Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 10
10 lI ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1999 Spurningin Verður sunnlenskur ráð- herra í næstu ríkisstjórn? (Spurt á Hvolsvelli) Sigurður Bergsson: Guðni Agústs- son verður landbúnaðarráðherra. Guðmundur Guðmundsson: Guðni Ágústsson verður landbúnað- arráðherra. Þórður Henriksson: Árni Johnsen verður sjávarútvegsráðherra. Kristján Hálfdanarson: Margrét Frímannsdóttir verður forsætisráð- herra. Magnús Hallgrímsson: Nei, það verður enginn Sunnlendingur ráð- herra. Björn Á. Guðlaugsson: Guðni Ágústsson verður landbúnaðarráð- herra. Lesendur •• Oryggismalum a skiða svæöum ábótavant Gunnar skrifar: Ég sem skíðaunnandi er algjörlega undrandi á því hvernig staðið er að öryggismálum á skíðasvæðum lands- ins. í kjölfar tíðra slysa á skíðasvæð- um í nánd við Reykjavik hlýtur hver og einn, sem á þessi svæði Við samanburð erlendis frá þá skal það upplýst að þar eru málin í allt öðrum farvegi. Þar eru varúðar- merki þar sem hætta getur steðjað að en hér á landi er tíð slys m.a. í skíðalandi Reykjavíkur. Ég sem skíðaunnandi er undrandi á þeim aumingjaskap sem viðgengst í kringum lyftur í Bláfjöllum. Og varúðarskilti á hættustöðum eru í lágmarki. Og þegar maður sér það eins og á endastöð á stólalyftu í Kóngsgili í Blafjöllum þar sem rekk- verkið meðfram lyftunni sem mað- ur kemur úr er brotið og heilsar fólki þannig alla páskana með brot- inu sem stefnir beint að fólkinu sem er að koma út úr lyftunni. Togspjald á einni lyftunni drógst með jörðu, slitnaði við endastaur og endaði svo með því að vefjast utan um hjólastell á burðarstaur og stoppaði lyftuna. Við svona hugsunarleysi. undrast maður ekki þótt fólk komi slasað af vettvangi. Eftirlitisvaktin í Bláfjöll- I skíöasvæöi Bláfjalla. - Þar finnst bréfritara þurfa að taka til hendinni að því er öryggi varóar. um virðist búa við algjöran aum- ingjaskap. Hlutirnir eru samt ekki alslæmir. Brekkurnar voru vel troðnar í upphafi páskavikunnar. En það er full þörf á að tala með hrútshornum við þann eða þá „kónga" sem eiga að sjá um að allir hlutir séu í góðu lagi, því þar er ekki staðin vaktin af sóma og sann. Það liggur í augum uppi. Tifandi tímasprengja er sprungin Guðni Gunnarsson skrifar: Hver hefði trúað því að lektor í hagfræði við Háskóla íslands gerð- ist jafndjarfur eða hugrakkur og Guðmundur Ólafsson gerðist í frétt- um Stöðvar 2? - í fréttatímanum var hann beðinn álits á ummælum Öss- urar Skarphéðinssonar sem telur að efnahagsmál þjóðarinnar séu að fara til fjandans í formi tifandi tímasprengju. Ég er ekki mjög pólitískur en geri ákveðna lágmarkskröfu til fólks sem býður sig fram til að stjórna efnahagsmálum þjóðarinn- ar, svo sem til Össurar Skarphéð- inssonar. Aðdragandi þessa máls var að Öss- ur sakaði Geir H. Haarde fjármálaráð- herra um að efnahagsmál þjóðarinnar væru tifandi tímasprengja. Geir varði sig og skýrði út ástand efnahagsmála þjóðarinnar. Þetta má kalla karp en samt hafði ég á tilfinningunni að Öss- ur væri með lýðskrum. Og svo sprakk þessi tifandi tíma- sprengja Össurar framan í þjóðina í fyrrnefndum fréttatíma. Þar segir lektorinn einfaldlega að sé um ein- hverja tifandi tímasprengju að ræða í íslensku efnahagslífi þá sé hún sú að allt vitlausasta fólkið í efnahags- málum þjóðarinnar hafi safnast sam- an í einn stjórnmálaflokk. Allir vita að þar átti hann við Samfylkinguna. Ég óska að sem flestir hafi séð þessa frétt en fyrir þá sem ekki sáu hana eru þessar línur ritaðar. Guð- mundur hefur verið þekktur vinstri maður í gegnum tiðina og haldið þeim sjónarmiðum á lofti. Nú er hann spurður sem sérfræðingur Há- skólans i efnahagsmálum og segir einfaldlega að komist Samfylkingin til valda þá springi allt. Þar fór það! Holtavörðuheiði kolófær Haukur Bry njóli'sson skrifar: í morgunfréttum RÚV. kl. sjö, átta og níu þriðjudaginn 13. þ.m. var frá því sagt aö Holtavörðuheiði væri kolófær, (takið eftir orðavali). Þess var sérstaklega getið að mikill snjór væri norðarlega á heiðinni. Vonskuveður var á svæðinu þennan morgun en fór batnandi er á leið. Undir kl. 9 lagði ég í¥ann norð- ur yfir heiði og bjóst við basli. Þá var rof milli élja en strekkingsvind- ur og nokkur skafrenningur. í ljós kom að hvergi var snjór til fyrirstöðu á veginu nema á stuttum kafla í Hæðarsteinsbrekku og ofan við brekkuna, við pípuhlið sem þar er. Þarna hafði snjór safnast á veg- inn, þó ekki svo að til tafa væri fyr- ir jeppa, enda hefði jafnvel með lagni mátt fara þar um á fólksbíl án vandræða. Frá sæluhúsinu og norð- ur úr var ekki snjódrift að sjá á veg- QJÍliÍ^ þjónusta allan sólarhringii Vonskuveður var á svæðinu þennan morgun en fór batnandi er á leið, segir bréfritari. ; 39,90 Lesendur geta sent mynd af ^P^fneð Dréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu inum en rennifæri fyrir öll farar- tæki. BUl frá Vegagerðinni var á heiðinni um þetta leyti. Ástæða er til að biðja um skýr- ingu á kolrangri lýsingu útvarpsins á aðstæðum á Holtavörðuheiði þennan morgun. Hvers vegna sagði RÚV Holtavörðuheiði kolófæra þeg- ar hún var greiðfær, a.m.k. öllum jeppum og stærri bílum, og nægjan- legt hefði verið að senda viðvörun til fólks á litlum bílum? Hvers vegna var ekki þessi fréttaflutning- ur leiðréttur þegar á morguninn leið og fréttastofan hafði fengið við- vörun? Ég lét fréttastofu RÚV vita strax eftir að fréttaflutningi lauk um morguninn. Viðkomandi fréttamenn hljóta að ræða málið alvarlega við sína heim- ildarmenn (sem að sögn frétta- manns er Vegagerðin) um færð á vegum; varla geta þeir verið ánægð- ir með að vera hafðir til að flytja landsmönnum bein ósannindi af þessum vettvangi. Flugvöllur í Engey Sigurður Gunnarsson hringdi: Ég get ekki annað en fagnað þeirri tillögu Júlíusar Vífils Ingv- arssonar að bera fram tillögu þess efnis að kannað verði hvort flytja megi Reykjavíkurflugvöll út í Engey. Sem íbúi hér á höfuðborg- arsvæðinu fyndist mér það góð lausn. Allir sem vUja vita eru meðvitaðir um að endurbygging Reykjavíkurflugvallar þar sem hann er í dag er brjálæði og fjár- hagslega þjóðinni um megn að eyða milljörðum í það sem ekki getur orðið til frambúðar. Flug- völlur í Skerjafirði er líka út í blá- inn og hefur það verið sannað rækilega i greinarskrifum þeirra sem til þekkja. - Byggingarsvæði Vatnsmýrarinnar er líka of dýr- mætt til að Reykjavíkurborg geti sleppt því fyrir ónýtan flugvöll og stórhættulegan, hvað sem við hann verður gert. Dýrt bensín á Hellissandi Lárus Guðmundsson hringdi: Hér á Hellissandi er hraðbúð Essó og bensínafgreiðsla í tengsl- um við hana. Afgreiðslu I bensín- sölunni háttar þannig, að kl. 9-13 er sjálfsafgreiðsla, kl. 13-18 er af- greiðslumaður á staðnum og kl. 18-22 er aftur sjálfsafgreiðsla. Þrátt fyrir að fólk verði að af- greiða sig sjálft meiri hluta þess tíma sem hægt er að fá bensín er verðið ekkert lægra en gerist á stöðvum þar sem hægt er að fá af- greiðslu allan opnunartímann. Ég hringdi í markaðsstjóra Essó og spurði hverju þetta sætti. Þar fékk ég engin svör önnur en þau að þetta væri á hendi þess aðila sem sér um að reka stöðina. Eftir stendur að við borgum miklu meira fyrir minni þjónustu held- ur en t.d. fólk á höfuðborgarsvæð- inu. Kræfar konur og herskáar Ásta Guðmundsdóttir skrifar: Það er í tísku hjá kynsystrum mínum sumum, að fara hamför- um þegar uppvist verður um harðsvíraða og spillta karla sem stjórnað hafa t.d. í einræðisríkj- um eða farið fyrir herforingja- stjórnum i heimalandinu. Minna má á Pincchet frá Chile, sem nú er á flótta og dæmdur hefur verið til framsals úr Bretlandi. En það fer minna fyrir kvenþjóðinni þeg- ar spilltar og herskáar konur eiga í hlut. Ég minnist þess ekki, að ein einasta íslensk kona hafi skrifað eða mótmælt spillingu Benazir Bhutto hinnar paki- stönsku, sem nú hefur verið dæmd til fangavistar vegna spill- ingu. Hún hefur þó að minu mati nokkrar málsbætur því faðir hennar var mýrtur af þeim sem nú dæma Bhutto til fangavistar. En hvað segja íslenskar konur nú? Kennarar með góð laun Einar Árnason hringdi: Ég ér einn þeirra sem ekki gekk menntaveginn, lærði ekkert sérstakt og vinn nú við almenn störf eins og það er kallað. Ég hef það ekki slæmt, en vildi gjarnan hafa hærri laun en ég fæ fyrir mína vinnu. Ég væri t.d. mjög ánægður að hafa 178. þúsund krónur á mánuði eins og kennar- ar eru sagðir hafa, samkvæmt fréttum frá kjararannsóknar- nefnd. Hefði ég í dag 178 þúsund krónur á mánuði gæti ég keypt allan heiminn, miðað við núver- andi laun, en þau eru um 98 þús- und krónur. Það bjargar manni að konan vinnur líka og hefur þó talsvert lægri laun en ég. Ég for- dæmi málflutning kennara sem kvarta yfir lágum launum og setja allt á annan endann í þjóðfélaginu ár eftir ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.