Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 16
CVAN MAftCNTÍ 16 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 „Lögreglumenn vinna erfitt starf og þeir hafa mjög mikla þörf fyrir að nýta sér trúna og nálgast kirkj- una.“ DV-mynd Teitur Úr lög- gæslu í sálgæslu ■ ans Markús Hafsteinsson hóf ;.; ’-f.:: störf sem lögregluþjónn 1973. fel ■ Hann haföi þá lokið rafvirkja- námi. Hans hafði starfaö sem laganna vörður í 18 ár en árið 1991 hóf hann nám í guðfræði við Háskóla ís- lands. Hann var fertugur. Næstu fimm árin voru erilsöm en hann vann með námi sem lögreglumaður. „Þjónustulundin réð því að ég fór í guðfræði en mér finnst gott að vinna með fólki. Kannski vantaði mig nýjan vettvang til að geta gert meira gott.“ Hann átti barnatrúna og hafði ræktað hana. „Ég bjó að ákveðnum styrk þar. Ég ræktaði mitt trúarlif á persónulegan hátt og síðan með kirkjusókn. Ég tel mig hafa verið ffek- ar kirkjurækinn í gegnum árin. Lög- reglumenn vinna erfitt starf og þeir hafa mjög mikla þörf fyrir að nýta sér trúna og nálgast kirkjuna." Hans nánustu skildu veginn sem hann ákvað að feta eftir árin 18 í lög- reglunni. Hans er kvæntur Jónínu Sigurðardóttur lögregluvarðstjóra og eiga þau tvo syni. „Það var hins veg- ar út á við sem þetta virtist koma nokkuð á óvart. Ég var búinn að vera mm Ástæðan fyrir guðfræðináminu er trúarskoðanir og lífsreynsla hvað varðar áföll. DV-mynd Teitur Fannst hugmyndin fráleit Utskrifaðist 59 + .. ÉPJ g er alínn upp við kirkjusókn ' frá blautu barnsbeini en ' nokkrir ættingjar mínir sungu í Sunnukómum á ísafirði,“ segir Hjörtur Hjartarson. „Söngur er mitt áhugamál en ég hef sungið mikið með karlakórnum Fóstbræðrum við kirkjulegar athafnir.“ Hjörtur var setjari í 20 ár og vann hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í 12 ár. Hann er kvæntur Unni Axelsdóttur fulltrúa og eiga þau fjögur börn. „Þegar ég var fimmtugur og öll bömin uppkomin langaði mig að sjá hvernig þróunin í menntamálum hafði breyst frá því ég var sjálfur í skóla. Ég fór í öldungadeild Mennta- skólans í Hamrahlíð að gamni mínu og svo vatt þetta upp á sig.“ Hjörtur var í fullri vinnu meðfram námi og varð stúdent 54 ára. „Þegar ég var setjari vann ég mikið með háskólanemendum og í mér blundaði löngun að vita hvað verið væri að aðhafast í Háskólan- um. Ég valdi guðfræði og ætlaði bara að vera í deildinni í eina önn. Svo vatt þetta upp á sig líka.“ Árin urðu fimm. „Mig langaði að prófa hvemig þetta væri án þess að ég ætlaði sérstaklega að verða prestur þvi ég var í ágætisvinnu." Hann varð guðfræðingur 1990. Hann var þá 59 ára. Hjörtur var sóknarprestur að Ásum í Skaftafellssýslu í rúm sex ár og hann hefur verið settur sóknar- prestur í Grindavikurkirkju í eitt ár. Hann hefur verið ráðinn prestur í- Hjallakirkju í Kópavogi um óá- kveðinn tíma frá og með 1. maí. Þeg- ar þjónustu í Hjallakirkju lýkur er stefnan sett á framhaldsnám í Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Þau voru meðal eldri nemenda í Háskóla ís- lands. Þau kusu það nám sem gefur þeim rétt til að predika yfir öðrum. Ef til vill þarf þroskaðar sálir í það. lögreglumaður í 18 ár þannig að það var kannski ekkert annað fyrirsjáan- legt en að ég myndi ljúka minni starfsævi þar. En síðan kom þetta til og fólk tók þessu nokkuð vel. Vinnu- félagamir þurftu náttúrlega að fá skýringar á hlutunum." Hans lauk guðfræðináminu 1996. Þótt hann væri útskrifaður sem guð- íræðingur var hann áfram í lögreglu- búningnum. Hann sótti um þegar staða sóknarprests í Garðaprestakalli í Kjalamesprófastsdæmi var auglýst laus til umsóknar fyrir tveimur árum. Hann fékk starfið. Reynsla hans í lögreglunni hefur nýst honum vel í embættinu. „Sem lögreglumaður sá ég mannflóruna frá a til ö og í því starfi sá ég hluti sem prestar sjá aldrei. Margir prestar hafa starfað í lögreglunni á námsárunum til undirbúnings prestsstarfinu." -SJ Auður Inga Eincirs- dóttir hafði nýlokið stúd- entsprófi af uppeldisbraut frá öldunga- deild Fjöl- brautaskóians Breiðholti 1993 þegar hún hóf nám í guð- fræði við Há- skóla íslands. Hún var þá fertug. Áður en hún hóf nám við Fjöl- brautaskólann hafði hún verið heimavinnandi en hún og eigin- maður hennar, Guðmundur Örn Guðmundsson lyfsali, eiga þrjú böm. „Maðurinn minn stakk upp á því að ég færi í guðfræði þegar ég var enn i Fjölbrautaskólanum. Ég varð fyrst mjög reið og fannst hugmynd- in alveg fráleit. Svo fann ég að þetta „Ég hef kynnst því hvað lífið er í raun og veru.“ Hjörtur ætlar seinna í framhaldsnám. DV-mynd Teitur ara Hann segir að gildis- matið breytist og að trú- in eflist með árunum og lífsreynslunni. „Skilningur minn á mannlífinu hefur aukist þar sem ég hef verið þátttakandi í lífi fólks, bæði í gleði og sorg. Ég hef kynnst því hvað lífið er í raun og veru.“ Hjörtur segir að í sínum augum sé lífið að reyna að komast að því hver hann sé. „Ég trúi því að svarið sé að finna í hinni helgu bók, Biblí- unni.“ -SJ var alveg rétt hjá honum. Hann þekkti mig betur en ég þekkti mig sjálf.“ Tvær ástæður réðu því að Auður fór í guðfræði. „I fyrsta lagi eru það trúarskoðanir en ég hef alltaf verið mjög trúuð þótt ég hafi ekki haft mjög hátt um það. Lífsreynsla mín hvað varðar áfóll hafði líka sitt að segja.“ Auður var búin að missa foreldra sína auk þess sem nánir vinir þeirra drukknuðu í sumarbú- staðarferð en þeir voru í boði Auð- ar og Guðmundar. „Þá vöknuðu spurningar varðandi lífið og tilgang þess.“ Frá því Auður útskrifaðist með embættispróf í guðfræði hefur hún unnið sem stuðn- ingsaðili við barna- fjölskyldur þar sem hún hefur farið inn á heimili. Vinn- ur hún í nánu samstarfi við félags- ráðgjafa í Miðgarði í Grafarvogi. Auður ætlar að verða sér úti um starfsreynslu áður en hún sækir um brauð. Næsta skref er reyndar að sækja tíma í Háskólanum með vinnu. Hún er með afbrotafræði og sálgæslu í huga. „Frá því ég hóf guðfræðinámið hef ég lært að þekkja mínar eigin takmarkanir, bæði mínar veiku og sterku hliðar og hvað ég veit lítið.“ Auður segir að margt sé að í þjóð- félaginu og að margt sé hægt að gera ef viljinn sé fyrir hendi. Vegna starfs síns sér hún þjóðfélagið öðr- um augum en áður en hún hefur m.a. unnið hjá Kvennaathvarfinu, Félagsmálastofnun og setið hjá dauðvona fólki. „Þetta eru hliðar samfélagsins sem mað- ur hefur gott af að kynna sér. Þetta er allt annað en það sem lært er af bókum.“ Hún sér lífið öðrum augum en áður. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.