Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 6
'6 ÞRIÐJUÖAGUR 20. APRÍU 1099 Viðskipti_______________________________________________________________________________________________pv Þetta helst: .. „Viðskipti á Verðbréfaþingi, aðeins 459 m.kr. ... Hlutabréfaviðskipti 61 m.kr. ... Vinnslustöðin lækkar um 7,7% eftir afkomuviðvörun ... 12 m.kr. hagnaður hjá Slippstöðinni ... Kíló af þorski á 104,34 „„„ Kaupþing Norðurlands býður 10,15 í kauprétt í Baugi ... Umbúðamiðlun tapar 43 m.kr. „„„ Útboð í Baugi vel af stað Útboö á 10% hlut í Baugi hf. hófst í gær. í samtali við DV sagði Svan- björn Thoroddsen, framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta FBA, að út- boðið færi vel af stað/ Flestir skrá sig fyrir lágum upphæðum og bend- ir það til að mikið af einstaklingum og minni fjárfestum sé að kaupa hlut í Baugi hf. Markmið útboðsins var einmitt að höfða til sem flestra. Það verður Ijóst á föstudaginn hver endanleg viðbrögð verða við útboð- inu. í boði eru 100 milljónir að nafn- virði á genginu 9,95 eða 995.000 milljónir alls. Stærstu hluthafar Baugs - skv. hluthafaskrá 31 mars 1999 1 Reitangmppen A/S Noregi 20% 2 Compagnie Finandere SJI Luxemborg 20% 3 Eignarhaldsfélagið Gaumur ehf. 18,78% 4 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. 10,9% 5 Kaupþing hf. 7,8% 6 Kaupthing, Luxenborg SJL 4% 7 JóhannesJónsson 2,8% 8 Jón Asgeir Jóhannesson 2,8% 9 Dgnartialdsfélagið Hof sf. 2,5% 10 Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. 2% Aðrir 8,42% Samtals 100% ir»Fi Mörgum kann að þykja þetta gengi hátt en sérfræðingar FBA benda á að mikil uppbygging hafi átt sér stað hjá Baugi hf. og þeir telja að gengið standi fullkomlega undir sér. Horfur eru á góðri af- komu Baugs hf. á þessu ári. Hins vegar er rétt að henda á að hluta- bréfakaupum fylgir alltaf töluverð áhætta. -BMG Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri markaðsviöskipta FBA Verðbólga 6,67% á ársgrundvelli - ekki raunhæfur mælikvarði Ríkið stórgræðir íslenska ríkið er stór hluthafi í mörgum stórum félögum á Verðbréfa- þingi íslands. Rikið á 51% hlut í FBA sem er 3.500 mUljón- ir að nafnvirði eða rúmir 9 milljarðar að markaðsvirði. Rikið á tæplega 40% hlut í íslenskum að- alverktökum, 85% í Landsbankanum og 85% í Búnaðarbank- anum. Frá áramót- um hefur gengi þess- ara fyrirtækja hækkað nokkuð og þar með hefur hlutur ríkisins hækkað í verði. Hækkunin er sem hér segir: FBA um 36,1%, íslenskir aðalverktak- ar um 62,2%, Landsbankinn um 8,9% og Búnaðarbankinn um 23,3%. Ef þessi hlutabréfaeign er metin á mark- aðsgengi má áætla aö ríkið hafi hagn- ast um 6,5 milljarða frá áramótum. Það voru sérfræðingar FBA sem tóku þetta saman. Finnur Ingólfsson hefur ástæði til að brosa. Hagstofa íslands birti í gær vísi- tölur fjármagnsbindinga fyrir maí 1999. Vísitala neysluverðs, sem er grunnur að verðtryggingu fjár- skuldbindinga, verður nú 186,4 en var 185,4. Þessi hækkun jafngildir 6,67%. Lánskjaravísitalan verður Matvara hækkar Á síðasta ári stóijókst samkeppni á matvörumarkaði og i kjölfarið fór verð lækkandi. Það er einkum stofnun Baugs hf. og tilkoma KEA-Nettós sem hefur valdið þessu en einnig heíúr samstarf KÁ, Nóatúns og 11-11 komið hér við sögu. Þrátt fyrir þessa auknu sam- keppni hefur verðlag á matvöru farið hækkandi að undanfómu. Verð bank anna of hátt Fjármálastofn- anir og bankar högnuðust vel á síðasta ári. Vaxtalækkun á síðasta ári kom sér vel og útlán voru mikil. Þessi góða afkoma bankanna kemur skýrt fram í gengi bréfanna sem hefur hækk- að mikið. Þrátt fyrir þessa góðu af- komu er það mat sérfræðinga Kaup- þings hf. að verð bankanna sé of hátt og standi ekki undir gengi bréfanna. Það er einna helst íslandsbanki sem stendur undir núverandi verði. Þetta kemur fram í skýrslu Kaupþings sem kom út fyrir helgi. Töluverð óvissa rík- ir nú um frekari einkavæðingu bank- anna og er ljóst að úrslit þingkosninga geta þar ráðið úrslitum. Þó er ljós að miðað viö áhuga markaðarins á bréf- um í bönkunum sé full ástæða til að ganga lengra í einkavæðingu. -BMG Kennitölur banka FBA 1 1 I Landsbanki Eigið fé 8.474 7.453 6138 9.741 Hagnaður 734 L415 876 911 Arðsemi eiginf. f. skatta 91% 24.0% 19.6% 12.4% Markaðsverð 16.320 16.632 14.350 16.250 Q—hlutfall L93 223 224 L67 V/H hlutfall 2223 1L75 16.38 17.84 V/H lelðréttf. skatta 3112 16.46 16.38 24.97 Annar rekstrarsk./ hreinar rekstrart 39.?% 64% 68.5% 74.99% Stxkkun efnahags 33.7% 20.6% 31% 26.8% Vaxtamunur 1.95% 3.6% 3.73% 325% CAO—hlutfall 14.?/. 10% 92% 8.72% isca Heimild: Kaupþing visitala matvöruverðs 108,0 jan 98 apr 99 3.680 en er nú 3.661 sem jafngildir 6,41% hækkun milli mánaða á ársgrund- velli. Hækkun á þessum vísitölum má einkum rekja til hækkunar á mark- aðsvirði húsnæðis, hækk- unar á fatnaði auk þess sem hækkandi olluverð vegur þungt. Bæði Kaupþing og Fjár- festingarbanki atvinnulífs- ins birtu sínar spár fyrir helgi og voru þær báðar nokkuð lægri eða á bilinu 4,5-5%. Reyndar taldi Kaupþing að hækkun- in gæti orðið meiri eins og raun varð. Það er því Ijóst að hækkunin varð meiri en sérfræðingar á fjár- málamörkuðum gerðu ráð fyrir. Hins vegar er nauðsynlegt að minn- ast á að þótt verðbólga aukist svona á milli mánaða þá eru miklar árs- tíðasveiflur í þessum vísitölum og mjög óvarlegt er að álykta að þetta þýði 6,67% verðbólgu á ári. Aðhalds- aðgerðir Seðlabankans eiga enn eft- ir að ná fullum áhrifum og því er enn ekki ástæða til að óttast mikla aukningu verðbólgu. Á síðasta ári t.d. voru miklar sveiílur innan mán- aða ög endanleg verðbólga varð lítil. Enn fremur skiptir máli hvaða tímabil eru skoðuð. Á grafinu má sjá að ef verðbólga er mæld frá febr- úar 1998 til febrúar 1999 er verð- bólga á íslandi aðeins 0,5% en ef mælt er frá ársbyrjun til ársloka er verðbólga um 2%. Þessu valda árs- tíðabundnar sveiflur. -BMG Verðbólga í nokkrum ríkjum - frá febrúar 1998 til febrúar 1999 3 Jffi Helmlld: Seilabanki Islands J,s% m i P*| 1 hw Ný stjórn hjáKEA Ný stjóm var kjörin á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga, sem hald- inn var í síðustu viku. Stjórn fé- lagsins er þannig skipuð að for- maður verður Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, varaformaður Guðný Sverrisdóttir, ritari Tryggvi Þór Haraldsson og meðstjórnendur þeir Rögvaldur Skíði Friðbjöms- son og Björn Rúriksson. Allar til- lögur stjórnar til aðalfundarins voru samþykktar. Evran veikist enn Evran heldur áfram að veikjast gagnvart dollar. Stríðið í Júgóslavíu hefur þessi neikvæð áhrif en veikt efnahagslíf í Evr- ópu miðað við Bandaríkin spilar einnig inn í. Á meðan þetta ástand ríkir er við því að búast að evran lækki enn frekar. Olíuhækkanir segja til sín Framleiðsluverð í Bretlandi hækkaði um 0,4% í síðasta mán- uði. Þetta kemur fram í morgun- fréttum íslandsbanka í gær. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að olía á heimsmarkaði hefur hækkað. Bananahefnd hafin Bandaríkjamenn fengu í gær formlegt leyfi frá Heimsviðskipta- stofnun- inni, WTO, til að leggja refsitolla á evrópskar munaðar- vörur. Tollurínn verður að andvirði 13 milljarðar króna og var lagður á til að hefna fyrir höft sem Evrópusambandið lagði á bananainnflutning frá Am- eríku. Innheimta tollanna er ekki haf- in og óvíst hvenær það verður. Afkomuviðvörun frá Vinnslu- stöðinni Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um sendi í gær afkomuviðvörun til Verðbréfaþings íslands. Þar kemur fram að afkoma félagsins á fiustu sex mánuðum rekstrarárs- ins sé langt undir þeim vænting- um sem gerðar voru til félagsins. Áætlanir gerðu ráð fyrir tapi en Ijóst er að það verður enn meira en þar kom fram. Helstu ástæður fyrir þessu eru að loðnufrysting brást, verðfall varð á lýsi og mjöli auk þess sem margir aðrir sam- verkandi þættir koma hér við sögu. Hraðfrystistöð Þórshafnar með tap Á fóstudaginn var aðalfundur hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Þar kom fram að verðfall á lýsi og mjöli hefði komið illa við rekstur- inn og líklega yrði tap á árinu. Jó- hann A. Jóhannesson fram- kvæmdastjóri sagði einnig í ræðu sinni á fundinum að líklegt væri að sameiningar og samstarf væri á döftnni i sjávarútvegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.