Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 7 Neytendur Öryggi barna á leiksvæöum: Reimar og treflar varasöm Samkvæmt dagatalinu er sumar- ið á næsta leiti og því fylgja falleg kvöld og fuglakvak. Þá vill ungviðið einnig komast meira út að leika sér og því geta fylgt ýmsar hættur ef ekki er rétt að farið. Fatnaður bama getur valdið ýms- um slysum og því er rétt að foreldr- ar hugi vel að klæðnaði barna sinna, s.s. lausum reimum og trefl- um, áður en þau eru send út að leika sér. Passið hetturnar Reimar í hettum og neðan á úlp- um barna geta t.d. skapað hættu er börnin renna sér í rennibrautum eða leika sér í rólum. Reimar i hett- um geta fest í leiktækjunum og það getur leitt til köfnunar. Einnig geta reimar sem eru neðan í úlpum ver- ið hættulegar ef þær lokast á miili þegar bílhurðum er lokað því þá getur barnið dregist með bílnum þegar hann ekur aftur af stað. Fyrir nokkrum árum varð alvar- legt slys þegar lítil stúlka var nærri köfnuð á vegasalti. Slysið vildi þannig til að stúlkan ákvað að hoppa niður af vegasaltinu en festi hettuna á gallanum sínum í vega- saltinu og hékk þar í loftinu. Til að koma í veg fyrir svona slys er mik- ilvægt að úlpur og kuldagallar séu þannig útbúin að hægt sé að geyma hettuna innan í kraga þegar hún er ekki í notkun. Einnig er gott að hettan sé með frönskum rennilás þannig að hún slitni af flíkinni ef barnið festir hettuna í leiktæki. Teygjur í stað reima Gott ráð til að minnka slysa- hættu á leikvellinum er einfaldlega að fjarlægja aliar reimar úr fatnað- inum eða velja fatnað sem er ein- faldlega ekki með reimar. í stað reimanna í hettunni má draga teygjubönd í gegnum hettuna. Teygjan er síðan saumuð föst í göt- in þar sem reimarnar voru áður og nær þá ekki undir höku barnsins sem getur verið hættulegt. Þar með geta börnin leikið sér án þess að reimarnar flækist fyrir i hinum ýmsu leikjum. Skart og sítt hár Þótt sumarið sé í nánd er enn snjór í fjöllum, a.m.k. norðanlands, og því víst að skíðamenn munu bruna niður brekkurnar svo lengi sem snjórinn endist. Reimarnar geta einnig verið varasamar í skiðabrekkunum því þær geta flækst í lyftum og öðrum tækjum á skíðasvæðunum. Börn og fullorðnir ættu heldur ekki að vera með trefla sem flækst geta í lyftunum og einnig þarf að passa upp á að síðu hári sé vandlega komið fyrir undir húfu þannig að það geti ekki flækst. Að lok- um má nefna að börn jafnt sem full- orðnir ættu að varast að vera með vandaða skartgripi um hálsinn eða um handlegg sem eru það sterkir að þeir slitna ekki ef þeir flækjast í leik- tækjum eða skíðalyftum. Vonandi koma þessar leiðbeiningar að góðum notum fyrir böm jafnt sem fullorðna. (Heimildir: Slysavarnafélag ís- lands o.fl.) -GLM Ýmsar hættur geta leynst á leiksvæðum barna. Kauptu þér pakka af Maraþon cxtra þvottacfni og þú fœrð annan í kaupbœti! Kauptu þér Þvolbrúsa og þú fœrð annan í kaupbœti! Kauptu þér brúsa af Frigg taumýki og þú fœrð annan í kaupbceti! Kauptu þér brúsa af Frigg parketsópu og þú fœr3 annan í kaupbœti!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.