Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 onn Ummæli Eins og kjarn- orkusprengja „Ég er eins og kjarnorku- sprengja á eftir, jákvæður, lifs- t glaður og hræðist ekkert. Mér líður eiginlega eins og Gunnari á Hlíðar- : enda, bregður hvorki við sár né bana. Guðni Ágústsson alþingismaöur, eftir að hafa verið í hópeflis- námskeiði, í DV. Dúnmjúkt pempíuþjóðfélag „Stundum finnst mér eins og það sé æðsti draumur góð- hjartaðra uppeldisfræðinga á vegum hins opinbera að koma hér á fót dúnmjúku pempíu- þjóðféiagi fyrir postulínsböm sem geymd hafa verið í bómullarumbúðum alla barn- æskuna." Flosi Ólafsson í Skessuhorn- inu. Össur... „Össur veit allt um kynlíf urriðans en ég veit álíka mikið um kynlíf urriðans og hann virðist vita um efnahagsmál." í ..og Jóhanna „Jóhanna Sigurðardóttir sagði á dögunum að við í ríkis- stjórninni hefðum verið að selja vin- um okkar fyrir- tækin. Mér er heiður að þessari yfirlýsingu. Ég hef samkvæmt þessu eignast 90.000 vini sem keyptu Búnaðarbankann. Davíð Oddsson forsætisráð- herra, í Degi. Glært froðusnakk „Látalæti þeirra í orði um að þeir muni leita sátta vekja gmn um hreinræktuð loddara- brögð. Skrúðmælgi þeirra nú rétt fyrir kosningar um nauð- syn þess að ná sáttum um sjáv- arútvegsmálin er glært froðu- snakk.“ Sverrir Hermannsson, form. Frjálslynda flokksins, um flokksformenn stjórnarliða, í Morgunblaðinu. Góðir og ekki góðir knattspymumenn „Það er ekki hægt að velja menn sem em tilbúnir að leggja á sig þegar þeim dettur í f hug en ekki þeg- ar landsliðið þarf á þeim að halda." Guðjón Þórðar- son landsliðs- f þjálfari, í Morg- unblaðinu. 0 & SOR móttök Miðhraun 20, —1 l-, Mosfellsbær, j viö Blíöubakka / Ártúnshöfði, viö Sævarhöföa —O <3 á mörkum Garöabæjar ^ y* og Hafnarfjaröar ■ Jt aajf®isf..■ í Kópavogur, Dalveg Breiðholt, viö Jafnasel <3 Gámastöðvar á höfuðborgarsvæðinu Guðrún Karlsdóttir, formaður Kvennakórs Suðurnesja: Engin ládeyða á tónleikum DV, Suðurnesjum: „Ég held að það megi segja að söngur sé bæði mannbætandi og gef- andi,“ segir Guðrún Karlsdóttir en hún er formaður Kvennakórs Suður- nesja. Kvennakór Suðurnesja var stofnaður árið 1968 og hélt því upp á 30 ára afmæli sitt á síðasta ári. „í fyrstu var þetta blandaður kór og þá í samstarfi við Karlakór Kefla- vikur en síðan var kórnum skipt í Kvenna- og Karlakór og starfar þannig í dag. Núna era um þrjátíu konur í kórnum og starfsemin er í miklum blóma. Við höfum verið svo heppnar síðustu ár að hafa alveg frá- bæran stjómanda sem heitir Agota Joó og er frá Ungverjalandi. Hún hefur búiö hér um árabil og eigin- maður hennar, Vilberg Viggósson, er píanóleikari okkar. Þau hjónin hafa verið gífurleg lyftistöng fyrir kórstarf hér á Suðumesjum því að frátöldum okkar kór er Vilberg stjórnandi Karlakórs Keflavikur og Agota píanóleikari kórsins. Agota er einstaklega skemmtileg- ur og líflegur stjómandi og það er aldrei nein ládeyða, hvorki á æfmg- um né tónleikum kórsins. Hún hefur þann hæfileika að ná öllu því besta út út kómum og að gera starfið skemmtilegt því að baki þessu öllu liggur mikil vinna sem kórkonur leggja á sig til að þetta takist allt sem best.“ Kórinn stefnir nú á að fara á al- þjóðlegt kóramót á írlandi næsta vor og er undirbúningur fyrir það í fulium gangi. Þessa dagana heldur kórinn sína ár- DV-mynd Arnheiður legu vortónleika og hefur undanfar- ið haldið tvenna tónleika á Suður- nesjum og verður á höfuðborgar- svæðinu í þessari viku. í kvöld kl. 20 verða tónleikar í Neskirkju og á sunnudagskvöldið í Hafnarborg í Hafnarfirði. Maður dagsins „Efnisskráin hjá kórnum er mjög fjölbreytt og skemmtileg og þar er eitthvað fyrir alla. Það var ánægjulegt að sjá hve allir skemmtu sér vel á tón- leikunum okkar hérna, bæði ungir og þeir sem eldri vom. Við vonum svo sannarlega að höf- uðborgarbúar Qölmenni eins vel og heima- menn gerðu því til þess er leik- urinn gerður að fá útrás fyrir sönggleðina hjá okkur og að sjálfsögðu að hrífa fólk með og það held ég svo sannarlega að Agotu takist að gera með kómum okkar.“ Guðrún er skrifstofumaður hjá Fjármálastofnun Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hún segir söng- inn vera sitt aðaláhugamál. „Það kemst lítið annað að fyrir utan vinn- una, heimilið og bömin.“ Eiginmaður Guðrúnar er Jaime Buenano. Hann er frá Ekvador og hefur búið hér á landi í íjórtán ár og er íslenskur ríkisborgari. „Við kynntumst hér á Suðurnesj- um þar sem hann starf- aði á Keflavíkurflug- velli en í dag starfar hann á veitingastað." Þau eiga fjögur böm, Karl, sem er 17 ára nemandi í Fjölbrauta- skóla Suð- urnesja, Victor, 13 ára, Flóra Karitas, 11 ára, og Al- exöndm en hún er 10 ára. -AG Gaukur á Stöng: Drum&bass á Stefnumóti Myndgátan Stefnumót er heitið á tón- leikaröð sem tónlistarblaðið Undirtónar stendur fyrir á Gauki á Stöng. Áttunda Stefhumótið er í kvöld og er það tileinkað tónlistarform- inu dmm & bass sem hefur verið að koma meira og meira fram á________________ sjónarsviðið undanfarið út um allan heim og er Island þar engin undantekning. Hér hefur grasserað sterk og samheld- in drum & bass-menning sem mikið hefur farið fyrir í skemmtanalífinu og í nokkmm útvarpsþáttum á öldum ljósvakans. íslenskir dmm & bass-tónlistarmenn hafa einnig gert góða tónlist en hafa ekki flutt hana á tónleikum fyrr en nú. Þeir sem koma fram era: Plasmic (tónlistarmaður sem gefið hefúr út eina plötu og vakið mikla ahygli fyrir endurhljóðblöndun sina á lagi Sigur Rósar, Leit ___________________að lífi), Hugh Skemmtanir SÆ S plötur hjá út- gáfufyrirtækinu Thule Traks), Etanól (sem varð í þriðja sæti á seinustu Mús- íktilraunum) og Q/Be (sem hefur komið víða við í ís- lenskri drum & bass-menn- ingu). Plötusnúðurinn Reynir mun síðan þeyta skÚúr. Stefnumót 8 hefst stundvíslega klukkan 22. Skarexi Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Afturelding vann öruggan sigur á FH á heimavelli sínum í Mosfells- bæ á sunnudagskvöld. Tveir stórleikir Tveir stórleikir verða í boltaí- þróttum í kvöld. Báðir eru leikim- ir í úrslitahrinunni um íslands- meistaratitilinn í körfubolta og handbolta. í körfunni berjast ná- grannaliðin Keflavík og Njarðvík um íslandsmeistaratitilinn og er staðan 2-1 fyrir Keflavík, það lið sem sigrar í þremur leikjum er ís- landsmeistari 1999. Leikurinn í kvöld er í Njarðvík og það er að duga eða drepast fyrir heima- menn þvi ef Keflavík sigrar þá fer titillinn þangað svo það má búast við eldfimu andrúmslofti í „Ljóna- gryfjunni" í Njarðvík kvöld. Leik- urinn hefst kl. 20. Iþróttir Leiðin að íslandsmeistaratitlin- um í handbolta er styttra á veg komin en þar berjast Afturelding og FH um titilinn. Einn leikur er búinn og í honum sigraði Aftur- elding öragglega á heimavelli sín- um í Mosfellsbæ. Það er því mik- ilvægt fyrir FH að sigra í kvöld i Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem ekki er fýsilegt að fara aftur í Mosfellsbæinn tveimur leikjum undir. Leikurinn hefst kl. 20.30. Bridge Daninn Klaus Adamsen náði í lag- legan topp í þessu spili í tvímenn- ingskeppni í Danmörku á dögunum. Andstæðingamir voru ekki af lakara taginu, Peter Shaltz og Claus Christ- iansen, margreyndir landsliðsspilar- ar, en félagi Klaus var Lars Blakset. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: 4 G5 ÁKD6 4 ÁG9 * KD92 4 Á964 4 D1072 N »» G4 *• 972 4 63 4 10754 * ÁG1087 S 4 63 4 K83 * 10853 4 KD82 4 54 Suður Vestur Norður Austur pass pass 2 grönd pass 34 dobl redobl pass pass 3 grönd p/h Þrjú lauf hefðu orðið spennandi samningur en Lars Blakset þorði ekki að treysta á vinning í spilinu. Hann lét líka hjartalitinn lönd og leið og þannig fæddist toppurinn (Flestir spiluðu 4 hjörtu á spil NS). Vömin hefði gert best í að spila spaða en austur spilaði út laufsexu í upphafi. Vestur drap á ás og spilaði laufgosa. Klaus drap á kóng og tók nú 8 slagi á rauði litina og henti ein- um spaða í síðasta tígulinn. Sagnhafi átti út í þriggja spila endastöðu: 4 G ♦ - 4 09 4 D 4 - * 108 N V A S 4 A96 4 K83 4 - * - Klaus spilaði nú spaðagosa og hleypti yfir til vesturs. Vestur varð síðan að spila frá 108 í laufi og sagn- hafi fékk tvo yfirslagi. Það dugar austri litt að fara upp með spaðaás því þá verður hann að spila upp í spaðagaffal í blindum. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.