Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 14
nvAM MAGENTA I * ) Með yfir höfuð íhaldssemi gætir ekki alltaf í íslenskum arkitektúr. Tilveran komst að því að víða á höfuðborgarsvæðinu er aðfinna hús sem skera sig úr vegna óvenjulegri hönnunar ogforma en við eigum að venjast. Edmund og Árnný eru með hitabeltisgarð: Vildi búa til heitan stað í köldu landi Hugmyndin að þessu húsi hafði blundað lengi með mér. Mér fannst áhugavert að yfirfæra form náttúrunnar á híbýli og kúlan er að því leyti skemmtileg að hún er alls staðar jafnsterk og hún er eina formið sem hefur bara eina stærð, radíusinn," segir Edmund Bell- yfirvöld sem lengi vel þráuðust við að veita mér byggingarleyfi." Saknaði sumarhitans í glerhvelfingunni hafa Edmund og Ámný komið sér upp garði þar sem er m.a. að fmna eplatré, vínvið, möndlutré, plómutré, kirsubeijatré og Kuluhus Edmunds Bellerssens og Árnnýjar í Grafarvoginum. DV-mynd Hilmar Þór Kúlan, sem er úr tvöföldu plexígleri, er gríðarstór og lofthæðin níu metr- ar þar sem hún er mest. Hér sést hvernig útveggir íbúðarhússins eru að hálfu leyti inni í kúlunni. DV-mynd Hilmar Þór ersen, sem ásamt konu sinni, Am- nýju Guðjónsdóttur, hefur reist ákaf- lega óvenjulegt hús í Grafarvoginum. Húsið er að hálfú leyti hefðbundið en það sem er einstakt við það er kúlan sem sprettur út úr því. Edmund, sem er rafinagnstæknifræðingur, teiknaði og smíðaði mestan hluta hússins sjálf- ur. „Það tók mig langan tíma að reikna út kúluna en ég datt niður á lausn sem dugði. Þá tók ég við að saga nið- ur allar stoðimar og siðan reisti ég þetta sjálfúr með aðstoð smiðs. Það tók ekki nema íjóra daga að reisa grindina en að baki lágu nokkurra ára pælingar og barátta við bygginga- svo mætti lengi telja. „Það er mjög gott að rækta héma og þetta er mikil búbót fyrir heimilið. Við fengum til dæmis 80 kiló af gúrkum og 60 kíló af tómötum í fyrra. Það var síðast í fyrradag að ég tók upp grænkál," seg- ir Edmund. Garðræktin hefur lengi verið áhugamál Edmunds og hann segist alltaf hafa saknað gróðursins og sum- arhitans í Þýskalandi en hann hefur verið búsettur hérlendis í þijá ára- tugi. Edmund lætur fara vel um sig í innigarðinum sínum, þar sem m.a. er að finna eplatré, kiwitré, möndlutré, kirsuberja- tré og margt fleira. DV-mynd Hilmar Þór „ísland er kalt land og mig langaði að búa mér til heitan og gróðursælan stað; og það er auðvitað best að hafa slíkt heima hjá sér. Mér finnst það miklu betri hugmynd en að reisa sumarbústað og svo þarf ég ekki að Grétari finnst kúluhús henta vel islenskum fara til suðrænna landa. Ég fer bara út í garð,“ segir Edmund en bætir við að stundum á sumrin geti hitinn í hvelfingunni orðið ansi mikill eða allt að sextíu gráðum. Það er ærinn starfi að halda garðin- um í góðu horfi og segist Edmund ekki sist horfa til þess tíma þegar hann kemst á eft- irlaun. „Mér þætti skelfileg tilhugsun að setjast í helgan stein og hafa ekk- ert að gera nema horfa út í loftið. Þess í stað hlakka ég til eftirlaunaáranna því ég veit að ég get haft nóg fyrir stafiii í garðræktinni," segir Edmund Bellersen. -aþ Grétar Guðmundsson og Katrín Jensdóttir búa í kúluhúsi: Gott fyrir sálina Grétar segir aö óvenjuleg lögun hússins hafi góð áhrif á sálina. „Maður verður mýkri í umgengni við annað fólk.“ DV-mynd Teitur Tvö kringlótt hvítmáluð hús birtast í snjómuggunni og minna einna helst á tvö snjóhús. Annað er íbúðarhús. Hitt er vinnustofa. Þegar inn í íbúðarhúsið er komið minnir fátt á kringlótta lögun þess nema útveggimir. Húsráðendur era hjónin Grétar Guð- mundsson og Katrín Jensdóttir og hafa þau búið í kúluhúsinu i 13 ár. Það var Grétar sem vildi hyggja kúluhús þegar hjónin ákváðu að stækka viö sig á sínum tíma. „Mér finnst þessi húsa- gerð henta vel ís- lenskum aðstæð- um, til dæmis hvað varðar rokið auk þess sem ódýr- ara er að kynda þessi hús. Svo er ég alltaf hrifinn af nýjum hugmynd- um.“ Arkitekt hússins er Einar Þorsteinn Ásgeirs- son. Grétar smíð- aði húsið sem er timburhús. Neðri hæð þess er 154 fermetrar. Sú efri er 50 fer- metrar. Hjónin eru sammála um að helsti ókost- ur hússins séu gluggamir en ekki er hægt að vera með venjuleg gluggatjöld þar sem halli er á útveggjunum. „Við erum að und- irbúa að sækja um að breyta þessum gluggum." Gluggamir eru þríhymdir en þeir fylgja lögun grindarinnar í húsinu. aðstæðum. DV-mynd Teitur Katrín segist ekki hafa verið mjög hrifin af þeirri hugmynd að búa í kúlu- húsi. „Ég vildi búa í venjulegu húsi. Ég hafði hins vegar ekkert um annað að velja. Svo er húsið heldur ekki tilbúið. Það á til dæmis eftir að klæða það allt að innan." Grétar er myndlistarmaður og upp- haflega hugmyndin var að hafa galleri á neðri hæðinni og íbúð á þeirri efri. Ekkert varð úr þeirri hugmynd. Þó má segja að húsið sé gallerí í sjálfu sér. Vegna lögunarinnar hafa ókunnugir bankað upp á og beðið um að fá að skoða húsið. Húsráðendur hafa stund- um hleypt þeim inn. Grétar segir að óvenjuleg lögun húss- ins hafi góð áhrif á sálina. „Maður verður mýkri í umgengni við annað fólk. Svo hef ég heyrt að í útlöndum hafi svona hús verið byggð fyrir geð- sjúka. Það hefur reynst mjög vel. Við fæðumst í belg og við eigum að vera áfram í belg.“ Hann brosir. „Draumahúsið mitt er 1000 fermetra kúla sem í væru minni kúlur þannig að það væri eins og maður væri að ganga inn í lítið þorp. Ein kúlan yrði stofa, önnur eldhús, sú þriðja svefnher- bergi...“ -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.