Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 11
' Myrkir undirtónar 1000 bókatitlar komust á blað Enn af bókum, því nú liggur fyrir aö 3300 íslendingar tóku þátt í vali á bók aldarinnar, og um 1000 bókatitlar komust þar á blað. Verða úrslit kosning- anna kynnt með við- höfn í hátíðarsal Þjóð- arbókhlöðunnar á degi bókarinnar, öft- nefndum 23. apríl, og hefst sú samkoma kl. 14.00. í framhaldi af því verður veggspjald með nöfnum þeirra bóka sem lentu I 50 efstu sætunum hengt upp í bókasöfhum og bóka- verslunum um allt land. Umsjónarmanni menningarsíðu þykir þátttaka í bókavalinu eiginlega vera í | minnsta lagi, miðað við bókmenntalegt rykti ■ okkar íslendinga. Engu að síður stendur hann við þá spá sem hann gerði við upphaf könnun- | arinnar, nefnilega að skáldsögur eftir Halldór Laxness muni verða í þremur efstu sætum i vinsældalistans. Umsjón Aðalsteinn Ingnlfssnn /9K Dmitri Sjostakovitsj tónskáld. Enginn deytð var heldur yflr flutn- ingi þeirra á tríói Schuberts þótt þar séu gjörólík verk á ferðinni. Persónulega hefði ég viljað hafa Schubert á undan því það er erfltt að toppa Sjostakovitsj (það er eins og að byija á eftirréttinum) og fannst mér flutningurinn á Schubert benda svolítið til þess að þau væru enn þá í sömu Sjosta- kovitsj-stemningunni. Þótt flutn- ingur verksins væri oft og tíðum glæsilegur og sérstaklega einlæg- ur í öðrum þættinmn var verkið í heild yflrspennt þannig að sjaldan gafst tækifæri til að pústa. Engin lognmolla var heldur í hraðavah og ekkert nema gott um það að segja nema hvað stundum var teflt á tæpasta vað og áhætta tekinn sem gekk ekki alveg upp og þá helst í tveimur síðustu þáttimum. Ögn meiri yfirvegun hefði verið betur við hæfi þótt verkið sé þróttmikið og bjóði að sjálfsögðu upp á smárok. En þrátt fyrir það voru þetta spennandi tónleikar, enda flytjendumir allt úrvalshljóðfæraleikarar sem gaman væri að heyra leggja krafta sína saman á ný sem fyrst. Kammertónleikar í Kirkjuhvoli, Garðabæ, 17.4.1999 Sigrún Eðvafdsdóttir, Anssi Kartunen og Gerrit Schuil fluttu tónlist eftir Sjostakovitsj og Schubert Síðustu tónleikamir í kammer- tónleikaröð, sem Menningar- málanenfnd Garðabæjar stendur fyr- ir í Kirkjuhvoli, fóra fram á laugar- daginn. Þar var sem fyrr Gerrit Schuil við píanóið en með honum léku þau Sigrún Eðvaldsdóttir flðlu- leikari og Anssi Karttunen sellóleik- ari. Á efhisskránni vom tvö verk, Tríó í e moll ópus 67 eftir Dmitri Sjostakovitsj og Tríó í B Dúr ópus 99 eftir Franz SchUbert. Gerrit sem einnig er listrænn stjómandi þessar- ar tónleikaraðar getur um ástæður þess að þessi verk vora valin til flutnings: „Tónlist Sjostakovitsj er aldrei léttlynd. Jafnvel þegar hann semur líflega laglinu, sem á yfirborð- inu virðist glaðvær, er þar alltaf að finna sömu kaldhæðnina og myrka undirtóninn svo setur að manni hroll og hryggð. Þetta flnnst mér hann eiga sameiginlegt með Schubert, og það er ástæðan fyrir því að ég tengi verk þessara tveggja tónskálda á einni efnisskrá". Þetta era orð að sönnu hvað varðar þetta tríó Sjosta- kovitsj, samið árið 1944 þegar stríðið var i al- gleymingi og þar með útrýmingarherferðin gagnvart gyðingum. Sú herferð endurspeglast i tónlistinni með þvi að tónskáldið notfærir sér stef úr tónlist gyðinga sem gerir þetta ennþá áhrifameira. EinS og Gerrit bendir svo réttilega á í efnisskrá er verkið því minnisvarði um þá sem mega þola ranglæti. Spennu- þrungið andrúmsloft Varla er hægt að hugsa sér áhrifa- meiri byijun en þessa; einhver dul- inn ógn býr á bak við brothætta sell- ótónana og reyndar gegnsýrir hún verk- ið allt ásamt djúpum trega og harmi. í heild var flutningur- inn magnþrunginn frá fyrstu nótu og náði samleikur þeirra mikilli dýpt í hinum óviðjaftian- lega sorgaróði sem virkilega hreyfði við manni. Með tilfinn- ingaheitum leik sín- um náðu þau að Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir skapa virkilega spennuþrungið andrúmsloft svo að maður var hálf eftir sig eftir flutninginn. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1999 ^ennmg Leðurblaka í netsokkabuxum Operettan Leóur- blakan eftir Johann Strauss var frum- sýnd í íslensku óp- eranni síðastliðið fostudagskvöld. Fyr- ir frumsýninguna var ég búinn að heyra margt mis- jafnt um þessa upp- færslu. Ýmsir hafa fussað og sveiað yfir því að verið sé að færa þetta 125 ára gamla verk í lág- kúrulegan nútíma- búning og einn kollegi minn sagðist ætla að neita að skrifa um sýning- una. Það fer fyrir brjóstið á mörgum fagurkeranum að tveir söngvarar séu látnir fara á klósett- ið uppi á sviði, að hið fræga veisluat- riði Leöurblökunnar sé orðið að eitur- lyfjapartíi og að kór- félagar íslensku óp- erunnai- séu næst- um kviknaktir. Einn félagi minn ráðlagði mér grafal- varlegur að mæta með veijur á fram- sýninguna. í örstuttu máli fjallar Leöurblakan um lögfræðing sem Gabriel nokkur von Eisenstem hefur haft að fífli. í hefndar- skyni býður lögfræðingurinn Gabriel í mikið partí og gabbar hann til að halda fram hjá konunni sinni með henni sjálfri í dulargervi. Þannig kemur hið skítlega eðli hans fram í dagsljósið en eiginkona hans er ekkert betri. Friðill hennar er gamall rokkari sem má muna sinn fífil fegri og lendir í fangelsi fyrir mistök. Þar hittast þeir Gabriel í æsilegu lokauppgjöri og eins og sjá má er efnisþráður- inn ærið farsakenndur og sem farsi gengur sýningin að miklu leyti upp. Víst má gagn- rýna leikstjórann David EYeeman fyrir að reyna að heimfæra Leðurblökuna upp á ís- lenskan veruleika nýríkra hjóna i Grafarvog- Tónlist Jónas Sen ekki i tali? En försum fyrirgefst ýmislegt og leikstjóranum til varnar má benda á að þó sagan sé gömul er hún alltaf að endurtaka sig. Húmorinn hitti í mark Þorgeir J. Andrésson og Diddú í hlutverkum sínum í Leðurblökunni. inum og benda á að margt standist ekki. Hvernig má það vera að allir heiti erlendum nöfnum í Grafarvoginum og þérist í söng en Svo er auðvitað sjálfsagt að reyna að hneyksla okkur jafnmikið og Vín- arbúa þegar þeir sáu Leðrublökuna fyrst. Persónulega fannst mér fyrsti þátturinn síður en svo leiðinlegur, húmorinn hitti í mark og maður fylgdist með af mikilli eftirvæntingu. Það var ekki fyrr en í öðrum kafla að óperettan fór að stangast illilega á við veruleikann, eiturlyfíasvallið marg- fræga var hreinlega of hallærislegt til að vera fyndið. í bakgrunni mátti heyra óminn af dynjandi danstónlist en samt var spilaður vals á meðan dóphausamir dönsuðu aulalega um sviðið, spiluðu rússneska rúllettu eða káfuðu hver á öðram. í þokkabót var þetta atriði allt of langdregið og birti ekki aftur yfir sýningunni fyrr en í þriðja þætti, þegar Edda Björgvinsdóttir kom til sögunnar í hlutverki fangavarðarins og náði að kitla hláturtaugar áheyrenda með þrautþjálfuðum fyllirístöktum. Sagan fór þá líka aftur að verða áhugaverð og bráðfyndin. Söngvaramir stóðu sig flestir prýðilega. Bergþór Pálsson er ekki aðeins frábær söngvari heldur líka sannfærandi leikari og sömu sögu er að segja um Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur. Aðrir söngvarar era kannski ekki al- veg eins góðir leikarar, eins og Þóra Einars- dóttir og Loftur Erlingsson, sem bæði sungu fallega en ofléku. Á hinn bóginn var Þorgeir J. Andrésson frábær sem útbrnnninn skallapoppari og Sigurður Skagfíörð Steingríms- son er greinilega bæði skemmtilegur leikari og góður söngvari. Hljóm- sveitin, undir stjórn Garðars Cortes, stóð sig einnig eins og í sögu og lék hreint og örugglega all- an tímann. í heild er Leóurblakan hin þokkalegasta skemmt- un, kannski dálítið subbuleg en sleppur þó. Auðvitað er hún lágkúruleg, en hvað selst betur en það? Meira að segja efnisskráin er sett upp í líki tímaritsins Séð og heyrt, og ef Séð og heyrt selst vel ætti Leöurblakan að gera það líka. Johann Strauss - Leðurblakan Frumsýnd í Íslensku óperunni 16. apríl I I o I S K íj I S [ \, N N K | |» O i: | » a j^t’) y jj; |l l> I / } n {M a li f «» •{• 1 I í AI IA N o ji ISl.ANI )! S| . Auguri Turchi! Hvort sem útgáfa hennar tengist Viku bók- arinnar eður ei er ný Ítölsk-íslensk orðabók Paolos Turchi sannarlega aufúsugestur, enda eru tengsl íslendinga og Itala orðin svo mikil og margþætt að ekki var forsvaranlegt að vera án bókar af þessu tagi. Turchi var raunar bú- inn að búa í haginn fyrir þessa bók með fs- lensk-ítalskri oróabók sem kom út hjá Iöunni árið 1994 og var einnig brautryðjandaverk. í nýju bókinni eru uppflettiorð öllu fleiri, eða um þijátíu og fimm þúsund alls, og var lagt kapp á að bókin spann- aöi sem flest svið ítal- skrar tungu. Áhersla var lögð jöfnum hönd- um á ritmál og daglegt mál en sleppt flestum orðum sem ítalskan hefur fengið að láni úr ensku og frönsku hin síðari ár sem er skyn- samleg stefna. Bókin er einnig rík að ýmiss konar sérfræðimáli, ekki sist því sem lýtur að listgi-einum á borð við tónlist og myndlist. Umsjónarmaður menningarsíðu gerði á orðabókinni nokkrar stikkprufur og fann greiðlega öll þau körpur- yrði sem hann lærði á námsáram sínum með- al ítalskra, sem hlýtur að vera meðmæli með svona bók. Einu efasemdir sem sóttu á hann vörðuðu prentletur, sem gerir að verkum að varla er meira en sjónarmunur á ítalska og ís- lenska orðaforðanum á síðunum. Itölsk-ís- lensk orðabók er 678 bls. að stærð, og veitti Menningarsjóður styrk til útgáfunnar. Bækur og pönnukökur Bókavikan er auðvitað mál málanna. I morgun kl. 9 var opnuð sýning á matreiðslu- 1 bókum í Bústaöasafni og er safnið af því til- efni skreytt með mataráhöldum, matar- s uppskrifum og hoflum húsráðum frá fyrri tíð. Þessi sýning stendur í viku og á degi bókarinnar, 23. apríl, verður gestum og gangandi boðið upp á molasopa og pönnukökur. Sögulegur bókamarkaður fer fram i húsi Sögufélagsins í Fischersundi milli kl. 13 og 18. Þar verða á boðstólum á tilboðsverði bækur Sögufélagsins, Fræðafélagsins i Kaupmannahöfn, Þjóðvinafélags- ins, Ömefnastofnunar og fleiri út- gefenda. í kvöld kl. 20.30 hefst svo bók- menntakvöld á Súfistanum á vegum Máls og menningar og For- lagsins. Gyrðir Elíasson les upp úr ljóðabók- inni Hugarfjalliö, Sigurbjörg Þrastardóttir les úr ljóðabókinni Blálogaland, Sindri Freysson les úr bókinni Haröi kjarninn og Svala Arnar- dóttir les úr bókinni Okkar á milli eftir Arth- úr Björgvin Bollason. Enn fremur verður les- ið upp úr tveimur nýjum þýðingum, Vita Brevis eftir Jostein Gaarder og Silki eftir ítalska höfundinn Alessandro Barrico.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.