Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1999 27 DV NBA-DEUPIN Úrslitin í nótt: Philadelphia-New York . . . 72-67 Toronto-New York..........90-72 Cleveland-Miami ..........87-94 New Jersey-Charlotte .. . 113-120 Boston-Indiana..........104-120 Houston-Seattle ........120-113 LA Clippers-Sacramento . . 98-102 LA Lakers-Vancouver . . . 117-102 Úrslitin í fyrrinótt: Washington-Boston .......98-101 Strickland 31, Richmond 17, Whitney 11 - Pierce 26, McCarty 16, Potapenko 15. New Jersey-Philadelphia . . 86-79 Van Hom 26, Burrell 15, Giil 15 - Hill 23, McKie 15, Geiger 12. Orlando-Detroit...........88-81 Hardaway 27, D.Armstrong 17, Harp- ring 13 - Hunter 25, Hill 18, Reid 15. Phoenix-Seattle ..........99-93 Gugliotta 27, Robinson 23, Kidd 15 - Payton 21, Schrempf 20, MacLean 16. Vancouver-Golden State . . . 85-90 Rahim 25, Lopez 17, Massenburg 14 - Marshall 24, Starks 14, Cummings 11. Miami-Indiana.............92-88 Mouming 24, Brown 16, Mashbum 14 - A.Davis 18, Miiler 17, Rose 16. San Antonio-Houston.......86-83 Elie 21, Elliott 16, Robinson 14 - Barkley 23, Olajuwon 18, Drew 11. Chicago-Milwaukee ........79-77 Kukoc 22, Brown 16, Bryant 12 - Allen 19, Robinson 17, Giiliam 15. Minnesota-Utah............86-97 KGamett 18, Patterson 11. D. Garrett 10 - Russell 14, Malone 13, Homacek 12. LA CIippers-Denver .... 101-103 Taylor 28, Douglas 14, Murray 14 - Van Exel 34, Fortson 20, McDyess 18. Staðan í vesturdeild: 1. Utah 32 8 80,0% 2. Portland 30 10 75,0% 3. San Antonio 28 12 70,0% 4. Houston 27 14 65,9% 5. LA Lakers 26 16 61,9% 6. Minnesota 22 20 52,4% 7. Phoenix 21 20 51,2% 8. Séattle 19 22 46,3% 8. Sacramento 19 22 46,3% 10. Golden State 18 22 45,0% 11. DaUas 12 27 32,5 % 12. Denver 13 29 31,0% 13. LA Clippers 7 34 17,1 % 14. Vancouver 7 35 16,7% Staðan í austurdeild: 1. Orlando 29 13 69,0% 2. Miami 27 13 67,5% 3. Indiana 27 15 64,3% 4. Atlanta 24 17 58,5% 5. Detroit 23 18 56,1% 6. MUwaukee 22 18 55,0% 7. PhUadelphia 22 19 53,7% 8. Cleveland 21 20 51,2% 9. New York 21 21 50,0% 9. Toronto 20 20 50,0% 9. Charlotte 20 20 50,0% 12. Washington 16 24 40,0% 13. Boston 16 25 39,0% 14. New Yersey 12 29 29,3% 15. Chicago 11 30 26,8% Liö hefur tryggt sér sceti í úrslitakeppninni. -ÓÓJ/VS Handknattleikur: Önnur rimman verður háð í Krikanum í kvöld FH-ingar taka á móti Aftur- eldingu í einvígi liðanna um ís- landsmeistaratitilinn í hand- knattleik í Kaplakrika klukkan 20.30 í kvöld. Afturelding sigraði í fyrstu viðureigninni að Varmá í fyrrakvöld með átta marka mun. Það verður eflaust ekkert gef- ið eftir í Krikanum í kvöld en FH-ingar verða þó að nýta heimavöllinn til hins ýtrasta og leika betur en þeir gerðu að Varmá gegn öflugu liði Aftureld- ingar. Þriðja viðureigninni verður svo á kvöldi sumardagsins fyrsta að Varmá. -JKS íþróttir » Haukar vilja niður Knattspyrnudeild Hauka hefur óskað eftir þvi við KSÍ að kvennalið fé- lagsins leiki í 1. deild í sumar í stað úrvalsdeildar. Haukar héldu sæti sínu í úrvalsdeildinni í fyrra en hafa misst flesta burðarása sína frá síð- asta tímabili. „Lið okkar er að mestu skipað stúlkum úr 2. og 3. flokki og þær yrðu hreinlega étnar í úrvalsdeildinni og brotnar alveg niður. Það er mikið betra að fá að byrja upp á nýtt í 1. deild,“ sagði Hafsteinn Ellertsson, stjórnarmaður hjá Haukum, í samtali við DV i gær. Það verður væntanlega Fjölnir úr Grafarvogi, sem féll úr úrvalsdeild- inni í fyrra, eða KA/Þór frá Akureyri, sem varð í öðru sæti 1. deildar i fyrra, sem tekur sæti Hafnarfjarðarliðsins. -VS Fanney fékk tilboð Norska A-deildar liðið Tertnes hefur boðið Fanneyju Rúnarsdóttur að leika áfram með liðinu á næsta tímabili. „Tertnes bauð mér samning tO eins árs. Ég hef líka fengið tOboð frá frönsku liði sem er í París en ég kann ekki að nefna. Það er óneitanlega spennandi kostur að spila í Frakklandi en ég hef ekki enn tekið ákvörðun um það hvað ég geri. Við höfum tryggt okkur 3ja sætið í deildinni þrátt fyrir að eiga þrjá leiki eftir. Við vonum að okkur takist að komast í 2. sætið og losna þannig við að leika við liðin í 4., 5. og 6. sæti um þátttökurétt i Evrópukeppni," sagði Fanney í samtali við DV i gær. Tertnes lék um helgina seinni leik sinn gegn dönsku meisturunum í Viborg og tapaði, 29-26, og er þar með úr leik í EHF-keppnini. ih Boston-maraþonið var þreytt í gær f 103. skiptið. Fatuma Roba frá Eþíópíu sigraði þriðja árið í röð í kvennafiokki á tímanum 2:23,35 klst. Joseph Chebet frá Kenýa sigraði í karlaflokki á 2:09,52 klst. Þau sjást hér að lokinni verðlaunaafhendingu í gær. Símamynd-Reuter Arsenal upp í annað sætið Arsenal vann stórsigur, 5-1, á Wimbledon í ensku knattspyrn- unni á Highbury í gærkvöld. Ray Parlour, Patrick Vieira, Dennis bergkamp og Nwanko Kanu skor- uðu fyrir Arsenal en eitt markanna var sjálfsmark. Carl Cort skoraði eina mark gestanna. Með sigrinum komst Arsenal í annað sætið með 66 stig en Manchester United er efst með 67 stig. Chelsea er í þriðja sæti með 64 stig. -JKS ísland tapaði fýrir Grikkjum íslenska landsliðið í íshokki tap- aði fyrir Grikkjum, 8-6, á heims- meistaramóti D-landsliða sem hald- ið er í Suður-Afríku þessa dagana. Jónas Magnússon og Ingvar Jóns- son skoruðu tvö mörk hvor og þeir Sigurður Sveinbjamarson og Ágúst Ásgrímsson eitt mark. Liðið hefur lokið sína leiki og lendir líklega í áttunda sætinu að því gefnu að Grikkir vinni eða geri jafntefli við Tyrki í dag. -JKS * Einar Bollason spáir í leik Njarðvíkinga og Keflvíkinga í kvöld: Njarðvík best undir pressu Njarðvíkingar og Keflvíkingar mæt- ast í þriðja sinn í einvígi sínu um ís- landsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar standa betur í slagnum, hafa unnið tvo leiki og Njarðvíkingar einn, þannig að með sigri geta Keftvíking- ar tryggt sér titilinn í kvöld. DV fékk Einar Bollason körfúbolta- sérfræðing til að spá í leikinn í kvöld. Hvemig ætli honum litist á slag Suðurnesjaliðanna? „Mér líst vel á leikinn og ég held að Njarðvíkingcir vinni. Teitur Örlygs- son og félagar hans sætta sig ekki við að dæmið verði klárað á þeirra eigin heimavelli. Njarðvíkingar eru aldrei betri en þegar þeir em komn- ir upp að veggnum. Þegar búið er að að hrekja þá út í hom þá sýna þeir sínar sterkustu hliðar. Þeir eru bestir undir pressu en það hefúr maður svo sannarlega séð í gegnum árin,“ sagði Einar. - Þú heldur að Njarðvíkingar komi til baka eftir tvo ósigra í röð? „Þeir þurfa að leika öflugan varnar- leik og mæta eins stefndir til leiks og í fyrstu viðureign liöanna. Upp- stilling þeirra í þeim leik vakti at- hygli mína þar sem þeir tóku Fal Harðarson nánast úr umferð. Falur leikur stór hlutverk í Keflavíkurlið- inu en með því er ég alls ekki að gera lítið úr öðmm leikmönnum. Lykilatriði hjá Njarðvík verður að stöðva Fal og ekki má gleyma Damon Johnson sem leikið hefur vel fyrir sitt lið, að mínu mati.“ Stöðugleikann hefur vantað „Það sem hefur komiö mér mest á óvart í leikjunum þremur til þessa er hvað Njarðvíkingar fóra langt niður í síðasta leik eins og þeir léku rosalega vel í fyrsta leiknum. Ég hélt að Njarðvíkingarnir yrðu stöðugri en þeir hafa svo mikla reynslu. Það er ekkert hjá Keflvík- ingum sem komið hefúr á óvart. Þeir hafa leikið eins og ég reiknaði með en fyrsti leikurinn var þeim erfiður," sagði Einar Bollason. -JKS Delvecchio líst vel á Chelsea Líkumar á þvi að ítalski sókn- armaðurinn Marco Delvecchio hjá Roma gangi í raðir enska úr- valsdeildar liðsins Chelsea fyrir næstu sparktíð hafa aukist til muna. Leikmaðurinn hefur átt í viðræðum við Gianlucca Vialli, knattspyrnustjóra hðsins, og hafa mál skýrst nokkuð í kjölfar þeirra. Vialli leggur þunga áherslu að að fá þennan 26 ára leikmann og telur að hann muni styrkja sóknina til muna. -JKS Heynckes tekur við af Souness Þjóðverjinn Jupp Heynckes hefur verið ráðinn þjálfari portú- galska liðsins Benfica til næstu tveggja ára og tekur hann við af Skotanum Graeme Souness. Heynckes var áður þjálfari Real Madrid og var sagt upp störfum þar í fyrrahaust. Hann var einn þeirra sem komu til greina í starf landsliðsþjálfara þýska landsliðsins. Þegar til kastanna kom hafði hann ekki áhuga á því. -JKS Hendrie látinn fara frá Barnsley John Hendrie var i gær sagt upp sem knattspymustjóra hjá enska 1. deildar liðinu Bamsley. Það hefur hvorki gengið ná rek- ið hjá félaginu í vetur en sem stendur er liðið í 16. sæti af 24 liðum. Liðið féll úr úrvalsdeild- inni í fyrravor og var stefnan að fara strax upp aftur. Þau áform hafa ekki gengið eftir. Eric Win- stanley mun stjóma liðinu það sem eftir er tímabilsins. -JKS Bland í noka Paul Kinnaird, leikmaður Leifturs á Ólafsfirði í knattspymunni, er kom- inn upp í skosku B-deildina með liði sínu þar, Invemess. Kinnaird, sem kemur aftur til Leifturs strax eftir tímabiliö i Skotlandi, var séður því hann gekk til liðs við Invemess fyrir skömmu eftir að hafa spilað með botnliði B-deildar, Stranraer, sem þegar er falliö niður í C-deildina og hefur því sætaskipti við Invemess. Carl J. Eiríksson sigraði á bikar- móti Skotsambandsins með riffli, 60 skota, í Digranesi á laugardaginn. Carl hlaut 590 stig og er með þessum sigri bikarmeistari STÍ 1999. Næstur honum á mótinu var Einar í. Stein- arsson með 577 stig. Ólafur Stígsson, knattspymumaður úr Val, hefur dvalið hjá gríska félag- inu OFI á Krít undanfama daga en þar spilar Einar Þór Daníelsson. Á fyrstu æfmgu tóku sig upp meiðsli hjá Ólafi og hann hefur því lítið get- að sýnt Grikkjunum hvað í honum býr. 8-liöa úrslitum á heimsmeistara- móti 20 ára landsliða i knattspyrnu í Nígeríu er lokið. Spánn sigraði Ghana, 9-8, í vítaspymukeppni, Malí sigraði Nigeríu, 3-1, Japan sigraði Mexikó og Úrúgvæ lagði Brasiliu, 2-1. í undanúrslitunum mætast Spánn og MaU og Japan og Úrúgvæ. Eric Ribbeck, landsliðsþjálfari Þjóð- verja í knattspymu, valdi ekki Andr- eas Möller, Dortmund, i landsliðs- hópinn sem mætir Skotum í vináttu- landsleik I Bremen á miðvikudag í næstu viku. Hann valdi þess í stað Horst Heldt hjá 1860 Múnchen. Svo gœti farió aö Mark Bosnich, markvörður Aston Villa, yrði arftaki Peters Schmeichels hjá Manchester United. Það var fuUyrt á Englandi í gær að Alex Ferguson hefði þegar átt i viðræðum við Bosnich en samning- ur hans við Aston ViUa rennur út eft- ir tímabUið. AaBfrá Álaborg fór í annað sætið í dönsku knattspymunni í gærkvöld eftir 2-1 sigur á AGF frá Árósum. AB Kabenhavn er í efsta sæti með 47 stig, AaB hefur 45 stig og Bröndby kemur í þriðja sæti með 44 stig. -VS/JKS c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.