Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 Afmæli___________________________ Valgerður G. Halldórsdóttir Valgerður Guðrún Halldórsdóttir húsmóðir, til heimilis að Otrateigi 34, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Valgerður fæddist að Garði í Mý- vatnssveit og ólst þar upp. Að loknu barnaskólanámi stundaði hún nám við Héraðsskólann að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Valgerður flutti til Reykjavíkur 1946 og starfaði þar m.a. á prjóna- stofu. Auk heimilisstarfa eftir að Val- gerður gifti sig, vann hún á lækna- stofu í fimmtán ár og við Rann- sóknarstofu Sjúkrahúss Suðumesja í sex ár. Valgerður var búsett í Reykjavík til 1955, á Blönduósi 1955-58, þar sem eiginmaður hennar var lækn- ir, og í Svíþjóð 1958-61. Þau hjónin voru síðan búsett á Patreksfirði 1961-66, er þau fluttu til Reykjavík- ur. Þá voru þau búsett í Keflavík á árunum 1971-92 en Valgerður hefur síðan verið búsett í Reykjavík. Valgerður var varaformaður kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði í fjögur ár, sat i stjórn Kvenfélags Keflavíkur í tólf ár, lengst af sem varaformaður. Hún var einn af stofnendum Lionessuklúbbs Kefla- víkur, einn af stofnendum Styrkt- arfélags Sjúkrahúss Keflavíkur og var formaður þess í sautján ár. Fjölskylda Valgerður giftist 20.4. 1950, Kristjáni Sigurðs- syni, f. 14.11. 1924, d. 9.11. 1997, yfirlækni Sjúkra- húss Keflavíkur. Foreldr- ar hans vom Sigurður Sigurðsson, f. 28.3. 1892, d. 9.5. 1968, bóndi og sím- stöðvarstjóri á Hesteyri, og k.h., Stefanía Guðna- dóttir, f. 22.6. 1897, d. 17.11.1973, húsfreyja. Börn Valgerðar og Kristjáns eru Hildur Kristjánsdóttir, f. 14.10. 1950, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Ingabirni Hafsteins- syni kaupmanni og eiga þau fimm börn; Halldór Kristjánsson, f. 29.5. 1952, rafmagnsverkfræðingur, bú- settur í Hafnarfirði, kvæntur Jenn- ýju Ágústsdóttur tannlækni og eiga þau tvö börn; Sigurður Kristjáns- son, f. 23.2. 1955, barnalæknir, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Önnu Daníelsdóttur, hjúkranarfræðingi og tannlækni og eiga þau þrjú börn; Hjalti Kristjánsson, f. 23.11. 1958, læknir í Vestmannaeyjum, kvæntur Veru Björk Einarsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau fjögur börn; Guðrún Þura Kristjánsdóttir, f. 28.1. 1966, sjúkraþjálfi og nuddari í Reykjavík og á hún tvö börn. Systkini Valgerðar eru Anna G. Halldórsdóttir, f. 18.8. 1930, húsmóðir í Reykjavík; Árni Halldórs- son, f. 25.2. 1934, hóndi í Garði, kvæntur Guð- björgu Eyjólfsdóttur hús- freyju; Guðbjörg Hall- dórsdóttir, f. 16.1. 1940, starfsmaður við heima- þjónustu aldraðra, búsett í Reykjavík; Hólmfríður Hafldórsdóttir, f. 21.6. 1945, húsmóð- ir og skrifstofumaður á Selfossi, gift Guðmundi L. Jónssyni bifreiða- smið; Amþrúður Halldórsdóttir, f. 30.5.1947, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Alberti Kristinssyni bakara- meistara. Foreldrar Valgerðar vora Halldór Ámason, f. 12.7. 1898, d. 29.7. 1979, bóndi í Garði í Mývatnssveit, og k.h., Sigríður Jónsdóttir, f. 1.6.1906, d. 1.3. 1997, húsfreyja í Garði. Ætt Systir Halldórs var Þura í Garði. Bróðir Halldórs var Jón, afl Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar. Annar bróðir Hafldórs var Björg- vin, faðir Þorgríms Starra, hagyrð- ings og b. í Garði. Halldór var son- ur Arna, b. í Garði, bróður Arnfríð- ar, ömmu Kristínar Halldórsdóttur alþm. Ámi var sonur Jóns, b. í Garði, Jónssonar, b. í Garði, Mart- einssonar. Móðir Árna var Guðrún, dóttir Þorgríms, b. í Hraunkoti, bróður Jóns eldri í Garði, Marteinssonar. Móðir Guðrúnar var Vigdís, dóttir Hallgríms, ættfoður Hraunkotsætt- ar, Helgasonar. Móðir Halldórs var Guðbjörg, dóttir Stefáns, b. í Haganesi, Stef- ánssonar og Bjargar, dóttur Helga Ásmundssonar, ættfóður Skútu- staðaættar. Sigríður var dótth- Jóns, b. á Vatns- leysu í Skagafirði, Kristvinssonar, bróður Kristvinu, ömmu þeirra Álfta- gerðisbræðra. Móðir Jóns var Soffla, systn* Jósefs Bjömssonar, alþm. og skólastjóra við Bændaskólann á Hól- um. Annar bróðir Sofflu var Haflur, b. að Syðstu-Görðum, faðir Hafls tann- læknis og Ingibjargar tannsmiðs, móð- ur Halls Símonarsonar blaðamanns, fóður Halls fréttamanns og Símonar borgarendurskoðanda. SofEIa var dótt- ir Björns, b. á Torfústöðum, Bjömsson- ar, b. í Huppahlíð í Miðfirði, Bjöms- sonar. Móðir Soffíu var Ingibjörg, dóttir Halls Hallssonar, b. á Stóra- Vatnshomi í Haukadal í Dölum. Sigríður Auðunsdóttir Sigríður Auðunsdóttir verslunar- eigandi, Dalalandi 10, Reykjavik, er sextug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist að Nikulásar- húsum í Fljótshlíð, og ólst þar upp til 1947, er hún flutti að Bakka í Ölf- usi. Fjölskyldan flutti siðan að Bjargi við Selfoss. Sigríður lauk miðskólaprófi I Hveragerði og stundaði siðar nám í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Sigríður stofnaði árið 1972 versl- unina Búsáhöld og gjafavörur ásamt eiginmanni sínum. Hún starf- rækir enn verslunina, sem nú er staðsett í Kringlunni. Fjölskylda Sigríður giftist 23.1. 1960, Birgi Halldórssyni, f. 21.9. 1937, d. 26.8. 1996, verslunarmanni. Hann var sonur Halldórs Þorsteinssonar, f. 23.7.1912, d. 11.12. 1983, verkamanns á Akranesi og síðar verslunar- manns í Reykjavík, og k.h., Rutar Guðmundsdóttur, f. 7.7. 1911, d. 28.12. 1996, húsmóður og listakonu. Börn Sigríðar og Birgis eru: Soffia Auður Birgisdóttir, f. 25.9. 1959, bókmenntafræðingur, búsett í Reykjavík, gift Þorvarði Árna- syni, f. 15.5. 1960, náttúrufræðingi, og eru böm þeirra Sigríður Þór- unn, f. 21.11. 1995, og Ámi Birgir, f. 5.7. 1998, auk þess sem synir Soffiu eru Jökull, f. 6.6. 1981, og Kolbeinn, f. 24.5. 1985; Halldór Þor- steinn Birgisson, f. 30.12. 1960, hdl. I Reykjavík, í sambúð með Stein- unni Ragnarsdóttur, f. 20.7. 1967, nema við HÍ, en sonur þeirra er Birgir Haukur, f. 5.11. 1995, auk þess sem böm Halldórs eru Arin- björn, f. 25.9. 1979, Bergþóra, f. 9.10. 1983, og Valgerður, f. 16.6. 1986; Birgir E. Birgisson, f. 26.8. 1965, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Eyrúnu Ingadóttur, f. 1.11. 1968, deildarstjóra; Ægir Birgisson, f. 28.12. 1966, starfsmað- ur hjá Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, búsettur I Reykjavík, kvæntur Auði Björk Guðmundsdóttur, f. 15.8. 1966, kynningarfulltrúa Eimskips, og eru börn þeirra Andrea Lif, f. 16.4. 1988, og Guðmund- ur Birgir, f. 3.4. 1990. Systkini Sigríðar eru Páfl Auðunsson, f. 12.10. 1934, starfsmaður Mjólk- urbús Flóamanna á Sel- fossi; Gísli Gunnar Auð- unsson, f. 5.1.1937, læknir á Húsavik; Guðmunda Auður Auðunsdóttir, f. 21.6. 1940, starfsmaður sýsluskrif- stofunnar á Selfossi; Kristín Auð- unsdóttir, f. 3.11. 1942, gjaldkeri hjá prentsmiðjunni Odda; Þuriður Guðmunda Auðunsdóttir, f. 12.11. 1943, d. 10.5. 1944; Jónína Auðuns- dóttir, f. 14.8. 1945, d. 9.3. 1997, starfsmaður hjá Sjóvá-Almennum, var búsett í Reykjavík; Ólafur Auðunsson, f. 11.6. 1947, vélvirki á Stokkseyri. Foreldrar Sigríðar eru Auðunn Pálsson, f. 10.5. 1908, d. 18.1. 1966, bóndi og síðan verkamaður, og k.h., Soffía Gísladóttir, f. 25.9. 1907, sem nú dvelur á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík. Ætt Foreldrar Auðuns voru Páll Auðunsson frá Ey- vindarmúla í Fljótshlíð og k.h. Sig- ríður Guðmundsdóttir frá Hlíðar- endakoti I Fljótshlíð. Þau bjuggju að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð. Foreldar Soffíu voru Gísli Gests- son og k.h. Guðrún Magnúsdóttir, frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Sigríður tekur á móti gestum í Rúgbrauðsgerðinni I Reykjavik á sumardaginn fyrsta, 22.4. nk„ milli kl. 17 og 19. Sigríður Auðunsdóttir. Tilkynningar Fræðslufundur skógræktarfélaganna Þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30 halda skógræktarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu opinn fræðslufund i sal Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Þessi fundur er í umsjón Skógrækt- arfélag Hafnarfjarðar. Þetta er þriðji fræðslufundur ársins I fræðslusamstarfi skógræktarfélag- anna og Búnaðarbankans. Fjöl- breytt dagskrá verður í boði. Ár aldraðra Á sumardaginn fyrsta, fimmtu- daginn 22. apríl, ætlar Kópavogsbær í samráði við eldri borgara í Kópa- vogi að opna félagsheimilin Gjá- bakka og Gullsmára fyrir fólki á öll- um aldri. í báðum félagsheimilun- um verður dagskrá frá kl. 13-17. Sömu dagskráratriði verða í báðum félagsheimilum sem mætti raunar kalla félags- og menningarsetur hvort á sínum tíma. Með þessu vill Kópavogshær ganga alla leið, á ári aldraðra, svo kynslóðirnar hafi tækifæri til að mætist í leik og starfi. Sumarfagnaðiir Breiðfirðinga- félagsins Sumarfagnaður Breiðfirðingafé- lagsins verður síðasta vetrardag, 21. apríl, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Dansað frá kl. 22-3. Kvenfélag Kópavogs Hattafundur verður sumardaginn fyrsta, 22. apríl kl. 19.30, í Hamra- borg 10. Boðið verður uppá sjávar- réttahlaðborð. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku í símum: 554-0388, Ólöf, eða 554-1726, Þórhafla. Félag eldri borgara í Reykjavík Þorrasel: Opið í dag. Leikfimi kl. 12.20 í umsjón Ólafar Þórarinsdótt- ur. Handavinna kl. 13.30 í umsjón Kristínar Hjaltadóttur. Kaffi og meðlæti kl. 15. Allir velkomnir. Ásgarður: Handavinna á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 9. Skák kl. 13 í dag. Syngjum og dönsum í dag kl. 15 undir stjórn Brynhildar Olgeirsdóttur og undirleik Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Kröfuganga og úti- fundur verður á Ingólfstorgi síð- asta vetrardag, miðvikudaginn 21. apríl. Sumarhátíð eldri borgara I samstarfi við F'élagsstarf aldraðra I Reykjavík verður haldin í Ás- garði, Glæsibæ, fimmtudaginn 22. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 14. Fjölbreytt dagskrá. v Jx Cl Hefur þú kíkt á Sinfoníuvefinn? www.visir.is NYR HEiMUR A NETINU DV Hl hamingju með afmælið 20. apríl 90 ára Lára O. Kjerulf, Árskógum 9, Egilsstöðum. 85 ára Benedikt Eiríksson, Tjarnarbrú 20, Höfn. 75 ára Sigrún Gyða Erlendsdóttir, Engihjafla 9, Kópavogi. Bjöm G. Erlendsson, Merkilandi 2c, Selfossi. 70 ára Héðinn Elentínusson, Langholtsvegi 9, Reykjavík. 60 ára Skúli Möller framkvæmda- stjóri, Þykkvabæ 2, Reykjavík. Hann er í útlöndum. Óskar Hansen, Bólstaðarhlið 62, Reykjavík. Benedikt Blöndal, Fellasmára 6, Kópavogi. Guðný Ósk Einarsdóttir, Miðvangi 4, Hafnarfirði. Sveinn Þ. Jónsson, Heiðarbakka 14, Keflavík. 50 ára Fríða Proppé, Löngumýri 31, Garðabæ. Sævar B. Arnarson, Engjaseli 60, Reykjavík. Sigurjón Jóhann Haraldsson, Hraunbæ 172, Reykjavík. Steingerður Védís Stefánsdóttir, Fiskakvísl 5, Reykjavík. Guðrún Jakobína Jónasdóttir, Þórufelli 20, Reykjavík. Guðrún Frederiksen, Hagaflöt 1, Garðabæ. 40 ára Sólveig Björk Ágústsdóttir, Álfheimum 40, Reykjavík. Gréta Engilberts Gunnarsdóttir, Mýrarási 12, Reykjavík. Siri Didriksen, Bláhömrum 29, Reykjavík. Pétur Sigurður Viðarsson, Bárðarási 11, Hellissandi. Jón Hallur Pétursson, Reynilundi 7, Akureyri. Leiðrétting í fréttaskýringu í DV í gær um al- þingiskosningar á Suðurlandi urðu þau leiðu mistök að orð féll út í einni setningu I viðtali við Eggert Haukdal, oddvita Frjálslynda flokksins á Suðurlandi. Setningin átti réttilega að hljóma svona: “Við erum svona hóflega bjartsýnir fyrir þessar kosningar og vonum það besta,“ segir Eggert sem spá- ir að Sjálfstæðisflokkurinn bæti ekki við sig manni í kjördæminu." Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Leiðrétting: Rangt nafn Þau leiðu mis- tök urðu í grein um börn og stríð að Stefán Sand- holt var nefndur Stefán Fanndal. Hlutaðeigandi biðst afsökunar á mistökunum. Stefán Sandholt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.