Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1999, Blaðsíða 17
ÞRlDJUDÁGUR 20. APFJL 1999 ÍU~Dá?2±Ú 25 Nokkur heilræði í próflestrin- um Það er óþarfi að fá hroll þeg- ar minnst er á próflestur enda margar góðar aðferðir við að undirbúa sig vel undir próf. Hér að neðan eru nokkur heillaráð sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar próflestur- inn hefst. Gerðu þér ákveðna lestrará- ætlun eða tímaplan þar sem allir prófdagarnir eru skipu- lagðir niður í námstíma, upp- rifjanir og frístundir. Reyndu að draga námsefni meira og meira saman í færri atriði. Á endanum færðu heildarmynd af öllum áfanganum. Skráðu öll þýðingarmikil at- riði og gerðu tölusetta atriða- skrá eða stuttan útdrátt úr námsefninu. Æfðu skipulega upprifjun til dæmis með því að líta yfir lykilorðin í glósunum. Próf- aðu sjálfan þig með spurning- um úr námsefninu. Líttu yfir gömul skyndipróf og verkefni. Athugaðu þínar úrlausnir og skoðaðu hvað þú gerðir rangt. Kennarinn veiddur Reyndu að veiða upp úr kennaranum eins miklar upp- lýsingar um innihald, próf- form og lengd prófs og þú get- ur. Reyndu að fá fram helstu áhersluatriðin og misstu ekki af síðustu kennslustundinni fyrir próf. Veldu óklárt efni til lesturs. Ekki lesa eingöngu efni sem þú ert góður í eins og mörgum hættir til að gera. Athugaðu ætíð það sem þú gerðir rangt á fyrri prófum. Þú gerir kannski alltaf sömu klaufavUl- urnar sem auðvelt er að laga. Æfðu góðan vinnuhraða. Ef þú ert vanur að lenda i tíma- hraki í ákveðnum námsgrein- um er gott að búa sér til svip- aðar aðstæður og í prófi, skammta sér tíma og þjálfa hraðann. Semdu líklegar spurningar úr námsefhinu. Hvernig getur kennari spurt úr efninu? Æfðu þig í að svara þeim. Prófdagurinn Farðu timanlega á fætur, líttu yfir námsefni sem þú kannt mjög vel. Það eykur ekki kunnáttuna en styrkir sjálfstraustið. Mættu tíman- lega í próf. Ekki spjalla um námsefnið við bekkjarfélaga áður en þú gengur í prófstofu. Slíkt getur valdið óþarfa kvíða. Að lesa undir Pað styttist í vorprófin hjá þúsundum nem- enda og kominn tími til hefja undirbúning af alvöru. Það er samt alls ekki sama hvernig lesið er undir prófeins og reyndustu menn vita. Tilveran heimsótti námsráðgjafa á dög- unum ogfékk að vita ýmislegt um skynsam- legan próflestur og hvað er til ráða þegar prófkvíði gerir vart við sig. $•••••$•••• ••••#••• • • • Dagný Erla Vilbergsdóttir námsráðgjafi: Hvíldin er jafnmikilvæg lestrinum Próftíminn er mikill álags- tími og skipulag hefur þar mikið að segja. Við upphaf próflesturs er afar mikil- vægt að gera lestraráætlun, skoða námsefhið og skipta því niður. Próflestur á auðvitað að vera upp- rifjun á því sem lesið hefur verið á misserinu og það veit aldrei á gott að vera að frumlesa námsefni fyr- ir próf. í báðum tilvikum gildir þó að forgangsraða námseminu og ekki síst að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum," sagði Dagný Erla Vilbergsdóttir, námsráðgjafi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þegar Tilveran bað hana að gefa þeim fjölmörgu nemendum sem þreyta próf á næstunni góð ráð. Lestrartíminn brotinn upp Þegar lestraráætlun er byggð upp er nauðsynlegt að gera ráð fyrir hvíld- artímum. „Við mæl- um alltaf með því að nemendur brjóti upp lestrar- tímann og það er alltof algengt að „ Það er býsna algengt að fram- haldsskólanemar viti bara ekki hvernig þeir eiga að haga sér á próftíma- bilinu," segir Dagný Erla Vilbergsdóttir námsráðgjafi. hvíldin sé vanmetin, sérstaklega hvað varðar reglulegan svefn, að ég tali nú ekki um nægilegan svefn nóttina fyrir próf. Hvíldin er jafnmikilvæg lestrinum því sá sem fer þreyttur í próf skilar ekki sín- um besta árangri. Það er býsna al- gengt að framhaldsskólanemar viti bara ekki hvernig þeir eiga að haga sér á próftimabilinu. Þeir fá almennt litlar upplýsingar um slíkt. Þá reynum við að koma til hjálpar og benda nemendum á hagnýtar vinnureglur," segir Dag- ný Erla. Slökun mikilvæg Prófkvíði er vandamál sem margir nemendur glíma við á hverjum vetri. „Prófkvíði tengist bæði undirbúningi fyrir próf og ekki síst líðaninni þegar í prófið er komið. Hjá flest- um er próf- kvíði já- kvæður og til þess fallinn a ð halda fólki við efnið, því hóflegur kvíði dregur úr kæruleysi og leið- ir til meiri virkni. Kvíðinn getur hins vegar orðið það mikill að hann fari að hrjá nemendur og hafa hamlandi áhrif. Þá er um að gera að grípa í taumana og sem betur fer eru til margar góðar að- ferðir til að vinna bug á prófkvíð- anum," segir Dagný Erla. Skipulag og stefnufesta getur slegið á mestu streituna," segir Dagný Erla. „Enn fremur er mikil- vægt að nemendur sem eiga við prófkvíða að stríða læri slókun. Það sem nýtist prófkvíðnum nem- endum hvað best þegar í próf er komið er að hafa tileinkað sér slökun sem losar um spennuna í líkamanum því það er grundvöllur þess að nemandinn geti einbeitt sér." trú á eigin getu og tala við sjálfan sig á uppbyggilegan hátt í stað þess að rífa sig niður með nei- kvæðum hugsunum og magna þannig upp kvíðann. Það gildir líka um prófin að æskilegt er að lesa allt prófið í gegn og byrja síð- an á því sem er léttast. Þá kunna hlutir að rifjast upp sem nýtast i erfiðari spurningum. Það ætti eng- inn að líta á það sem heimsendi að falla á prófi. Ýmislegt getur verið þess valdandi að nemandi hafi ekki náð að tileinka sér námsefni eða að koma því til skila; fólk ger- ir bara eins vel og það getur," seg- ir Dagný Erla Vilbergsdóttir námsráðgjafi. -aþ ,.=*,. Camfiltef, „cam *gM. m.nn. * s*f ^ ' V 28" Black invar skjár ' %&£*£ '.££^^^~"XisSr-* Nicam leiðarvísir^ UMBODSMENN Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vcstfiröir: Geirseyjarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafiröi. Kf. Noröurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Vélsmiðjan Höfn. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshofn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.