Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1999, Page 5
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
5
pv___________________________Fréttir
Tryggingastofnun tekur til baka fullyrðingar sínar:
Þroskaheft börn fá aft-
ur tannlæknaþjónustu
Fundur á dögunum um skerðingu Tryggingastofnunar á réttindum þroska-
heftra til tannlækninga. Frá vinstri: Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Þroskahjálpar, Guðmundur Ragnarsson, formaður Þroskahjálpar, Kristján
Sigmundsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, Friðrik Alex-
andersson, formaður Styrktarfélags vangefinna, Sigfús Þór Elíasson, pró-
fessor í tannlækningum, Sigurgísli Ingimarsson, varaformaður Tannlækna-
félags íslands, Gísli Vilhjálmsson, stjórnarmaður íTannlæknafélagi íslands,
Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags íslands, Gunnar Þormar
tannlæknir, Inga Árnadóttir tannlæknir og Sigurður Rúnar Sæmundsson,
formaður Félags íslenskra barnatannlækna.
„Það hefur verið staðfest af lög-
fræðingi Tryggingastofnunar sjálfr-
ar að yfirtannlæknir hennar hefur
haft uppi rangar staðhæfingar í
málinu," segir Gunnar Þormar
tannlæknir, en hann hefur um ára-
bil annast tannlækningar fyrir
þroskahefta með öðrum störfum.
Reynir Jónsson tryggingayfir-
tannlæknir svarði gagnrýni á stofn-
unina þannig að forvarnir meðal
fatlaðra og þroskaheftra hefðu ekki
breyst undanfarin 3 ár. Það væri
misskilningur Gunnars Þormars að
verið væri að skerða þjónustu við
börn á dagheimilinu Lyngási. Gunn-
ar tilkynnti foreldrum barnanna
fyrr í þessum mánuði að hann væri
tilneyddur að hætta þjónustu við
bömin vegna nýrrar reglugerðar
um þátttöku Tryggingastofnunar
ríkisins í tannlæknakostnaði
sjúkratryggðra bama, sem hann
sagði að yrði þess valdandi að for-
vamir skertust verulega. Trygg-
ingastofnun hafði sett „þak“ á tann-
læknakostnað þessa hóps við 30 þús-
und krónur. Allt umfram það ætti
að sækja um til stofnunarinnar og
rökstyðja þyrfti aðgerðina.
Haldinn var fundur allmargra
þeirra sem að málinu koma, meðal
annars Þroskahjálpar og Styrktarfé-
lags vangefinna, en einmitt þann
sama dag kom yflrlýsing frá Ingi-
björgu Þorsteinsdóttur, lögfræðingi
Tryggingastofnunar, þar sem stað-
fest var að fyrri yfirlýsing væri
röng, einhver mistök hefðu átt sér
stað og þau yrðu leiðrétt.
Gunnar Þormar hefur tekið upp
störf sín, en hann er sérfræðingur í
viðgerðum og fyrirbyggjandi að-
gerðum gagnvart fjölfotluðum böm-
um. Hópurinn sem um ræðir er um
600 manns og endurgreiðslur Trygg-
ingastofnunar til hans nema um
einu prósenti af heildarendur-
greiðslum. I Lyngási eru 40 böm og
segir Kristján Sigmundsson, fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags van-
gefmna, að þau þurfi mikils eftirlits
og umhirðu við, meiri en önnur
böm. Aukakostnaður stafar oft af
því að bömin þurfa svæfmgu við
tannaðgerð.
„Við álítum að þetta mál sé far-
sællega í höfn, það er ekki vitað
annað en að til standi að greiða þá
reikninga sem hafnað hafði verið
hjá Tryggingastofnun. Þetta voru
reyndar ekki margir reikningar, en
við teljum okkur hafa tryggingu fyr-
ir því að þeir verði greiddir," sagði
Kristján.
-JBP
Kotndu i
reynslu-
aksturl
Hefur þú séð svona verð á 4x4 bíl?
SUZUKIBÍLAR HF
Skcifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
• Mest seldi bíllinn í Japan(l), annað árið í röð.
• Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll.
• Skemmtilequr bíll meomiklum staðalbúnaði:
ABS hemlaíæsivörn
rafdrifnu aflstýri,
samlæsingu, o.m.fl.
Ódýrasti 4x4
billinn á Islandi
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
GL 1.099.000 KR.
GL 4x4 1.299.000 KR.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
$ SUZUKI
I"" ... —
Opið í dag frd 12.00 til 18.30