mörk- uðum í Tyrklandi. Sumarhús 12 síðna aukablað um sumarhús fýlgir DV á morgun. Meðal efnis: Viðtöl við sumarhúsaeigendur, garðarkitekt gefur góð ráð og hugmyndir um skipulag lóðar, ráðleggingar frá byggingameistara, öryggisbúnaður og tryggingar, sólpallar, heitir pottar o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.