Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1999 Utgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjórr. SVHNN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaoaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sálar verða að Pálum Þegar Sál frá Tarsos var kominn langleiðina til Damaskus frá Jerúsalem til að halda áfram ofsóknum sínum gegnum kristnum mönnum, fékk hann eldingu í höfuðið og fór upp úr því að boða kristna trú víða um Miðjarðarhafslönd undir heitinu Páll postuli. Allt frá tímum postulasögunnar hafa snögg sinnaskipti manna verið talin sæta tíðindum. Svo var, þegar Kon- stantínus mikli, keisari í Miklagarði, snerist fyrir orrust- una við keppinaut sinn skyndilega til kristinnar trúar, þótt það væri þá enn fámennur trúflokkur. Einnig þótti tíðindum sæta, þegar helzti fyrirgreiðslu- maður íslenzkra stjórnmála síðustu áratuga, þingmaður- inn, kommissarinn, ráðherrann og bankastjórinn, einn höfunda gjafakvótans, snerist skyndilega gegn fyrri stefnu og fór að boða afhám gjafakvótans. Að vísu hafa kjósendur enn ekki tekið hugarfars- breyttum Sverri Hermannssyni eins vel og íbúar Róma- veldis tóku Páli postula á sínum tíma. Það getur staðið til bóta, því skammt er liðið frá eldingunni í höfði Sverr- is og trúboð tekur lengri tíma en einar kosningar. Minna héfur verið tekið eftir eldingunni, sem slegið hefur í höfuð Halldórs Ásgrímssonar í miðri kosninga- baráttunni. Hann er orðinn gerbreyttur frá því, sem var á Laugarvatnsfundinum í upphafi kosningabaráttunnar og boðar nú nýjan og saklausan Framsóknarflokk. Þá varði hann óbreytt kvótakerfi í sjávarútvegi, sagði andstæðinga miðlunarlóna á hálendinu vera óvini efha- hagsþróunar í landinu og taldi enga minni máttar aðila hafa orðið út undan í góðærinu, sem hann og forsætis- ráðherra höfðu skaffað þjóðinni af mildi sinni. Nú vttl hann skyndilega skattleggja gjafakvótann í sjávarútvegi, er til viðræðu um að hlífa viðkvæmustu hlutum hálendisins við miðlunarlónum og vill fara að leysa alls kyns vanda ýmissa hópa, sem miður mega sín, með miHjarðaigárveitingum á sérhverjum pósti. Fyrir sinnaskiptin birtust auglýsingar, sem sýndu fram á, að öll vandamál þjóðarinnar hefðu verið leyst í stjórnartíð Framsóknarflokksins. Eftir sinnaskiptin birt- ast auglýsingar, sem sýna fram á, að Framsóknarflokk- urinn muni í næstu stjórn bæta fyrir brot sín. Sál frá Tarsos varð að Páli postula og Flavíus Valerí- us varð að Konstantínusi mikla. Spurningin er, hvort þeir Sverrir Hermannsson og Halldór Ásgrímsson verði ekki að skipta um nafh eftir höfuðhöggið, svo að sinna- skiptin verði talin af ætt kraftaverka fyrri tíma. Ekkert bendir til, að hin frægu sinnaskipti sögunnar hafi verið af hagkvæmnisástæðum. Páll postuli var tek- inn af lífi fyrir trúboð sitt og Konstantínus mikli hefði getið valið sér fjölmennari trúflokk til-fylgilags. Sinna- skipti þeirra voru einlæg og áhrifamikil. Væntanlega gildir hið sama um áhrifamennina í helm- ingaskiptafélagi gæludýrabúðarinnar norður í Atlants- hafi. Þar hafi ekki komið að málum neinir ímyndarfræð- ingar til að segja gömlu jálkunum úr fjórflokkinum, að hugarfarsbreyting sé að verða með þjóðinni. Væntanlega munu þeir félagar taka sér ný nöfn og mynda saman ríkisstjórn eftir kosningar um afnám gjafakvótans, verndun hálendisins fyrir Finni Ingólfs- syni og nokkurra milljarða fjárveitingar til sérhvers hóps þeirra, sem minna mega sín í lífinu. Gott er til þess að vita, að tími kraftaverkanna er ekki alveg liðinn, þótt öld efhisvísinda hafi lengi ráðið ríkjum. Kannski verða höfuðhöggin að tákni 21. aldar. Jónas Kristjánsson „Undarlegur er skilningur margra Islendinga á lýðræði; jafnvel má greina leifar selstöðuhugsunar," segir Jónas m.a. í þjóðmálagrein sinni. Sameiningín sundrar Höfundur minnist þess að hafa lesið grein fyrir löngu sem fjallaði um hugmyndir fólks samtímans um stjórnmál og hvernig komíst er að niðurstöðu; skal fyrst stund- uð nákvæm greining (analítík) málefna og komist síðan að niður- stöðu með kenningu eða skoðun (síntesu) eða öfugt. MiUistríðsárin á Vesturlöndum einkenndust af síntesu án analisu; fáir öfgasmiðir settu fram kenningar og lýðurinn marseraði. Eftir stríð stundaði fólk vinnu sína. í stúdentabyltingunni á sjöunda áratugnum vissu nemendur síðan betur en kennarar hvað kenna átti, enga analítík fyrst, takk fyrir. Pólitískar byltingaskoðanir fóru að vaða uppi. Síðan róuðust málin. Öfgarnar sundra um síðir og leiða til uppstokkunar, stundum rugl- ings og efahyggju. Lýðræði er flókið Lýðræði er margþætt og anali- tik er ástunduð. Undarlegur er skilningur margra íslendinga á lýðræði; jafnvel má greina leifar selstöðuhugsunar. Þetta hefur birst að undanförnu í tengslum við breytingar á kjördæmum og framboðsmál Samfylkingar. Sjö þingmenn greiddu atkvæði gegn auknu vægi atkvæða þéttbýlis, nokkrir sátu hjá. Sumir gerðu grein fyrir atkvæði sínu; Hjörleif- ur Guttormsson sagði að breyting- arnar myndu „ekki sameina held- ur sundra". Jöfnun atkvæðisréttar frá einum á móti fjórum i einn á móti tveimur sundrar sem sagt! Til að sameina þarf að viðhalda óréttlæti að hans mati. Væri ekki skynsamlegra að jafna atkvæðavægi og minnka þannig rig i landinu? Þurfa íslend- ingar ekki að standa saman að þróun og velferðarmálum lands- ins? Hjörleifur á aö segja landsslýð hvernig á að hafa hlutina og hafa fjórfalt vald! Eiga landsmenn að krjúpa fyrir atkvæða- aðli og lúta forsögn fárra? „Sér um líkir sækjast þeir" Sambræðsla um framboðslista Sam- fylkingingar hefur staðið yfir linnulaust í marga mánuði með miklum þrautum. Svo mikið þótti liggja við að hafa Kvennalistann innanborðs að dýr- mætum tíma, trúverð- ugleika og óteljandi fundum var fórnað þótt skoðanakannanir hefðu ítrekað sýnt Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur „Það verba aldrei neinar sættir því hvernig munu þeir verða sáttir sem nú sitja að veiðunum ef taka á frá þeim og dreifa afía- heimiUum á annan veg? Nær væri að ræða um minnstar ósættir eða samninga um skyn- samlega ogréttláta leið." honum hverfandi fylgi. „Klúbbur 30-40 kvenna" (Illugi Jök.) sendi fulltrúa sina til funda í margar vikur. Þær birtust í fjölmiðlum ábúðarmiklar og hnarreistar baða sig í sviðsljósinu sem lengst til að endurheimta löngu týnt mikil- vægi; álengdar mátti sjá Sighvat Björgvinsson og Margréti Frí- mannsdóttur drúpa og segja fátt en vona hið besta, niðurstaða væri á næsta leiti og öllu skyldi fórnað fyrir sameininguna, jafnvel trú- verðugleikanum. Ekki er síðan víst að konum á þingi fjölgi eftir stappið. Lysistrata uppskar þó ár- angur í skopleiknum fræga. Enn er dansinn ekki til enda stiginn og sjá mátti að frambjóð- endum var raðað inn á listana án lýðræðis- styrks að baki eins og komið hefur í ljós í prófkjörum en mörg sár hafa hlotist af. Leikurinn var eins og gamalt slönguspil. Svanfríð- ur Jónasdóttir fékk sjö atkvæðum of lítið til að ná fyrsta sæti listans á Norðurlandi eystra og hitti þar með á slöngugin og hafnaði í fjórða sæti. Sigbjörn Gunnarsson sigraði en vék síö- an frá, sár eftir mikinn rógburð. Allt í nafni lýðræð- is og sameiningar sem sundrar! Til- raunir til að draga upp stefnuskrá urðu til þess að einn flokkurinn fæddist. Ef sulla á saman öllum litum litrófsins kemur út ljótur brúnn litur. Eftir prófkjörin sögðu sigurvegarar: „Sigurstrang- leg niðurstaða", „Góð útkoma" og „Lýðræöisleg niðurstaða". Sem sagt: „Sigurinn er ég". Hvað eru sættir? Allir vilja nú ná sáttum í sjáv- arútvegsmálum. Það var nefnilega það. Það verða aldrei neinar sætt- ir því hvernig munu þeir verða sáttir sem nu sitja að veiðunum ef taka á frá þeim og dreifa afiaheim- ildum á annan veg? Nær væri að ræða um minnstar ósættir eða samninga um skynsamlega og rétt- láta leiö. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Góðæri í sjávarútvegí „Alla öldina hafa skipzt á skin og skúrir í íslenzk- um sjávarútvegi og allar líkur eru á, að svo verði áfram, þótt vel hafi gengið um skeið. Við eigum eft- ir að kynnast aflabresti á íslandsmiðum og verðfalli á erlendum mörkuðum á nýjan leik. Erfiðleikar út- gerðarfyrirtækjanna á síðasta áratug voru hvorki meiri né erfiðari viðureignar en fyrr á öldinni. Góð- ærið í sjávarútvegi er að vísu mikið nú en við höf- um fyrr á öldinni upplifað gífurlegt góðæri við sjáv- arsíðuna. Fyrirtæki á borð við Kveldúlf hf. urðu til við slíkar aðstæður, svo dæmi sé nefnt." Úr forystugrein Mbl. 17. apríl. Baráttuadferðir kennara „Það sem við höfum orðið áþreifanlega vör viö í gegnum hringingar, frá foreldrum er að fólk er reitt yfir þessum aðgerðum, en auðvitað höfum við líka heyrt í nokkrum sem hafa sterka samúð með kenn- urum og baráttu þeirra. Á hinn bóginn er ljóst að bæta þarf kjör kennara þannig að þeir séu jafn sátt- ir og kostur er. Það er ein nauðsynlegra leiða sem færar eru til að tryggja að ungt og hæfileikaríkt fólk fari í kennaranám og skili sér í kennslu." Jónína Bjartmarz í Degi 17. apríl. Stóryrðastraumur í kjaradeilum „Sannleikurinn er sá, aö stóryrðastraumurinn í kjaradeilum er fornaldarfyrirbæri ekki síður en í stjónimálabaráttunni. Það er umhugsunarefhi fyrir forystumenn beggja vegna borðs í kjaradeilum, að þeir stjórnmálamenn, sem nota stærst orð ná minnstum árangri ... Þótt formaður Kennarasam- bandsins telji, að nú sé búiö að „eyðileggja" allt og hann sjái „ekki framtíðina" er jafnvist, að samkomu- lag næst að lokum - ekki vegna stóryrðanna, heldur þrátt fyrir þau." Úr forystugreinum Mbl. 18. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.