Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 Iþróttir 1. 0IIL8 Fyrsti úrslitaleikur Stjörn- unnar og FH um íslands- meistaratitil kvenna verður í Garðabæ á miðvikudagskvöld kl. 20.30. Annar leikurinn verður í Kaplakrika kl. 16 á laugardag og sá þriðji i Garðabæ kl. 20.30 á mánudag. Þurfl flórða og fimmta leik fara þeir fram á miðvikudegi og fóstudegi. Þrjú undanfarin ár hefur þurft fimm leiki til að knýja fram úrslit. Stjarnan og Haukar hafa átt i hlut í öU skiptin. Keppt er eftir þessu fyrir- komulagi i áttunda skipti og hefur Stjarnan leikið til úrslita I öll skiptin. Vík- ingur vann þrjú fyrstu árin en slðan hafa Stjarnan Haukar sigraði tvívegis hvort félag. Ragnheiúur Stephensen Stiörnunni hefur spilað alla úrslita- leiki í sögu keppnínnar, 31 talsins, og hefur skorað í þeim öllum. Hún hefur skorað langflest mörk í úr- slitaleikjum, 194, og er sú eina sem hefur náð 100 mörk- um. Stjarnan hefur unnið heimaleiki í röð í úrslita- keppni og alls 21 af 29 heima leikjum sínum í sögu hennar. Inga Fríða Tryggvadóttir lætur meiöslin ekki stöðva sig: Þetta er svo skemmti Magnús Teitsson, þjálfari FH, er kominn með lið sitt í úrslit í sjöunda skipti á þess- um átta árum. Hann fór fjórum sinnum með Stjörnuna í úrslit, Hauka tvisvar og nú FH. Magnús hefur hampað titlihum tvisvar en misst af honum fjórum sinnum. Stjarnan og FH mættust tvisvar í 1. deildar keppninni í vetur. Liðin gerðu jafntefli i Garðabæ, 22-22, en Stjarnan vann siðan stórsigur í Kaplakrika, 33-21. FH-konur hafa sett sams kon- ar met og FH-karlar í úrslita- keppninni. Aldrei áður hefur lið komist 1 úrslit eftir að hafa endað í sjötta sæti i deildinni. Hingað til hafa tvö efstu lið deildarinnar alltaf mæst 1 úr- slitum, nema 1996 þegar Hauk- ar urðu meistarar eftir aö hafa lentí3.sætí. -ÓÓJ/VS legt ái Meiðslin hjá Ingu Fríðu Hægri öxl laskaðist i úrslitakeppninni fyrra. Lék með hlíf en stífnaði upp í háls- inum við að nota hana þannig að hita- krem verður að duga. Vinstri öxl er bólgin og aum. Lenti mjög illa og bólgnaði upp á fram- handlegg við hægri olnbogann. Baugfingur og langatöng hægri handar eru bognir. Þumalfingur hægri handar er tognaður. Þumalf ingur vinstri handar er f ólagi. Hægra hné - liðpokí og liðbönd hanga saman eftir ohapp í næst síð- asta leik í deildinni f vetur, gegn Vík- ingl. Vinstri ökkli - tognaðl um jólin fyrir tveimur árum og er fastur, eða hefur ekki sama llðleika og sá hægri, fór í aðgerð í fyrrasumar. Hásin á hægri fæti - bólgin vegna misbelt- ingar sem orsakast af öðrum melðslum, keðjuverkun. Inga Fríða ^B Tryggvadóttir handknattleikskona er leikmaður með Stjörnunni í Garðabæ og islenska landsliðinu. Hún er 25 ára leikskólakennaranemi, ættuð frá Selfossi, og býr ásamt Andra Ein- arssyni, sjö ára gömlum syni sínum, í Garðabæ. Hún hefur leikið handknatt- leik með Stjörnunni síðustu sex ár og unnið með liðinu alla þá titla sem í boði eru hér á landi. Inga Fríða er gott dæmi um þær mörgu metnaðarfullu handknattleikskonur sem fórna miklu til að sameina þetta áhugamál, handbolt- ann, vinnu, nám og fjölskyldu. „Ég er fyrst og fremst í þessu vegna þess að það er svo rosalega gaman og félagsskap- urinn er góður. Maður þekkir ekkert annað en ég hef leikið handbolta síðan ég var 11 ára," sagði Inga Fríða, sem í vetur hefur þurft að dvelja óvenjuoft og lengi hjá Krist- jáni Ragnarssyni sjukraþjálfara vegna ým- issa misstórra meiðsla sem hafa hrjáð hana eins og sjá má á upptalningunni hér til hliðar. Jaxlarnir orðnir eyddir En hefur ekki komið sú stund í vetur að þú hefur sagt við sjálfa þig: „Inga Fríða, nú er nóg komið, nú getur þú ekki meira?" „Nei, það hefur ekki gerst þrátt fyrir að veturinn í vetur hafi verið erfiður og ég hafi verið alveg ótrú- lega óheppin með meiðsli. En ég hef samt verið það heppin að þau eru ekki þannig að þau setji mig á bekk- inn eða upp i stúku, maður bítur bara á jaxlinn. Bróð- ir minn segir stundum að jaxlarnir hljóti að vera orðn- ir ansi eyddir." Hvað er það þá sem drífur þig áfram? „Þetta er svo skemmtilegt. Ég er í landsliðinu og hef metnað til að halda mér þar. Okkur í Stjörnunni hefur gengið mjög vel og við höfum unnið til allra þeirra titla sem í boði eru sem hlýtur að vera markmið hvers íþróttamanns." Deildin er betri . Finnst þér deildin hafa verið betri eða verri held- ur en undanfarin ár? „Mér finnst hún hafa verið miklu jafnari í ár held- ur en undanfarin ár. Það sést t.d. á því að það varð ekki Ijóst fyrr en í síðustu umferð deildarkeppninn- ar hvaða lið myndu mætast í úrslitunum og líka á þvi að liðin sem leika til úrslita voru í fyrsta og sjötta sæti deildarkeppninnar. Þetta sýnir að það er meiri breidd í deildinni og því má ætla að hún sé betri." Erum miklir reynsluboltar Fram undan eru úrslitaleikir gegn FH, hvernig fara þeir? „Ég hef trú á því að þetta eigi eftir að verða mjög skemmtilegir leikir en við stefnum að sjálfsögðu að sigri. Við ætlum okkur að verða íslandsmeistarar og mér er svo sem sama í hve mörgum leikjum það verður ef það dettur okkar megin. Við höfum farið í alla leiki til þess að vinna og ætlum ekkert að breyta því núna." Er ekki hætta á því að Stjarnan vanmeti FH-ing- ana eftir stórsigur á þeim í seinni leik deildar- keppninnar? „Nei, það er alveg á hreinu að það verður ekkert van- mat í gangi. Við erum það miklir reynsluboltar að við vitum að leikir í deildinni skipta engu máli í úrslita- keppninni. Það sem skiptir máli er að halda einbeitingu í 60 mínútur í hverjum leik, ef annað liðið leyfir sér að missa einbeitingu í smátíma þá getur það orðið til þess að leikurinn tapist. Ég er sannfærð um að þetta verða hörkuleikir þar sem ekkert verður gefið eftir." Betra liðið vinnur Hvað kemur til með að skilja þessi lið að? „Það er sagt að viljinn sé 50% af þessu og bæði lið ætla sér að vinna. Miðað við gengi FH í úrslitakeppn- inni þá hafa þær öðlast ótrúlega mikla trú á sjálfum sér í gegnum það og svo eru 6 stelpur úr FH í unglinga- landsliðinu sem er á leiðinni til Kína og það hefur styrkt þær líka. En við höfum ekki bara reynsluna fram yfir þær heldur tel ég okkur líka vera með betra lið og betra liðið mun vinna," sagði Inga Fríða Tryggvadóttir. -ih Tvíburasysturnar Dagný og Drífa Skúladætur leika handbolta með FH: „Við höfum engu að tapa" FH er það liö í 1. deild kvenna sem hefur komið mest á óvart í vet- ur. Þær komu inn í úrslitakeppni sem 6. lið, tóku út Víking í tveimur leikjum, bikarmeistara Fram í þremur og leika til úrslita gegn deMarmeisturum Stjörnunnar. DV hitti tvíburasysturnar Dag- nýju og Drifu Skúladætur að máli og spurði fyrst hvaða væntingar hefðu verið gerðar til liösins í upp- hafi móts. Erutn að byggja liöið upp „Þegar við byrjuðum tímabilið þá voru ekki gerðar neinar vænt- ingar til liðsins aðrar en þær að við myndum gera okkar besta. Lið- ið er ungt og stjórn og þjálfari settu það markmið að byggja liðið upp og gerðu ekki neinar kröfur um titla fyrr en eftir tvö til þrjú ár," sagði Drífa Skúladóttir en hún leikur í stöðu vinstri skyttu í FH-liðinu. „Maggi (Magnús Teitsson þjálfari) hafði samt alltaf trú á því að okkur tækist að ná langt á þessu móti. Við erum með mjög efnilegt lið, erum sneggri og hraðari heldur en önnur lið í deildinni en það sem okkur skortir helst og hin liðin hafa er reynsla," sagði Dagný sem leikur í vinstra horninu. En reynsluleysi virtist ekki há liðinu í leikjunum gegn Fram og Víkingi í úrslitakeppninni. Ekki saddar „Nei, við þekkjum það vel hvern- ig það er að vinna. Við tvær, Þór- dís (Brynjólfsdóttir) og Guðrún Oagný Skúladóttir. Drffa Skúladóttir. (Hólmgeirsdóttir) vorum allar í ÍR sem vann alla titla sem í boði voru í yngri flokkunum. Þannig að þó svo að við séum ekki með mikla réynslu af úrslitakeppni eins og þeirri sem er að byrja þá vitum við vel hvað þarf til. Við erum komn- ar lengra í þessari keppni heldur en nokkur reiknaði með. Við höfum því engu að tapa, en við erum ekki saddar, okkur langar í meira," sagði Drífa. „Stjarnan kemur í þessa leiki sem betra liðiö, þær eru deildarmeistarar en við ger- um okkar besta og vonumst til þess að vinna. Stjarnan er með betra lið en Fram, þær eru með góðar stelpur í hverri einustu stöðu og hafa meiri breidd. Við lékum mjög léleg- an leik gegn þeim síðast í deildinni og ætlum okkur ekki að endurtaka þann leik og erum alls ekki hrædd- ar við þær. Við erum að spila allt öðruvísi leik núna heldur en við geröum þá og eigum eftir að leika miklu betur," sagði Dagný. Vonast tíl að vera með Dagný varð fyrir því óhappi í öðrum leiknum gegn Fram að lið- bönd í ökkla tognuðu illa en lækn- ar töldu í fyrstu að þau væru slitin. Á hún von á því að leika með FH í úrslitakeppninni? „Liðböndin eru ekki alveg slitin og ég er i meðferð hjá sjúkraþjálf- ara og geri mér vonir um að vera með." Þori varla að spá Viljið þið spá um úrslit leikj- anna? „Maður þorir þvi varla en ég er viss um að leikirnir fara ekki 3-0, ég spái okkur sigri, 3-1," sagði Drífa. „Þetta fer i funm leiki og við vinnum, 3-2," sagði Dagný. -ih

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.